Morgunblaðið - 21.09.1922, Síða 2
Eggert Stefánsson
heldur hljóraieika, í Nýja Bio, laugardaginn kemur kl. 7‘/a-
QJI lögin eftir Sigvalda Kaldalóns. — Mörs: lögin eru ný
og hafa aldrei heyrst hjer áður. — Sigvaldi Kaldalöns ad-
stoðar. — Aðgöngumiðar seldir í bókaverslunum.
I ' ........... -...................
Til hvers er hafa vill. VERSL. BEN. S. ÞÓR. vill selja í
heildsölu nokkra kassa af ágætum rúsínum, sveskjum, Víkingsmjólk
og töluvert af kexi í kösaum.
Simamálið.
Nl.
Væri þá ekki hægt að segja,
að farið sje að snúa hlutunum
vjð. Hvað vottorð snertir nú á
tlmum, þá verður oft að skoða
þau í sjerstöku ljósi. Og eitthvað
það einkennilegt, að landssíma-
stjóri skyldi finna ástæðu til að
biðja þá um vottorðin, sem gáfu
iþau. Var það þá strax orðið svo
nauðsynlegt, að einmitt þessi mað-
ur fengi vottorð ?
Þá kemur að þeim hluta grein-
arinnar, sem jeg hefði viljað óska,
»ð höf. hefði látið óskrifaðan. Jeg
hefði helst kosið að þurfa ekki
að leiðrjetta ýms ummæli hans
þar, en hjá því verður ekki kom-
ist. Leggur hann þá fyrst útaf
þeim orðum í brjefi F. í. S., að
landssímastjóri virði ekki viðleitni
♦Jmamanna til að auka þekkingu
sína 4 starfssviði sínu. Er nema
eðlilegt, að símamönnum verði á
a,ð ætla, að það sje nærri sanni,
þegar athugaðar eru ástæðurnar,
sem færðar eru fyrir því.
Hvað viðvíkur tdvitnun höf. í
utanför ritstjóra Símablaðsins, er
það við henni að segja, að styrk-
ur landssímans var ekki annar en
laun hans. Og ekki átti lands-
símastjóri frumkvöð að þeirri för,
heldur ritstjóri Símabíaðsins sjálf-
hir. Þá var um mörg ár búið að
rita um mentun símamanna í
„Elektron“, og senda landssíma-
tstjóra áskorun um að gangast
fyrir því, að fastur styrkur yrði
veittur , til utanfara símamanna,
svo húast mátti við, að einhvern
tima kæmi að því, að einhver litur
yrði sýndur á því, að taka það til
greina. Jeg veit ekki betur, en
þannig hafi líka verið um flest
það er gert hefir verið síma-
sjettinni til heilla. Það hefir átt
upptök sín í Fjelagi ísl. síma-
manna. Ef símamenn eru svo
blindir og vanþakklátir að sjá
eskki, ef landssímastjórinu hefir
átt upptök að einhverju stjett
þeirri til heilla, þá er það leitt,
að greinarhöf skuli ekki koma
með einhver dæmi þess.
Lengj hafði verið skrifað um
sultarlaun símamanna, áður en það
var tekið til greina. Og veit jeg
ekki betur, en tillögur landssíma-
stjóra, sem var þó breytt síma-
mönnum í hag, hafi komið fram
fyrir tilmæli launamálanefndar al-
þingis. Hvergi sje jeg í Síma-
blaðinu þess getið, að síminn ætli
að kosta, að „tilhlutun landssímá-
,«tjóra“, stúlkur til utanfara, en
hins er óskað þar, að því verði
haldið áfram, og er það, vonandi.
Þá verður maður var talsverð-
rar kaldhæðni, er höf. minnist
á veitingu Vestm ann aeyj astöð var-
innar. Hann kemst svo að orði:
„Sannleikurinn í þessu atriði er
sá, að allir símamenn vissu, að
staðan var fyrir löngu ætluð elsta
starfsmanni símans, og hafði eng-
inn þelrra nokkum tíma lireyft
minstu mótmælum við því“.
Þetta eru fá orð, en það má
segja, að því ógætilegar sjeu þau
sögð. Eitt af því, sem F. í. S.
hefir fundið að í embættisgerð-
um landssímastjóra, er einmitt
þetta, að vissum mönnum sjeu
ætlaðar stöðurnar fyrirfram. En
höf. lætur sjer ekki nægja, að
staðfesta það, heldur þarf hann
lika að gefa það illkvitnislega í
skyn, að landssímastjóri hafi um
langan tíma verið að flæma þá-
verandi stöðvarstjóra í Vestm,-
eyjum burtu, til að koma þessum
sjerstaka m-anni þangað. Svo langt
hefir Símafjelagið aldrei gengið.
