Morgunblaðið - 22.08.1922, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.08.1922, Qupperneq 1
sr-rrar-y---------—. 9. ái*g.f 239 tbl Þriðjudaginn 22. ágúst (822 ísafoldnrprent8miðja h.f. Gamla Bió onnnHaH Synir Karrmassov. Stórfenglegur sjónleikur í 7 þáttum eftir hinni frægu skáldsögu Dostojevskis. Aðalhlutyerkið leikur Emil Jannings. Unglingar undir 16 ára fá ekki aðgang. — Sýning kl. 9. Pantið aðgöngumiða í síma 475. Jarðarför Jóns kaupm. Helgasonar frá Hjalla fer frara næst- komandi miðvikudag 23. þ. m., og byrjar með húskveðju á heim- illi hins látna, Laugaveg 45 kl. 1 e. h. Reykjavík 21. ágúst 1922. Fyrir hönd aðstandenda. Þórður Þórðarson. BSl 21. þ m- Ijest að heimili sínu Kálfatjörn, Sigurjón Jónsson frá Landakoti á Vatnsleysuströnd. Jarðarförin auglýsist síðar. Kálfatjörn, 21. ágúst 1922. Erlendur Magnússon. Erlent fjármagn og fólks- futningur til Islands. Ummæli Einars Benediktssonar. „Norsk Pressekontor" í Kristj- aníu sendi tíðindamann á fund Einar Benediktssonar skálds er 'hann var á ferð í Noregi í síð- asta niánuði, og hefir viðtalið ver- ið birt í ýmsum blöðum í Nor- egi. Snýst viðtalið e'inkum um stjórnmál ísland^ nú, og aðalefni þess er afstaða Islendinga til er- lends fjármagns og aukins vinnu- krafts í landinu við innflutning ffá öðrum þjóðum. Er innflutn- ingsmöguleikum til Islands mikill gaurmir gefinn á Norðurlöndum um þessar mundir. Hjer fer á eftir útdráttur úr ummælum Ein- ars Benediktssonar um nauðsyn á auknu fjármagni og vinnuafli. — Það eru tvö aðalatriði, sem seuuilega verður einkum að hafa hugföst til þess að geta gert sjer ljóst, hvaða stefnu ísland verði að taka. Fyrra og veigamesta at- riðið er það, hve þjóðin er afar fámenn í hlutfalli við hin stór- kostlegu náttúruauðæfi og miklu víðáttu. Hitt atriðið er hin alda- gamla uiðurníðsla landsins sííSan frá dögum dönsku einokunarinnar. Fyrra atriðið rökstyður og gerir nauðsynlegt, að landiö geri alt sem hægt er.til þess að útvega er- lent fje til allra atvinnugreina, svo sem námugraftar, fossavirkj- unar o. s- frv. Síðara atriðið sýn- ir nanðsyn þess, að allri orku sje beitt í þá átt að koma sem fyrst á nýtísku vinnuaðferðum og fá vinnukraft handa landbúnaðinum, í stað hins úrelta lags, sem mark- að hefir tilveru sína í hinum á- gætu og í eðli srón frjósömu sveit- um fslands. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför Margrjetar Illugadóttir. Aðstandendur. Lanðskosningin. Atkvæðaupptalning fór fram í gær, byrjaði kl. 10 árdegis og var lokið kl. 11 ’/a síðd. Atkvæðin fjellu þannig á listana: A-listinn fjekk 2035 atkvæði. B-listinn — 3196 — C-listinn — 2675 — D-listinn — 3259 — E-listinn — 633 — 141 atkvæði voru ógitd. Breytingar voru ekki stórvægilegar, svo telja má víst, að kosn- i ir sjeu efstu menmrnir á D-lista, B-lista og C-lista, þ. e. Jón Magn ússon, Jónas Jónsson og Ingibjörg Bjarnason. Besí að augiýsa / Ttlorgtmbí. Einkum er þa5 með tilliti til Noregs, að það má teljast náttúr- leg nauðsyn, að íslendingar taki upp samvinnu við gamla bræður sína. Norðmenuirnir eru sú þjóð, sem fljótust er allra til þess að venjast íslenskum landbúnaðar- háttum, læra máíið og kyiuiast hinum sjerstöku vinnuaðferðum. Þannig má nefna sem dæmi, að þegar ritsíminn var lagður á ís- landi, mestmegnis af norskum verkfræðingum og norskum vinnu- lýð, þá vildu flestir þeirra vera kyrrir á íslandi aö lokinni síma- lagningunni, og þeir sem fengu stöðu þar undu sjer ágætlega og urðu merkilega, fljótt lieimavanir. Spurningar blaðamannsins verða þess valdandi, að Einar Bene- diktsson fer að tala um einaugrun arstefnuna, seni ís^endingar virð- ast hafa hallast að síðustu árin. — Því ber ekki að neita, segir hann, að í opinberum umræðum og jafnvel á Alþingi hafa komið fram skoðanir, sem gætu gefið út- lendinguih ástæðu til að halda að íslendingar Viidu vera einangrað- nyfny) Nýja BÍÓ Euí skreytir? knnan sig Sjónleikur i 7 þáttum, settur í senu af Eric von Stroheim. Aðalhlutverkið leikur: Uny Trevelyn og Sam de Grasse. Erie von Stroheim