Morgunblaðið - 02.04.1922, Blaðsíða 3
MORGUNBLABIÐ
Neðri deild. 1. frv. til laga um
frainlenging á gildi laga um út-
fiutningsgjald; 3. umr. 2. um
kenslu heyrnar- og málleysingja
3. umr. 3. um sönnun fyrir dauða
manna, sem ætla má að farist
kafi af slysum; 3. umr. 4. um
sameining' Dalasýslu og Stranda-
sýslu; 2. umr. 5. um sameining
Árnessýslu og Rangárvallasýslu;
2 umr. 6. till. til þingsályktunar
tsm lánveitingar úr iRækftunar-
sjóði; ein umr. 7. til þingsálykt-
Unar um rannsókn á máli Arna
Theódórs Pjeturssonar; fyrri umr.
8 til þingsályktunar um rann-
eókn á skaða.bótamáli A. L. Pet-
ersens; fvrri umr. 9. til þings-
ályktunar um prentunarkostnalð
ríkisins ; ein umr. 11. til þingsá-
lyktunar um að skora á ríkis-
•etjórnina að hefja skaðabótamál
, ®egn tslandsbanka; ein mnr.
--------o-------
Blaðakonungurinn
Northcliffe lávarður er nýlega kom-
inn heim til sín, úr ferðalagi uinhverfis
jörðina. Lagði hann á stað í september
í haust og fór fyrst til Bandaríkjanna
■og Canada, þá til Japan og Kína,
Ástralíu, Indlands, Gyðingalands og
Egypt.alands, en þaðan til Prakklands.
ítafa blöð hans eigi sparað að flytja
frjettir af ferðalagi hans, langir pistlar
hafa verið birtir um heimsóknir hans
hjer og þar, um stórpólitískar viðrfeður
hans við ýmsa höfðingja í ókunnum álf-
um, og viðtökur þær, sem hann hafi
fengið. Virðast þær frásagnir bera með
sjer, að honum hafi hvarvetna verið
fagnað sem stórhöfðingja. Sjálfur hefir
lávarðurinn ritaðdanga ferðapistla, sem
hirst hafa í „Times“, og fjalla þeir
Gnkmii um skilyrði fyrir útflntningi
Englendinga til ýmsra staða, er hann
hefir heimsótt. pykir mörgum blöð-
in hafa „reklamerað" óþarflega mikið,
•og næstum ósmekklega fyrir eiganda
sínum, og mjög er nú deilt um það,
hvort Northcliffe sje eins mikill maður
og af hafi verið látið. Á ófriðarárun-
Um var vegur hans mikill. Hann beitti
áhrifum sínum til þess, að Englending-
«r legðu sig betur fram í styrjöldinni
on verið hafði áður. Og um það leyti
Var hann talinn voldugri en Lloyd
George. Meðan þessir menii voru sam-
hviga voru áhrif þeirra mikil. En þegar
Styrjöldin lauk skildu leiðir. Lloyd
Oeorge vildi sýna, að hann gæti vel
komist af án aðstoðar blaðakongsins,
og vináttunni var lokið. Northcliffe
gerði alt sem hann gat til að spilla fyr-
Tr forsætisráðherranum, og vildi meðal
Ohnars afstýra því, að hann færi til
VT ashington á ráðstefnuna þar, og greip
L1 þeirra ráða, að láta blöð sín sví-
virða Lloyd George og Curzon utan-
ríkisráðherra, og gera þá tortryggilega
í augum Ameríkumanna. Lloyd George
fór ekki til Washington, en það var ekki
fyrir áhrif Northcliffe, heldur vegna
viðburðanna, sem um það leyti urðu í
^ílandsmálunum. Síðan þetta gerðist,
hUm fífill Northcliffe lávarðar hafa
fölnað stórum.
Norskur ritstjóri, C. J. Hambro, hef-
ir nýlega ritað persónulýsingar á ýms-
Um merkum mönnum, og er í því safni
að finna samanburð é ritstjóra þeim,
Sem fyrstur skóp „Times“ frægð og
Völd, J. T. Delane, og hinurn núverandi
oiganda þess, Northcliffe lávarði. Per
útdráttur úr því hjer á eftir.
Á dögum Delane fórust Abraliam
Lincoln svo orð: „Times“ er eitt af
Uiestu stórveldum heimsins. Jeg veit
okki af neinu, sem hefir meiri völd,
hema þá ef það væri Mississippi“. —
Times nútímans hefir mist mest af þess-
etti völdum. Hvort aðstæðurnar og fram
í'U'mnin á mikinn eða lítinn þátt í þessu,
er erfitt að segja. En víst er það, að
hæði fyr og nú getur blaðið haft áhrif á
unnað og meira en smámuni, ef inikil-
kæftir maður situr við stýrið. Og Delene
vur tvímælalaust mikilhæfur maður.
