Morgunblaðið - 07.07.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1922, Blaðsíða 2
MORdUNBLABIi Tobler heimsfræga átsúkkulaði. Að eins lítið eitt fyrirliggjandi. Þórður Sveinsson & Co. Aðalumboðsmenn. Molar. Kex og kökur frá Carr & Co. fyrirliggjandi. Seit með inn- kaupsverði að viðbættum kostnaði Þórður Sveinsson & Co. Aðaluraboðsmenn. 1. Forvígiskonur C-listans hjeldu kjósendafimd í gærkvöldi. Þær voru spurðar, hvort (þingmannaefni hinna listanna mættu ekki koma á fundinn, en þær neituðu því, sögðu, að konur tíUar fengju þar aðgang. petta þótti karlmönnunum ekki vel við eigandi, óvíst líka að öllum konum hafi geðjast vel að því. 2. Tíminn sagði ekki frá náðun CJlafs Friðrikssonar síðastTtðinn laug- wrdag. Hann þorir ekki að mæla henni bót, nje meðferð stiórnarinnar á málinu, fyrir leseudum sínum, »g hann þorir ekki heldur að víta þetta, fyrir leiðtogum Alþf’. hjcr ■ bænnm. Og þá er ems. ráðið að þegja um alt saman. 3. Einhver spyr um það í Alþ.bl. í gær, hvað borgaraflokkur þýði. Maðurinn segist vera bæði fáfróður og heimskur og spyrja í einfeldni, og því skal honum svarað blátt áfram. Þar sem byltingaflokkar hafa komið fram, eru þeir flokkar, sem móti þeim rísa, til varnar gildandi lögum og rjetti, nefndir borgaraflokkar. — Orðið hefir fengið hefð í þessari merkingu. 4. „Vísir“ virðist vera búinn að: gleyma því í gær, að alþingi dæmdi ógilda þingkosninguna hjer 1019,þegar J. Möller var gefið kjörbrjef að kosn- ingu afstaðinni, og það dæmdi svo af því, áð iþað sannaðist síðar, að ( Jón Magnússon var þá kosinn, ef atkvæðin befðu verið rjett talin. — Annars er óþarfi að vera að auka á ergelsi þeirra E-listamannanna með I mótmælum gegn kosningagreinumþeirra j peir vita það nú sjálfir, að listi; þeirra á ekkert fylgi og að strit þeirra fyrir honum getur engan ár- angur haft •— nema ef til vill þann, að vegna þess nái kosningu annar hvor þeirra, sem þeir síst vilja st-yðja: sameignarmannafulltrúinn eða Tíma- fulltrúinn. Afglapaverkið. Með sárri gremju tala menn um alt land um meðferð stjómar- innar á hæstarjettardóminum í máli Ólafs Friðrikssonar. Sem sýnishom af áliti hugsandi manna alment á þessu máli birtist hjer grein, sem Mbl. hefir verið send af merkum manni ntan Rvíkur: Óhng miklum hefir slegið á menn víðsvegar nm* land útaf frjettunum um náðun Ólafs FriS- rikssonar og þeirra fjelaga. Menn hrieyxluðust alment á því, að Olafur skyldi vera látinn laus, eftir að dómurinn var kveðinn upp yfir honum í hæstarjetti og íslensk valdstjóm ríða þannig á vaðið með að óvirða æðsta dóm- stól landsins, en menn kveinkuðu sjer við að trúa því, að slíkt sieifarlag væri undanfari náðun- ar, og bjuggnst við, aS örsökin væri trassaskapur stjómarinnar fremur en beinn ræfilsháttnr. En viti menn: síminn flytur fregn tm það afrek hinnar nýju stjórn- ar, að Ólafi sj-e útveguð náðun, án þess hann hafi sjálfur beiðst þess og án þess að hæstirjettur mælti með því. Um þetta afrek hinnar nýju stjómar má með sanni segja: 111 var þín fyrsta ganga. Menn höfðu að vísu ekki gert sjer miklar hngmyndir um Sigurð Eggerz, það höfðu menn lært af reynsl- unni. En slíkum endemisræfils- hætti hafði þó enginn búist við. Það er nokknr vorkunn, þó fariö sje að telja eftir það fje, sem gengur til dómgætsln og