Morgunblaðið - 26.07.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1922, Blaðsíða 2
MOBGUNBLABI* '-eykur transtiS á honurn og stefnu hans. En öll framkoma hans verð- ur þó aðallega að vera alvarleg. Það varð óhamingja Erzbergers, að hann hafði ekki stjórn á hinu ljetta skapi sínu, að brosandi and- lit hans lýsti því altaf greinilega, hve vel hann kunni við sig í hin- um nýja valdasessi sínum. Menn sögðu að hann risi eins og vafn- ingsviður upp af rústum Þýska- lands, og sú mótsetning var meiri en að heit skaplyndi þyldu það. 1 raun og veru var hann betri niaður en margir aðrir pólitiskir fjáraflamenn. En hann hafði brot- ið siðvenjuna og varð að láta lífið f.yrir. III. Sovjetstjómin hefir enn ekki verið þjóðrjettarlega viðurkend. En lofi hún aðeins að borga skuld- ir sínar, stinga auðvaldsríkin blóð- skuldinni undir stól. Og því skyldu þau ekki gera það? Hjá þeim hefir heldur aldrei hugsunin um mannslífin haftnokk ur áhrif í verstu árekstrunum. Stjórnbyltingamennimir í Frakk landi urðu að ryðja hinum þveru og óþægu úr vegi, gera eignir þeirra upptækar, höggva höfuðin af þeim — þá fyrst öfluðu þeir (lýðvéldinu hæfilegrar virðingar heima fyrir og erlendis. Þegar öll kurl koma til grafar, þá er það hmn harðvítugi máttur frekar en fiest annað, sem menn bera virð- ingu fyrir, hvort sem þeir eru þjóðhöfðingjar eða þegnar, auð- menn eða öreigar. IV. Þjóðrjettarlega og fjárhagslega hefir sovjetstjómin orðiö gjald- þrota, en enginn getur neitað því, að hún kann að fara með valda- pólitík. Hún hefir komið upp hervaldi, sem ekki gefur eftir hervaldi hinna stærstu ríkja. Hún hefir sýnt stjórn kænsku, sem í kæruieysi yfirstíg- ur allra annara. Hún heldur þjóð- irtni í ófrelsi og beitir meðulum tii að hræða hana og undiroka, sem ekki eru betri en þau, sem notuð voru í tíð Nikulásar hins fvrsta, Habsborgaranna í Austur- ríki eða Bourbonanna í Neapel. Harðstjómarstefna Moskva- stjómarinnar er aðeins ný í stefnu sinni, en í aðferðum sínum heyrir hún til hinum gamla skóla. Hún lieldur áfram þeirri stefnu, sem aðrir stjórnmálamenn þora ekki ■ac tileinka sjer lengur, en sem þeir fylgja við og við, þegar t.æki- fari gefst. Af því kom sú ástúð, sem Titsjerin var sýnd á Genúa- ráðstefnunni, þótt hann mætti sem fulltrúi fyrir eyðilagt land. V. Á öllum þímum hafa þjóðirnar borið virðingu fyrir forsjón í tvífættri mynd. Fyrir nokkrum þúsund árum hjet forsjónin Rams- <es eða Xerxes, í gær hjet hún Vilhjálmur eða Franz Joseph eða Nikulás, í dag heitir hún Lloyd George eða Poincaré eða Lenin. Yfirráð mannanna yfir náttúr- unni hafa aukist stórkostlega eftir því sem aldir hafa liðið, en eigin herrar eru mennirnir enn þá ekki. Ef maður hefði ekki vitað það fyr, þ. komst maður að raun um það 1914, að í efnum, sem ráða úr- siitum striðs og friðar, eru þjóð- irnar jafn ósjálfstæðar eins og persnesku skaramir, sem einvald- urinn rak á sínum tíma yfir Hell- espont. Þær eru ekki ríkari af sjálfs- ákvörðun nú. í hvert sinn sem þessar tíðu ráðstefnur standa yfir, þar sem leiðtogar heimsstjórnmál- anna ráða ráðum sínum, bíður öll Evrópa á öndinni eftir niðurstöðu þeirra, því það eru í raun og veru þessir 2—3 menn, sem hafa örlög álfu vorrar í hendi sjer. Þeir eru vor jarðneska forsjón. Sjerhver forsjón ætti, að geta sjeð fram í tímann. En það kemur aftur og aftur í ljós, að þeir menn, sem hjer er um að ræða, standa hrapallega í stöðu sinni að þessu leyti. Þeir vita .ekkert meira fram í tímann en við. Dýrkun manna á þeim skrýðir þá að vísu nokkurs- konar yfirnáttúrlegri framsýni. En í raun og veru eru þeir hálfblind- ir og fálmandi menn, og einu yfir- bnrðir þeirra felast í sjálfstrausti þeirra, er þeir gera sig að forsjá annara hálfsjáandi og fálmandi nianna. Ef þeir trúa á sjálfa sig, þá er það ógurlegt drembilæti; þegar við trúum á þá, þá er það ógurlegur sauðarskapur. 