Morgunblaðið - 19.07.1922, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.1922, Page 2
MORGUN BLABIÐ Tfmlnn sii slraiepðinr. Óvenjulega mikla óbeit virðist Timinn hafa á sannleikanum og á því að skýra rjett frá skoðunum einstaklinga og blaða. Tæplega drepur hann svo á nokkurt mál, scm rætt hefir verið af andstæð- ingum hans, að hann. setji þar ekki sannieikann í krókbekk en rangfærslurnar og ósannindin í 'hásæti. Þetta er orðið að sýki, sem þeir, er í hann rita, ráða ekki við eða vilja ekki útrýma. 1 síðasta tölublaði Tímans er smágrein um strandferðirnar. Mun Jónas frá Hriflu hafa samið hana, því hann hefir manna mest um strandferðamálið skrifað í Tímann. í þessari smágrein segir hann, að ,.afturhaldsblöðin“ — samkvæmt skoðunum hans á hann þar sjálf- sagt ekki við Tímann og Dag — vilji að samskonar lag verði á strandferðunum framvegis og var ineðan Hólar og Skálholt. gengu hjer við land; skipin sjeu mánuði í hverri ferð og farþegar fluttir í lest. Og má lesa það á milli lín- anna, að þessum blöðum þ.vki slík meðferð á farþegunum sómasam- leg. í þessari frásögn Jónasar koma fram tvennskonar ósannindi. Og er það vel gert í ekki lengra máli. 1 fyrsta lagi hefur ekkert blað hjer á landi lagt til að nákvæm- lega samskonar fyrirkomulag væri tcki-ö upp og það sem áður er nefnt, og sum blöð hafa alls ekki á málið minst að öðru leyti en því að flytja aðsendar greinar, t. d. Morgunblaðið. En til þess mun þetta skeyti sent eins og annara blaða, sem ekki eru trúarjátningu Tímans samdóma. Morguublaðið hefir flutt greinar frá mjer um málið, vegna þess að það hefir tslið sjálfsagt, að fleiri hefðu til- lögu- og umræðurjett um þetta mál en þeir Tímamennirnir. I öðru lagi eru það einskær ó- sannindi, að í þessum aðsendu gi-einum, sem Morgunblaðið hefir flutt eftir mig um strandferða- málið, hafi nokkursstaðar verið komið nálægt því, að sami skræl- ingjabragur yrði framvegis á fólks flutningum hjer við land og verið hefir tíðast undanfarið. Jeg hefi v einmitt tekið það skýrt fram, að á þeim grundvelli einum ætti að ráða strandferðafyrirkomulaginu til lykta, að fullkomlega væri kom ið í veg fyrir það, að fólk væri flutt í lest eins og gripir og inn- ajj um gripi. Vegna þess hefi jeg bent á, að bæði farþegaskipin yrðu að vera með stóru og vel útbúnu farþegarúmi, og vöruflutninga ætti ekki að taka nema sem minsta og þá til aðalhafnanna frekast. Það er því helber vitleysa hjá Jónasi og sannkölluð endaskifti á sannleikanum, þar sem hann held- ur því fram, að jeg vilji lestar- flutning á fólki. J-ónasi er jeg aftur á móti sam- dóma um það, að úrlausn þessa máls er stórþýðingarmikið merin- ingaratriði. En hann ætti að geta rætt um það í Tímanum og haldið þar fram sinni skoðun, án þess að blekkja og bera fram ósanji- indi. Honum kann að hafa orðið slíkt að liði meðan fáir vissu að honum var tiltæk rangfærsla á máli manna. En nú, þegar alþjóð manna veit, hve skrif hans öll eru lituð af því, sem er mótsetn-1 ing sannleikans, þá fara þau að hafa lítið gildi. Sjálfs sín vegna ætti hann því aS segja satt. Ferðamaður. --------o-------- Sjómannaverkfall. Akureyi’i í gær. Sjómannaverkfall hefir staðið hjer yfir undanfarna daga. Var tilefnið það, að útgerðarmanna- fjelagið hjer fastákvað ráðnings- kjörin á síldveiðarnar 250 kr. á mánuðinn og 5 aur. af tunnu í premíu. Hásetar kröfðust sömu kjara og í fyrra og mynduðu sterkan fjelagsskap og neituðu að semja um kaup á öðrum grund- velli. rtgerðarmannaf jelagið tók þá að leita eftir mönnum utan hásetafjelagsins og buðust brátt fjeiri en þörf var á. í gærkvöldi skaut Hásetafjelagið á fundi, þeg- aj það sá, að ,í óefni var komið fyrir því. Mættu mjög fáir og fór alt í handaskolum. Gengu margir úr fjelaginu og hafa nú ráðið sig á skipin. Er nú full- ráðið á þau, bæði af þeim og mönnum annarstaðar að. — Skipin fara út í dag og á morgun. Margir gömlu hásetanna eru atvinnulansir, og verkfallið ekki orðið að neinu, „lslendingur.