Morgunblaðið - 09.08.1922, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1922, Blaðsíða 4
MORGUNBLABIB ar Iragsanir, 47. Yfirlit í árs- byrjnn 1916, 48. Löglei,ðing her- skyldramar í Englandi, 49. Fram- eftir árinu 1916. ----->•---- -= DABHÓt E- Emil Thoroddsen. heldur hljómleika í Bárunni annað kv. 'kl. 9. Leikur hann þar lög eftir Beethoven, Brahms, Chopin og Lizt. E. Th. hefir ekki áður spilað hjer opinberlega neitt að ráði, en lagt stund á píanóleik lengi og niá Síðast í Þýslkalandi. Um 4 síðuStu misserin hefir hann dvalið í Dresden eingöngu við þeitta nám. Hann hefir einnig lagt stund á mál- aralist og hafa myndir eftir hann verið tieknar hjer á opinberar lista- sýningar og þóltt góðar. Hann er stú- dent hjeðan frá Reykjavíkur skóla, 'en hefir dvalið erlendis síðustu árin og mun sigla aftur með haustinu. í>ó ekkert verði um það sagt að óreyndu, hvernig honum muni tákast hljómleikamir, Verða sjálfsagt margir til að ssikja þá, þó tíminn sje ekki heppilegur og margir úr bænum, enda eru mörg viðfangsefnin aðlaðandi og alkunn listaverk. Groðafoss var á Seyðisfirði í gær. Hey er nú daglega flutt til bæjar- ins. Kom bábsfarmur ofan úr Leir- ársveit í gær. Síldveiðin að aukast. Frá Akureyri var símað í gær, að mikill síldarafli hefði verið á öllum veiðistöðvum við Eyjafjörð í fyrrinótt og gær, Hefðu vjelbátar komið með frá 3—5 hundr- uf tunnur, en togarar frá 4—700 tunnur. Gott veður var sagt þar, og hefir því fiíldin gefið sig betur til. Nóg komið. f gær endar langloka sú í Alþýðublaðinu, sem H. J. S. Ottósson hefir verið að birta þar undanfarna daga. í eftirskrift við langlokuna kveðst hann reiðubúinn að fara rækilegar út í efnið, ef ein- hver vilji fræðast um málið frekar. Elestum mun nú finnaat nóg komið af isvo góðu. Búast menn ekki við að þeir vitkist við það, þó hann færi að útskýra vitleysu með vitleysu. Því annað en bull getur hann auð- sjáanlega ekki um þetta dkrifað. Trúlofun sína opinberuðu síðastl. sunnudag hjer í bænum ungfrú Þór- hildur Briem, dóttir Páls sál. Briem anxtmanns og Theodór Línldal stud. * juris frá Akureyri. I Vínsmyglunin. Rjettarhald var í gær yfir skipstjóranum þýska, sem sett- ur var hjer í gæsluvarðhald í fyrra- kvöld. En ekkert kom nýtt fram í ználinu. Naumann skipstjóri heldur fast við fyrri framburð sinn, að bann jBje á leið til Ameríku og háfi alls ekki ætlað að selja vínföng hjer. Þó t hafa menn komist að því, að skipið mun hafá komið hjer upp að land- inu 31. júlí. Enn hefir ekki Verið rannsakað, hvort farmurinn er jafn- mikill og skipsskjölin bera með sjer, að öðru leyti en því, að skipstjórinn hefir játað, að hann hafi eytt 5 köss- um á leiðinni. Þykir mönnum trú- legt, að meira sje farið. í dag verð- ur málið enn rannsakáð, próf haldið yfir allri slkipshöfninni og ef til vill símað til burtfararstaðar skipsins á Þýskalandi. Hjónaband. Á morgun verða gefin saman að Yalþjófsstað Múlaþingi, dóttir prestsins þar, ungfrú Bryndís Þórarinsdóttir og Ámi Sigurðsson fríkirkjuprestur hjer í Reykjavík. — Faðir hennar gefur þau saman og munu þau svo flytjast hingáð innan skamms og hann taka við starfi sínu. Verslunarráðið og kaupþingið fá húsnæði á komandi hausti á eftsu hæð í húsi Eimákipi,- elagsins. Er þar salur, sem er heritugur fyrir kaupþingið, miklu stærri en sá sal- ur, iSem það nú hefir á öðrum stað í húsinu, og með hliðarstúkum, þar sem meun geta talað saman í næði. Tvö herbergi eru þar ætluð skrif- stofum verslunarráðsins og eitt