Morgunblaðið - 21.09.1922, Side 3

Morgunblaðið - 21.09.1922, Side 3
lygaraaa 1 ilU»a^öN»LA.8i& ..... __. Kvenskór mjög óövrir fásí hjá Hvannbergsbræðrum. stand sje það „að jafnaðarmenn fái völdin á íslandi' ‘. Eftir til- iögum þeim, sem þeir hafa áður komið fram með, munu menn ef- ast um, að öllu væri borgið, !þó þeir fengju að ráða. Menn eru reviidar ekki í neinum vafa um það. Menn vita, að þeir eru á engan hátt megnugir þess, að gera alla að velstæðum mönnum og útrýma hvers kyns böli, þó þeir láti svo. Þetta er iekki annað en stóryrði. Síðustu kosningar hafa ef til vill orðið td þess, að koma jafn- aðarmönnum til að efast um. að þeir hrifsi til sín völdin mjög bráðlega. Enda getur höfundur þessarar greinar þess, að varla sje gerandi ráð fyrir að þeir nai völdum á „næstkomandi vetri , og því yerði að reyna „eitthvað aunað til bráðabirgða“ ! Og þessi bráðabirgðabót á 'þá helst ab vera sú, að því er manni skilst, að „fyrst og fremst verði að losa. togarana“ frá garðinum og láta þá fara að fiska. „Allur togara- flotinn verður að fiska“. Sjálfsagt kysu menn ekkert fremur en að állir togararnir gætu verið að veiðum. En vilja jafnað- armenn útvega þessum togurum rekstursfje? Og vilja þeir sjá um, að útgerð þeirra beri sig? Eng- inn lætur þá fara, nema þessi tvö skilyrði sjeu fyrir hendi. RíkiS mundi ekki heldur gera það, þó það ætti þá. Jafnaðarmenn ekki heldur. Þeir mundu ekki halda þeim úti rekstursf járlaust eða með stórtapi. Slík ráð og þessi >eru ehkert annað en vitleysa. Yilj- anum til hjálpar þarf að fylgja einhver möguleiki til þe'ss aS framkvæma hjálpina, ef þún á að koma að nokkrum notum. Það er auðsætt, að þeir sem halda slíku fram, trúa ekki á þessi ráð. Það er búið að marg- hrekja þau svo oft. En óskiljan- legt er, að þeim skuli vera telft fram alt að því daglega, sarnt sem áður. -------o------- Frá Danmörku. 18. sept. Smjörverðið hækkar. Eftir að opinbera verðskrán- irsgin á smjöri hafði lækkað nm 18 kr. hver 100 kg. síðustu viku hækkaði verðið í Kaupmannahöfn á fimtudaginn var enn um 14 k-. og er verðið þannig orðið 432 kr. pr. 100 kg. Innflutningsnefnd. Yerslunarmálaráðuneytið danska hefir tilkynt, að'skipuð verði sjér- stök nefnd til þess að ferðast t.1 Sviss og rannsaka þar skilyrðin fyrir og afleiðingarnar af verslun- armálaráðstöfnnum þeim, er þar hafa verið gerðar til þess að h:\fa eftirlit með innflutningi, í þeim tilgangi að vernda innlendan iðn- að gegn samkepni frá öðrum lönd- um. Tilgangurinn með þessu er álit- inn vera s$ að fylgja hetur fram stefnu þeirri, sem kemur fram í lögunum er samþykt voru eigi alls fyrir löngu um takmörkun á inn- flutningi vindla og skófatnaðar til Danmerkur. Alþjóða hafrannsóknafundur. Alþjóða hafrarmsóknafundur- ii;n, sem nú stendur yfir í Kaup- mannahöfn nndir forustu Mr. H. G. Maurice úr landbúnaðar- og fiskiveiðaráðuneytinu bretska, á- kvað á fimtudaginn að Þjóðverj- um yrði gefinn kostur á að verða teknir í tölu þátttakenda á fund- inum, ef þeir óskuðu þess. Sparisjóðirnir dönsku. Dönsku sparisjóðirnir hjeldu fund í Kaupmannahöfn á laugar- daginn, til þess að ræða um hvort æskilegt værj að koma upp sam- eiginlegri miðstöð fyrir þá. Fulltrúum frá norsku og sænsku sparisjóðunum var boðið á