Morgunblaðið - 30.05.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1922, Blaðsíða 3
MORGUNBLABIÐ 5tEvling5pund ^•1 Sðlu. Lysthafendur snúi sjer til Chouillouj Hafnarstræti 17. Hittist kl. 11—12. fara um hana nokkrum orð- um. Eins og kunnugt er, var upp- eldismálum á annan veg farið fyr- ir mannsaldri talið en nú. Þá var aðaláherslan lögð á það, að láta ^nglingana vinna sem mest, og Þá voru hörnin alin upp í ströng- nm aga. Var þá ekki altaf farið ^ftir boðum miskunseminnar, og átti margur um sárt að binda Undan vendinum. Svo kom mann- nðarstefnan og fordœmdi þessa nppeldisaðferð. Jafnframt urðu kröfur einstaklingsfrelsisins æ háværari. Af þessu leiddi tilslök- Un á aganum æ meiri og meiri. Og nú er svo komið, að orðið agi er að týnast úr málinu. Margt ilt hafði þe’ssi gamla upp- uldisaðferð í för með s.jer, sem fcetur væri aldrei aftur upp vak- íð. En eitt var þó nýtilegt við hana, þar sem skynsemin var með 1 ráðum og aganum var í hóf stilt. Unglingarnir lærðu að nota tímann — og hún stælti viljann. Það er öllum vitanlegt að barnið fíkir eftir fullorðna fólkinu og mót ast í uppvextinum meira og minna eltir þeim, sem er fyrirmynd þess. ®á sem á að verða viljasterkur, þarf í æsku að verða var við sterkan vilja annara. Það fengu hörnin í stranga aganum. En þá Vantaði oft nærgætnina, og of langt var gengið. Var þess vegna stundum ver farið en heima set- t®. Heildarávinningurinn varð þó Sa> að ungmennin lærðu að hlýða. Það er alkunna, að sá sem lær- lr að hlýð.a öðrum, lærir einnig 8tuám saman að hlýða sjálfum sjer, ef sá sem agar er góðviljað- ttr og vitur. Vilji þess sem skip- ar vekur vilja í þeim seip hlýðir, ®f hann sjer nauðsynina. Góður a§i leiðir ekki af sjer þrælsótta ’fg ósjálfstæði, heldur þvert á taóti fórnfýsi og persónulegt sjálfstæði — eða sjálfsögun. Ung lingur sem alinn er upp í miklu ®jálfstæði getur eins orðið ósjálf- stæður og viljaveikur og hinn, sem alinn er upp undir árvakri ^tjórn og einbeittri. En auðvitað 'er það uppeldi best, sem kennir hörnunum sem fyrst að aga sig ®jálf, á þann hátt, ’ sem „góðir drengir" gera kröfur til. Því verður nú ekki neitað, að ^ðimikið ber á sljóleik og vilja- tuagnaleysi með mörgu ungmenni ®ú á tímum, og jafnframt óhefl- ^Óu lundarfari og óbundnum hvöt hm. Virðist það benda á að vönt- hn sje á góðum aga — að minsta kosti sjálfsaga. Einu sinni var móðir að áminna s°n sinn, sem var 15 ára að aldri. ’^etta áttir þú að kenna mjer fyr, mamma. gamla; nú er það seinan“, svaraði strákur. Ef unglingarnir vildu nú svara því sama og strákurinn, þegar við v,ljum koma þeim í skilning um, þeir noti tímann illa, þá sje •ieg ekki annað ráð en taka svo röskiega í taumana að þeir verði bess varir að okkur sje alvara, og hjer sje mikið í húfi. þ^ð á ekki að sleppa hinni ag- audi hönd af unglingnum fyr en : 1)111 getur agað sig sjálfur. óg hollasti aginn er sá agi sem Aiönan veitir. Nú kem jeg að því atriðinu, sem jeg veit að skilur leiðir, mín- ar skoðanir og skoðanir margra annara. Fjöldi manna mun líta svo á, að þetta sje hlutverk for- eldranna; öðrum komi það ekki við. Jeg segi, við skulum ekki deila um það, hvers hlutverk það er. Hitt er óhjákvæmilegt, geti foreldrarnir ekki fullnægt þörf- unum í þessu efni, éins og nauð- synin heimtar, þá verða aðrir að korna til liðs við þá. En fjölli foreldra á þess nú engan kost, síst í kaupstöðunum. Margir ung- bngar kunna hvorki að hlýða foreldrum nje sjálfum sjer, og foreldrarnir hafa ekki tök á að láia þá iðka það, sem þeim væri nauðsynlegt — holla vinnu að vetrinu til, eins og aðra tíma ársins. Frh. ErL símfmmir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn 