Morgunblaðið - 07.09.1922, Side 2
Verslun Besi. S. Þórarinssonar
hefir ýmsar aðrar vörur að bjóða, mjög góðar og gagnlegar. — Kaffi-
og tekex, sætt og ósætt og ódýrast í borginni. Kúsínur, Sveskjur, Kúr-
enur og bláber. Hvergi eins góðar, en þó eigi dýrari en hjá öðrum. —
Súkkulade, margar ágætar tegundir, og þar á meðal Konsum. Verðið hið
besta, ódýrara en áður. Jarðarberja og Hindberja Grelée (hlaup) og
Marmelade. Sykur, hveiti, haframjöl, smjörlíki súkat, gerduft, möndlur,
negull, Cardemommur, kanill, heill og mulinn, allrahanda, pipar, Múskat-
blom, kúmen. Citronolia c. fl. Mustarður, borðsalt, Oxo (súputeningar),
Búðingspakkar, gráííkjur. Exportkaffi. te, kakaó, Husblas (matarlím). —
Þvottabretti (zink og gler). Strákústar, kústsköft, skóburstar, fata-
burstar, nagláburstar, handsápur og þvottasápa (Sunlight). Göngustafir
vasahnífar, reykjarpípur, seglgarn. Prímusar, ódýrastir í bænum, hráka-
dailar, fægilögur, framúrskarandi góður.
Knalspymumöt Rsykjavíkur
IC. R. og líikingur
keppa í kvölð kl. 6. Hvort vinnur?
Stjórn K. R.
M 0 R GUNBIAI I •
ási, meðan fyrri stjómin sat við ! veiða á stöng og höfðu veitt smá-
það veitingahúsið sem ekkj fengi
leyfi'ð hlyti að leggjast niður, og
mundi margur sakna þess, þó ekki.
værj nema hljóðfærasláttarins. —
Og þá sanngirniskröfu ættu allir
að skilja, hver svo sem skoðun
þeirra er á Spánarmálunum. Frá
sjónarmiði andstæðinga Spánar-
samninganna er spurningim aðeins
sú, hvort nokkur veitingastaður
skuli vera hjer í bænum, en ekki
hitt, hvort þeir skuli vera einn
eða tveir.
---------o--------
Hinn bersyndugi.
Eftir Jón Björnsson.
Þessj skáldsaga er nú nýkomin
á bókamarkaðinn. Aður kom hún
neðanmáls f Lögrjettu, iþótti
skemtileg og var mikið lesin. —
Sagan gerist í sveit á Norðurlandi
og söguhetjan er barnakennari
sveitarinnar. Vel er þar lýst mörg
um viðburðum úr daglega lífinu,
og ýmsum þeirra er þannig varið,
að menn fylgja frásögninni með
eftirtekt. Mun annars nánar verða
getið um þessa bók síðar hjer í
blaðinu.
Safn af skáldsögum hefir áður
komið út eftir höf. með titlinum
„Ógróin jörð“ og síðastliðið sum-
ar kom út eftir hann ljóðabókin
„Sóldægur“. „Ógróin jörð“ fjekk
góða dóma og fara hjer á eftir
nokkur sýnishorn af þeim:
„.... Langbesta sagan er „Só'l
og Stjarna“. — Hefði hún verið
sögð og rituð af einhverju viður-
kendu skáldinu, mundi hróður
hennar hafa farið með himinskaut-
um. Svo vel er hún skrifuð. Hún
er listaverk. Hvergi skeikar þar
Iistfengi í mann- -eða náttúrulýs-
ingum. Enga smásögu hefi jeg
lesið í mörg ár með jafnmikilli
ánægju, nema ef vera skyldi
„Vistaskifti“ E. H. Kvaran“ ....
Sn. Sigf. í „Lögrjettu“
„... .Þessi saga (Sól og stjama)
verkar með því afli á hug lesand-
ans, að hann fyrirgefur, þó oft
sje of mörgum orðum eytt og
efnið ekki eins samanþjappað og
vera mætti. Þessi saga ein sýnir,
að höf. er alls enginn flakkari í
landi skáldgyðjunnar, heldur á
sjer þar jarðarblett sjálfur. ...“
„Vísir“.
