Alþýðublaðið - 18.05.1958, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.05.1958, Qupperneq 7
Sunnudagur 18. maí 1958. AlþýSublaðitJ HAUKUR SNORRASON rit- stjóri varð bráðkvaddur úti í Hamborg laugardaginn 10. maí, en þar lauk hann ferðalagi um Þýzkaland og ætlaði heim að miorgni. Nú er hann kominn hingað látinn og verður jarð- sunginn á morgun. Við eigum þess ekki kost framar að starfa með honum og njóta kynning- ar við hann. Aðskilnaðurinn varð sorglega óvæntur. En minningin lifir, og hún er mik- iis virði. Haukur fæddist á Flateyri ,við Önundarfjörð 1. júlí 1916 og var sonur Snorra Sigfús- sonar skólastjóra og síðar nóms stjóra og fyrri konu hans, Guð- rúnar heitinnar Jóhannesdótt- ur. Hann fluttist með foreldrum Sinum til Akureyrar árið 1930, nam gagnfræði við menntaskól- ann þar, en fór síðan til Eng- lands og lauk prófi við brezkan samvinnuskóla. Heimkominn starfaði Haukur um skeið við j Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri, en- gerðist því næst blaða- maður við Dag og tókst á hend- ur ritstjórn hans, er Ingimar Eydal lét af starfi. Var hann ritstjóri Dags á annan áratug og stýrði énnfr. Samvinnunni í nokkur ár, meðan hún var gefin út á Akureyri. Haukur j fluttist til Reykjavíkur 1956 og ' varð ritstjóri Tímans. Hann var kvæntur Else Friðfinnsdóttur, og' eignuðust þau hjón þrjú börn, sem tvö eru uppkomin, en eitt í bernsku. Haukur Snorrason starfaði við heimssýninguna í New York 1939 sem einn af fulltrúum ís- lands. Á Akureyri gegndl hann margvíslegum trúnaðárstörfum, og sömu sögu var að segja eftir að hann settist að í, Reykjavík. Hann átti sæti í menntamála- ráðj síðan 1954 og var varafor- maður þess frá árslokumr 1956. Verkefnin voru mörg á stuttum ævidegi, og Haukur leysti þau öll vel af hendi, enda starfshæf- ur í bezta lagi, kappsamur og nákvæmur. Er mikill mann- skaði að honum rösklega fer- tugum, því að sannarlega mátti œikils vænta. ef farið hefði að óskum um lítf hans og heilsu. Blaðamíennskan varð aðal- starf Hauks Snorrasonar og þar reyndist rét.tur maður á rétt- um stað. Hann var sómi stéttar sinnar og nau-t að verðleikum j mikillar viðurkenningar and- j Minningarorð s $ N S S ferðafélaga S KYNNI OKKAR Hauks S Snorrasonar ritstjóra hóf- )ust með Þýzkalantlsferðinni ^ og urðu því hvorki liing né ^ djúpstæð. Ég fann þó strax ^ að þessi, ferðafélagi minn var S eftii tektarverður. Saman fór \ viðkvæm íund og ört geð, S hugsjónaeldur og hagsýn. við ^ horf, beittur penni og har- S áttuþrek í dægurbaráttunni ^og háttvísi og drenglunil í * daglegri umgengni. — Mál- ^ efni hans og málfar var haf- ^ið upp yfir vana. Hugur hans ^var myndauðugur og gaman- ^samur og gat maður því bú- ^izt við nýjungum í samræð- Sum við hann. S Eg vil Ijúka þessum kveðju Sorðum með síðustu setning- Sunni, er é-g sagði við hann Jlifantli: • ,,Jæja vinur, bless á með- ) an!‘ E. V. stæðinga jafnt sem samherja. Hsukur gerbreytti Dagi að efni" og útliti, svo að hann varð snotrasta og fjölbreyttasta blað utan höfuðstaðarins og þoldi rr.ætavel reykvíska samanburð- inn. Hann átti og manna mest- j an hlut að máli um stækkun Tímans og breytingu þá, sem á hanum varð af því tilefni. Ilaukur skrifaði mikið, enda sivinnandi, en n \ gir.