lögreglu- stjómar, þegar slíku á fram að fara. Meun skilja sem sje, a£ þeg- ar miða skal viS fordæmi eins og þetta, þá er hverjum manni, sem vinnur til hegningar, gert stórkostlega rangt til með því að láta hann taka út hegninguna, kanske að morðingjnm einum und- anteknum. Og þegar menn ekki taka út hegningu virðist ekk’ nema tímatöf að dæma þá til hennar og meiningarlaus útgjöld að halda dýrt embættismanna- bákn til slíkra hluta. Kanske þetta verði til þess, að Sigurður Eggerz komi fram meiri afrekum í spamaðaráttinna, en áður eru dæmi til, og var „því þó aldrei nm Álftanes spáð“. Það er hlátt áfram blöskran- legt, að vita æðstu völd landsins í öðrum eins höndum og þau eru nú. Það er hryllilegt, að æðsta stjórn landsins skuli traðka lög- um og lands rjetti. En hver ber ábyrgðina? Ekki Sigurður Eggerz einn, heldur stjómin í heild sinni, og ekki stjórnin ein, heldur sá meiri hluti alþingis, sem stntt hefir hana til valda. Sá meiri hluti ætti skilið að fá Lazarusar-orðu, eins og kát- leg örlög hafa skelt á Sigurð Eggerz, einmitt þegar hamn var að vihna sitt síðasta afreksverk. Vonandi á .þjóðin við næstu kosn- ingar þann stígvjelahæl, sem sparkar slíkum meirihluta út af löggjafarþingi hennar. Þakpappi ágætur og ódýr fyrirliggjandi ’ Þórðup Sveinsson & Co. i gærkveldi. Bensíngeymirar. Til: veganefndar hafði horist erindi frá Steinolíufjelaginu um bonisíngeymira, sótti það um leyfi til þess að setja niður einn á lóð sinni við Amtmannsstíg, og og ennfremur annan austan við húseign Jobnsons og Kaaber við Hafnarstræti. Veganefnd hafði sam'þykt að leyfa Steinolíufjelag- inu að setja niður geymir við Haínarstræti með því skilyrði að fjelli úr gildi leyfi fje- lagsins að setja niður geymir á Iiækjartorgi. Gunnlaugur Claessen mintist á þá eftirsókn, sem nú væri eftir I/ækjartorginu til þess að setja þar niSur bensíngeymira- Kvaðst hann því mótfallinn. Hefði áður minst á það, að bæjarstjómin ætti að fara að ákveða sig nm það, 'hvemig hún ætti að haga umbúnaði á torginu. Kvaðst hann sjálfur álíta, að ætti að setja lága girðingu kringum torgið og gras- þekja það síðan. Gæti það með því móti orðið vistlegra og skemti legra. Kom hann fram með þá tillögu að v^ganefnd rannsakaði þetta og ‘kæmi fram með till. um það áður en næsta fjárhagsáætl un yrði samin. Borgarstjóri kvað vandráðið að ákveða nú fyrir- komulag á torginu, hefðu margar till. komið fram um það. Vildi hann ekki að till. yrði borin upp að svo komnu máli. Gæti það spilt fyrir málinu. Enda væri nógur tími, þar sem ekkert yrði gert fyr en næst fjárhagsáætlun yrði samin. Fyrir sitt leyti þætti sjer líka Lækjartorgið sæmilegt útlits eins og það væri, og hann mundi telja þeim peningum illa vari^, sem gengjn til þess að prýða það, því margt annað lægi nær. Tók tillögumaður tillöguna aftur í trausti þess að borgarstj. hjeldi máliuu vakandi í vega- ncfndinni. Fátækrastyrknr. FíLtækranefndin hafði lagt til að bæjarstjórnin fæli henni að stryka út fátækraskuldir þeirra manna, er sveitlægir væru í Rvík, sem hún telur ekki færa um aö greiða skuldimar að öllu eða ein- hverju leyti, ef skuldunautur er hættnr að þyggja styrk og nefndin er sammála. Var það samþykt í bæjarstjórninni. Rafmagnsstöðin. Á fundi rafmagnsstjórnar hafði verið lagður fram jafnaðarreikn- ingur rafmagnsveitunnar við lok maímánaðar þ. á. Bar ha.nu. með sjer að innheimt hafði verið fyrir selt rafmagn frá 1. des. til 10. apríl kr. 195,772,37. Ennfremur hafði verið lagt fram brjef frá rafmagnsstjóra viðvíkjandi hreyt- ingum og endurhótum á rafmagns- kerfi bæjarins. Var og samþykt í rafmagndstjórninni að leggja nj'jan lágspennustreng fyrir mó-' tora frá Vitastíg að Skúlagötu. I' Breyting á kjörstjórnum. 