versl- unarráðinu. Mætti þetta, að næg og góð húsakynni fást fyrir verslunar- ráð og kaupþing, stuðla að viðkvnn- ingu og samheldni meðal verslunar- stjettarinnar og ljetta viðsfcifti á ýmisan hátt, því svo er til ætlast, að ýmis konar verslunarviðskifti geti farið þarna fram. / Sigurður Einarsson, sonur Einar.s Markússonar áður ritara í Stjórnar- ráðinu, er nýkominn híeim frá Nor- egi, eftir nálega sex ára dvöl þar, og htfir tekið gott próf við norskan búnáðarskóla. .Einar fór ntan 1916, með síðustu ferð Flóru hjeðan, var fyrst við ýms störf, en fór svo á búnaðarskóla Mæri og lauk þar námi fyrir alllöngum tíma, en hefir «vo verið á nokkrum sttórum bú- görðum norðan við Þrándheim. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær með 40 farþega. Atkvæðakassar eru enn ókomnir úr 5 sýslum, Þingeyjarsýslunum báðum, Skaftafellssýsllunum og Árnessýslu. Ástæðan til þess að atkvæðin eru ekki komin úr Þingeyjarsýslum er sú, að þau voru send ineð landpósti. ! Fyrirlestur heldur dr. Kort Kort- sen í kvöld í Iðnó kl. 9 um spírit- ismann. Er hann fyrsti útlendingur- inn sem hjer flytur erindi um það efni. Mun því margan fýsa að heyra hvað hann hefir um þetta mikla ágreiningsmál að segja, og það því fremur, «em hann hefir rannsakað það lengi, skrifað bækur um ein- kennileg fyrirbrigði sálarlífsins og stundað sálsýkisfræði við erlenda há- skóla. Má því gera ráð fyrir, að hí.nri hafi margt nýtt og merkilegt öegja um málið. Hann er og kunn- ur að því að vera varfærinn og gætinn í ályktunum sínum og s'tað- hæfingum, og er það kostur, þegar um svo margbrotið og þýðingarmikið mál er að ræða. — Hjer, í bæ hafa menn sýnt svo miMnn áhuga á því ag kynnast spíritismanum, að sjálf- sagt setja menn sig ekki úr færi að heyra hvað dr. Kortsen hefir um hann að segja. Vikuafli. Vikuna frá 29. júM til 5. ágúst voru saltaðar á Akureyri 5927 tnnnur og kryddaðar 744 tunnur. En á Siglufirði voru saltaðar 24011 og kryddaðar 1592 tunuur, eða alls yfir vikuna 32.271 tnnna. Síldveiðarnar vestanlands. í ísa- fjarðarumdæmi var saltað vikuna milli 29. júlí og 5. ágúst 5.521 tn. Magnús Guðmundsson fyrv. fjár- málaráonerra auglýsir njú hjer í blað- inu, að hann taki að sjer að gegna málfærslustörfum. • t Botnía kom hingað M. 9 í gær- kveldi frá útlöndum. Farþegar voru margir, þar á meðal Jakob Möller ritstjóri, Magnús Sigurðsson bankastj. Þórður Edilonsson læfcnir og frú hans, Ólafur Þorsteinsson læknir og frú hans, Matthías Þórðarson forn- menjavörður, Bjarni Jónsson Bíófor- stjóri og frú hans, Geir Zoega kaup- maður, Gunnar Kaaher, Ámi Thor- laeius, Kampmann lyfsali og frú hans, frú Unnur Bjaridind, frú Guð- rón Carlson. — Frá Yestmannaeyjum komu Jón Hinriksson og Snæbjörn Amljótsson kaupm. fiEÍmanmundurinn Herslmfslili Isisiís tekur til starfa mánudag 2. okt. n.k. kk 4 e. h. Starfsfyrirkomulag verður hið sama og áður og sömu inntökuskilyrði. Umsóknir send- ist skólastjóra. Reykjavík, 8. ágúst 1922. Jón Sivertsen. Islenska smjörlíkið fœst nú glænýtt i öllum verslunum og hefir lækkað um 10 aura hvert kg. B. D. S. „Það segir sig sjálft að jeg álít það skyldu mína að sjá þeim öllran bcrgið að svo miMu leyti sem jeg cr fær um!