Morgunblaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 3
M 0 & G U N B LA BIB
Forelörar
heilsa barnanna er best varin með þvi að
gefa þeim föt úr Alafossdúkunum, þvi þeir
eru hiýir og ódýrir. — Fást i mörgum litum i
Alafoss-útsaluiini9 Kolasundi.
Guðný Ottesen
Fædd 27. april 1916.
Bftir Marg. Jónsson.
Það er alkunna, aö frá því
sögur hófust af mannkyninu, hafa
víðtæk og m^rgþáttuð fyrirbrigði
ofist inn í frásagnirnar öðrum
þræði.
Jafnvel á æskuskeiði mannkyns-
ins, villimannastiginu, hefir áreið-
anlega bólað mikið á trúnni á
yfimáttúrlega atburði. Það sýna
skoðanir viliiþjóða nútímans, enn
þann dag í iag. Telja má víst,
að draumalíf manna ha'fi átt mik-
inn þátt í að skapa skoðanir
fornþjóðanna á ósýnilegum öflum,
jafnframt því, sem þaS hefir stutt
að ódauðleikatrú mannkynsins.
Hjá sumum villiþjóðum eru
draumarnir álitnir eins verulegir,
sem vökuviðburðir; og af því
hafa sumir ályktað sem svo, að
því æðri og þroskaðri sem mað-
urinn yrði, því meira minkaði
gildi draumanna í skynsamlegri
meðvitund manna. En hvað sem
þessu líður, er það víst, að draum-
ar, sem ýmsir aSrir dulrænir fyr-
irburðir lifa besta lífi ennþá, og
ek'kert útlit fyrir að mannkynið
sofi draúmlaust fyrsta sprettinn.
Bftirtektarvert er það, hve trú-
arbrögð þjóðanna, fyr og síðar,
eru þrungin af ýmsum atburðum,
sem eru utan og ofan viS allan
mannlegan skilning. Kristnir menn
ættu best að kannast við allan
þann frásagnagrúa dulrænna fyr-
irbrigða, sem vor helga bók, ritn-
ingin, inni heldur. Bn ritningin
gerir meira en að geyma þessar
sagnir. Hún speglar mjög greini-
lega hugmyndir manna í þessu
efni, yfir þúsundir ára, alla leið
frá Adam gamla til efstu ára Jó-
hannesar postula Krists. Og þegar
litið er á opinberunarbók Jó-
hannesar, verður ekki sagt að „í
þurð fari“ dular’full fyrirbrigði,
því hún er víst ekki auðráðnari
en gátan sú, „er Óðinn mælti í
eyra Baldurs“ forðum daga.
Spakir menn og óljúgfróðir halda
því líka fram, að í „Veda“-bók-
um Indverja sje býsna mikið af
leyndardómsfullum atburðum. Og j
ýmiskonar helgisagnir standi í sam |
bandi við fæðing Bfiddha eins og
Krists, og ennfremur í sambandi!
I
við ShrL Krisna, og aðra austur-
lc-nska trúarleiðtoga.
Hið auðuga ímyndunaraflOrikkja
náði sjer fljótt niðri á kynjasvið-
inu. Goðafræði. þeirra ber þess þó
ljósan vott, að Grikkir hafa tengt
flest yfirnáttúrleg fyrirbrigði við
afskifti sinna mannlegu guða á
daglega lífið. Stundum liggja or-1
sakirnar hjá skógargyðjunum eða |
vatnadísum þeirra. Og þá vantar j
ekki „leyndardóma lífsins“ íj
egipsku trúarbrögðin, því lengi'
hefir egypska spekin þótt töfra-
kend.
Þegar litið er því á þennan dul-
kenda lið trúarbragðanna, sem
liggur eins og ósýnilegt band frá
óminni alda til yfirstandandi
augnablika, þá finst mjer það svip
að furðulegu fyrirbrigði, að til
skuli vera þeir menn, sem trúa
miklum fjölda óstaðfestra dul-
rænna sagna fornaldanna, en neita
harðlega sviplíkum dularundrum,
er hálærðir vísindamenn fullyrða
að gerist nú á tímum.