5. Platon áleit, að heimspekinga.rn- ir ættu að stjórna. Það er sennilega í sambandi við þessa hugsun, aS Oswald kom fram með þá skoðun fyrir nokkr- um árum, er fekk brennandi fylgi m. a. Gorkis: að úrvalsmenn allra landa fyiktu sjer um það hlut- vtrk, að koma skynsamlegu skipu- lagi á stjórnmálaóskapnaðinn, þá átti þjóðunum ekki lengur að vera stjórnað af skammsýnum, eigin- gjörnum stjórnmálamönnum, held- ui af ágætustu og gáfuðustu mönn um í sameiningu. Þessi hugsjón opnar mikla og fagra útsjón. En sje nánara gætt að, þá sjest það, að hún er óheppileg. Urval manna er nefnilega ekki lagað til samvinnu. Miðlungsmenn irnir eru skapaðir til þess að fvlgj ast að í flokkum. En úrvalsmenn- irnir hafa allir sín andlegu sjer- einkenni, og einmitt þessi sjer- einkenni hindra samband þeirra. Engin vissa er heldur fyrir því, að úrvalsmennirnir væru gæddir góðum stjórnmálahæfileikum. Þó kallað væri saman þing áf heims- ins mestu hyggjendum, könnuðum, listamönnum, vjelfræðingum og verslunarmönnum; þá mundi það reynast ómáttugt til að umskapa stjórnmálin. Hinar ólíku tegundir gáfna gætu ekki unnið saman. Nei, úrvalið getur ekki bætt stjómmálin, þeir sem gert hafa stjórnmálastarfsemi að iðn sinni, hvorki geta það nje vilja. Ef þau eiga að umskapast, getur það að- ems orðið af andlegri hreyfingu í líkingu við siðbótina. --------o------- * Hinn 3. þ. m, var hinum nafn- kunna ritstjóra Maximilian Har- den sýnt banatilræði. Gerðjst það með þeim hætti, að tveir menn rjeðust að honum á götu skamt frá heimili hans og börðu hann í höfuðið með kylfum. Misti hann meðvitundina þegar í stað og nærstatt fólk streymdi að og flýðu jódæðismennimir áður en þeim hafði tekist að ráða Harden bana. Náðist annar þeirra þegar í stað. Báðir illvirkjamir teljast til ó- aldaflokks þess, sem rjeð Rat- htnau bana og sá sem handsam- aður var er meðlimur í fjelagi „þjóðrækinna hermanna“. Harden fjekk sjö högg í höf- uðið en áverkinn er ekki talinn hættulegur lífi hans. Þiúgið hefir >samþykt ýmsar ráðstafanir til þess að afstýra morðplágunni, sem virðist vera að rísa í Þýskalandi og þegar hefir haft í för með sjer ómet- anlegt tjón fyrir ríkið. Æði það sem hefir gripið keisarasinna og menn hins gamla prússneska anda virðist vera að steypa hinni þjök- uðu þýsku þjóð í glötun og veröa valdandi borgarastyrjöld, einmitt þegar mest ríður á, að þ>jóðin öll standi saman sem einn maður. Sem dæmi upp á andann í aftur- haldsblöðunum þýsku má nefna grein í „Stadsburger Zeitung“. Er innihald hennar það, aS morðið á Walther Rathenau muni ekki verða síðasta pólitíska. morðið í Þýskalandi. Segir blaðið, að næstu tilræðunum verði að beina gegn öllum Frökkum, sem bú- settir sjeu í Þýskalandi og fer miklum æsingarorðum og eggjun- ai um málið. • Daginn eftir að Harden var sýnt banatilræði var sprengikúlum komið fyrir undir samkomuhúsi jafnaðarmanna í Mannheim, en fyrir tilviljun fanst hún áður en hún hafði haft til- ætlaðar verkanir. --------o-------- MMin n Un „Tíminn“ — eða svo nánar sje ákveðið — Jónas Jónsson telur mig hafa skrifaS undir nafninu „ferðamaður“ nokkrar „illyrða- klausur“ í Morgunbl. um „Tím- ann“ fyrir umbætur þær, sem hann sje að berjast