‘ ‘ --------o------- Skemö á lanðinu. i _____ Þegar Reykvíkingar fara út úr bænum til að skemta sjer á bílum eða vögnum, koma þeir oft heim aftur þaktir grænum hríslum, er | þeir hafa rifið upp k ferðalaginu. jMenn hugsa ekki út í það, að I með þessu eru þeir valdir að skemdunum á landinu. Sá litli gróður hjer í kring, sem er að berjast við að vaxa og klæða hrjóstrin, á aS ^ ati þroskast í I næði. Menn ættu að varast, að ! slíta upp nýgræðinginn; víða er landið svo bert og gróðurlaust sem það nú er, vegna þeSs, að menn hafa farið illa að ráði sínu að þessu leyti á liðnum öldum. Lofið því smáu hríslunum, sem hjer í grendinni vaxa, að vera, í friði, og rífið þær ekki. Hver einstakur maður hugsar ef til vill sem svo, að það muni engu, þótt hann rífi upp hríslu aö gamni sínu. En þegar þetta er orðið að vana hjá mörgum, munar mikið um það. -------o----- Qyöingar í Póliandi Ellefu af hverjum 100 íbúum Pól- lands eru Gyðingar. Þeir eru einkum í borgunum, þannig er nærri annar- hver maður í Varsjá” Gyðingur, eða alls um 400.000 Gyðingar í þeirri borg einni. Og afstaða þeirra til ann- ara manna er lík þar eins og ann- arsstaðar; þeir hafa ekki getað sam- lagast öðru fólki. ■ Að lögum hefir Gyðingahverfið í Varsjá verið afnumið; að lögumnjóta Gyðingar nákvæmlega sömu rjettinda eins og aðrir borgarar. En í fram- kvæmdinni er reynslan alt önnur. — Gyðingamir halda áfram að vera til, jþað Mjóta allir sem koma til Vsr að sannfærast um, og Gyðingarnir halda áfram að vera ríki í ríkinu og ættemi og átrúnaður er og verður óbrúanlegt fljót milli þeirra og Pól- verja sjálfra. Trúarbrögðin fjarlægja Gyðinga enn meira frá PÓlverjum en frá mótmælendatrúar þjóðunum, og ólíkt lundarfar og tunga gerir sitt til að fjarlægja þjóðflokkana hvorn öðrum. prátt fyrir þetta er þó náin sam- vinna milli Gyðinga í Póllandi og Pólverja sjálfra. Mikill hluti verslun- ar Póllands er í höndum Gyðinga og í listum ber mest á Gyðingum, ekki síst í leiklistinni. Mjög fáir Gyðing- ar, aðeins tuttugasti hver, hafa horf- ið frá siðum forfeðra sinna og gengið ai' trúnni og samið sig að háttum Pólverja. Hinir mynda, eins og áður er sagt, ríki í ríkinu, hafa stjórn- málaflokka og mentalíf fyrir sig, og gefa út blöð út af fyrir sig. Helstu Gyðingáblöðin í'Varsjá eru ,Moment‘, ,Heint‘ og ,Der Jud‘. „Moment“ er málgagn þjóðræðis- flokksins — þó ekki í bókstaflegri merkingu þess orðs, heldur einkum kaupmanna og iðnaðarmanna. „Heint' er málgagn rjettrúnaðarflokksins, Zionista og „Der Jud“ þeirra rjett- trúnaðarmanna, sem ekki eru Zionist- ar. í ráði er að stofna nýtt blað handa róttækum jafnaðarmönnum — „Extremista' ‘ kalla þeir sig. Ókunn- ugt er, hve sá'flokkur er stór. pjóðræðisflokkurinn er vingjarn- legastur þessara flokka í garð Pól- verja; hann vill samvinnu við þá, en krefst þess þó, að hafðir sjeu sjer- stakir skólar fyrir Gyðinga og helgi- dagar haldnir að Gyðinga sið. í rík- isþinginu er ágæt samvinna milli þessa flokks og rjetttrúnaðarflokks- ins, jþó sá síðari geri meiri kröfur í trúarefnum. Zionistarnir eru erfið- astir viðfangs. Þeir vilja stofna Gyð- ingaríki í Palestínu. Stjórn Póllands hefir vitanlega ekki getað