Hann varð aðalritstjóri „Tímes“ þeg-
er hann var «23 ára, og var hann yngsti
Garfsmaðiir við blaðið. Ef ekkert hefði
^erið varið í hann, hefði hann bráð-
lega revnst ónýtur til þess starfa. En.
í honum var sá rjetti efniviður, og það
að hann kom svo ungur að blaðinu,
gerði það að verkum, að hann fjekk
aldrei tækifæri til að skifta starfskröft-
um sínum milli óskyldra éhugamála, en
hafði á herðum sjer alla hina miklu
ábyrgð, sem skapaði persónulegt þrek.
Delane stýrði „Times“ í 37 ár, frá
1841 til 1878, og þetta tímabil er merk-
asti kaflinn úr sögu lilaðsins. Og áhrif-
in, sem blaðið hafði á þessum árum,
eiga ekki rót sína. að reka til fyrirkomu-
lagsins á blaðinu, venju þess eða stærð-
ar, heldur til Delane sjálfs. Áhrifanna
frá honum gætti í hverri grein, sem
blaðið flutti, frá leiðaranum, sem ávalt
var um það efnið, sem mest var um rætt
þann daginn, og til frjettagreina blað-
í'itaranna. Delane skrifaði aldrei neitt
sjálfur, en hann hafði hæfileika, sem
enginn hefir haft betri til þess að vita
hvað átti að skrifa.
Eftir daga Delane náði Times aldrei
þeim völdum, sem það hafði haft um
hans daga, en þó voru orð þess ávalt
mikils metin og áhrif þess mikil, einkan-
lega ei'lendis, því þar var það orðin
venja, að álíta skoðun „Times“ vera
skoðun Englendinga. Nvi ræður yfir
hlaðinu maður, sem kevpti það fyrir
miljónir króna. Northcliffe lávarður
hefir víst gert ráð fyrir, að hann hafi
keypt völd blaðsins með nafninu. En
hann er maður gjörólíkur því sem De-
lane var.
Alfred Harmsvvorth var líka koni-
ungur þegar hann gerðist ritstjóri. En
liann var sprottinn upp frá lakári end-
anum, frá smáblöðum lægstu tegundar,
barnablöðum, kveimablöðum, trúmála-
blöðmn, og þaðan kom hann og náði
tökum á dagblaðaútgáfunni. Vald hans
varð sífelt meira og meira, þangað til
svo var komið, að hann og bræður hans
höfðu komið sjer upp blaðahring, sem
náði til (50—70 blaðaútgáfu-fyrirtækja,
og koma blöð þessi út í yfir 20 miljón
eintökum. Kunnust allra blaðanna í
þessum hring, máttarstoðirnar í „The
Amalgamated Press“, eru „Daily Mir-
ror“ og „Daily Mail“. Árið 1908 náði
Northcliffe einnig tökunum á „Times“.
pó að Northcliffe færi mjög gætilega
meS blaSiS fyrst í staö, og reyndi að
láta það halda þeim' blæ, sem það haf'öi
haft, gat ekki hjá því farið að hinn nýi
andi, andi Northcliffe, færi smám sam-
an að gera vart við sig. Verð blaðsins
var lækkað, og prentsmiðjuáhöldin end-
urbætt í samræmi við nýjustu tísku. Og
þegar ófriðurinn skall á, og enska stjóm
in gerði Northcliffe að forstjóra blaða-
undiiTÓðursins, þá fjekk hann djörf-
ung til að fara að láta bera meira á
sjálfum sjer í „Times“. En með þessu
braut hann gamla venju blaðsins og
losaði það úr jafnvæginu. Pegar Nor-
thcliffe tók við blaðinu var hagur þess
þröngur. Nú er það gefið út með mikl-
um halla, og það sem verra er: það
hefir mist áhrif sín. Og hver er ástæð-
an önnur en sú, að nú var annar maður
orðinn eigandi þess, maður, sem „re-
klame“ hjekk við, en maður, sem var
alls enginn ritstjóri. Enski rithöfund-
urinn Hilaire Beloc gefur þessa lýs-
ingu af „Times“, eins og það er nú:
Ritstjóri þess var „gentlemann“ og
velkominn gestur, eigandi þess lávarð-
ur, sem varð altaf órótt þegar hann sá
„gentleman' ‘.
