Morgunblaðið - 09.08.1922, Qupperneq 2
MORGUNBLAiii
Danskt smjör
til BÖlu
Viðskiftafjelagið. Sími 701.
þar sem skipun er kölluö út í
svarta mýrkur, og sá sem skipar
reiöir sig á, aö allir skilji ha og
hún er þess eðlis, að sje hún rjett
framkvæmd er lífinu borg'ð en
Tnisskilin hefir hún rlauðann í för
með sjer. Farþegum á skipum
mundi ekki iítast á blikuna ef þeir
kæmust að því, aö yfirmenn skip-
nSu með OrSum, sem fáir hásetar
skyldu; þá hætti glaumur og gleði
{■ ferðunum, concertar og sjússar,
og í stað þess væri kvíði og leiö-
iudi, enda hesta ráðiS aS bera ávalt
hjörgunarbelti bæSi við máltíðir og
í hvílunum, eftir aö þeir hefðu
kcmist að því.
Til stýrimannaprófa hjer viS skól
ann útheimtist, aS prófsveinar semji
grein á íslensku með glöggu orð-
færi, um tiltekið efni er snertir
sjóferöir. Væri nú rjett að strika
i ndir gaffal, pikfal, klófal, venda,
hálsa, stöStalíu, klýver eða oröiS
forfæra = flytja til o. s. frv., þar
scm þessi ritgerð á að votta dom-
greind og skilning á þeirri atvinnji.
s. m þeir eru að fullkomna sig til
að inna af hendi. LærSir máJamenn
mundu gera þaS, taka þessi af-
skræmi sem stórvillur, væru þeir
pi ófdómendur, en þaS verða þó
cinmitt þau orSin, sem benda
mundu á hvers konar mann
væri verið að útskrifa. Við
a' vinnuna eru oröin rjett, þótt þau
riálfræðislega sjeu úrhrak. Er þá
rjett aö draga af profsveini fyrir
að nota þau?
Islenskir farmenn og þó eink-
um fiskimenn, hafa þegar fundiS
heiti á ýmsu á skipi, og þaS sem
kemur úr þeirri átt, festir rætur,
og þar er engin hætta á ferðum og
öllum fyrir bestu, að þeir einir
cigi við þaS. Að grafa upp hvað
þetta eða hitt hafi heitiS í fom-
öld eöa á miðöldunum og að alt frá
þeim tímum sje gott og blessaö,
virðist mjer ekki einhlýtt, þegar
þaS er athugað, aS skip voru ekki
smíðuð þá eins og þau eru nú, að
reiSi skipa er nú alt annar en hann
var þá, og aS framfarir allar við
siglingar eru svo, aS nú þekkist
vart 5 vikna sigling milli Danmerk-
xr og Islands, þar sem 3 mánuðir
áSur þótti sæmilegur tími til þess
•að komast þá leið.
Það er mikiS verk að íslenska
vel hvert stykki í skipsskrokki og
t. egundir skipa, og öllum hættulaust
hver sem viS þaS vill glíma, en
iátið litla hópinn eiga sig, sem
flytur nauSsynjar til landsins, afla
á land og kemur farþegum heil-
um á húfi til ákvörðunarstaðar á
skipunum með málfæri þaö, sem
er hin eina trygging fyrir að öllu
reiSi vel af, og síst af öllu geriS
eldri gys að því. Það er svo margt
aonað að spreyta sig á, ef íslenska
á alt, en eigi þaS sjerstaklega að
vt-ra skip, sem þörf er a að taka
fyrir, þá ræS jeg til aS fariS sje
að eins og skipasmiður, byrja á
kjöl skips og skýra langs um og
þversum í skrokknum, eftir að bú-
ið er aS gefa tegundunum nafn, því
það ætti þó aS vera hiS fyrsta af
öllu. Þegar svo aS því kemur að
þetta er komið í lag, þá væri tími
til að athuga, hvort tiltækilegt væri
aS halda áfram með hugtök og
annaö, er vinnu á skipsfjöl fylgir,
og þá er aS muna það, að forðast
öli þau heiti, sem notuð eru á
bóndabæ, t. d. reipi ætti ekki að
beyrast á skipi, ekki frekar en aS
hestur sje bundinn viS stein meö
1‘ddcstik. (freipirárdragreipi og
h indragrmpi 4 ekkert skylt við
dragreipi Breiðafjaröarbátanna —
Brandur og brandauki, að viðbætt-
í. m smáhvrnuás = jagerbóma, eru
stórgölluð crð og brandauki bein
vitleysa. OrðiS er útleggjari, það
]• haft á fjögra manna förum alla
leiS að kútterum. Kútter getur ekki
liaft brand, nje brandauka. Klýver-
bóma á kútter er laus og getur aldr-
c’ orðið aS brandauka þar sem
brandinn vantar, og verður því
úrleggjari, ef á annað borö á að
taka klýver-bómuna frá okkur.
