Morgunblaðið - 21.09.1922, Side 1

Morgunblaðið - 21.09.1922, Side 1
R6TOBLAMB Stofnandi: Vilh. Finsen. Landsblað Legrjeifa, Ritstjóri: Þorst. Gíslason. 9. árg., 265 tbl. Fimtudaginn 21. september 1922. ísafoldarprentsmiðja h.f. Qam5a Bíó ölium ber saraan um hve afbragðs góð þessi mynd er, og vcrður hún sýnd ennþá í kvöld. Áskriftum að Bjamargreifunum veitir móttöku G. Ó. Guðjónsson. Tjarnar- götu 5. Sími 200. Sláiurfiðin nálgast, en reglur um slátrun, sem stjórnarráð’ð á að setj® sam- kvœmt lögum frá seinasta þingi, eru enn ekki komnar út, og koma ef til vi'll ekki út áður en al- ment verður byrjað að slátraj sauðfje. En eftir því sem um- j ræður f jellu á þingi, getur eng- • inn efi leikið á því, að bann- j aður verði með öllu hálsskurð7j ur lifandi skepna, og að fyrlr-. skipað verðí að rota eða skjóta; sauðf je áður en það ier skorið ■ á háls, blóðið tæmt úr skrokkn- um. Alla þá, sem slátra heima á þessu haustj, vill Dýraverndunar-1 fjelag íslands skora á, að lífláta •enga skepnu öðru vísi en með rothöggi eða skotí, enda þó það verði ekki fyrirskipað með reglu-; g-erð fyr en síðar. Sú ósvinna hefir átt sjer stað, alt t’l þessa tíma, að menn sem slátra heima hjer í Reykjavík- urbæ, hafa látið skera sauðfje lifandi undir húshliðunum, til stórhneykslis þeim,1 sem um göt- urnar ganga.Gamall vani er svona ríkur, að sumi-r menn finna ekki til þess, að neitt sje við. þet.ta að athuga. Aðra furðar að sið- að:r menn viðhafa svo hryllilega ■og kvalafhlla deyðingaraðferð. Hver sem vill gæti hpgsað sjer, ;að hann væri dæmdur til dauða, og að hann ætti þess kost að i kjósa milli, að vöra gerður með- vitundarlaus á einu augabragði,1 án þess hann vissi af, eða vera lagður niður við trog og skorinn á háls! Hvorn kostinn 1 mundi sá hinn sami kjósa? Kjósið þann kostinn kindinni til handa, sem þjer muduð kjósa sjálfum yður. Þjer eruð hræddur viö skot- vopn, og viljið ekki láta hafa þau um hönd hjá húsum yðar. Tjátum svo vera. Biðjið þá slátr arann að deyða kindurnar með helgrímu. Slátraranum viljum viö segja þetta. Fáið yður helgrímu hjá Samúel Ólafssyni, Laugavegi 53 B, og not’ð hana í haust. Hann roun kenna yður að nota hana; það er algerlega vandalaust. — Gleymið ekki að fá yÖUr hæfi- ( lega þunga trjekylfu til ásláttar. ÞaS er litið til böðla erlendis I uokkuð öðru vísi en til annara manna. Atvþnnuvegurinn þykir h Af hinum viðurkendu vörum frá Harzlehurst, Mill Bay og C. H. Parsons höfum við fyrirliggjandi: Mill Bay handsápa. Antelope og Balloon stangas. Blue Mottled og Fine Pale stangasápa. Marigold blautsá,pa, Spring|baðsápa (f lýtur í vatni) Lizard skóáb., sv., br., hv. Cannon gólfáburður. Cannon húsgagnaáburður. Cannon ofnsverta. Pauthers Head biákka. Antelope Kerti. H. BENEDIKTSSON & Co. I Emil Thoroöösen 2m Hljómleikar í Bárubúð föstudaginn 22 september kl. 9 síðdegis. Nýtt viðfangsefni, m. a. Beethoven: Tunglskinsonate, Liszt: Légendes, Tarantelle o fl. Aðgöngumiðar fást í bókaverslunum Sigf. Eymundsson