Morgunblaðið - 12.04.1922, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1922, Blaðsíða 1
 Stofnandi: Vilh. Finsen. Landsblað Lögrjeita Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. 9. árg., 133 tbl- Miðvikudaginn 12. april 1922. ísafoldarprentsmiöja h.f. |Sú Gamla Bíó umurun Aðalhlutverkin leika Pola Negri og Harry Liedtke. Þessi stórkostlegi og afar- skrautlegi 6 þátta sjónleik- ur frá kvennabúri Soldáns í Miklagarði, verður vegna 1 fjölda áskoranna sýndur aft- ® ur í kvöld. Sildai^folluHnn. Ræða Sig. H. Kvaran í Ed. Al- þingis 6. apríl 1922. Frumvarp það sem lijer er flutt at' mjer og háttv. þingm. Gullbr. og Kjósarsýslu mUn af sumum verða talið miða til þess að lækka tekjur ríkissjóðsins o"g mjer kem- ur það ekki að óvörum að eiuhver kynni að hugsa til þess, að snú- ast á móti því, undir því yfir- skyni, að svo sje. Mig langar þó tii þess að reyna að færa rök fyrir því, að óttinn um þetta sje á sára litlum rökum bygður. Strax þegar kunnugt varð í Noregi á síðastliðnu vori að þing- ið hefði samþykt 3 kr. toll á hverri síldartunnu og ekki væri heldur nein von til þess iað nokk- uð af þessum geipiháa tolli yrði endurgoldið, hvemg sem atvnnu- reksturinn gengi, þá hurfu norsk- ir útgerðarmenn, sem áður höfðu rekið atvinnu hjer við land, ag því ráði, að koma, sjer algerlega uudan þessum tolli, salta utan landhelgmnar og nota þá heldur ekki íslenskam vinnukraft við þá söltun. Afleiðingin af þessari ráð- breytni norskra útgerðarmanna varð sú, að því er skýrt er frá í einu fískiblaði Norðmanna ,,Fisk- ets Gang“ 4. jan. þ. á., að á síð- astliðnu ári veiddu Norðmenn hjer við land 83.417 tunnur af síid og fluttu til Noregs, án þess að borga af því nokkum toll til ríkissjóðsins. Að nafninu til er öll þessi veiði tekin utan land- helgi og söltuð þar, en að svo hafi ekki verið í raun og vera, a Það bendir grein Otto Tulinius, ur, í febrúarhlaði Verslunartíðind- anna þetta ár, að um 50 þúsund tunnur ápakkaörar síldar muni hafa Iverið saltaðöar í heimildarleysi í landhelgi. Þetta sýnir allvel aö hverjum notum þessi ráðstöfun hefir orðið, hver virðing henni hefir verið sýnd, bæði af útlend- um monnum og hjerlendum, því varla mun svo, að ekki hafi fleiri verið vitandi um þetta. En þaö sem hjer skiftir mestu máli er þetta: Af þessum 83.417 tunnum síldar, sem veiddar voru hjer við land af Norðinönnum sumarið 1921, fjekk ríkið alls engan út- flutningstoll, en hefði þessi tollur ekki verið ákveðinn nema 1 kr. af tunnu, má ætla að ríkið hefði fengi'ð tolliun af allri þessari síld. En jafnframt er hjer eins að gæta, sem mikla þýðingu hefir, að síldin frá árinu 1921 er öll seld, svo þegar ný síld kemur á mark- aðinn á aæsta sumri verður ekk-: ert fyrir af gamalla síld. Auk þess gekk norska veiðin vel síð- astliðið ár og var vist rekin af flestum með ágóða. Þessar góðu hprfur em þess valdandi að norsk ir útgerðarmenn hugsa mjög til hreyfings um að auka síldveið- ina á næsta sumri og er fullyrt að þeir muni á þessu komandi veiðiári halda úti tvöföldum skipa kosti til veiðanna, samanborið við það sem var í fyrra. Nú vil jeg spyrja háttvirta; deild. og hæstvirta stjóm: viljá1 þau með ósanngjamri löggjöf svifta landið öllum vonum um tolltekjurnar af þessari síld, er ætla má að útlendingar veiði hjer við land og það þegar að svo miklum mun á næsta sumri? Ef jafnfram því, sem landið með slíkri ráðstöfun sviftir sig öllum vonum um tolltekjur af síldveiði útlendinganna, sviftir það sig líka miklum tekjum af að- flutningi útlendrar vöru, svo sem kolum, salti, veiðarfærum, neytslu vöram og hafnargjöldum. Hvað miklu þetta muni nema, treysti jeg mjer ekki til að áætla, en hinu vil jeg halda fram, að landið muni um þetta. Hjer er enn ótalinn verslunar-j hagnaður þeirra manna, sem versla við skipin og verkalaun þeirra íslenskra maima, er ynnu við síldarsöltun útlendinga í landi. Talið er að vinnulaun fyrir hverja fi llsaltaða. tunnu sjeu um 5 kr. getur þá hver og einn áætlað um það hvem óhag landsmenn bíði af því, að atvinnan við síldar- söltunina fer algerlega forgörðum. En við þetta bætist svo það, eftir því sem skýrt er frá í blöð- um að norðan, að ísenskir út- gerðarmenn þar hafa við orð að taka npp sömu aðferð eins og Norðmennimir til þess að kom- ast undan tollinum. yJeg getnu vitanlega ekkert um það fullyrt, hve mjög þar fylgi hugur máli, en hitt vil jeg full- yrða að það væri höfuðskömm íslenska löggjafarvaldinu að reka 1912. Nýja Bió 12. apríl. 