En auk dulkynjuðu helgirita-
sagnanna hafa myndast kynstur
í þessu efni á hverri öld. Auðvit-
að er urmullinn allur uppspuni
og ýkjur, en sumu er þó þann
veg háttað, að fáum dettur í hug
að neita sanngildi þess. Margir
kannast við hinar kynlegu frá-
sagnir um „amlaveru“ (Dæmon)
Sókratesar spekingsins göfuga (um
500 f. K.). Sókrates hlýddi óvart
þessari dulrænu rödd, sem talaði
vanalega til hans þegar Sókrates
áformaði eitthvað það, sem gat
bakað honum tjón á einhvern
hátt.#) Allir þekkja og frægu
Appólóns-vjefrjettina í Delphi. Bn
hún var spásagnarlégs e&lis að
mestu og oftast tvíræð í svörum.
Þá eru miðaldabókmentirnar
sæmilega birgar af allskönar ó-
skiljanlegum undrasögum. Sjer-
staklega eru fyrirbrigðin geisi-
margvísleg í sambandi við dýr-
lingatilbeiðsluna. Auðvitað erfjöld
inn af þesskonar sögum sprott-
inn af trúgirnj fáfróðra manna.
En hingaö og þangað í villumyrkri
miðaldanna þykjast sumir vísinda-
menn geta greint ljós sannleikans
& sviði dulrænna viðburða. Þar á
meðal eru sýnir hins heilaga Franz
frá Assissi. En trauðla trúðu
menn sögunum um leyndardóms-
fullu sáramerkin, er sáust á
höndum hans og ristum, og blæddu
sjálfkrafa 4 vissum .tímurn. En
mjög lík „sjálfsblæðing“ (Stig-
mata) kom í 1 jós á belgisku stúlk-
ui.ni Louise Lateau (f. 1850)##)
Það stor kynlega fyrirbrigði var
rannsakað af frægum læknum,
svo árum skifti, og þeir stað-
hæfðu að læknavísindin gætu ekki
skýrt þetta á nokkurn hátt. En
gátu þá ekki lík fvrirbrigði frá
miðöldunum verið sönn? Alkunn
eru einnig fyrirbrigðin í sambandi
viS frönsku frelsishetjuna, Jeanne
dArk (f. 1410). Hún fúllvrti
að framliðnar verur birtust sjer,
og hún heyrði dularfullar raddir
er boðuðu henni að leggja á stað
í frelsisbaráttuna og leiða verkið
til sigurs.
Hjer á landi mætti benda a
jarteinasögurnar um biskupana
Þorlák helga og Guðmund góða.
Drjúgur hluti þeirra er að sjálf-
sögðu aðeins hugmyndavefnaður
miðaldamanna. En hver getur
sannað, að það sje alt saman
staðlaus tilbúningur? Trúlegri eru
Þú hneigst eins og blómið und sígandi sól,
svo þarftu ei vetri aS kvíSa.
Því sá, er í skauti sjer fósturjörð fól,
við farstorma þarf ekki að stríSa.
Og gott er að festa þann blíSværa blund
í bernskunnar sakleysi ’ og friði.
Og gott er aS deyja, þó daprist vor lund,
er dagsröSull sígur aS viði.
Hve sæl ertu, ljúfa, er sefur nú rótt,
þú sjerS ekki bölið, sem lamar;
og aldrei þú þéktir neitt ilt eða ljótt,
og aldrei þú grætur nú framar.
Dáin 23. mai 3922.
En drottin þinn sjerSu, hve björt er hans brá,
lians bústaður indæll og fagur;
þar föður og móSur þú síðar muint sjá.
Hve sæll mun sá fagnaSardagur.
Nú tínirðu’ in indælu eilífðarblóm,
meS englunum góðu og björtu;
nú hlustarðú’ á eilífan unaðshljóm,
in óspiltu’ er gagntekur hjörtu.
En amma þín grætur við leiSið þitt lágt,
þar ljósálfar himinsins vaka,
og mænir þjer eftir í himininn hátt,
er harmarnir brjóstinu þjaka.
Und kvöldroSans vængjum er vagga þjergjörð
þar vorblómin fegurstu anga,
en stjörnurnar himnesku halda’ um þig vörS.