Ilvernig þeir eru staddir, sem
prófritgerðina eiga aö gera viö
Stýrimannaskólann, fer jeg ekki út
í hjer, en kem að því síðar ef til
vill, en það atriSi verSur að rann-
saka og komast þar aS einhverri
niSurstöðu, því hik það, sem kom-
ið er á, einmitt þar, getur ekki
gengið.
Rvík, 17. júlí 1922.
Svbj. Egilson.
(Ægir).
--------o-------
Bach og fáandel.
Niðurl.
Fyrstu 10 árin sem H. bjó í
Lundúnum lifSi hann sínar sæl-
ustu stundir. Englendingar áttu þá
enga tónsnillinga sjálfir; útlend
tónskáld og Jdjóðfærameistarar
voru þar frumkvöölar í allri söng-
ment, og þeirra varð H. brátt
fremstur.Hann varð lagsbróðir tigna
íólksins. Anna drotning veitti hon-
um 200 punda lífeyri á ári og síö-
ar jók Georg konungur þann eyri
um önnur 200 pund, og auk þess
200 pund fyrir að kenna konungs-
dætrunum að syngja og spila. -—
Fjárhagur hans var því hinn besti.
Englendingar erU seintækir er
;im nýungar er aS ræSa. H. ætlaði
að halda áfram söngleikasmíð
smni, en þé var sem alt og allir
legðust á móti; hann varS loks
fjevana af þeim tilraunum, og lá
lamaður langa hríð (1737).
En þegar hann reis á fætur aft-
ur úr þeim dvala, fimtugur að
iúdri, þá samdi hánn þan tónaljóð-
in, sem frægust urSu í söngsögunni,
cn þaS voru biblíutónar hans (ora-
torier), sem voru fluttir í kirkjum
;,g sönghöllum, en ekki á leiksviði;
fór þar saman hljóSfærasöngur og
trxtinn. Efniö í þessum mörgu
tónaljóðum hans er að raestu telrið
úr Gamla testamentinu (Esther,
Sál konungur, Simson, -Júdas
Makkabeus, Balthazar, Salomon, Jó
sef, Jósúa, Jefta og Messías, er
hí.nn samdi á einum sólarhring!
Nú hvarf horfin heill til II. aftur
i Lundúnum, en hægt og sígandi.
I.undúnabúar voru stundarkom að
átta sig á þessari nýlundu. MeS
lengsta tónsmíöið, Messías, varö
hann jafnvel aö leita til Dýflinnar
(á írlandi) er það var sungið og
spilað fyi*sta sinni. En að lokum
riaut hann sæmdar og friSar og
auðnaöist aö lifa það, að hann
vrði heimsfrægur.
Áköf augnveiki sótti á hanh svo
að hann varS alblindur (1753).
En á hverjum föstutíma tók hann
þó þátt í því, er biblíutóna hans
skyldi spila og syngja. Venjulega
ljek hann þá sjálfur organtóna sína
milli þáttanna. Hann hjelt fullu
endlegu fjöri til síöustu stundar.
Átta dögum fyrir andlát sitt tók
hann þátt í því, er Messías hans
var sunginn og spilaður. Hann dó
1 i. apríl 1759. Hann á sjer leg-
stað meöal mestu manna Englend-
i::ga í Westminsterabbey í Lundún-
um. England var hans annaS fóst-
urland.
Bach og Hándel eiga í mörgu
sammerkt. Báðir eru þeir Lúters-
tiúar og einlægir trúmenn; báðir
semja þeir fjöldann allan af verald
legum og kirkjulegum tónaljóðum,
Hándel þó meira af hinum ver-
aldlegu; en alstaðar er þó kristi-
leg og siðferðileg alvara undir niSri
sem sýnir, hvar þeir stóðu í trúar-
efnum; báSir eru þeir frábærir að
ástundun og þoli. H. var óþreyt-
andi iðjumaSur, og þrek hans virt-
ist vaxa í hverri þraut. Back var
aíburðarmaður að þreki, og hann
sagSi einusinni um sjálfan sig:
,,Jeg hefi verið starfsamur; hver
sem vill vera iðinn, eins og jeg hefi
vc-riS, getur oröið hamingjusamur“.