1 stað þriggja manna sem ekki þóttust geta setið í kjörstjóm viS n. k. -landskjörskosningar voru kosin E. Briem hæstarjetar- dómari, Moren Hansen skólasj. og Ingihjörg Sigurðardóttir kenslu kona. Hugsjónir rætast. „Tíma“-klíkan hefir fengið þá ósk síuia uppfylta, að hafa veg og vanda af æðstu stjóm lands- ins. Hugsjónir þær, sem blað þessa flokks — eða rjettara sagt ráð- stjóramir þar — tönlast á eins og seppi á roði, ættu því að fara að rætast sumar hverjar. Nokkr- ar þeirra hafa: þegar rætst. Þingsögutillaga þeirra Sveins í Firði og Þorsteins Metúsalems er framkvæmd þannig, að hún kost- ar varla minna en 200 þúsund krónur af almannafje. Rætist þar, þó í litlu sje, spamaðarhugsjón Tímans. Sigurður Eggerz snýst í kring um Victor Emauúel Ítalínkouung, fær krossa að launum og borgar vitanlega í sarna. Kemur þar óbeit Tímastjórnarinnar á „glingrinn' ‘, sem „Tíminn“ fánaðist mest útaf í stjórnartíð Jóns Magnússonar. Kemur þar fram stefnufesta „Tím- ans.‘ ‘ Tryggvi ritstjóri, sem lifir í hVauði Samhandsins og flokks þess er gerður að endurskoðanda Landshankans, sem er stærsti lán- ardrottinn Sambandsms. En ó- skiljanlegt er, að „Tímimn“ sknli hafa gleymt að scgja lesendum sinnm frá þessum merka at-burði, og lýst hngsjóninni, sem með hon- um hefir rætst. Jónas þingrnannsefni hótar Sig- urði ráðherm að svifta hann Hriflunáðinni ef hann flytjieigivið konnng náðnnarbeiðni fyrir Ólaf Friðriksson og fjelaga hans. Ólaf- ur fjekst eigi til að undirskrifa beiðnina sjálfur, svo sennilega hefir Jónas orðið að gera það fyrir hann, og hæstirjettur er eigi beðinn álits nm málið- — Sigurð- ui vill ekki glata Hriflunáðinni og fær Ólaf náðaðan, en gefur honum þó hæfilegan frest til að svívirða hæstarjett í blaði sínu, áðnr en skilyrðin fyrir náðun- i-nni ganga í gildi. Rætist þar rjettarfarshugsjón „Tímans.‘‘ Hugsjónastjómin hefir eigi set- ið að völdnm nema ársfjórðung. Sigurður sá, sem eitt sinn var „ráðherra einn yfir öllu landinu" hcfir stundum við hátíðleg tæki- færi minst þeirrar stundar „þegar jeg var í ríkisráði“. Nú hefir riddari Lazarnsar verið í ríkis- ráði og rekið þar erindi Jónasar með geislastafinm. Hann lofar væntanlega almenningi aö heyra nánar nm þetta síðasta ríkisaf- rek sitt, svo aS menn fái tæki- færi til að votta honum þakklæti. a+h. —-------0------- Einn hinna einkennilegu við- burða, sem orðið hafa í verslunar- og viðskiftalífi síðustu ára, er vöxt ui siglinga- og verslunarflotans þýska. Þetta er því einkennilegra, þegar það er athngað, að tilgang- nrinn með Versalasamningnnum var m. a. sá, að koma nær því fvrir kattarnef hinni stórfeldu verslun Þjóðverja og siglingum þeirra. Því marki hugsuðu sigur- vegaramir sjer að ná með mjög emfaldri aðferð: að Þjóðverjar ljetn verslunarflota sinn af hönd- um. En niðurstaðan af þeim út- reikningi ■ varð gersamlega öfug