Morgunblaðið - 12.04.1922, Blaðsíða 3
XOftGUNBLAfilB
Alþingi.
Fundir:
1 gær var lokið við 2. umr,
fjl. í Bd. Töluvert hafði komið
af brtt. bæði frá fjn. og einstök-
ium þm, en flestar voru þær frem-
ur smávægilegar. Skal sagt nokk-
uð frá þeim helstu.
Fjvn. lagði til að færa tekju
• og eignarskattinn úr 800.000 kr.
upp í 900.000 kr. Þótti hann óþarf
lega lágt áætlaður í stj. frv. Var
till. þessi samþ. með 12 shlj. atkv.
Þá var sþ. till. um að fella
burtu af fjárlagafrv. bifreiða-
skattinn að upphæð 30.000 kr.
Ástæðan sú að skv. bifreiðaskatts-
lögunum frá síðasta. þingi var á-
kveðið að skatti þessum skyldi
Varið til þess að set.ja slitlag á
vegi er bifreiðaumferð væri mest
um. Því talið rjett að skatti þess-
um skyldi eigi varið til alm. við-
halds vega. Þá var samþ. till.
•frá fjvn. um fjárveitingarnar til
Alexanders Jóh. sem Nd. hafði
felt burtu af fjl. Til þessi var
sþ. með 12:1 atkv. samþ. var sú
till. n. að veita Dansk ísl. Samf.
1000 kr. Styrkurinn til þess var
feldur í Nd. Sþ. var till. um 1000
kr. styrk til þess að gefa út Flóru
íslands. Styrkurinn til Páls Is-
ólfssonar var færður úr 4000 kr.
siiður í 2000 kr. en till. um að
veita Þór. Guðmundssyni styrk
var feld með 7:5 atkv. Samþ.
var a.ð veita 10000 kr. styrk til
byggingar bryggju á Eyrarb. og
S000 kr. til brygjubyggingar í Ó1
afsfirði. Yoru hvoru tveggja þess
ar fjárveitingar lækkaðar frá því
sem Nd. hafði afgr. þær. Samþ.
var að veita Jóni Kristjánssyni
20000 kr. lán til að koma upp
lakiiingarhúsi með, 8 gegn 6 atkv.
Peldar voru till. frá Karli Einars-
syni um ankið fje til landhelgis-
gæslu og einnig till. frá sama þm.
iim að fjárveitingin til björgun-
arskipsins Þór hækkaði úr 20000
kr. í 40000. Hvoru tveggja till.
itieð allmiklum atkvæðum.
Varð niðurstaðan af þessum
breytingum Ed. á fjárlfrv. sú að
tekjuhallinn minkaði úr 180000
kr. niður í 90000 kr. en þar við
er að athuga að þessi munur ligg
ur aðallega í því að tekjuskatt-
Urinn var færður upp um 100000
kr. svo að í raiun og veru hefir
tleildin ekkert minkað útgjöldin.
TJmr. fóru annars spaklega fram
eins og þar er vant að vera og
lauk á einum degi. • Enda hvíldi
Og nokkur ábyrgð á þeim að vera
ekki mjög langorðir því að sú
deild feldi frv. um að fella nið-
Ur prentunina á umræðupartinum.
Hefur þm. verið það í fersku minni
3. umr hefst í dag.
1 gær hjeldu áfram í Nd. umr.
' Um innflutningshafta frv. Flugu
hnútur um borð en gleymt verður
&ð tilgreina þær og umr. þar til
1 umr. yfirlýkur, sem talið er von
til, að verði fyrir páska. Einnig
Var þar á dags. fyrirsp. frá Hákon
um það, hvað landsstjómin hefði
gert í því að athuga fátækra- og
sveitarstjómarlögin skv. þál. sem
keint hefði verið til hennar á
Undanfömum þingum um þetta
«fni. Yar fyrirspyrjandi einkum
áhugamál á því að sveitfestisald-
hrinn væri færður niður því að
órjettmætt væri, að fæðingarhrepp
hrinn bæri oft og einatt allan
Þungana af þessu litla og oft
hæstum því ósjálfráða atviki, að
fearniS ettn seinna rarS sveitþurfi,
varð til í honum. Atvinnumálaráðh
svaraði fyrirsp. Kva ðhann fyrv.
•stjórn ekkert hafa gert í þessu
sem mundi stafa af því að Pjetur
heitinn Jónsson hefði ekki talið
þörf á því að breyta lögunum.