27. maí. Lloyd George fær transtsyfirlýsingu. Eftir að umræður höfðu farið fram um gerðir ráðstefnunnar í Genúa, í neðri málstofu bretska þingsins, var traustsyfiriýsing til Lloyd George borin upp og sam- þykt með 239 atkvæðum gegn 26. Misklíð innan þýsku stjórnarinnar. Símað er frá Berlín, að loforð f jármálaráðherrans þyska til skaðabótanefnda.r bandamanna komi í bága við áform Wirths kanslara. Hefir þetta valdið vand ræðurn innian stjórnarinnar. Verslun Norðmanna við ísland. Kaupmannafjel. í Bergen hefir skipað nefnd manna til að gera tillögur um nánari versluniarsam- band við ísland en verið hefir. Er gert ráð fyrir að sjerstök versl unarskrifstofa verði sett á stofn í Keykjavík. Stjórnir Norðmanna og Islend- inga eru að semja um lækkun á burðargjaldi millj landanna. Gengi erl. myntar. Khöfn 29. maí. Sterlingspund.............. 20.32 Dollar...................... 4.58 Mörk........................ 1.67 Sænskar krónur.............118.40 Norskar krónur............. 82.50 Fnanskir frankar .... .. 41.90 Svissneskir frankar . . .. 87.75 Lírur...................... 24.20 Pesetar.................... 72.50 Óyllini....................178.50 Frá Verslunarráðinu. 5agan Enduvtekur sig. Eftir Axel Holst prófessor. (Eftirfarandi grein flutti blað- ið Tidens Tegn nýlega. Er höf- undurinn prófessor við háskólann í Kristjaníu og nafnkunnur gáfu- maður. Snýst. greinin aðallega um norskar staðreyndir; en margt er líkt með skyldum og má heim- færa flest af þvi, sem höfundur segir, upp á íslendinga). I Samkvæmt rannsóknum E. Sars befir fólksfjöldi Noregs vaxið mjög hægt framan af öldum. — Yfirlitsskýrslur hagstofunnar norsku segja, að hann hafi verið nálægt 600.000 árið 1735. Árið 1800 var hann orðinn um 880.000 og hefir þannig aukist um nálæg’t 45 af hundraði í þau 65 árin, Næstu 65 árin, eðia til 1865, varð fólksfjöldinn aftur á móti 1.700- 000, og er það nálægt 90% fjölg- un. Loks óx fólksfjöldinn upp í 2.600.000 á 55 árunum frá 1865 til 1920 eða um 53%, sem er meiri fjölgun en á átjándu öld, þrátt fyrir útflutninginn, sem drepið verður á síðar. Þessi fólksfjölgun síðan í byrj- un 19. aldar er alment fyrirbrigði í öðmm löndum Evrópu. 1 Nor- egi stafar hún ekki af því iað fæðingum hafi fjölgað. Þær voru, samkvæmt fyrnefndum hagskýrsl- n m að meðaltali 30—31 fyrir hverja þúsund íbúa, bæði á. 18. og 19. öld, en hefir fækkað síðan 20 öldin hófst. Hins vegar stafar fjölgunin af fækkun dauðsfall- anna, Árin 1735—1800 dóu að meðaltali 26 af hverjum 1000 á ári hverju. En árin 1801—1865 dóu að eins 19 af þúsundi, og árin 1901—18 aðeins 13,6 af þús- undi á ári. Þetta stafar af framförum lækn isvísindanna. Átjánda öldin var öld bólusóttar, díla.veiki og tauga veiki. En á 19. öld urðu þessir sjúkdómar sjaldgæfari og á þess- arf öld hefir enn dregið úr þeim. Þannig eru skæðustu tegundir sjúkdóma í raun og veru horfnar úi sögunni. Bólusótt er einnig orðin mjög sjaldgæf, og þegar slept er fáeinum minniháttar til- fellum af dílafaraldri, þá hefir hann eigi gengið ýfir þetta land um langa hríð. Taugaveikin hefir einnig rjenað. Þannig var talið, þegar byrjað vaí að tilgreina þennan sjúkdóm sjerstaklega í læknaskýrslunum árið 1870, að 2 af hverjum þúsund íbúum veikt- ust laf taugaveiki, en árið 1917 voru taugaveikissjúklingar ekki nema 1 af hverjum 2000, eða fjór- um sinnum færri. Árið 1860 dóu Þetta kemur m. a. í Ijós af út- flutningunum á þessu tímabili. — Samkvæmt skýrslunum hafa á ár- unum 1835—1915, 750 þúsund mianns flutt úr landi. Á síðari helmingi þessa tímabils hafa meira að segja 50% af tölu fæddra um- fram dána flutt úr latndi. Yfir- leitt hefir þetta fólk þótst búa við of þröngan