„. ... Mjer þykir vænt um „Ó-
gróna jörð“ — alt, sem á gróand-
ann fram undan sjer, og jafnvel
nafnsins vegna þótti mjer vænt
um þessar sögur J. B., áður en
jeg fjekk ráðrúm til að lesa þær.
Þær hafa allar ákveðinn boðskap
að flytja, einhver hugðarmál, sem
alla varðar. Sumir rithöfundar
leggja hart á sig við að þóknast
fjöldanum, reyna að unga út ein-
hverju, sem falli í kramið. Jón
Björnsson er hafinn yfir slík óynd
isúrræði, hann ber djúpa virð-
ingu fyrir viðfangsefnum sínum,
eins og sannfæringarhitinn, er sög-
urnar einkennir, glöggvast leiðir
í ljós....“.
Einar P. Jónsson í „Lögbergi“
,,....Þá kemur sagan „Sól og
stjarna“ .... Hjer sýnir höf. að
hann er söguskáld, sem kann að
hnýta og leysa hnúta mannlífs-
ins. Persónurnar þrjár lifa og
starfa og lesandinn getur lifað
með þeim og tekið þátt í kjör-
um þeirra, einkum aðalpersónunn-
ar og „stjömunnar“, því að hjer
dynur stormveður skáldskaparins
yfir og rótar upp mörgu, sem ann
prs er hulið.
Magnús Jónsson docent, í „Eimr.“
„.... Þessar sögur eru fullar af
fjöri og siðferðilegum þrótti; það
lof verður ekki af þeim haft, þó
þær beri þess vitni, að höf. hafi
ekki enn náð fullu valdi á sagna-
'lístinni. Þrótturinn og mælskan
gerir þær hugnæmar og margt er
þar snildarvel sagf...“
E. H. Kvaran, í „Morgni“.
-------o—------
Tvöföld laun.
Mjög hefir blaðið „Tíminn“ lát-
ið sjer ant um, að berjast gegn
því ranglæti, að sami maðurinn
hefði fleiri störf á höndum en
eitt, í þjónustu ríkisims. Hafa
greinar margar og móði þmngnar
birtst um þetta mál í því mæta
blaði.
Síðan stjórnarskiftin síðustu
urðu, hefir þó verið hlje nokkurt
á skrifum Tímans um þetta mál.
Og stjórnin hefir ekkert aðhafst,
þó nauðsyn væri. mikil talin í Lauf
völd að rjetta þetta.
Þannig er herra Magnús Krist-
jánsson landsverslunarfors.tjóri enn
þá fiskimatsmaður á Akureyri og
er bersýnilegt hversu vel það sam-
rýmist stöðu lians hjer í Sam-
bandshúsimu að líta eftir fisk-
verkun norður við Eyjafjörð.
Þetta er máske ekk( annað en
gleymska hjá Magnúsi, því allir
vita að hann hefir margt að
hugsa, og því ekki láandi þótt
hann gleymi að segja af sjer
svona smáembætti. — En Tíminn
ætti að vera mimnugri.
X.
■o-
Þann 2. þessa mánaðar tók
herra borgarstóri í Reykjavík, K.
Zimsen mig í bifreið með sjer
og fór með mig upp að raf-
magnsstöðinni, og sýndi mjer öll
þau miklu og stóru mannvirki
sem þar eru. Ómögulegt er fyrir
ókunnugan að geta lýst þeim,
það er svo margbrotið.
S’íðan hjelt hr. K. Zimsen með
mig upp með Elliðaánum, til upp-
töku vatnsins til rafmagnsvjel-
anna; jeg sagði við hann, að
þetta mundi vera eitt hið stærsta
mannvirki á landinu, en hann sagði
að hafnargerðin væri miklu meira
mannvirki. Svo ók hann með
mig upp að húsunum, og gekk
svo með mjer langt þar upp fyrir^
og þegar þangað kom, sá jeg í
botni árinnar þann inndæla gróður
bæði fyrir lax og silung, var hann
nákvæmlega eins og í Laxá í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Mikið þótti
mjer þessi á vel löguð til að
framleiða bæðii lax og silungsklak.