Siálfur kvaðst hann mundi ta.ka
þetta til athugunar því að hann
teldi eins og Hákon mjög ósann-
gjarnt að fæðingarhreppurinn bær^
þennan þunga. Kvaðst hann einn
ig mundi ath. aðra liði þál. sjer-
staklega, það að styrkur sem veitt
ur er mönnum sakir elli, s.júk-
dóms, slysa yrði ekki talinn sem
s\ eitarstyrkur. Hefði sjer æ fund
ist það mjög- órjettmætt, en er-
fiðara væri nú að laga. þetta
sökum þess að nú þyrfti til þess
stjórnarskrárbreytingu. Þá var
loksins mentamálafrv. afgr. til Ed.
Var þar samþ. með nokkrum atkv.
níun en flestir sýndust óánægðir
með það og margir vóru víst
farnir að ruglast í öllum breyting"
om. En væntanlega er blessuðum
barnakennurunum nokkurn veg-
inn borgið og heimilin mega enn
þá sofa í sama andvara og áhygg-
juleysinu því að breytingin frá
núv. fræðslufyrirkomulagi er frem
ur lítil. En værðin er líka fyrir
miklu.
-----o------
Heilsuhælið.
í júnímánuði 1920 barst mjer 1000
króna gjöf, er frú póra Sæmunds-
dóttir Melsted ánafnaði Heilsuhælinn
eftir sinn dag til minningar um fyrri
mann sinn, Einar heitinn Sæmunds-
sen. Um sama leyti barst Landsspí-
talasjóðnum sama fjárhæð til minn-
ingar um seinni mann frú Þóru, en
báðum gjöfunum fylgdi almanak með
eftirmælum um seinni manninn og
myndamót af honum. Birti Landsspí-
talasjóðurinn eftirmælin, en jeg gaf
kvittun fyrir hinni gjöfinni.
Ætlaði jeg þá að útvega ágrip af
æviatriðuin Einars heitins, en maður-
inn, sem jeg vissi kunnugastan, var
farinn í sumarferðalag. Um haustið
sagði jeg af mjer starfinu fyrir
Heilsuhælið og gleymdi eftirmælun-
um. En í vetur kom fyrirspurn um
þetta frá Ameríku og koma nú hjer
minningarorðin.
Einar E. Sæmundsen er fæddur í
Reykjavík 26. apríl 1849. Foreldrar
hans voru Einar Sæmundsson hatta-
smiður (bróðir sra Einars prófasts,
ríðast í Stafholti) og Guðrún Ólafs-
dóttir, hjón í Brekkubæ, þar sem nú
stendur Vinaminni. Systur hans voru:
Maríai, gift Einari Guðmundssyni
verslunarmanni í lieykjavík, Sigríður,
gift Eiríki meistara Magnússyni bóka-
verði í Cambridge, og Soffía Emilía,
gift Sigurði prófasti Gunnarssyni.
Árið 1865 tók Einar inntökupróf í
latínuskólann með góðum vitnisburði,
var þar við nám til 1869, en fór þá
úr skóla, án þess að ljúka námi. Ár-
ið 1870 fór hann til Englands, til
þeirra hjóna Eiríks og Sigríðar, og
dvaldist í Englandi, einkum i Cam-
bridge og London, til ársins 1883.
pau árin fjekst hann, með tilbeina
systur sinnar og Eiríks, við ýms störf,
einkum skrifstofustörf og verslunar.
í Englandi giftist hann 5. mars 1877
Fanny Cole, en hún ljest í London
27. maí 1882.
Árið eftir hvarf hann aftur heim
til íslands og dvaldist urn stund hjá
systur sinni og mági, síra Sigurði, á
Ási og Valþjófsstað, og fjekst þá
einkum við kenslu. 1885 fór hann til
Canada, giftist þar í annað sinn Þóru
SæmunÚson, frændkonu sinni, 13.
mars 1888, en ljest sama ár 23. sept.
í Chieago. póra (síðar Melsted) var
fædd 23. apríl 1852 að Eiðum í Eiða-
þinghá, látin* 14. febr. 1919. For-
eldrar hennar voru: Sæmundur Gísla-
son og Guðbjörg Jónsdóttir.
Einari heitnum var margt vel gefið.
Einkum var hann hneigður fyrir stærð-
fræði og sönglist, enda var hann tal-
inn með bestu söngmönnum í skóla.
Hann var lipurmenni hið mesta og
einkar brjóst^áður, fjörmaður og
gleðimaður mikill. Hann þótti skara
fram úr í ýmsum íþróttum, er þá
voru tíðkaðar, sakir snarræðis og
mýktar, rneðal annars í sundi. Synti
hann oft í sjó að vetrarlagi, þótt
frost væri.
En einn var sá ljóður á ráði hans,
er vamaði þess, aS hann kæmist 6
fasta stefnu í lífinu og fengi notið
að fullu hæfileika sinna, fyr en allra
síðustu ár ævinnar. Tlann var ölkær
um of og það þegar í skóla, enda þá
drykkjuöld hin mesta. Vildi því verða
hált undir fæti siíkum fjörmönnum
og gleðimönnum sem hann var, hver-
vetna boðinn og velkominn og þótti
lirókur alls fagnaðar. Maðurinn var
heldur ekki dulur, hirti ekki um að
sýnast annað en það, isem hann var.