hefir að eins sett 3 myndir í senu, en það hefir verið nóg til að gera hann frægan. Þær h;fa farið sigurför um öll lönd. Ein mynd hefir verið sýnd eftir hann áður í Nýja Bíó sem hjet Blindír eiginmenn, sem marg- ir munu minnast, en þessi er þó enn meira snildarverk. ■ Sýning kl. 8l/a. ir eða taka upp nokkurskonair Kínverjáhátt gagnvart öðrum þjóðnrn. Þetta má ekki misskilja. Hin sterka þjóðernistilfinning, sem varðveitt hefir ís-lenskt þjóSerni og tungu frá glötun, á tímum ■hins hræðilega verslunaroks, kem- iir í Ijós á þennan hátt hjá ein- staka Islendingum nú á tímum, sem ekki skilja til fullnustu hvað felst í orðinu þjóðernisstefna. — Spurningunni um uppruna og þjóð erni er blandað saman. Og þegar þessi hugtök ruglast saman frammi fyrir kjósendnm, sem ölduni sam- an hafa vanist hatri til erlendrar áþjánar, þá er skiljanlegt að failið geti orð, af vörum lýðskrumara, sem álíta sjer stundarhag í því :— og þetta getur gefið almennings- álitinu blæ, er getur haft skaðleg áhrif gagnvart útlöndum og hin- um almennu grundvallari'eglum um frelsi milli þjóðanna. Það er sennilega af þessum ástæðum, að á síöustu árum hafa verið settar ýmsar reglur um starfsemi er- lendra borgara á Islandi og jafn- vel innan íslenskrar landhelgi. Eigi þarf að eyða orðum að því, hvort heilbi’igt sje eða yfir- leitt rjettlátt að takmarka frelsi útlendrar þjóðar innan umráða- sviös annarar. Jafnvel þó önnur þjettbýl ríki hefðu ástæðu til þess, og þó að sum gömul menningarríki hafi gefið nokkur fordæmi í þessa átt, þá kemur íslendhagum það ekkert A’ið. Fólksskorturinn á Is- landi í'itar í þessu efni grundvall- arlög frelsis og jafnrjettis, sem ís- lensku þjóð-erni að mínu áliti værj dauöasök að brjóta. Blaðamaðurinn spyr næst hvern ig jarðvegur sje fyrir jafnaðar- stefnuna á íslandi. — Önnur ríki Evrópu verða fyr ír.sterkum hræringnm vegna spurn ingarinnar úm hvort einstaklings- frumkvæðið eigi að víkja úr sessi fyrir allsherjar rekstri atvinnu- veganna samkvæmt kenningu jafn aöarmanna, en í þessu efni er ís- landi öðruvísi varið. Á íslandi er ekki hægt -að ræða þetta mál enn. Það er enginn jarðvegur fyrir jafnaðarmensku á Islandi, í þeim skilningi að ríkiö taki að sjer rekstur almennra fyrirtækja sem nú eru rekin af einstaklingum. Ræktun landsins og bygging hafa ekki gefið neina átyllu til þessa. Nokkrar tilraunir, sem á ófriðar- árunum og eftir ófriðinn voru gerðar til þess að láta ríkið reka atvinnufyrirtæki, hafa líka horið svo ljelegan árangur; að endur- ttknihg slíkra tilrauna verðiir sí- felt óvinsælli. Blaðamaðurinn spyr hvort nokk urra nýmæla megi vænta í íslensk um stjórnmálum og svarar Einar því á þessa leið. — Mjög sennilegt er, að hráð- lega verði boðað til þjóðfundar á Þingvelli, þar sem heilbrigð skyn- semi þjóðarinnar fái að láta til sín heyra og samþykkja nokkur grundvallaratriði í íslenskum stjórnmálum. Að minni hyggju verður þá óefaö lögð mesta á- herslan á freltei án þjóðernismis- munar, fyrir vinnukraft og fjár- magn, og mjög sennilega verðnr kosningalögnm stórbreytt, því þau hæfa mjög illa íslenskum stað- háttum.. — Landshættir, lega íslands og náin frændsemi krefjast samvinnu milli íslands og Noregs í viðskifta málum. Framfarir Noregs eru komnar svo vel á vVg, og náttiira landsins hefir knúð fram sjer- fræðilega þekkingu á ýmsum svið um. Því er það sjálfsagt að þeg- ar hafist verður handa á stór- virkjum á íslandi, svo sem t. .d. námugrefti, fossavirkjun o. s. frv. þá standi norskir verkfræðingar næst til aðstoðar. Einar Benediktsson lýkur máii sínu á þessa leið: — Jeg efast eigi hið minsta um, að það sem talist getur sjálfum okkur fyrir bestu, hvort heldur frá sögulegu eöa náttúrlegu sjón- armiði, verður bráðlega lagt til grundvallar fyrir stjórnmálastefnu íslendinga, bæði hið ytra og innra .— fyrir vilja hinnar greindu og vel mentuðu þjóðar, sem þing og stjó’rn verður aö lúta. Frelsi fyrir sjálfa okkur og aðra á íslensku yaldsviði, það er lausnin. ! --------(j-------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.