Þeir voru báðir uppi samtímis,
en hafa þó hvorugur tekiö neitt
að láni frá öðrum, enda lágu leiðir
þeirra aldrei saman.
Báðir voru þeir organmeistarar.
cn Bach þó fremri. Þeir Mozart og
Beethoven kalla Bach „meistara
meistaranna' ‘ — Micelangelo söng-
listarinnar.
Hándel leggur grundvöll söng-
listar í tveimur greinum: biblíu-
tónum sínum og sjerstaklega söng-
leikjum sínum; Bach fjekst aldrei
xið þá grein sönglistar.
BáSir þessir meistarar ná há-
n arki sínu, þar sem þeir verSa
gagnteknastir af Kristi, Ilandel í
Messías, sem er vitnisburður tón-
s’1 áldsins um ást sína á Kristi, og
Bach í „Píslartónum“ sínum (út
af Matteusar og Jóhannesar píslar -
sögu). í þessum tónaljóSum er
kristindómurinn þeim sjerstaklega
líf og andi. Messías er kallaður
„kristilegt hetjuljóS í tónum“.
Tónskáldið Mendelsohn, sem
iyrstur kom auga á andagift Baehs,
sagði einhverju sinni um sjálfan
sig:
„Ef jeg hefði eklri kristna trú,
þá vildi jeg ekki lifa“.
Án kristinnar frúar getur enginn
túlkaS Bach nje Ilándel í tónum,
þar sem þeir eru háfleygastir.
B. J.
-------o— ---—
Stjórnarblaðið.
Tíminn segir frá því, aS hallast
hafi hagur manns eins;> sem fyrir
nokkrum árum hafi lagt fram fje
til stofnunar Mbl. — Það er nú
ekkert eins dæmi hjer á síðustu
tímum, að breytingar verði á efna-
hag manna, og svo mun vera um
hluthafa bæði Morgunblaðsins og
Tímans, eins og marga aðra, að
efnahagur margra þeirra hafi á
síöari árum verið breytingum und-
irorpinn. En Tíminn stendur höll-
um fæti til aðkasts út af þessum
sökum, þar sem vitanlegt er nú,
að hann hefir verið dýrastur allra
hjerlendra blaða í útgáfu tiltölu-
lega á síðari árum og óvinsælust
byrði á þeim, sem lagt hafa fram
fje til útgáfu hans. Og úr því að
Tíminn vill nú ræða um f járfram-
lög til útgáfu blaði, þá lægi næst
að hann skýrði fyrst og fremst
frá því, sem talað var um útgáfu
sjálfs hans á Sambandsfundinum
hjerna síðastliðið vor. Um það
il solu:
20 þús. krónup i hlutum í H.f. Kol & Salt.
20 þús. krónur i hlutum i H.f. Sjóvátrygging-
arfjelagi Islands.
(Af Sjóvátryggingarupphæðinni er þó aðeins greítt 5. þús. kr.
Tryggingu verður að setja fyrir eftirstöðvurium).
Tveir ágætir uppskipunarprammar. Bera ca«
IOO tons hver.
Nánari upplýsingar hjá
Ólafi Proppé
form. skiftanefndar í þrotabúi H f. »Haukur«.
Simar: 608, 479.
varðar lesendur blaðsins ekki síð-
ur en hitt, sem snertir útgefendur
annara blaða.
Hvað sagSi sjera Arnór Árna-
son um útgáfu Tímans á Sam-
bandsfundinum í vor? Og hvað
var talað þar um Menningarsjóð-
inn hans Pjeturs heitins Jónsson-
ar ráðherra? Var hann ekki orö-
inn yfir 30 þúsund kr. síðast, er
menn höfðu sögur af honum? En
hvað er hann nú?
Það ganga ýmsar sögur um
spjall Sambandsmanna um þetta
á fundinum í vor, og kafla úr
hinni kjarnorðu og skörulegu
ræðu Amórs prests kunna margir
utan að og segir hver öðrum. Sú
ræða hefði átt að koma út í mál-
gagni Samvinnufjelaganna, ekki
síst vegna þess, að þar var um
sparnaðarmál að ræða fyrir bænd-
ur.