“ — Jæja þá — en nú skal jeg segja þjer nokkuð! — Jeg er bú- ii n að sjá að það er ómögulegt að tala við þig neitt af skynsemi, í dag. En jeg hefi svo mikið traust á þjer að jeg vonast enn til að þú áttir þig þegar þú færð tíma til að hugsa rólega um málið. Lausnar- heiðni þína verðurðu auðvitað að senda — eins og nú er ástatt, verð- nr víst ekki hjá því komist. Nú er ekki ran annað að tala, en að reyna að búa svo um hnútana að þú fáir inngöngu í herinn aftur seinna. Þú veist hvað til þess þarf — þann dag sem þú sækir um skiln- að, stígur þú fyrsta sporið í þá átt. — Það spor stíg jeg aldrei, hvorki nú nje nokkurn tíma seinna! jeg gef þjer drengskapar- orð mitt fyrir því! Á því getur þú sjeð að það er ekki' til neins1 að minnast á það framar“. I Augu ofurstans tindruðu af reiði, sem hann ekki gat dregið dulur á. — Og jeg — jeg gef þjer dreng- slaparorð mitt fyrir því, að ekk-i ert band skal tengja okkur saman L meðan þú ert giftur þessari I konu! Fyrir öllum, sem a cnslaðir eru Bereitenbach , loka jeg dyr- í nm mínum! Heldur vil jeg .gefaj c’iihverjnm slátraranum höllina á e;gn minni og alt, sem henni tilheyrir, en að jeg vilji láta dóttur I þessa Breitenbachs ráða þar Iög- um og lofum! — þetta er mitt svar — og nú veistu livtmig á- siatt er milli mín og þín. Bernd fölnaði, en hann gleymdi ekki að hann átti tal við föður sinn cg stilti sig því. — Mjer þykir fyrir, hve lítil- mannlega þjer ferst, en það hefir engin áhrif á fyrirætlanir mínar. Ef að þú lítur svo á, að sómatil- finning þín bjóði þjer að afneita mjer, af þeirri ástæðu að jeg geri skyldu mína, eins og hverjum vönd- nðum manni ber, þá verður þú að eiga um það við þína eigin sam- visku — jeg geri það, sem mín sam- viska býður mjer. Hann greip hattinn sinn og fór fram að dyranum. Ofurstinn virtist eiga í haráttu við sjálfan sig. Hann þekti son sinn of vel til þess að vita ekki að hann mundi aldrei af eigin hvöt koma til sín aftur, ef hann ljeti hann fara svona frá sjer. En hann gat ekki tekið aftur það, sem hann var ný- búinn að segja; þess vegna kreisti hann saman varirnar og þagði. E.s. ,Sirius* fer hjeðan, samkvæmt áætlun, laugardaginn 12. þ. m. vestur og norður um land, til Noregs. Flutningur tilkynnist eigi siðar en fimtudaginn 10. þ.m* Farseðlar sækist sama dag. Nic. Bjarnason. Mikið úrval nýkomið. Landstjarnan. Nýjar kartöflur frá Reykjum fást í smásölu hjá Jóni Hjartarsyni & Co. (Sími 40) og wersluninni Baldur, Hverfisgötu 56 (sími932) Herbergi með eða án hús- gagna óskast nú þegar til l.okt. Upplýsingar í síma 656. TapaS. — Fundií. Mansjettuskyrtuhnappur hefir fundist. Ólafur V. Ofeigs- son gefur upplýsingar, í versl. Vaðnes. Gengi erl. myntar. 8. ágúst 1922. Kaupmaxraahöfn. Sterlingspund - 20.71 Dollar Mörk 0 63 Sænskar krónur 121.50 Norskar krónur . 79.85 Franskir frankar . 37.90 Svissneskir frankar .. . 88.55 Lírur Pesetar Gyllini Reykjavík. 1 Sterlingspund . 25.80 Danskar krónur . 124.64 Sænskar krónur . 154.46 Norskar krónur 101.39 Dollar . 5.92 Hurdarskrár, Húna og Lamir selur Versl. Brynja. Til sölu: tveggja ára gamalt mótorskip circa 26 tonn sterkbygt og f ágætu standi með 44 hestafla Gideonmótor, selst ódýrt gegn borgun um leið. Nánari upp- lýsingar hjá O- Tynes — Siglufirði. — líandaðar svefnherbergis möblur verd kr. 750,00 7. stk. í alt. Til sýnis í Suðurgötu 14 niðri. nÉi Mikið úrval. Landstjarnan. Hafið hugfastp að bestu kaup á málningavörum eru i Aðalstræti ll9 vegna þess, að sjerstök áhersla er lögð á að hafa eingöngu bestu fáanlegu vörurnar á boðstólum. Af þessu geta allir reitt sig á, að hvergi er málningin betri nje verðið lægra. Kynnið yður verð- ið í Aðalstræti 11 áður en þjer festið kaup annarsstaðar. Daníel Dalldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.