þars hvílir þú blundinum langa.
— A —
j spár og sýnir Odds biskups Ein-
j arssonar. Hann virðist hafa verið
j gæddur mjög þroskuðum dular-
hæfileikum, en látið lítið á þeim
l bera.
| Frá allra síSustu öldum mætti
j auðvitaS nefna margt manna, er
: kunnir eru fyrir víðtækar dulargáf-
jur," en rúmiS leyfir ekki aS telja
úöfn þeirra hjer. Þess skal þó getið,
að stjörnufræðingurinn heimsfrægi,
John Glerschel (d. 1822) staShæfSi,
aS hann hefði oft sjeð „stærSfræði-
legar sýnir“, bæði í bjartasta sól-
skini og svartasta myrkri. Frægast-
ur er þó vísindamaðurinm sænski,
Emanuel Swedenborg (d. 1772). 1
ýmsum fræðigreinum var hann tal-
inn meS lærSustu og skarpvitrustu
mönnum þeirra tíma, og fáum datt
víst í liug aS rengja orS hans um þau
boðorð.
En þaS kom annað hljóð í strokk-
inn, þegar liann boðaSi mönnum
þau tfðindi, aS lianm sæi og talaði
daglega við engla og anda eða fram-
liðna menn. Nú fyrst, eftir hálfa
aðra öld, eru talsvert margir farnir
aS trúa ýmsu því, er Swedenborg
sagSi.*)
Frh.
irHii i
11.
Á síðustu árum hefir staSið
í Noregi allmikil deila um dóm-
kirkjuna í Þrándheimi. Er eins og
kunnugt er verið að byggja hana
eða gera við hana. Var upphaflega
ætlast til, að kirkjan yrði eftir
þá viðgerð sem allra svipuðust því,
sem hún var fyrst bygð. Hafði’
umsjón með verkinu norskur
tyggingameistari, Nordliagen. En
{ þegar byrjað val' á verkinu, komst
1 fci,nn brátt að raun um, að ógern-
ingur var að framkvæma verkiS
svo, að kirkjan fengi sína upp-
runalegu mynd, þar sem enyar
óbrigðular upplýsingar væru tjl
um það í gömlurn heimildum,hvern
ig hún hefði litið út.
Nordhagen bieytti því til að
reisa viðbygginguna í nútímastíl,
og var þaS samþykt af þeim Norð-
mpnnum, sem rjeðu mestu um
þessi mál.
*■) Sjá meðal annars um Sókrates
( bókinni „Psykisk Forskning“, bls.
181.
##) Sbr. Psykisk Forskning bls. 35.
#) Rit Swedenborgs; Sapienta An-
gelica et. cet. er íslenskað af Jóni A.
Hjaltalín. Sagt er að 173 bindi jafn-
slór hafi Swedenborg ritað um „and-
leg efni' ‘.
Stuttu , síðar fór þó að bera
á óánægju með þessa tilætlun
Nordhagens. Og fyrir nokkrum
árum kom maSur nokkur, Macody
Lund byggingafræðingur, fram
með nýjan uppdrátt af kirkju-
byggiiigunni, og hjelt fram að
hann væri í samræmi við hina
upphaflegu mynd kirkjunnar,
hefði hann haft upp á lýsingu
á henni í gömlum norskum skjöl-
um, og enda væri það í sam-
ræmi við byggingastíl miðaldanna.
Þetta nýmæli , Lunds vakti át-
hygli, einkum þeirra, sem gýsl-
uðu um byggingu kirkjunnar og
fjekk meira að segja ríkisstyrk
til framkvæmda. Hann endurbætti
nú uppdrátt sinn og var hann
prentaður á kostnað ríkisins og
lagður fyriir alþjóðarnefnd frægra
byggingameistara, sem í sátu 5
menn, og voru það franskir, belg-
iskir og enskir menn, og sumt
af því fornfræðingar. Þessi nefnd
hefir nú nýlega komið til Þránd-
heims og þar rannsakað málið
til fulls og látið uppi álit sitt.
Er það á þá leið, aö' ekki geti
komið til mála að byggja kirkj-
una eftir upþástungum Lunds.