Northcliffe og blaðamenn af hans
tagi skilja ekki, að blaðamenskan er
köllun. Frá hans sjónarmiði er hún
ekkert annað en kaupsýsla.
pannig farast þessum norska blaða-
manni orð. Er dómur hans ærið harð-
ur, og sýnir, að mjög er um manninn
deilt, eins og öll mikilmenni. pví það er
Northcliffe, hverjum dómum sem blaða-
menska og blaðaútgáfa hans sætir.
-o
Síðastl. mónudagskvöld hafði „Hljóm
sveit Reykjavíkur“ afmælisfagnað í
veitingasalnum hjá Rósenberg. par sem
jeg hefi hvergi sjeð á þetta minst í
blöðunum, þá þykir mjer það ekki óvið-
eigandi að geta þess hjer með nokkrum
orðum.
Meðlimir Hljómsveitarinnar höfðu
boðið nokkrum vinum sínum og vanda-
mönnum, svo alls voru þátttakendur í
fagnaðinum um 90 manns. Hr. fiðlu-
leikari Theódór Ámason bauð gestina
velkomna fyrir hönd Hljómsveitarinn-
ar, og að því loknu ljek hún nokkur lög
undir stjórn hr. fiðluleikara pórarins
Guðmundssonar, sjálfri sjer til sóma og
gestunum til ánægju. ( Dynjandi lófa-
klapp).
pá talaði Theódór aftur, sagði sögu
sveitarinnar frá upphafi og sagðist vel
Hljómsveitin sem stofnuð var 20. febrú-
ar 1921 hafði ekki haft tök á því fvr
en þetta að fagna fæðingu siuni — en
það átti vel við, að hún veldi sjer þenn-
an dag, því það var afmælisdagur hljóm
jleikastjórans, Þ. G., sem sveitin á að
þakka tilveru sína og framfarir. A
þessu rúma ári, sem liún hefir lifað og
starfað, hefir hún haft frá 20—25 mönn
um á að skipa, haft 105 æfingar, nokkra
opinbera hljómleika, og þar að auki
leikið í konungsveislum síðastliðið
sumar, svo annað verður ekki sagt, en
að hjer sje vel á stað farið.
Peir, sem kunnugir eru hljóiplista-
lífi bjer í bænum og skilja þá örðug-
leika, sem á því eru, að halda saman
slíknm flokk í slíkum bæ, munu allir
geta dáðst að þrautseigju og elju hljóm
listastjórans; þeir munu, ekki síður en
sjálfir meðlimir hljómsveitarinnar,
þakka honum starf hans af heilum hug.
Laun pórarins hafa ekki verið önnur
en gleði sú, sem hann hefir haft af því,
að heyra framfarir sveitarinnar, og sú
glæsilega von, að úr þessum fáu leik-
brieðrum sínum verði í framtíðinni f jöl-
menn hljömsveit, sem fullkomlega geti
jafnast ó við erlenda. Symfoniu Or-
kestra.
Margir munu hafa búist við því og
talið það sjálfsagt, að hið háa Alþingi
synjaði ekki pórarni um þann litla
styrk, sem hann fór fram á að sjer yrði
veittur til eflingar hljómlistalífí hjer í
höfuðborginni. En þingið brást þeim
vonum og ljet ekkert af hendi rakna.
En þrátt fyrir það mun pórarínn ekki
lóta hugfallast, til þess á hann of mikið
af áhuga og eldmóði.
Að samspilinu loknu ljeku þeir pór-
arinn og Thteódór konsert duett éftir
Bériot, og dáðust allir áð, (dynjandi
lófaklapp). Og nú byrjaði dansinn, og
það var nú dans í lagi. Svo var jetið,
sungið og kvæði flutt, og svo dansað og
sungið á ný, þar til dagur rann. Að lok-
um vil jeg ósba hljómlistinni allrar
blessunar í framtíðinni, og vona að hún
eigi eftir að veita bæjarbúum marga
gleðistund og auka þá menningu, sem
sannri hljómlist fylgir.
Einn af gestunum.
0-
Frá Danmörku.
Reykjavík 1. apríl
Atviimudeilurnar.
Aukning verkhannsins, sem
ganga átti í gildi 1. apríl, hefir
verið frestað í átta daga, vegna
þess, að nú hefir að áliti sátta-
semjaranna fundist grundvöllur
fyrir endanlegu samkomulagi í
deilunni.
Pedersen-Nyskov dáinn.
Pedersen-Nyskov ‘fólksþingsfor-
seti, sem átt hefir sæti í fólks-
þinginu síðan 1895 og verið .for-
maður þess síðan 1913, andaðist
30. fyrra mán., 72 ára að aldri.
Fjárlögin.