og ísafoldar og kosta, kr. 3,00 og 2,50. ekki sjerlega heiðarlegur. Alt ann- að er það vitanlega að vera slátr- ari en böðull. En er það heið- arleg atvinna aS ganga með sveðju í hendinni hús úr húsi til þess að taka skepnur í fullu fjöri og skera þær á háls ? Til þeirra nryðjuverka ætti enginn maður að fást fyrir ueina borgun. Þjer, sem látið slátra — bannið að ,,skera“. Þjer, sem slátrið fýr- ir aðra *— afsegiö að deyða með hálsskurði! Það verður eltki óverulegasti merkisteinninn við siðmenningar- braut íslensku þjóðarinnar, sem táknar það, að hálsskur’ður lifandi (jlýra sje úr sögunni. Hann ættl að vera reistur- þegar á þessu hausti. Jón Þórarinsson p.t. form. Dýraverndunarfjel. Isl. ISlðF. í síðasta Skírni hefir Einar skáld Benediktsson gkrifað ritgerð, sem nefnist „Landiuörk íslenskr- ax orðlistar“. Á það að vera sam- anburðnr og gagnrýnlng á skáld- skap Gunnars Gunnarssonar og Guðmundar Friðjónssonar. Skift- i.r þar mjög í tvö horn um dóm- aria, því að Guðmundur Friðjóns- son er hafinn upp til skýjanna, >en Gunnart niðrað svo, að ekkert er talið nýtilegt í ritum hans. Og mjer finst að minsta kosti, að Guðmundi sje ekki svo mjög hrós- að sjálfs hans vegna, heldur til þess, að skuggarnir falli því svart- ari á Gunnar. Við dóminum um Guðmund lang ar mig ekki til að hagga neltt; hann á góða dóma skilið. En um ffSS Nýja Bió GpænlandsmyndSn mikla. Kvikmynd í 5 þáttum tekin af Snedller Sfirensen með aðatoð Knud Rassmussen heimskautafara og Peter Freuchen. Mynd þessi lýsir á frábæran hátt hinni mikilfenglegu grænlensku náttúrufegurð og lifnaðarháttum Eskimóa og atvinnuvegum Hjer er um óvenjulega mynd að rseða er lýs- ir daglegu lifi þjóðar sem býr á fornúm slóðum islenskra landnámsmanna. Myndin hefir hlotið einróma lof víðsvegar um heim og hvarvetna verið afar vel fekið. Þetta er fyrsta grænlenska kvikmyndin í heiminum. Sýning kl. 8l/a- Gunnars útreið vil jeg fara nokkr- um orðum. Einar Beneáiktsson segir, að Gunnar sje ekkert skáld og hefir margt út á rithátt hans að setja, telur hann engan orðsnllling o. fl. þvíl. Jeg skal játa, að Gunnar er enginn sjerlegur snillingur á mál. og rithátt, þótt margt segi hann fallega; styrkur hans liggur ann- arsstaðar. En að -hann sje ekki skáld, — það nær engri átt, Hann hefir í ríkum mæli þann hæfileika, að láta atburði og persónur lifa fyrir augum lesai-ans, og er mjög glöggskygn á sálarlíf manna. Bn hvorttveggja hefir löngum verið talið höfuðkostur sagnaskálds. ,Þá leggur greinarhöf. Gunnari það til lasts, að lýsingar hans sjeu ýktar og ósannar. Slíkt kemur þar fyrir að vísu, en það er þó fremur smávægilegt að mínum dómi. Þótt Örlygur gamli sje lát- inn eiga nokkru fleira. fje, heldur en nokkur bóndi á nú — ef til vill —, þá er fjáreign hans ekki ómöguleg; þar að auki er þetta smá-atriði, sem kemur skáldskapn- um í ritum höf. harla lítið við. Fleiri einstök atriði í grein Ein- ars flenni jeg varla að eltast við, en kvæði það, sem höf. vitnar í (bls. 121—122) finst mjer ekki slæmt. „Dagperlukeðjan“, sem Einar gerir svo mikið gys að, finst mjer skáldleg samlíking, og hún góð. Og þótt‘„vegur áranna“ sje eilífur, göngum vjer mennimir hann aðeins skamma stund í þess- rm heimi, — 0g þarf þar engin hugsunarvilla nje ósamræmi að vera. Yfirléitt veit jeg ekki, hvað sj; maður getur tallð „skáldskap“, sem engan skáldskap finnur t. d. í Drengnum eða Fóstbræðrum. •Siík bl’ndni er mjer óskiljánleg. Annars er næsta undarlegt, að F. B. skuli virðast telja „skáld- Verður opnuð i dag á Laugaveg II (eystri dyrnar) liýjar vörur góðar vörur t. d. Silki frá 4.25 m. Silkisvuntuefni. Slifsi frá 9 kr. Slifsisborðar afar ódýrir. Upphlutasilki. Silkirifs í mörgum litum. Silkiflauel. Bróderingar hvergi ódýrari Ullarskyrtur á börn og fullorðna Kvenpeisur frá 7.95. Skólapeysur handa telpum Prjónagarn á 8.50. pr. 0.5 kg, Sokkar á börn og fullorðna. Barnahöfuðföt allskonar. Vetlingar fyrir börn og fullorðna. Ljereft frá 0.95. m. Allskonar smávörur Isaumsefni allskonar og einnig teiknað á. Alt fyrsta floklcs vörur. Hvergi betri kaup. Virðingarfylst Guðbjörg Bergþórsdóttir. ; ®®®®®®®G skapinn“ felast í eintómri „orð- stild“. Hann er sjálfur ljóst dæmi þess, að svo er ekki. í kvæðum hans er fjöldi af málvillum, bæði ásetnings- og vanþekkingarsynd- nm, og er það því leiðara, því betri sem kvæðin eru að öðru leyti. Og ekki er laust við að smekkleysur komi þar fyrir. Jeg minnist á þetta af því, að dæma verður öll skáld út frá sömu grund vallarreglum, hvort sem þau h’eita Einar eða, Gunnar, — en ekki af hinu, að jeg vilji niðra Einari. Jeg hefi unnað skáldskap hans meir en skáldskap flestra manna, og geri enn; — en hitt er satt, að því meir sárnar mjer blettir þeir, sem a kvæðum hans eru óneitan- lega. Get jeg hent á J?á,. ef þörf gerist. Rithatturinn á greininni er og tæpast samboðinn Einari Bene- diktssyni. Þar úir og grúir af ókvæðisorðum, en ekki hygg jeg, að þan muni ná tilgangi sínum. „Danskur íslendingur“ gat verið gott „slagorð" á fyrri árum — í stjórnmálabaráttunni, — en nú er- um við hættir að blikna, þótt við hejuuim það. Og um Gunnar veit jeg það, að hann vill sóma og gagn ættjarðar sinnar ekki síður en margir þeir, sem liggja honum mest á hálsi. Og fastara mun Guim ar standa, en hann falli fyrir orð- um einum — allra helst ef þau eru ósönn. Allur dómur hr. E. B. um Gunn- ar minnir sterklega < á dóm dr. Valtýs Guðmundssonar um Einar sjálfan hjer um árið. „Þar hitti skrattinn ömmu sína“, mætti segja nm þessa tvo gagnrýnendur. Og óneitanlega kippir skratta í kynið, — hann er nauða-líkur ömmu smni. Loks verð jeg að láta í ljós undrun mína á því, , að ritstjóri Skírnis skyldi taka grein þessa í tímaritið, svo sem hún er úr garði gerð. Fyrir slíkar greinar eru dag- blöðin rjettur staður, en ekki t'ímarit, og allra-síst Skírnir, þar sem ekkj er unt að svara á sama vettvangi fyr en eftir heilt ár. Jakob Jóh. Smári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.