kost heima. Við þetta hefir landið mist margan fram- takssaman mann, því að fram- takssemi þarf tdl þess að flytja úr landi. En hefðu þessir útflytj- endur verið kyrrir mundi óánægja þeirra, sem eftir hafa orðið senni- lega hafai orðið enn meiri. Þessi óánægja lýsir sjer sum- part í fækkim fæðinganna. Svo sem drepið hefir verið á, hefir fæðingum stórum fækkað það sem af er þessari öld, um aldamótin voru um 30 fæðingar á ári pr. 1000 manns, en árið 1918 24,35. í Kristjaníu fækkaði fæðingum úr 30 á þúsund árið 1900 niður í 18,65 á þúsund árið 1918. Haldi þessu áfram getur það leitt til sjálfsmorðs þjóðarinmar. — Sje tveggja barna fyrirkomulagið tek- ið upp fækkar þjóðinni um helm- ing á 75 árum, að því er þýskir hagfræðingar segja. Og hver veit nema það verði tekið upp, því að þeim hjónum fjölgar altaf, sem álíta að þau hafi sjeð ætt sinni borgið ef þau eignast tvö börn. En þess ber að gæta, að mörg þessara barna deyja ung, og mörg giftast ekki, svo að það er langt frá því, að tvö börn fylli sbarð foreldranna. Þetta b arnafækkunar-fyrirbrigði kemur að nokkru leyti af því, að konan vill „lifa. sínu lífi“ nú. En jafnframt ber barnafæðingahreyf- ingin vott um, að almenningur sje óánægður, að kröfur almenn- ins til lífsþæginda hafi vaxið meira en möguleikarnir til að fullnægja þeim.. Þetta sama fyr- irbrigði hefir komið fyrir fyr á tímum, eins og m. a. sjá má af ritum sagmritarans Polybius, sem segir að sá siður þjóðarinnar að eiga aðeins eitt og tvö böm, sje að leggja grísku heimilin og borg irnar í eyði. staðið hafa undir þeirra útgjalda- hluta, ásamt sinum. Magnús Guð- rcundsson fyrv. fjármálaráðherra á alþjóðarlof skilið fyrir að hafa kom- ið skattalögum þessum á, með sínum alkunna og áhrifaholla dugnaði. Nú rlður því á að skattanefndir lands- ins vinni störf sin samviskusamlega og með næmri skvldutilfinningu á grundvelli laganna, og verði þaið gert, er jeg ekki í miklum vafa um, að þessi skattalög verða ein hin vin- sælustu þegar tímar líða. — Hjer á borðinu liggur hálfrifið Tímablað, nýlegt. Jeg isje þar, að ritstjórinn óskar eftir, að menn úti um landið .sendi sjer útásetningar og aðfinslur við skattalögin. Þá hlið málsins ætl- ar hann svo að birta í blaði sínu, með sinni „sjerstöku óhlutdrægnis- tegund“, en kostahlið laganna lofar hann engu rúmi í blaðinu. petta bendir eindregið á það, að lögin sjeu afburðaviturlega isamin og heilbrigð, þegar hið „alskygna“ auga ritstjór- ans sjer enga verulega galla á þeim, og hann æpir því út um land á að- finslur — og vaántir þeirra vitaskuld frá vinum sínum og „vasaþjónum“, sem reyndar fer víst altaf fækkandi. -------o------- Hitt og þetta. Einstein og talsíminn. Einstein prófessor, hinn heimsfrægi eðlisfræðingur, er svarinn fjandmaður talsímanna. Þegar hann kom til París nýlega, bauð kona ein honum að dvelja á heimili sínu meðan hann stæði við í borginrii, en hann svaraði boðinu með þessum orðum: Náðuga frú! Hið vingjarnlega boð yðar kom mjer mjög á óvænt og gladdi mig stórlega. Jeg þakka yður innilega fyrir velvildina. En á pappírsörkinni sem þjer skrifið mjer á, stendur tal- símanúmerið yðar, og með jþví að mjer er ómögulegt að búa nærri slíku tæki, bið jeg yður innilga að afsaka, að jeg get ekki notað mjer hið vin- gjarnlega tilboð yðar.“ — Sennilega befur Einstein orðið fyrir miklu ónæði vegna talsímans. Svíakonungur í líifshættu. Gústaf Svíakonungur dvaldi um tíma í síðasta mánuði suður í Cannes sjer til heilsubótar. Hinn 26. f. m. var hann á ferð bifreið og bar þá svo við að annar vagn ók á bifreið- ina. Konungur fjekk slæman áverka á vinstri síðu og kammerherra hans, sem með honum var, isærðist alvar- lega. Konungur gat þó haldið áfram ferð sinni. 