Vði fyrstu umræðu fjárlaganna
í landsþinginu danska sagði Neer-
gaard forsætisráðherra, að lántaka
handa ríkissjóði kallaði ekki að
nú, því ríkið ‘hefði átt í sjóði 100
miljón krónur 1. mars síðastliðinn
og væri því nóg til að' fullnægja
þörfinni. Hefði ráðherrann því
ekki fengist neitt við að undir-
búa nýtt ríkislán.
-o-
isH li l hngl.
„Gula Tidend“ flutti um áran ót-
in siðustu grein þá sem hjer fer á
eftir um kaup á íslenskum bjöðum
í Noregi:
,.A öllum pósthúsum í Noregi
geta menn fengið að gerast áskrif-
áskrifendur að hvaða útlendum blöð
um sem vera skal, nema íslenskum.
Til leiöbeiningar fyrir póstmenn-
ina eru gefnar Yit skrár yfir útlend
blöð. Viljir þú leita að íslensku blaði
á þeirri skrá, aðgætir þú vitanlega
skrána vfir dönsku blöðin. Og þar
er eitt einasta íslenskt blað, „ísa-
fold“, sem er vikiiblaS og kemur út
í Reykjavík.
Á Íslandi eru gefin út nær 50 blöð
og tíinarit og af þeim eru 2 (eða 3)
dagblöð í Reykjavík. En póststjórn-
irnar í Danmörku og Noregi vilja
ekki láta Norðmenn lesa þau. Þau
eru ekki í blaðaskránum. Þar er að-
eins blaSið „ísafold“. Og svo halda
kaupsýslumenn og aðrir, sem ekki
vita betur, að aðeins eitt blað sje
gefið út á íslandi.
Og vilji einhver, sem þekkir bet-
ur til, panta íslenskt blað á pósthús-
unum, fær hann afsvar: póstmaSur-
inn veit ekki hvað blaðið kostar og
getur þess vegna ekki tekið á móti
pöntun.
Á þennan hátt hefir það gengið
ár eftir ár. Póstmálastjórnin í Krist-
ianiu svarar á sömu leiS. Hún þekk
ir ekki önnur íslensk blöð en viku-
blaðið ísafold. Öll liin blöðin e'ii
póststjórninni óviðkomandi.
I framkvæmdinni er þetta sama
sem jnnflutningsbann á íslenskum
blöSum. Vjer eignm í tollstríði við
vínlöndin, en þó leyfir póststjórnin
okkur að kaupa frönsk og spönsk
blöð eftir vild. En bannar okkur að
lesa blöð nánustu frœnda vorra.
Þessari óstjórn hefir póststjórxim
gert sig seka í ár eftir ár, bæði undir
liægri og vinstrimannastjórn, hún
bannar íslenskum blöðum landvist í
Noregi“.---------
I sambandi við þetta mál minnist
greinarhöfundur á f jelagið ,Norden‘
og starfsemi þess. Segir hann að f je-
lag þetta þykist beita sjer fyrir sam-
vinnu milli skandinavisku þjóðanna,
en svo líti út, sem að f jelagsstjórnin
lialdi, að Norðurlönd sjeu ekki nema
þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð.
ísland eigi engan fulltrúa í fjelag-
inu og fái ekki að vera með. Þessu
svaraði formaður fjelagsins, próf.
Hagerup Bull, nokkrnm dögum síð-
ar. Segir hann þar, að íslendingar
sjeu vitanlega boðnir og velkomnir
í fjelagið, en það sje að svo komnu
rnáli til fyrirstöðu, að á íslandi hafi
ekki enn verið stofnað fjelag, með
því markmiði að ganga inn í sam-
bandið, og muni það helst vera til
fyrirstöðu, að það sje nokkuð dýrt.
Segir prófessorinn, að íslendingum
hafi fyrir löngu verið boðið að
stofna fjelagsdeild fyrir ísland og
taka þátt í starfsemi f jelagsheildar-
innar.---------
En livað blöðin snertir þá er senni-
legt, að ekki þurfi annað en mála-
leitun frá póststjórninni hjer til
norsku póststjórnarinnar, um að ís-
lensk blöð verði tekin upp á norsku
blaðaskrána. Er þar með ráðin bót
á því ástandi sem nú er, og NorS-
mönnum.gert fært að kaupa íslensk
blöð, fleiri en þetta eina, sem minst
er á, og nú er úr sögunni.
-------o--------
Samskot
til rússneskra flóttakvenna í
Konstantínópel.
Skilagrein.