fuiid- irn. Upp sker uhor f urnar. í blaðaviðtali segir danskj land- búnaðarráðherrann, Madsen-Myg- dal, að nppskeruhorfurnar hafi versnað að mun vegna áframhald- andi rigninga, en eigi sje ennþá fullsjeð, hvort mikill skaði hafi orðið. Á eyjunum á Sjálandi og Fjóni er mestur hluti kornsins enn á ökrunum, og ef enn meiri úrkoma kæmi, mundi naumast fara hjá því, að kornið spiltist. Rótarávextir, sem góðar upp- skeruhorfur voru um þangað til nýlega, komast jafpvel ekkj hjá rýrnun vegna úrkomunnar. Þess sjást ýms merki, að veðrið muni nú1 hreytast til batnaðar* og þurkar og sólskin koma í staðinn. Batna þá horfumar stórum. Skipasmíðar. „Nationaltidende“ segja frá því, að verið sje að undirbúa á „Or- logsværftet“ smíði tveggja nýrra kafbáta, oý"að kjölurinn hafý ver- ið lagður að nýju eftirlitsskipi handa vitunum. Síðastnefnt skip verður smíðað eins og ísbrjótur. Gert er ráð fyrir, með tillitj til nýafstaðinna samninga viðvíkjandi hervarnalögunum,, að endurbygg- ing herskipsins „Geysir“ og hygg- ing á nýju lierskipi, „Niels Juel“ verði byrjuð bráðlega. Fiskveiðar Dana. Kaupmannahafnarblöðin segja, að á næstkomandi ríkisþingi muni verða teknar ákvarðanir uih að sameina öll mál viðvíkjandi fisk- veiðum Dana og fá þau í hendur sjerstákri deild í landbúnaðar-1 ráðuneytiuu, í stað þess að skifta þeím 4 niilli vmsra deilda í raðu- , neytinu, eins og nú er gert. -------o-------- s"5kuldauEfur Európu. Eftir að skaðabótanefnd,'''banda- raanna. heffr komist að bráöabirgða samningum um skaðahótagreiðslur Þjóðverja, á þeim grundvelli sem Belgar stungu upp á, hefir at- iivgi i ráðandi manna stórþjóðanna á ný beinst að skuldaskiftum bandamanna innbyrðis og afstöS- nnni til aðal-iánardrottins Evrópu stórveldanna: Ameríkumanna. Eru það einkum Frakkar, sem nú hreyfa þessu máli Þeir eru þar verst staddir, skuldir mestar, og þær taldar sá hnúturinn í málinu, sem örðugast verður að leysa. Súkkul. 2.25, Hveiti, Hrisgrjón, Haframjöl 35 au. og alt eftir þessu i A. B. C. Það sem einkum hefir verið rekstri þessa máls til fyrirstöðu undanfarna mánnði er afskifta- leysi Ameríkumanna og tregða þeirra til að taka þátt í fundum og umræðum um málið. Þeir vildu ekki koma til Genua og ekki taka opinberan þátt í fundinum í París í sumar. Hins vegar afgreiddu þeir lög um borgunarskilmála Evrópu- þjóðanna á skuldum þeirra við rík ið — nokkurskonar rukkun í laga- formi, sem ómögulegt verSur að framfylgja. Frakkar sendu erind- reka vestur til þess að tala við stjórnina út af lögum þessum og tiikynna henni að þeir gætu ekki fcorgað, en sú för bar engan árang- ur. En nú í september hefir ný tilraun verið gerð til þess að fá Ameríkumenn til að semja um skuldaskiftin, eins og hvern ann- an aöila í sama máli, í stað þess að þeir fari sínu fram, sem aðili gegn aðila — sem krefjandi gegn skuldunaut. Er sagt, að stjórrtin í "Washington hafi fengið tilmæli stjórna Breta og Frakka um að tilnefna fulltrúa 4 nýja ráðstefnu, e, ræði málið með sjer. Sagt er ennfremur, að Poincaré forsætisráðherra hafi í undirbúu- ingi skjal eitt- mikið til stjórnar- irmar í 'Washington, þar sem hann sýni fram á, að málið geti ekki komist á rekspöl fyr en Ameríku- menn taki þátt í samningum um það. En eigi er búist við