orðið við kröfum þessa róttæk- asta flokks, Pólland er ungt ríki og stjórnin vill umfram alt vinna að sem mestri sameiningu og samdrægni allra landsbúa. Núverandi stjórn hef- ir þó verið eftirlátari við Gyðingana en hin fyrri. Frá þeim tíma er Rússar rjeðu yfir Póllandi voru ýms lög í gildi þar, er aðeins vörðuðu Gyðinga eina sam- an. pannig voru Gyðingar Skyldir til að greiða miklu hærri legukostnað á •sjúkrahúsum en aðrir menn, í Rúss- landi urðu Gyðingar að búa í til- teknum hjeruðum og máttu ekki flytja búfepTum út úr þeim og þeim var bannað að eignast stórbýli og rcka landbúnað. — Snemma í þessum mánuði kom fyrir þingið frumvarf) um afnám allra þessara lagafrum- vsrpa og ganga menn að því vísu, að það verði samþykt, því síðan Pól- land varð sjálfstætt hefir þessum lagafyrirmælum ekki verið beitt. Það sem mest einkennir stjórn- málalíf Gyðinga í Póllandi eru jafn- aðannannaflokkarnir. Hvergi eru jafn aðarmenn eins þjóðernissinnaðir eins og meðal Gyðinganna pólsku. peir geta ekki verið í flokki með öðrum pólskum jafnaðarmönnum, heldur hafa þeir myndað sjerstakan jafnað- armannaflokk Gyðinga, sem svo hef- ir skiftst í tvent: rjetttrúnaðarflokk og Zionistaflokk. Hinn fyrri vill koma jafnaðarstefnunni í framkvæmd í Póllandi, en hugsjón hans er að öðru leyti ólík jafnaðarhugsjóninni annar- staðar, en hinn vill stofna jafnaðar- mannaríki í Palestínu. Gvðingar una betur hag sínum í Póllandi nú en þeir hafa gert nokk- urntíma áður, enda er meðferðin á þeim orðin mildari. —-------o—-------- Ilt trie af iltum sant sagði Ólafur Tryggvason um trje það er Forni gaf honum, er í var eiturslangan. í 145. tölubl. Alþbl. þ. 28. júní 1922 er greinarkorn með yfirskriftinni „Þriðji með- mælandinn' ‘ .Hún er svar við grein Alberts Ólafssonar, .sem jeg þekki lítið, er hann hafði skrifað í Mbl. Alþb. gefur mjer nafn Alberts Ólafssonar og fer þar hnjóðsorð- um um mig og tvo menn aðra, sem vera kann að slíku blaði þyki fínt af sjer, þó mjer og öðr- •um siðuðum mönnum finnist ljótt. En jeg tel víst að greinin sje rangfeðruð hjá Alþýðublaðinu, sem er undirskrifuð fsfirðingur, að það eigi að vera Reykvíkingur eða ritstjóri, því hún er svo dóna- leg að jeg tel óvíst að nokkur fsfirðingur eigi slíkt. Jeg lýsi því h.jermeð yfir, að jeg á ekki eitt ■einasta orð í grein þeirri, sem um c: talað, og bið Alþýðublaðið að lofa mjer að vera í friði, þó því verði einhverntíma illa við menn, sem skrifa greinar í blöð, þegar þær eru ekki frá mjer. Ennfrem- um bið jeg Alþýðublaðið að tala ekki skammarorðum um aðra sak- lausa Vestfirðinga, því það er ljótt að sjá í blaði, sem kent er við alþýðuna, að það úi og grúi at klúryrðum til okkar hjer vestra sem erum lausir við slíkan mmm- söfnuð. Tsafir'i 12. júlí 1922. Jón Albert Þórólfsson. --------o-------- Ejtir S. Þ. . III. Meistararnir týndir. í f jallalöndum sækja sauðir víða hátt á fjöll og langt til heiða, eink um forustusauðir. Þá er leitað að þeim eða gerð fjallskil. Sumir finnast hvorki í 1., 2. eða 3. leit, því þeir hafa týnst. Meistararnir, sem Blavatsky sagði mönnum frá, að ættu heirna í Himmalaiafjöllum eru áreiðanlega týndir, því þeirra hefir verið grandgæfilega leitað í þremur leitum af fjallkönnunar- og vísindamönnum og hafa ekki fundist. Meðan Thibet var að mestu lokað land fyrir útlendingum, mátti segja margt um undramenn, sem þar ættu heima. En nú er landið opið. Á síðastliðinni öld trúðu því margir, að útilegumenn ættu óðul sín í Þjórsárdal og Ódáðahrauni og höfðu margir mikið að segja frá þeim. Þá voru íslenskar óbygð- ir ókannaðar, og