Enn er Tíminn síðastliðinn laug
ardag- að þæfa misskilning sinn á
kjöttollsmálinu norska og segir
enn, þvert ofan í allar upplýsing-
ar, sem fyrir liggja, að hann sje
afleiðing Spánarsamninganna. —
ETann segir, að Mrgbl. og Lögr.
„heimti“ að „bændur beri tjónið“,
þótt þau hafi reyndar ekkert um
þá hlið málsins talað, og hann
segir, að þau bendi á „lifandi út-
fiutning til Englands“, þótt Eng-
land hafi alls ekki verið nefnt í
því sambandi. Alt þarf að vera
öfugt og ósatt í því blaði.
Það, sem Tíminn segir út af
ummælum norska ræðismannsins
hjer um þetta mál, er svo van-
hugsað, að furðu gegnir, jafnvel
þótt Tíminn eigi í hlut. Hvert
ættu Islendingar að snúa sjer til
þess að fá vitneskju um afstöðu
norskra stjómarvalda til Islands,
ef ekki til fulltrúa þeirra hjer á
landi? Það er hreint og beint ó-
vitahjal, sem Tíminn ber fram um
hefndir Norðmanna og launung
þá, sem hann ætlast til að þeim
væri á því, aö um hefndir væri
að ræða.
Bændaflokkurinn norski hefir
komið kjöttollinum' á til verndar
atvinnuvegi sínum . En af innfluttu
kjöti til Noregs er það aðeins ör-
lítill hluti, sem hjeðan kemur. Ef
norski kjöttollurinn væri hefndar-
tC|llur gagnvart íslandi, þá hefði
hann aðeins veriS látinn ná til ís-
lensks kjöts. Eða heldur Tíminn,
að Norðmenn tolli kjöt frá Dön-
um, Svíum, Þjóðverjum o. s. frv.
til hefnda fyrir það, að íslending-
ar sömdu við Spánverja?
■ ■ —o 1 » 11 '*
E. & T. Pink Ltd.
Nokkrar teg. fyrirliggjandi
M Þórður Sveinsson & Co. |H
Minni Islands.
Flutt aS Árbæ 2. ágúst af
Helga Hallgrímssyni
Háttvirta sanikoma!
pegar jeg er kominn hingaS í þeim
tilgangi aS minnast landsins, koma
mjer í hug orð skáldsins:
„pú ert móSir vor kær,
þá er vagga’ okkar vær,
þegar vorkyöldiS leggur þjer barn sitt
aS hjarta;
og hve geiglaus og há
yfir grátþrungri brá
berSu gullaldarhjálminn á enninu
b.jarta.
ViS hjarta þitt slögin sín hjörtu okkar
finna,
þinn hjálmur er gull okkar dýrustu
minna;
en |þó fegurst og ikærst
og að eilífu stærst
ertu í ást og framtíðar vordraumum
barnanna þinna.
þannig komst ágætisskáldiS por-
steinn Erlingsson að orði í yndislegu
kvæði. Hann mun lifa í verkum sínmn
um ókomna tíma, ekki síst fyrir það,
hve hugnæmum orSum hann fer um
land og þjóS.
Stundum hefir veriS á það minst, aS
ættjaröarkvæöi væru aö veröa nokkurs
konar plága meö þessari þjóS.
Eins ber að gæta í þessu efni: Til-
hneigingin til að lofa landið hátt og í
hljóöi er rík, og leitar því út í ótal
mvndum, ekki síst hjá þeim sem gefiö
er að ríma hugsun sína í orð. f þessu
ljósi held jeg að okkur beri að skoða
slík kvæði. Þau eru ásamt öllum okk-
ar náttúruljóðum, hvert á sína vísu
einskonar Islandsminni.
Ekki er aö undra þó þar kenni nokk-
urs f,jölda>Lítum á: pjóðin er greind
að eðlisfari, bókelsk og ljóðelsk, enda
hefir hún snemma eftirlátið seinni
kynslóðum arf, sem stundum hef-
ir jafnvel stigið henni til höf-
uðsins meir en góðu hófi gegndi. —
Hún hefir lifað einangruð, langt frá
skhrkala heimsins, alist upp í sveitum