því, að stjórn Ameríkumanna vilji taka þátt í neinum samningum fyr en kosningar sjeu um garð gegnar þar í landi. Skuldaskiftamálið hef- ir nefnilega verið notað sem kosn- irgabeita, og því óspart verið hamp að framan í kjósendur, að Evrópu- þjóðirnar verði að horga hvem eyri af skuldunum, svo að útgjöld in af ófriðnum leggist ekki á ameríska skattborgara. Þetta þyk- 'ir vænlegt til að ganga í fólkið, en stjórnmálamenn vita hins vegar vel, að það er talað út í hött, þeg- ar þess er krafist, að Evrópn- þjóðirnar horgi. Þær verða fyrst að geta borgað. Af þessum ástæðum þykir víst, að Ameríkumenn vilji ekki ganga til samninga um þetta mál fyr en eftir kosningar. En hms vegar þykir víst, að þeir muni gera það þá, og að framkoma þeirra verði öll miklu liðlegri þá, en þeir hafa látið á sjer sjá undanfarna mán- uði. En talið er víst, að Ameríku- menn geri það að skilyrði — og það er talin skoðun Hardings for- seta — að .Evrópuþjóðirnar hafi áður en ráðstefnan verður sett kcmið sjer niðúr á sameiginlegri stefnuskrá í málinu, því „Ameríku menn nenni ekki að senda menn til Evrópu til þess að hlusta á Frakka og Breta rífast“. í Englandi hefir það vakið al- menna ánægju, að Poincaré vill koma á ráðstefnu um skuldamálið, því hann hefir undanfarið gert lítið úr ráðstefnum og gildi.þeirra, öfugt við það sem Lloyd George heldur fram. Ensku blöðin telja því, að þetta sje sigtir fyrir Lloyd George. Eigi er þó álitið, -að enska stjórn- inu tilkynni opinberlega þátttöku sína í eSa ósk nm þessa ráðstefnu fyr en enska þingið er komið saman, en það verður innan shamms. --------ö-------- J • upp verkamannaskýli við höftíina hjer. Hefir sú nefnd komið fram með tillögur sínar, og leggur hún tii, að byrjað verði á byggingu skýl- isins nú þegar, og að það verði bygt úr timbri, ennfremur að höfnin leggi til ókeypis lóð undir skýlið norílan vert við Tryggvagötu, rjett fyrir vest- an lækjarósinn. — Hafnarnefnd bef- ir samþykt að láta lóðina endur- gjaldslaust. --------o-------- Sjötugsafmæli á í dag Böðvár Jóns- son, sem nú er afgreiðslumaður í bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar. Hann er Borgfirðingur að ætt, en fiuttist um þrítugt austur til Vopna- fíarðar og var lengi í póstferðum þaðan. Er hann þektur víða um land, góður maður og greindur og alstað- ar vel kyntur. Sögur Rannveigar II eru nú komn- ar í allar bókaverslanir í bænum og kosta kr. 5.00, í fallegu bandi kr. 7.50. Sálarrannsóknafjelagið heldnr fyrsta fund sinn eftir sumarlevfið í kvöld í Bárubúð, eins og auglýst befir ver- i- hjer í blaðinu. Formaður fjelags- ins, hr. Einar H. Kvaran ritböfundur talar þar um bók hins danska dóm- prófasts, dr. theol. H. Martensen- Larsen, sem allmikla athygli hefir vakið í Danmörku og biskup vor, dr. theol. Jón Helgason hefir mælt ineð í Prestafjelagsritinu. —- Síra Har. Níelssön -segir þar og frá skygnu fólki, er hann kyntist í sumar á ferð sir.ni krin^um landið. Af sjerstökum ástæðum skal þess getið, að Guðmundur sá, er skrifaði árásargreinina í Alþýðublaðinu á Sæmund Gíslason lögregluþjón, var Guðmundur Jónsson frá Helgastöð- um. Verður nánara s'agt frá úrslitum þessa máls síðar. I>ór fór til Vestmannaeyja í gær- kvöldi. » Botnia kom til Akureyrar í dag, og er