Safnað á fundi i Bárunni 212.00;
Hreinn ágóði af kveimaskeintuninni 5
Iðnó 319.60. Gjöf frá kvenfjel. Freyja
i Keflavik 100.00. Frá konum í Kefla-
vik 301.00. Tvær fundarkonur. 2.00.
Tvær fundarkonur 3.00. Guðrún og
Gunnþórunn 10.00. Frú María Jónsd.
og stúlka 10.00. Ragnh. Jónsdóttir
4.00. N. N. 100.00. Jón Jónsson beyfc-
ir 10.00. Afh. af Á. J. 5.00. G. Þ. 5.00.
E. S. 10.00. G. Sv. 5.00. St. og M.
5.00. Frá ónefndum 5.00. Símafólkið
í Rvik 50.00. Frá ónefnd. 5.00. Stór-
kaupm. Ólafur Johnson 200.00. K. G.
5.00. Ó. og R. 10.00. Frá starfsfólkinn
á Kleppi 50.00. Jón Jónsson Tjarnar-
götn 4 30.00. Frú Jakobína Helgad.
10.00. G. B. 5.00. T. p. 5.00. E. I. 3.00. .
Halld. Jónsd. 5.00. Jón Einar 10.00.
Kona J. Sigm. 3.00. B. A. 5.00. K.
Hermanns. 5.00. Ónefnd 10.00. Sigr.
Halld. 10.00. Ragnh. 2.00. Dalhoff
10.00. Helga 5.00. Kona 5.00. Stúlka
5.00. Gyða 2.00. Guðrún 5.00. Krist-
jana 10.00. Ólafur 10.00. Sigga, Einar
og Bagga 30.00. Dosla 10.00. Frú M.
Rasmus 5.00. H. J. H. 10.00. Safnað
í Hafnarfirði 400.00. Frá sjúklingum
á Vifilsst. 10.00. Frá gamalli konu
5.00. Frú Ragnh. Þorbjarnard. 5.00.
Ungfr. Sigr. Björnsd. 20.00. G. P.
safnað 11.00. Magniús Th. Kjartars-
son 10.00. Hluti af ágóða af skemtun
í Nýja Bíó 355.00. M. P. 10.00. Ó. L.
15.00. N. N. 10.00. p. F. 5.00. Safnað
af frú Kr. B. Símonarson kr. 70.00.
Áheit, afh. frú Kr. B. S. kr. 100.00.
Samtals krónur 2.662,60.
Af samskotum þessum hefir verið
sent til skrifstofu dr. F. Nansens í
Genf kr. 2026, og vil hjer með nota
tækifærið til að flytja kærar þakkir
frá dr. Nansen til allra gefendanna.
Þareð samskotunum til rússneskra
kvenna í Konstantinópel er þegar lok-
ið, verður afgangurinn, kr. 636.60,
látinn ganga til hungurssamskotanna
rússnesku.
Fyrir hönd Bartdalags kvenna.
Steinunn Hj. Bjarnason.
--------o--------
í 95. tbl. Morg’unblaÖsins hefir,
Matthías Þórðarson fornminjavörð
ut gert grein fyrir samskotum til
aðgerðar Bessastaðakirkju og jafn
framt tilgreint helstu aðgerðir á
kirkjunni. Segir bann rúmar 200
krónur óeyddar af samskotafjenu
en það hrökki skamt, því enn
þarfnist kirkjan talsverðar aðgerð-
ar — Síðan Jón Þorbergsson óð-
alsbóndi á Bessastöðum bauð forn-
minjasafninn kirkjuna til eignar
og umráða, að því er mig minnir,
árið 1917, og gaf kirkjunni þá
jafn framt mjög rausnarlega, bef-
ir fornminjavörður látið sjer mjög
umhugað um viðbald og vemdun
hennar og endurnýjun á þann hátt
að leifa rliins forna stíls, sem
enn eru óbaggaður, hjeldust sem
mest óbreyttar, enda er hann
manna smekkvísastur á þá hluti.
Ríkið hefir enn ekki tekið kirkj-
una á sína arma og óvíst mjög
að svo verði, þrátt fyrir hinn
ósjerplægna áhuga fomminjavarð-
ar á því, að vernda hana sem
aðrar fornminjar landsins frá glöt
un. En til þess að fje það, sem
þegar hefir verið varið kirkjunni
ti! endurbótar komi að fullum
notum, er nauðsyn að lúka að-
gerðinni hið hráðasta því enn er
margt ógert til þess að endurbæt-
urnar verði varanlegar. Vonandi
er því að vel verði brugðist við
tilmælum fomminjavarðar um
gjafir til fullkominna endurbóta.
Þó Bessastaðakirkja geti máske