á meðan lifði úti- legumannatrúin góðu lífi. En síð- at. Þorv. Thoroddsen kannaði land ið alt, ber ekkert á útilegumönn- um. Þeir eru týndir eins og meist- ararnir í Thibet. Utilegumenn og meistarar eru ekki á almennum vegum heldur fjarri mannabygð- um. Þess háttar lýður þrífst að eins í skúmaskotum. Þegar Þorvaldur neitaði því, að útilegumenn lifðu í óbygðum, þá sögðu sumir, einkum „Jón Söðli“, að það væri ekkert að marka, því útilegumenn hefðu látið Þorvald sverja þess eið, að segja ekki frá verustað þeirra. Annars hefðu þeir drepið hann, sögðu þeir! Þegar þeim, sem enn trúa á til- veru meistaranna er sagt frá því hve merkir menn hafi kannað Himmalaíafjöllin og Thibet og ekki fundið meistarana, þá segja þeir, að það sanni ekkert, þvíþeir hafi ekki vitað nöfn þeirra nema vigRlunögnin (Koot-Hoome o- s. frv.). Nafnlausir sauðir finnast og þekkjast á vissum einkennum. Stjórnin í Thibet og lærðir munkar og klerkar þar í landi höfðu aldrei heyrt meistaranna getið og full- vissuðu leitarmenn um, að þar í landi heföu aldrei þvilíkir undra- E. & T. Pink Ltd. London. Umboðsmenn Þórður Sveinsson & Co. menn átt heima, sem meistararnir eru sagðir. — Að gefnu tilefni skal þess getið, að frá þessu er ekki sagt í „Facklan“ sem sum- um er illa við. Að meisturunum leituðu tveir nafnfrægir Hindúar, vísindamenn frá Kalkútta. Annar þeirra var Pandit Satra. Aðra leitarferö for Sarat Chandra,nafnkunnur Hindúi og Indverjar með honum. Þriðja leitin var gerð af Englendíngum, enskri hersveit. Foringi fararinnar var Lord Gurzon. Allir þessir menn heimsóttu klaustrin í Thibet og svipuðust eftir eldforna dul- bókasafninn sem Blavatsky þótt- ist vita þar af og hafa fengið dul- speki úr. Munkarnir sögðust þekkja öll fornrit þjóðarinnar og sýndu útlendingunum þau. En bækurnar hennar Blavatsky voru þar ekki. Þeir fluttu heim með sjer ýms fornrit frá Tihibet á Sanskrít. Þeir leituðu vel að býl- um meistaranna í fjöllunum, á- samt kunnugum mönnum frá Thi- bet en fundu ekki. Það er að glíma við skugga sinn að leita að því sem aldrei hefir verið til. Jeg hefi lesið það í dulrænum. ritum, að allir trúarbragðahöfund- ar hafi verið meistarar eða guð- menni, en gróflega finst mjer sum- ir þeirra hafi verið óheilagir. Og opinberanir þeirra og vitranir eru beinlínis lýgilegar. Tökum örfá dæmi. Múhameð reið upp til himna, £ 7. himinn með Gabríel erkiengli. Rúmið hans var ennþá volgt, þeg- ar hann kom aftur til jarðar. í þeirri för sá hann stóra engilinn þríhöí'ðaða, sem talaði fleiri tungu mál en allir jarðarbúar eru til samans! Aldrei komstJakobBöhme upp til himna, en sá guð og há- sæti hans, þegar hann horfði í hreinan tindiskinn sinn. Úr eld- súlunni miklu, sem Smith sá og uá'ði frá jörðu til himins, heyrði hann guðs rödd. Og þessi rödd vísaði honum á töflurnar, sem „Mormónsbók“ var rituð á, og gimsteinana, sem hann notaði sem emskonar gleraúgu, og gerði hann fa-ran um að skilja hinar huldu runir. Guð bauð honum að kenna mönnum hina einu og sönnu trú: Mormónatrúna. Nokkru síðar út- völdu meistararnir í ThibetBlavat sky til þess að vísa mannkyninu á rjetta trúar og viskuleið. Sams- konar útvalningu fekk Sweedin- borg og það hafa margir fengið. En hjá þeim guði, sem opinberast þessum mönnum er trúin ýmisleg. Hann hefir sína trú handa hverj- um þeirra! — Hvað segja menn um þetta? Sigurður Sigvaldason telst ekki í hópi meistaranna. Þó talar Krist- ur daglega við hann (í honum) og útskýrir opinberunarbókina. Ef hann tryði á tilveru Thibet-meist-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.