íjiguráiin" vann hann þó ekki við ritvél- :na heldur í prentsmiðjunni. — Honum lét manna bezt að velja b’aði útlit og yfirbragð í sam- ræmi við kröfur nýs tíma, og í þvi efni vann hann brautryðj- andastarf á sviði íslenzkrar biaðamennsku. Hann færði út .. ríki hennar og breytti fortíð í nútíð og fram.tíð af ríkri hug- kvæmni og smekkvísi. Haukur gekk að þessu verki af þvílíku kappi, að hann sást naumast fyrir. Blaðamennskan reynir á taugarnar ekki síður en heilann og hjartað, miskunnarleysi hrað ans og samkeppninnar, óreglu- legur vinnutími og grimmur eltingarleikur segir eftirminni- lega til sín í ritstjórnarskrif- stofunum, og Haukur fékk að kenna á þessari staðreynd. — Hann sleit sér út með því að Ijúka sérhverju verkefni af of- urkappi til að hefjast handa um annað og hafði löngum mörg járn í eldínum. Maðurinn gat naumast orðið langlífur. Hitl grunaðf víst engan, að hann kveddi , hinzta sinn við burt- förina til Þýzkalands. Við átt- um von á, að hann kæmi aftur heim hress og hvíldur að lok- inni skemmtun þeirrar tilbreyt ingar. Svo varð ekki. Ósýnileg- ur förunautur slóst í fylgd með honum og lagði helþnngar hend ur á hann að leiðarlokum. Ég kynntist Hauki Snorra- syni fyrst vorið 1954, er við gerðumst samferðamenn í blaða mannaför til Danmerkur. Þá var hann enn ritstjóri Dags og okkur hinum ókunnur. Haukur var raunar íslenzkur heimsborg ari í framgöngu og umgengni, enda veraldarvanur, en gat þó varla kallazt mannblendinn. — Hann var seintekinn til vináttu og ekkj alira. Hins vegar mun. aði um tryggð hans og tiilits- semi eftir að hann léði máls á öðrum kunningsskap en góðu dagfari og, ríkri. kurteisi. Dan- merkurfararnir vorið 1954 urðu allir þessa varir. Haukiir gerð. ist félagi okkar og vinur, og við sannfærðumst brátt um starfs- hæfni hans og mannkosti. Við deildum stundúm í slíku bróð- erni, að með okkur tókst ágæt vinátta. Og Haukur óx í áliti okkar alla ferðina. Við gerðum ckkur Ijóst, að hann var snjall biaðámaður á landsvísu og drengur góður. Samskipti okkar urðu mörg og mikil eftir að Haukur flutt- ist til Reykjavíkur og gerðist ritstj. Tímans. Og ég get naúm- ast hugsað mér betri samstarfs mann. Haukur gekk að hverju verki af lipurð og samvizku- semi og vildi alltaf láta gott af sér leiða. Hann var jafnan boð- inn og búínn að leggja á sig erfiði og fyrirhöfn, þrátt fyrir annríki og áhyggjur, bauð fram hvern greiða eins og sjálfsagðan hlut og lagði sömu rækt og alúð við það, er í láginni lá, og hitt, sem í hámæli komst. Haukur var baráttuglaður og mun meiri flokksmaður en flestir aðrir ntstjórar, sem ég þekki per- ! sónulega. Eigi a ðsíður datt hon | um aldrei í hug að temja sér ] le.ngrækni, og hann gerði sér ' skemmtilega ljósa grein fyrir mannkostum andstæðinga 1 sinna, unni þeim fúslega sann- mælis og vildi engan feigan í návígi eða orrustu. Blaða- msnnskan var honum annað og meira en atvinna. Hann var hugsjónamaður, sem barðisl drengilega fvrir þeirn málstað, er hann taldi sannan og réttan. Haukur vildi hefja íslenzka blaðamennsku til vegs og sýndj þann vilja sinn.í verki. Erlend- is hefði hann orðið frægur og auðugur blaðamaður, og hann lét ekkj íslenzkt fámenni eða íslehzka fátækt smækka sig. Skapsmunir hans hlupu aldrei með hann í þær gönur, sem ta.;- izt geti ógöngur. Hann kuimi í íþrótt sína og féll með hreinan skjöld. Iiaukur Snorrason var helci- nr lágur maður vexti, en ve3 limaður, kvikur í hreyfingur.