En samt þarf að taka margt til
greina áður en farið er að taka
til hiisbyggingar í því skyni.
Fleiri staði sá jeg 'en einn,
vel lagað.an til hússtæðis undir
klakiö, helst austan við ána- Á
einum stað sá jeg stóran lax
sfökkva upp úr ánni og var það
fögur sjón, þó stutt væri; kom
hann allur uppúr. í einum hyl í
ánni sá jeg nokkuð mörg smá
síli og hurfu þau strax og földu
sig; það er ein mesta þörf fyrir
öll síli að geta falið sig á með-
an þau eru óþroskuð, því stygðin
ei afarmikil.
Borgarstjórinn er einn sá allra
alúðlegasti maður, sem jeg hefi
fyrir hitt, þar sem jeg var hon-
um alveg ókunnugur, hafð: aldrei
sjeð hann fyrri, fann jeg það
strax, að hann hafði mikinn á-
huga á að borgarbúum liði sém
best og að sem fyrst yrðu notuð
öll öfl til lands og sjávar, hjer
í kringum borgina.
Þann 5. þessa mánaðar gekk
jeg iipp að fossum Elliðaánna
og fram að rafhúsunum, og eftir
því sem jeg athuga betur þessa
gullfallegu á, sje jeg að hún
er ein af þeim allra fallegustu
ám á landinu, til aö framleiða
bæði lax og silung.
Það er ofurlítil vatnslind rjett
neðan við brjúna, sem er mjög
hæfileg til að láta klakkassa í,
ef áin ekki bólgnar of mikið upp
í stórhríðum og frosti. Skamt of-
an við brúna, rjett neðan við
stærsta fossinn er vogur, fall-
egur og vel lagaður til síns brúks
á sínum tíma.
Við brúna voru 2 menn að
síli, annar 6 en hinn 3. Ekki voru
þau stærr' en 5 þuml. til jafn-
aðar og þótti mjer ekki fallega
að veriö við smáfiskinn.
Þórður Flóventsson
frá Svartárkoti.
Frá Danmörku.
6. september.
Heimsókn Hollandsdrotningar í
Kaupmannahöfn.
Vilhelmina drotning Hollands og
Heinrich „prinsregent“ komu í
gær til Kaupmannahafnar og var
van Karnebeck utanríkisráðherra
í för með þeim. Var hátíðleg mót-
tökuathöfn á járnbrautarstöðinni.
Á leiðinni frá járnbrautarstöðinni
til Amalíuborgar voru öll stræti
flöggum skrýdd og heilsaði fólks-
fjöldinn, sem safnast hafði saman
þar, gestunum. Síðdegis í gær
var hátíðarmóttaka í ráðhúsinu. I
veitslunni mælti Kristján konung-
ur fyrir minni Vilhelmínu drotn-
ingar og prinsi Niðurlanda og
ljet þá von í ljósi, að hin inni-
lega vinátta, sem öldum saman
hefðii verið milli Danmerkur, ís-
knds og Hollands, mætti enn vaxa
í framtíðinni. Vilhelmína drotn-
ing svaraði minninu og óskaði
Banmörku og íslandi velfarnaðar
í framtíðinni og dönsku og ís-
lensku þjóðánni allrar farsældar.
i
Smjörverðið
fjell 31. ágúst um 20 krónur,
niður í 400 kr. pr. 100 kg.
-------o—.----
Bannhjegómmn í
Bandaríkjunum.
í St. Louis er ein allra elsta
og stærsta ölgerðarverksmiðja
Bandaríkjanna, Anheuser-Busch
Brewing Co. Áður en vínbapnið
gekk í gildi í Bandaríkjunum,
bjó þessi verksmiðja til ógrynnin
öll af sterku og góðu öli, sem
var uppáhald allra þeirra, sem á
annað borð ljetu deigan dropa
ir.n fyrir sínar varir. En með sam-
þykt bannlaganna dró mikið úr
framleiðslu verksmiðjunnar, og
hefir hún nú orðið að draga sam-
an seglin að miklum mun. Líta
eigendur hennar og stjórn óblíð-
um augum á allar aðfarir bann-
manna vestur þar, sem vonlegt er,
þar sem arðsöm og trygg atvinnu-
grein er að fara í kaldakol vegna
bannsins.