Því var það, að Eiríkur mágur hans
sagði um hann látinn: „Hann vildi
verá en ekki sýnast”. Síðustu æviár-
in, er hann dvaldist í Canada, var
hann strangasti reglumaður, hugljúf-
ur öllum, er honum kyntust. En
skömmu eftir að hann giftist í ann-
að sinn og lífið virtist loks brosa
við honum, greip hann áköf brjóst-
veiki, er dró hann til dauða á skömm-
um fresti, 39 ára gamlan. Vestur ís-
lendingar voru samtaka ekkjunni um,
a'ð gerá útför hans sem virðulegasta.
pess þarf tæpast að geta, að Þóra
kona hans reyndist honum afbragðs-
vel. Hún giftist síðar Vigfúsi Mel-
sted söðlasmiði.
Bæði hjónabönd Einars heitins
voru bamlaus, en milli kvenna átti
hann tvö böm: Sigríði, konu síra
Guðmundar í Winnipeg, og Einar
skógfræðing, sem um þessar mundir
er búsettur í Reykjavík.
Jón Rósenkranz.
-------o-------
Erí. simfregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
Kanpm.h. 11. apríl
Genúaráðstefnan sett.
í gær var ríkisfundnr Erópuþjóð-
anna settur í Genúa og var Facta,
forsætisráðherra ítala kjörinn for-
seti ráðstefnunnar.
Strax í fundarbyrjun urðu hnipp-
ingar milli franska ráðherrans
Barthöu og Tschitscherin utanríkis-
ráðherra sovjet-stjórnarinnar og
íoru þeir svo geyst í ræðúm sínum,
að fundarstjóri tók af þeim orðið.
Sjö nefndir voru skipaðar, ein til
þess að fjalla um framkvæmdir á-
lyktana þeirra, sem gerðar voru á
ráðstefmmni í Cannes eftir nýárið,
en hinar til að athuga viðskifta-,
fjárhags- og samgöngumál. Eiga
Þjóðverjar fulltrúa í öllum nefnd-
unum en Rússar aðeins í einni —
þeirri sem á að rannsaka og gera til-
lögur um Rússlandsmálin.
Falkenhayn hershöfðingi
hinn þýski er látinn.
-------o-------
Frá Danmörku.
Reykjavík 11. apr.
Flugferðir Dana.
Fjárveitinganefnd ríkisþingsins
hefir fallist á frumvarp fjármála-
ráðherrans um, að danska ríkið
ábyrgist greiðslu á altað ' helm-
ingi áf tapi því, sem verða kynni
á reglubundnum flugferðum milli
Kaupmannahafnar og Hamborgar,
með því skilyrði, að póstur sje
fluttur í þessum ferðum. Hefir
fjelagið „Dansk Luftfartsselskab“
ákveðið að hefja ferðir þessar í
maí og verða þær daglega. Flug-
vjelarnar eigai að fara frá Kaup-
mannahöfn kl. 3 síðdegis og koma
til Berlin svo snemma að kvöld-
inu að farþegamir komist áfram
máluErkasýning
Hsgríms ÉFúnssanar
er daglega opin frá 11-5 i húsi Egils Jacobsens.
Inngangur frá Hafnarstræti á helgidögum
og gegnum búðina á virkum dögum.
ÞaS 5Em allir þurfa aö uita
um anúatrúna.
Fyrirlestur um ofangreint efni ætlar Arthur Gook að halda
i Bárunni, midvikudag kl. 8*/a- Inngangur 1 kr.
þaðan með kvöldlestinni til í-
talíu, Balkan og Rússlands. Frá
Hamborg verður hægt að ferðast
áfram loftleiðis til London og
París og tekur ferðin tæpan sól-
arhring á þennan hátt.
Heiðursmerki.
Jón Sveinbjömsson konungsrit-
aari hefir verið sæmdur officera-
merki Rauða-kross orðunnar aust-
urrísku, ásamt herorðu.
íslenska kirjan.
í „Berlingske Tidende“ skrifar
dr. theol. Alfred Jörgensen um
bók di’. Jóns Helgasonar hiskups
um íslensku kirjuna. Telur hann
bókina merkilegt rit og í rauninni
einstakt í sinni röð, og muni það
gleðja ekki aðeins háskóladeildina
sem það hefir verið tileinkað og
guðfræðinga yfirleitt, heldur einn
ig reynast ábyggilegt og marg-
frótt rit, hverjum mentuðum leik-
(lmaínni innan, danskra safnaða.