í og frár á fæti, snyrtimenni i alíri framgöngu, menntaður vei, fjölfróður og víðlesinn og ein- 'staklega fjölhæfur, hugkvæm- i ur, útsjónarsamur og skjótráci- ur. Síðustu árin gekk hann sjaldan heill til skógar, en hlýddi samt kalli lífsnáutnar sinnar, kleif fjöll, veiddi fisk, kastaði sér í faðm íslenzkrar náttúru eins og barn, sem hverí ur tij ástríkrar og stórlyndrar móður. Síðast þegar við sáumst. ráðgerði hann að bjóða mér samfylgd til N.-lands á sumr- inu, sem fer í hönd. Við æti- uðum að heimsækja Akurevri, veiða í Laxá, heimsækja sögu- staði og njóta dýrðar norðlenzk.. ra fjalla. Ég fer þá för.án hans, ef mér endist aldur. En norðan jökia og austan Vaðlaheiðar mun mér finnast Haukur Snorrason standa við hlið mér glaður og reifur og sýna ríki sitt, landið, sem. hann elskaðv, og fólkið, er hann mat og skildi, fjöllin, sveitirnar og vötnin, bóndann, sjómanninn, iðjuhöld- inn og verkamanninn. Hans sér stað, þó að hann sé allur. Helgi Sæmundsson. Kirkjuþáttnr s S V s UPPSTIGNING. Miðað við ytri atburði, er það sem gerist á uppStign- ingadaginn ekki sérstaklega frábrugðið því, sem gerðist oftar um og eftir páskana, — að Jesús birtist og hvarf aftur. — í þetta skifti hverf ur hann raunar upp á við, verður upp numinn, og ský um lykur hann. Sennilega er ekki átt við þau ský, sem veðurfræðin fjallar um held ur þá móðu. er stundum um lykur verur frá ósýnilegum heimi. UPPSTIGNING OG ENDURKOMA. Eitt er það, sem þó gerir uppstigninguna frábrugðna því, sem annars- gerðist. — Hér hvarf Jesús postulum sínum í síðasta sinni, — að minnsta kosti fyrir hvítu- sunnu, og jafnframt því sem fenglarnir (Post. 1. kap.) segja, að hann sé uppnum- inn til himins, boða þeir end urkomu hans á sínum tíma. KONUNGUR SETZT Á VELDÍSSTÓL. Boðskapur uppstigningar- ardagsins ei< sá, að Jesús hafi stigið upp til himna. í hugmyndakerfi Biblíunnar þýðir himinn bæði vistarver ur englanna og hinna sælu, en einnig aðsetur Guðs sjálfs. Boðskapur uppstign- ingardagsins er því fvrst og fremst sá, að ..hann sem kom af himnj á jörð“, hefir nú ,,allt vald á himni og jörðu“. — Konungurinn, s:em á jörðinni lifði sem spá maður og dó sem æðsti prestur, — hefir að nýju sezt í sinn veldisstól. MANNKYNSSAGAN. Til er margskonar sögu- skoðun. Sumir telja, að við skiftalögmálin ráði mestu um stefnu sögunnar, aðrir að finna megi viss lögmál fyrir þróun menningarlífs- íns, o.s.frv. -— Sjálfsagt má með athugun komast til skilnings á einstökum fvrir- bærum sögunnar, en séu kristnir menn spurðir um, hvert sé hið ráðandi afl í þróuninni, eiga þeir ekki nema eitt svar,: Christus Victor — Kristur, Sigurveg- arinn. — Mannkynssagan er barátta og jörðin baráttu- völlur. en hvað sem á dyn- ur, er sigur hins góða tfygg- ur með valdi Krists. — Hann er tilgangur mannkvnssög- unnar og hennar leiðandi afl. HEIMSENDIR, OG ENÐ- URKOMA. Jesús mun ekki dylja til- \reru sína við lok mannkyns sögunnar. Sjálfur kvaðst hann þó ekki vita, hvenær að þeim kæmi. Hann gaf raunar í skyn, að undanfari heimsslitanna yrðu umbrot mikil. bæði í náttúrunni og mannlífnu. — Slíkt er einn- ig næsta eðlilegt. Þegar hann var spurður að þvi, hvort hann ætlaði nú þega.r að ,,endurreisa“ ríkið, sagði hann blátt áfram, að þsð væri ekki mannanna að vita tíma og tíðir. Kirkjan hefír þess vegna látið sér orð hans að varnaði verða, og lagt Framhaid á 8. síðiL.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.