Aftur á móti hölluðust þeir ein-
dregið að skoðunum Nordhagens,
og fær hann því fullan sóma af
máli þessu. Er nú taliö víst, að
þar með sje lokið óeiningu þeirri,
sepi hefir verið um endurbætur
hinnar frægu kirkju.
Yegna þessa styrs, sem stóð
um viðbótarbygginguna, hafði
ekki verið haldið áfram verkinu.
En nú á að bvrja strax á því af
miklu kappi, og er búist við, að
því verði lokið á 20 ántm. Það
sem af því er unnið, sem er ekki
nema minstur hluti, kostar um
5—6 miljónir króna, og geta
n,enn þá ráðið í, að alt verkið
mUni kosta mikið fje.
11K 1‘f
Sláturfje er nú farið að koma hing
að til bæjarins að staðaldri, oftast
tvisvar í viku. f gær komu 150 dilkar
tii Sláturfjelags Suðurlands ofan af
Hvalfjarðarströnd. Yoru þeir fluttir
hingað sjóveg frá Hrafneyri.
Dánarfregn. Frú Helga Jónsdóttir
andaðist í fvrradag að heimili dótt-
ur sinnar, Gunnlþórunnar Halldórs-
dóttur kaupkonu, á Amtmannsstíg 6.
Sindri, 1. og 2. hefti þriðja ár-
gangs, er nýkominn út. í heftum þess
um er framhald hinnar ítarlegu rit-
gcrðar próf. Guðmundar Hannesson-
nr um steinsteypu, með myndum; lýs-
ing á rafveitu Reykjavíkur, með
myndum; og ritsjá. Þá,eru í heftum
þessum tvær ritgerðir, sem vekja
munu athygli miklá, verðlaunarit-
gerðir Iðnfræðafjelagsins um tillög-
ur um, hvað hentast sje að nota sem
ígripavinnu í sveitum og við sjó, þegar
aðalatvinnuvegirnir verða ekki stund-
aðir. Var verðlaununum skift milli
tveggja manna, Hallgríms Jónssonar,
og Jóns Sigurðssonar frá Ystafelli.
Er birt ritgerð Hallgríms Jónssonar,
er fjallar um atvinnuleysisbætur í
kaupstöðum og sú ritgerð Jóns er tek
ur til meðferðar vetrarvinnu í sveit-
um, en aðra hafði hann skrifaða um
kaupstaðavinnu. Yerður ritgerðaþess
ara minst nánar síðar.
Silfurbrúðkaup áttu í gær Ágúst
Jósefsson heilbrigðisfulltrúi og frú
Pauline C. A. f. Sæby.
Sjötugur varð Halldór Briem lands
bókavörður, fyr kennari við gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum og Ak-
ureyri, í gær.
Baðvarðarstaðan. Sextíu og sex
hafa umsækjendurnir orðið um varð-
stöðuna við- baðhúsið hjer, þar af
nokkrar konur. Staðan verður veitt
í þessum mánuði.
Sextugsafmæli á á morgun Magnús
B Blöndal verslunarfulltrúi.
Með Gullfossi kom um daginn hing
að til bæjarins Ólafur Blöndal og
fjölskylda hans. Flytur hann sig hing
að til búsetu. Hefir hann um mörg
ár verið forstjóri verslunar Tang &
Riis í Skógarnesi.
Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði í
Ilafnárfirði á sunuudagskvöldið, eft-
ir að hún hafði skemt sjúklingunum
á öllum hælunum hjer í grendinni. f
Hafnarfirði hlustuðu fremur fáir á
sveitina, seldust aðeins 180 slaufur
og munu Reykrikingar þeir, sem
staddir voru suður frá hafa keypt
meiri hlutann af þeim. Mun sveitin
því hafa tapað á ferðipni, og er það
illa farið, því hún er fjárlþurfa nú
meðan húu er að koma upp húsi
sínu.
Kappleikurinu í gærkveldi milli
Fram og K. R. fór þann veg, að
Fram vann með 1 : 0. Fyrri hálfleik-
mn átti Fram móti vindi að sækjá
en náði þó þessu marki. En síðari
hálfleikinn stóð K. R. ver að vígi en
varðist þó frækilega.