1922 Mesterman Sjónleikur i 5 þáttum tekinn á kvikmynd af Victor Sjöströi Aöalhlutverk leika: Victor Sjöström og Greta Almroth. í tilefni af 10 ára afmæli fjelagsins verðursjerstaklega vanðað til sýning- arinnar. 6 manna orkester unðir stjórn Þór- arins Guðmunðs- sonar spilar milli þátta og unðir sýn- ingunni. Hjer gefur að sjá góða mynd og heyra góða hljómleika- Verð sama og venjulega. — Aðgöngumiðar selöir frá kl. 6. Sýning kl. 8‘/2. sem er þessu máli gagn kunnug-1 atvinnurekenduma út í þetta. Og ef málið er athugaö með dálít- illi gætni, held jeg að löggjafarvald- i? megi vara sig á þessn. Innihald síldartunnunnar hjer á landi er talið um 10 kr. virði og þótt atvinnurekandinn geti hagn- ast á þessum atvinnurekstri sín- um, svo að hann gæti átt af- gangs 3 kr. af hverri tunnu, þá — ja, hvað skeður þá — ríkið tekur állan gróðann, hvern eyri. Finst mönnum þetta vera rjettlát lög, eða rjettlátir þeir löggjafar, sem halda vilja slíkum lögum óbreyttum. Afleiðingin af þessari löggjöf er anðsæ. — Atvinnurekendurnir bsðja um undanþágu frá þessu tollgj aldi, alt að % af tollinum. Þeir demba á stjórnarráðið skil- ríkjum af reikningum, sem eiga að sýna og sanna að þeir hafi tapað á atvinnurekstrinum. Slík skilríki liggja nú fyrir hinu háa stjómarráði, aö því er mjer skilst án þess að nokkur starfsmaður stjómarinnar hafi tíma til þe'-s að athuga þau. Að minsta kosti hefir mjer ekki tekist að fá aö vita hve mikið muni verða að gefa eftir af þeim tolli, sem greidd- nr var af síldveiðum innlendra manna árið 1921. Verði þessi tollur lækkaður nið- ur í 1 kr., geri jeg ráð fyrir því að útgerðarmennirnir geri sjer miklu síður títt um það að sanna það fyrir hinu háa stjómarráði, að þeir háfi beðið halla af rekstr- inum. Þetta skiftir þá miklu minna máli fyrir þá og jafnvel þótt hall- inn kynni 'að verða einhver af rekstrinum, mundi margur varla telja tilvinnandi að fara að rek- ast í eftirgjöfinni við stjórnarráð- ið, þegar um lítið fje væri að ræða. Jafnvel gæti komið til mála að fella niður alla eftirgjöf á síld- artolli, ef tollurinn væri lækkaður, en fram á það er þó ekki farið i þessu frumvarpi, er hjer liggur fyrir, enda tel jeg það ekki rjett- látt. Jeg held aö ekki þurfi fleira um þetta að segja, til þess að sanna það, að landið hafi heðið tjón af háa tollinum, og það haidi áfram að bíða tjón af honum, ennþá meira tjón, hæði ríkissjóð- ur og f jöldi einstaklinga. Hitt mun ekki þykja fullsannað, að vissa sje fyrir því að útlendingar fari aft- ur að salta í landi og borga hjer toll, ef þessi tollnr er færðnr nið- ur um %. Það er ekki hægt að sanna fað, sem ekki er fram komið, en jsg hefi horið þetta mál nndir ýmsa menn, sem þessu eru kunnugir, og þeir telja ekki vafa á því. — Auðsjáanlega eru nokkur, jafnvel mikil, vandkvæði á því að salta utan landhelginnar. Það má meðal annars sjá af því, að haldið er áfram að salta í landhelginni eftir sem áður, þótt gert sje gagnstætt lögum, jafnvel saltað uppi í land- steinnnum. Brotin em bersýni- lega framii* af því, að ilt er aö vera utan landhelginnar, en menn- irnir samningsbundnir um það að reyna að koma sjer nndan tollin- um, sem litið var á sem ójafnað- artoll. Jeg tel alveg víst, að vilji þingið sýna. sanngirni og lækka tollinn niður í 1 kr., þá muni öll- um slíkum samtö^um vera slitið. Líkumar fyrir því að ríkið muni tapa fje á tolllækkuninni sýnast mjer vera sáralitlar, en aftur tölu- verðar fyrir því að það mnni græða á henni. Um innlendu síldveiðina erann- ars örðugra að tala, af þrí að við vitum ekki hvað hún gefur af sjer i ríkissjóðinn. Yeiðin er talin um 100.000 tunnur. Það sem hún þá gefur af sjer er einhversstaðar milli 100.000 og 300.000 kr., en líklega verður það miklu nær fyrri tölunni. Af því við vitum ekki um þess- ar tölur, hvorki á síðastliðnu ári nje hvað framtíðin geymir í skauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.