búist við henni hingað á laug- ardaginn. Geysifjöldi farþega kvað vera með skipinu bingað. Island mun' geta komið bingað á sunnudaginn. Tordenskjold er væntanlegur hingað í dag frá Vestmannaeyjum. Kom hann upp til Austurlands með ýmsar vörur og affermir það síðasta af farminum hjer. Dánarfregn. Nýlega er látinn á Lartdakotsspítala Sturla Jónsson fyr- verandi skipstjóri á ísafirði. Hann hafði verið búsettur hjer í bænum um 2 ár. Lóðir á hafnaruppfyllingunni. Al- þýðubrauðgerðin hefi'r sótt um 400— 500 ferm. leigulóð á eystri hafnar- uppfyllingunni, einnig Matthías Þórð arson 200 ferm. loð undir fiskgeymslu og vöruskúr, og loks Garðar Gísla- son um 300 ferm. undir vörugeymslu- hús. Hefir hafnarnefnd falið hafn- arstjóra að afhenda þessar lóðir og gera^ samning um þær. Leiga á lóðum á austuruppfylling- unni hefir hafnarnefnd sairiþykt að skuli vera kr. 4.00 á ferm. árlega. Verkamannaskýli. í f\Tra var kos- in nefnd í bæjarstjóminni til þess að koma fram með tillögur um það hvernig tiltækilegast væri að koma fiEÍmanmundurinn Það hafðj oft komið fyrir síð- ustu vikurnar hð maöurinn henn- ai, sem var reglusemin sjálf, kom ekkj heim til að borða á ákveðn- vm tíma. Mölvu hefði heldur ekki fundist neitt til um það frekar venju, ef hin mikla breyting, er var. orðin á Bernd npp á síð- kastið hefði ekki valdið henni áhyggjum. Ilann talaði aldrei við hana um ijármál sín, en hún var þó viss um að þar mundi ekki. ganga honum alt í vil. Hversu mikið, sém hann gerði sjer far um að láta bana aldrei sjá sig nema glaðan i bragði og þó að hanu enga ástæðu gæfi hennj 'til að kvarta um vöntun á, ástúð og blíðu af hans hendi, gat hún þó aldrei annað en tekið eftir því að hanu varð oft af leggja að sjer til að láta ekki bera á í, hve vondu skapi hann var. Hann var oft ut- an við sig og óstiltur, sem áður hafði aldrei komið fyrir hann. Hún hafði líka undrast það að hann alt í einu var hættur ýmsu, sem hann hafði verið vanur við frá herþjónustu árum sínum, smá I skemtunum og ýmsum þægindum sem hann áður hafði látið eftir sjer. Þegar hún spuröi hann því hann hætti þessu, svaraði hann einhverju spaugsvrði eða útúrdúr- um, en ástin sjer vel og það dnld- ist henni ekki að hann komst í vandræði með að svara og að hún hafði hreyft einhverju, sem hon- um tók sárt að hún skyldi minn- ast á. í raunalegum hugleiðingum sett ist hún við horðið í dagstofunni, en það gekk ekki mikið á vinn- una, sem hún hjelt á, og bráðum lágu grönnu mjúku hendurnar, sem annars voru svo iðnar, iðju- lcusar í kjöltu hennar. Akafar en nokkru sinni fyr streymdu endurminningarnar um alt það; sem fyrir hana hafði kom- ið síðan brúðkauþsdaginn. Bernd gat ekki borið neina ábyrgð á neinu af því sem sorglegt var og sárt í þessum endurminningum; hann hafði horið alt 'þetta óverð- skuldaða mótlæti eins og hetja og mikilmenni. í þá fimtán mánuði sem liðnir voru síðan þau giftust hafði hann aldrei kvartað einu orði um öll þau vonbrigði, sem hann hafði orðið fyrir; altaf hafði hann sýnt henni sömu nærgætn- ina og hlíðuna eins og í Stokk- hólmi meðan hún var veik. Og það var hara ástin, sem gerði það að verkum, að hún sá og vissj hve mikið hann í raun og veru tók út t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.