6,8 af hverjum þúsund konum af barnsburði, en 1917 ekki nema 2,4. Ennfremur hafa dauðsföll úr difteritis lækkað úr 20 niður í 2% í Kristjaníu síðan árið 1890, og er serum-meðferðm orsök í því. Dauðsfölil vegna berklaveiki hafa einnig fækkað, og samkvæmt út- reikningum hagstofunnar hefir meðalæfin hækkað úr 43.7 á tíma- bilinu 1831—40 upp í 56,5 ár á tjmabilinu 1901—10, eða um I2V2 ái. Þetta er einkum að þakka fram- förum læknislistarinniar og aukn- um þrifnaði. En samkvæmt yfir- litsskýrslunni bætist hjer fleira við. Á árunum 1861—1910 fjellu ýmsar matvörutegundir, svo sem rúgur, hveiti, bygg og baunir nokkuð í verði en vinnulaun tvö- til þrefölduðust, og jafnfra.mt fækkaði þeim, sem urðu að þiggja af sveit, um þriðjung. Samtímis þessu ferfölduðust útgjöld til barnafræðslu í sveitunum og í bæj um fimmfölduðust þau. Og út- gjöld til jámbrauta í Noregi vrru 9 miljón krónur árið 1855 en 1910 var þessi uppliæð orðin 304 miljónir kr. Skyldi maður því ætlai, að þióð- in hefði verið nokkurnvegin n á- nægð með kiör sín á þessu tíma- bili, en það var þvert á móti. Framhald. ■o------- mrn tr sHif 25. maí 1922. Hjer í sýslu hafa Skattalögin nýju verið meira rædd og lesin en flest önnur, sem síðustu þing hafa 'samþykt. Og það er óhætt að stað- hæfa það, að allir þeir, sem hugsað hafa og unnið á grundvelli þessara skattalaga við skattastörfin í vetur, lúka lofsorði á lögin í öllum aðal- atriðum. Allskonar lausingjalýður, sem á ýnisa vegu hefir algerlega sloppið hjá skattgreiðslu til ríkis- sjóðs undanfarið, kemst ekki lengur hjá því að bera sinn sjálfsagða hluta af gjaldabyrðinni, en vitanlega mögla þeir í fyrstu, meðan þeir venjast við rjettmætar álögur. Búast má jþví við, að lögum þessurn verði ekki alveg tekið hljóðalaust af þeim mönnum, sem nú fyrst verða skatt að greiða, ekki síst af tekjum, sem áður hafa ekki náðst undir skattskyldu. Und- anfarið hafa bændur stórtapað, samt. hafa þeir borið hita og þunga opin- berra gjalda mjög af handahófi þar til nú. Eftir skattalögunum nýju greiða allir af hreinni eign og hrein- um tekjum sínum hlutfallslega jafnt. Afleiðingin verður því sú, að skatt- arnir korna nú fvrst rjettlátlega nið- ur á hverjum einstakling, jafnt þeim, sem sloppið hafa áður og hinum, sem Skipstjón í Ermasundi. Eimskipið „Depute Albert Taill- ander“, sem var á leið frá belgiskri höfn til Frakklands með kolafarm, sökk í Ermasundi seint í apríl. Á- höfn skipsins var 32 menn og af þeim bjargaðist aðeins einn. Lögfræði gegn náttúrufræði. Sænskur lögfræðingur, Sten Lot- bigius, hefir tekist á hendur að gera kenningar eðlisfræðingsins fræga, Einstein, að engu. Baráttu sína hef- 11 j’ hanji hafið með því að gefa út bók er hann nefnir: „Óáreiðanleiki breytimiðskenningar Einsteins“. par slær hann því föstu, að Einstein sje ekkert annað en loddari. peir eru greindir sumir lögfræðingarnir. Ensku vjelasmiðirnir taka upp vinnu. Seint í mars gerðu starfsmenn í yjelaverksmiðjunum ensku verkfall. Náðist samkomulag eigi fyr en seint í apríl og vinna hófst aftur 1. þessa. mán. Yerkfall þetta var yfirgrips- mikið. Enginn Fróðafriður. f ræðu sem Wilson marskálkur hjel nýlega, ljet hann í ljósi þá skoð- un, að eigi mundi langt að bíða næsta ófriðar. Horfurnar í heimin- um væri þannig að eigi gæti komið til mála, að friður hjeldist lengi. En ef breska ríkið neytti þess máttar, sem því væri gefinn, væri engin á- etæða til að óttast að ófriðurinn yrði langvinnur. — p.að eru þessir menn, sem valda ófriðnum í heimiinum, út- blásnir af þjóðernishroka og sífelt með hrakspár á vörunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.