Fyrir 'nokkru tók núverandi e:ig
andi verksmiðjunnar, Adolp Busch
sjer ferð á hendur til Evrópu, og
svo sem hver góður Ameríkani
tók hann sjer fari með „Greorg
Washington“ sem er eign Shipp-
ii.g Board og er þess vegna stjórn
areign eða landseign. En enginn
gc-tur lýst undrun hans, þegar
hann kemst, að raun um það, að
sterkir drykkir eru á borð bornir
í skipinu eins og hver vill hafa.
Enga þekta víntegund skorti á
vínseðilinn, þar var gnægð af
þeim öllum. Hann sá að amerísku
ferðamenniirnir voru hæst ánægðir
með þetta. Áður hafði hann álitið
a? Ameríkumenn mundu ferðast á
Evrópuskipum yfir Atlantshafið,
ef þeir óskuðu eftir að neyta
DÖÐLUR
lítið eitt
fyrirliggjandi.
| Þórður Sveinsson & Co.
■■■■■■■■mui m BSQBBI
sterkra vína á leiðinni, því þau
má veita þegar komið er 3 mílur
undan land:, á útlendum skipum.
Ilann varð þessu sárgramur, að á
skipi, sem sigldi undir amerískum
fána og þar að auki stjórnarfána,
skyldu fást þessar vörur, sem al-
gert bann var á í iandinu. Og
hann ljet ekki sitja við það eitt.
Þegar heim kom beindi hann opin-
btrri ásökun til stjórnarinnar um
brot á bannlögunum.
Harding forseti og ráð hans:
gátu ekki neitað þeirri staðreynd,
að vín væru seld á skipunum, og
komust því í mesta bobba. For-
sctinn reynd: að afsaka eða rjett-
læta það með því, að vínsa.an
væri nauðsynleg á skipunurn —
þar yrðu menn að fara á bug við
lögin — til þess að standast sam-
kepni annara gufuskipaf jelaga,
sem vín hefðu, ef það væri ekki
gert, væri einn mesti atvinnuveg-
ur ríkisins, siglingarnar, í hættu.
Fnnfremur hjelt forstjóri Shipp-
ing Boards því fram og sömuleið-
i> lögráðunautur fjelagsins, að
vínsala á skipum fjelagsins væri
lcgleg utan við þriggja mílna tak-
mörkin.
Sjálfur vildi Harding for. li
ekki taka neina afstöðu frekar til
málsins, heldur send: forstjóra f je
lagsins, Mr. Laske í eldinn. Hann
svaraði ásökun verksmiðjueigand-
ans á þá leið, að hún væri komin
fram vegna eiginhagsmunahvata
hans sjálfs, það væri ölgerðarmað-
urinn sem talaði. Ennfremur gæti
hún stafað af því, að verksmiöju-
eigandinn væri þýskur að uDp-
runa, og vildi með þessu gagna
siglingum Þjóðverja til Ame^ík
en á kostnað Ameríkumanna
sjálfra. Hefir þetta svar forstjór-
ans mælst heldur illa fyrir.
En málið hefir vakið mikla at-
hygli í Ameríku. Bannmenn hafa
nsið upp til handa og fóta og
ásakað stjórnina harðlega. En mót
stöðumenn bannsins hafa notað
tækifærið og bent á hvers virði
bannið væri, og hver hjegómi það
væri alt saman.
Til þess að bjarga sjer úr klíp-
unni hefir stjórnin gripið til þess
örþrifaráðs, að fjármálaráðuneytið
hefir gefíð út þá tilkynningu, að
fyrst um sinn hafi skip Shipping
Board leyfi til að selja sterka
drykki 3 mílur undan ströndum
Bandaríkjanna.
-------o-------
Fárhagur Rússlands.
Á alrússneska kommúnistaþing-
inu í Moskva í síðasta mánuði
hjelt Zinoviev ráðstjóri ræðu, sem
vakið hefir allmikla athygli út
um heim, eða sá kafli hennar, er
fjallar um afstöðu kommúnismans
til stefnubreytingar þeirrar, er
orðið hefir í framkvæmdum sov-