fyrir í strand- ferðamálinu. Vel get jeg gert Jónasi þao til geðs að gangast við íaðe •lin.x .að þessum greinum úr því hanr. hefir sneplað það uppi. Það var aldrei til þess ætlast, að slíkt yrði ævarandi leyndarmál. Þessi uppgötvun og yfirlýsing Jónasar kcmur mjer því ekkert á óvart. En hitt fæ jeg ekki skiliö, og sjálfsagt mjög fáir, hvað þessar greinar mínar um strandferðamál- ið koma Jóh. Jóh. við fremur en hverjum öðrum landsmanni, eða hvað þær snerta þá sögu, sem hefir verið að birtast, síðastliðið ár og jeg er höfundur að. En þessi tvö ólíku atriði dregur Jón- as inn í ágreining okkar um fyr- irkomulag strandferðanna. En jeg fæ ekki sjeð, að þau komi honum hið allraminsta við—ekki fremur en það kemur því við, sem Jónas hefir um strandferðamálið skrifað, að hann hefir stundum verið nefndur í töluðu máli og rituðu kafbátur og Hriflon og annað þesskonar. Manni dettur í hug kolkrabbi, þegar maður les þessa síðustu ádrepu Jónasar til mín og annað fleira, sem hann hefir skrifað. Það er því líkt sem hugs- un hans hafi marga og langa sogarma, er fálmi í allar áttir út frá sjer og sjúgi fast í sig alls- konar málefni, sem eru gersam- lega óviðkomandi því, sem hugs- uriinni ætti sjerstaklega að vera beint að. í þetta skifti saug hún fastan í sig, maim, sem ekkert kom málinu við og sögu, sem ekkert kom því heldur við. Jónas ætti að skera þessa sogarrna af hugsun sinni. Því mótmæli jeg algerlega, að jeg hafi skrifað „illyrðaklausur“ um „Tímann“ í sambandi við þetta mál eins og Jónas segir. Þar hefir honum enn orðið á að gera sannleikanum helst til lágt undir höfði. Þarf J. J. ekki ann- að en líta yfir greinar mínar hjer í blaðinu um strandferðamálið og lesa betur, mun hann þá sannfær- ast um, að hann getur ekki sagt það sama við sannleikann og Þor- steinn: „Þjer vinn jeg, konungur, það, sem jeg vinn“. En að Jón- asi sjálfum mun jeg hafa vikið þeim orðum, að honum væru „til-' tækar rangfærslur á máli manna“, en sjálf sín vegna ætti hann að leggja þann ávana niður. J. J. er vitanlega frjálst, að kalla þetta illyrði. Jeg geri það ekki. Og væri þctta borið saman við sumt af því, sem í „Tímanum“ hefir staðið, og J. J. á sennilegast nokkurn skerf af, þá yrðu þetta blíðuyrði ein. Ekki get jeg orðið við þeim tilmælum Jónasar að birta „stutt- an útdrátt" í Morgunbl. úr því, sem jeg hefi sagt um strandferð- irnar, Mjer finst sú bón fremur bamalég: að birta útdrátt í Mbl. úr því, sem hefir staðið í Mbl.! Jónas hefir að vísu tíðkað þetta — skrifað „Komandi ár“, í „Tím- ann“ og birt síðan útdrátt úr þeim í „Tímanum“ ! En það var gert í kosningavímu og get jeg ekki tekið hann til fyrirmyndar í því. Mjer finst hoiram vorkun- arlaust að átta sig á því, sem jeg hefi haldið fram um fyrir- komulag strandferðanna, þó því sje ekki þrýst saman í örfáar línur — og allra helst, ef, það, sem þar er sagt af viti, er tekið ú” greinum samvinnumanna um rnálið, eins og hann gefur í skyn. Það sem þaðan væri runnið, skilur Jónas þó væntanlega. En kynni ástæðan til þessarar bónar hans að vera sú, að hann ætti örðugt með að átta sig á öðru en út- drátfum, þó úr stuttu efni sje, þá hefi jeg hvorki vilja nje tíma til að dekra við þann annmarka hans. J. B. --------Q-------- Síðasti kapplEÍkuvirm. Eftir laugardagskvöldið munu ýmsir hafa gert sjer vonir'um, að síðasta viðureiguin milli Skota og íslendinga mundi verða á þann veg, að íslendingar biðn lægra hlut, en við góðan orðstír. Flokk- urinn- sem kjörinn hafði verið til þess að vera úrslita-úrvalslið flf hálfu