við það, sem þeir bjuggust við. Englendingar kröfðust skaða- bóta fyrir hvert einasta tonn af þeim verslunarskipum, sem kaf- bátarnir höfðu sökt. Og þeir fengu skaðabætumar. — Skipun», sem námu alls um 1 milj. tonna, var siglt yfir Norðursjóinn til breskra hafna. Ensku skipaeigendumir kusu helst, aS öll þessi skip væru komin niður á isjávarbotn, en þeir þorðu ekki annað en kaupa þan af ótta við, að ríkið mundi ann- ars sjálft gera þau út, og það yrði byrjun að því að ríkið tæki allar siglingar í sínar hendur. — Niðurstaðan af því varð sú, að þeir sátu með ógrynnisfjölda af skipum, sem þeir höfðu ekkert með að gera, og ennfremur stöðv- uðust allar skipabyggingar. Þar að anki voru flest þessara þýsku. skipa gömuil, og minsta kosti ekki þannig úr garði gerð,að þan þyldu samkepni við hin nýju skip, sem bjgð voru 1919 og 1920 — íÞýska landi. Þjóðverjar stóðu uppi nær því skipalansir og nrðu því að byggja ný fargögn af kappi. Og það var gert. Meðan skipasmíða- stöðvarnar lágu mannlansar og arðlausar svo að segja um állan heim, var unnið af fráhæru kappi á þýsku skipasmíðastöðvunum. Og það vóra hvorki smáfleytur nje iila útbúnar, sem hygðar voru. — Alt voru þetta skip hygð eftir nýjustu og bestu fyrirmyndum. Og það mun hafa hlakkað í Þjóð- verjum, þegar þeir hugsuðu til þess, að Englendingar og aðrar bandaþjóðir lágu nú meS gömlu, ónýtu þýsku skipin, sem orðin voru ónothæf og á eftir tíman- um. Ársskýrslnr útgerðarfjelaganna þýsku fyrir 1921, hera það allar með sjer, að það hefir verið velti- ár fyrir siglingaflotann þýska, en alstaðar annarsstaðar frá heyrist kvart og kveinstafir frá útgerðar- fjelögunum. Vitanlega olli það nokkra, að gengi þýskra peninga var afarlágt eins og kunnugt er, og nrðu því farmgjöld með þýsk- um skipum lág í isamanhurði við önnur. Englendingar eru fyrir löngu búnir að sjá, að hverju stefnir með samkepnina á höfirnum, og játa nú, að verstu samkepmnnar sje ekki að vænta frá Bandaríkj- unum í þessu efni, heldur frá Þýskalandi. -------o-------- Olafsmálið. I. Inngangur. Eins og vonlegt er hefir mönnum orðið tíðrætt um mál það, er reis út af mótþróa iþeim, er Ólafur Eriðriks- ■son ritstjóri og fjelagar hans sýndu lögregliumi í isambandi við brottvísun rúss.neska drengsins ’ Nathan Fried- mann. Jeg segi eins og vonlegt er. Mál þetta er sem sje vafalaust alvar- legasta sakamálið, sem/ komið hefir fram hjá þjóðinni á síðustu tímum — vegna þess, að það beinist að rót- um þjóðfjelagsins. Til þess að geta gert sjer grein fvrir því, um hve alvarlegt mál er hjer að ræða, er nauðsynlegt að at- huga hvað þjóðfjelagið er. Þjóðfjelag er hópur manna, sem sett hefir sjer ákveðin lög, sem ein- staklingamir verða að beygja sig fyrir, hvort þeim er það ljúft eða leitt. Lög sem hægt er að framfylgja með valdi og hegna fyrir e£ brotið er móti. Til þess að vinna í nafni þessa skipulagsbundna hóps, og gera álykt- anir fyrir hann með bindandi verkanir fyrir einstaklinginn eru ýmsar stofn- anir, sem hver héfir sitt hlutverk. Ein stofnunin setur lög, önnur dæmir, sú þriðja framfylgir lögunum o. s. frv. pað valdi ekki misskilningi að stofnun í þessari merkingu getur verið einn maður t. d. dómari. En eitt er sameiginlegt með öllum þess-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.