Segir dr. Jörgensen ennfremur:
Þessi bók mun afla höfundum
og „Dansk Islandsk Kirkesag“
■ma'rgra vina í Danmörku, en
fyrst og fremst færir það íslensku
kirkjuna nær okkur en hún hefir
verið nokkurn tíma áður.
-------o--------
Sir Eric ÖEddES.
Meðal hinna mörgu manna, sem
heimsstyrjöldin greiddi götu fram
til frægðar og virðinga, var Eric
Geddes. Þau árin og síðan hefir
einkum verið þörf þeirra manna,
sem höfðu hæfileika til að koma
skipulagi á það sem gera þurfti,
þar voru „organisatorarnir", sem
voru allra manna nauðsynlegastir.
í fyrri styrjöldum voru það hers-
höfðingjamir, sem alt var undir
komið. En í þessari síðustu dreifð-
ist „organisationin“ á fleiri menn
en nokkru sinni áður — sigurinn
var ekki aðeins unninn á vígstöðv
unum.
Nafn Sir Eric Geddes hefir ver-
ið á margra manna vörum síð-
ustu mánuðina út af starfi, sem
honum var falið í fyrravor af
ensku stjórninni.Fjárhagur breska
ríkisins hefir verið erfiður síðustu
árin, útgjöldin jukust og marg-
földuðust, fjöldi embætta og sýsl-
ana var stofnaður og skattarn-
ir urðu óbærilegir. Til þess að
ráða bót á þessu var nefnd manna
skipuð til þess að gera tillögur
um, á hvem hátt unt væri að
draga. úr útgjöldunum. Voru í
nefndina skipaðir menn, sem kunn
ir voru að hagsýni og ráðdeild
frá stjórn sinni á einkafyrirtækj-
um og varð Sir Eric Geddes för-
maður nefndarinnar. Hefir hún iffe
skilað áliti sínu í þrennu lagi. Er
þar sýnt fram á, að enska rík®
geti sparað nær 100 miljón sterl-
ingspund, en það er sú upphæ<5,
sem stjórnin taldi að spara þyrfti.
Stærsti spamaðarliðurinn er rýr-
ing á útgjöldum til flotans, e®
aö nefndin muni víða hafa komiU
við og skorið margt niður, mú
ljósast sjá af því, að hún leggur
til, að útgjöld til stjómarskrif-
stofanna í Lundúnum lækki uat
8^/2 miljón sterlingspunda.
Ef menn virða fyrir sjer æfi-
feril Sir Eric Geddes kemur það
í ljós, að hann er svipaður því,
sem gerist um flest mikilmexmi 5
fjármálum. Hann er 44 ára gam-
all, fæddur í Indlandi af skotsk-
um foreldram og hefir fengið
undirbúning undir lífsstarf sitt i
skóla reynslunnar. Hann var bam
að aldri er hann kom til Evrópu
með foreldrum sínum, en 17 ára
gamall fór hann til Ameríku, sem
skipsdrengur á vöruskipi, til þess
að koma sjer áfram þar. Faðir
hans treysti því ekki meira en
%
svo, að honum mundi verða af-
komu auðið vestra, og fekk hon-
um 15 sterlingspund fyrir far-
gjaldinu heim aftur, ef honum
yrðu öll sund lokuð í Vesturheimi.
Þegar Eric Geddes kom til New
York sendi hann peningana heim
aftur og þessa orðsending með:
„Jeg held það verði best að jeg
reyni að bjarga mjer sjálfur“.
Og hann bjargaði sjer.
Fyrsta starf hans vestra var um-
boðsstarf fyrir ritvjelafirma. Síð-
,an vann hann um tíma við jám-
braut í Vestur-Virginia. 1 tóm-
stundum' sínum kynti hann sjer
brautarvagnaafgreiðslu og símrit*
un á lítilli stöð þar. Síðan varð
hann skógarhöggsmaður í Alabama
Þegar hann var orðinn 21 árs fór
hann til Ástralíu, og var þar
smali hjá sauðfjáreigendum, en
þaðan flæktist hann til Indlands
og varð verkstjóri nokkurra inn-
borinna manna, við jámbrautar-
byggingu í fmmskóginum. Það
sem hann lærði þar mun hafa
orðið grundvöllurinn að gæfu
hans. Næstu 5 árin var hann eft-
irlitsmaður við Krimaon-járnbraut
ina og hækkaði hann nú brátt í
tigninni. Nokkrir hluthafar í
þassari indversku járnbraut áttu
einnig hluti í „The North Eastera
Railway Co“ í Englandi og skrif-
uðu þeir til Englands um þann
mikla hæfileikamann, sem ind-
verska fjelagið hefði fengið í
þjónustu sína. Árangurinn varð
sá, að Eric Geddes fekk símleiðis