Reykjavíkurf jelaganna, varð slyppifengur í þrautinni í fyrra- lcvöld og úrslitin urðu lík hinum fyrri. Reykjavíkurflokkurinn var þann ig skipaður: Markvörður Sigurjón Pjetursson, bakverðir Pjetur Sig- urðsson og Júl. Pálsson, fram- verðir Einar B. Guðmundsson,' Tryggvi Magnússon og Gunnar Bjamason, framherjar Osv. Knnd- sen, Helgi Eiríksson, Pjetur Hoff- mann, Gísli Pálsson og Eiríkur Jónsson. Lið Skota var líkt og áður en öðruvísi skipað. En segja má þó úrvalsliðinu til huggunar, að Skotarnir ljeku miklu öflugar en á laugardagskvöldið. Skotar ljeku fyrri lotu móti sól eins og fyr, en undan vindi. Yar nokkur sókn af beggja hálfu en þó meiri af Skotanna og leið lengi og beið, þangað til mark var sett. Knötturinn var þó hættulega oft fyrir marki úrvalsliðsins og er hálf lotan var liðin fengu Skot- arnir hornsparlc, er fór í mark, án þess að snerti nokkurn mótherj- ann nema markmanninn sjálfan, ei þó stóð fyrir ' innan marklín- una, að því er best varð sjeð. Or- sakaði þetta mark þannig nokk- urs tvímælis, þó að kyrt rnegi liggja. En um annað markið er engum blöðum að. fletta. Það átti a? vera ógilt, því að augljóst var, að sá er það skoraði var rang- siæður, og er óskiljanlegt að dóm- arinn, Mr. Mitchell skjddi ekki fá sönnun þess hjá línuverðinum. Annar hálfleikurinn gekk í þófi framan af og gerðist fátt mark- ' vert þangað til 20 mínútur voru liðnar. Þá tókst Skotum að skora eitt mark enn. Varð nú aftuT sókn i af beggja hálfu og munu margir hafa búist við, er hálfnuð var seinni lotan, að úrslitin mundu Sitja við það sem komið var. En e- stundarfjórðimgur var eftir af lciktímanum gerðust þau óvæntu tíðindi, að Skotar gerðu þrjú mörk enn, með stuttu millibili. Yar svo áð sjá er fjórða markið kcm, að úrvalsliðinu hefði alger- lega fallist hugur, og vörn þess var öll í molum. Skar þar mjog úr milli góðs leiks og slaks, en þó má geta þess, að leikur landanna var eigi eins harður og af hinna hálfu. Úrslitin urðu þannig 6 gegn 0 í báðum lotunum. en þó má taka fram, að þetta síðasta núll var eigi eins stórt og þau f.viri, því að í þessum hálfleik náði sókn úrvalsliðsins stundnm að markinu, og ]iað svo að eÍTÍ v.mtaði iif»ma lítinn herslumun til !>-ss að knött urinn kæmist inn. Það sáust lík- indi til markskorunar meiri en að undanförnu, og sami markvörður- inn hjelst þó á sínum stað állan leikinn. En lukkan var ekki með löndum fremur en að undanförnu og Skotarnir fóru svo hjeðan, að enginn knöttur hefir komist í þc irra net. Lið Skotanna sýndi í síðasta leiknum betri samleik og leikni en nokkurntíma áðnr, vindspörk voru að vísu eigi allfá, en knatt- miðunin svo nákvæm, að varla bar út af að knötturinn lenti hjá þeim sem hann var ætlaður. Það var unun að sjá fullkomnunina í leik þeirra, og hve miklir íþróttamenn þeir eru í knattspymunni. Um úrvalsliðið síðara, sem af flestum mun talið sterkara en hitt, sem Ijek á laugardagskvöldið, er fátt að segja. Markvörðurinn sem vann sjer mest til ágætis á laugard'aginn var miklu síðri í þetta sinn og hefði t. d. verið vr rkunnarlaust að bjarga tveimur af mörkunum sem sett voru. Þá var einnig óþarft af honum að hlaupa langar leiðir út úr mai'ki til þess að snerta knöttinn og leiða þannig hornspyrnu yfir fje- laga sína. Yfirleitt virtist hann vera um of ógætinn í þetta sinn. Bakverðirnir stóðu báðir vel í stöðu sinni. Samvinnan milli fram varðanna var ™jög ófullkomin; þar hefði vel farið á því, að jafn- ara hefði skifst á men», en sann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.