Veitingu Norðfjarðarstöðvarinn-
ar nefnir höf. ekki, en aftur á
móti segir hann, að meiri hluti
þingsins hafi ráðið því, hver fengi
„áhalda og efnisvarðarstöðuna“.
Er það ekki skylda landssíma-
stjóráns, sem þess, er á að gæta
hagsmuna símamannastjettarinnar,
g^ð vemda símann frá því, að
stöður innan hans verði gerðar
að pólitískum bitlingum? Og ekki
þurfti höf. að upplýsa það, að
stjórnarráðið legði síðustu hönd
á veitingar innan símans. En
landssímastjórinn á að hafa það
vald, að stöður verði ekki veittar
móti vilja hans. Og hefir hann
lýst því yfir, að ábyrgðina á veit-
ingu Borðeyrarstöðvarinnar bæri
hann.
Það kemur úr harðri átt, að
kalla framkomu F. í. S. „hefnd“
við Eggert Stefánsson, og það
era of stór orð til að slá þeim
fram, án þess að færa rök að
því. Eða er höf. hjer ennþá með
kaldhæðni sinni að gefa síma-
mönnum í skyn, það sem áður
hefir verið getið um í blöðun-
um, að hægt sje að líta svo á,
að verið sje nú áð launa 'Eggert
Stefánssyhi framkomu hans í
fyrra? Mig fær hann aldrei til
að trúa því.
Þá kemur sá mikli vitnisburð-
ur höf. um það, að F. í. S. hafi
farið þá einu rjettu leið, er það
birti vantraust sitt á landssíma-
stjóranum í Símabláðinu. Hann
segir: „Sem bdtur fer eru það
ekki símameyjarnar hjer og f*je-
lagar þeirra, sem eiga að ráða
því, hvern símastjóra vjer Is-
lendingar eigum að hafa. Því
ræður þjóðin, borgarar landsins
og allur almenningur“. Símafje-
lagið hefir hvergi lýst því yfir,
að það teldi sig ráða þessu. En
það álítur sig hafa fullan rjett
til að láta í Ijósi skoðun sína
á þeim manni, sem skipar það
embætti. Og sömuleiðis álítur það
skyldu sína, gagnvart sjálfu sjer
og þjóðinni, að finna a?f gerðum
hans, þegar þess er þörf. En fyrst
„þjóðin, borgarar landsins“, ráða
því, hver er landssímastjóri, því
á þá að fara í felur fyrir henni
með það sem aflaga fer í em-
bættisstarfijians ? Einhverjar bros.
legar mótsagnir eru í þeirri rök-
semdaleiðslu, sem jeg læt höf.
um að finna. Og þær eru fleiri
þess eðlis hjá honum. Hverjum,
skyldi t. d. fremur bera, en latids-
símastjóra, að leggja sig fram
til að efla símann? Og jeg skil
ekki vel hvað greinarhöf. fer,
er hann segir, „að enginn yfir-
maður nokkurrar atvinnustjettar
í landinu hafi barist svo dyggi-
lega fyrir bættum kjörum undir-
manna sinna, sem landssímastjór-
inn. Hvað ætli símamenn hafi ver-
ið búnir að kvarta í mörg ár und-
an sultarlaunum sínum, er farið
var að sýna lit á að bæta úr því.
Og jeg hygg, að ennþá myndi
mörgum búðarmanni finnast lítið
til um laun þeirra. Hvað því við-
víkur, að símameyjarnar leiti sjer
„vellaunaðra hjáverka“ við sím-
ann, eihs og greinarhöf. kemst
að orði, þá er það barnaleg vit-
leysa. Má þar til færa orð þess
manns, er kjörum þeirra ætti að
vera kunnugastur, bæjarsímastjór-
ans, í Vísi á síðastliðnum vetri.
Er hann þar að mótmæla þeim
orðum hr. alþm. Sveins Ólafsson-
ar, að draga mætti af launum
þeirra. Þá hefir það verið brýnt'
fyrir símameyjunum, að vinna sem
minst meðfram símastarfinu, sök-
um þess, hve það væri þreytandi.
Hygg jeg dóm greinarhöf. um
þetta atriði ekki óskeikulan;
minsta kosti verður maður að
ætla, að sá maður sem nær/
ur, sje hæfari til að dæma um
kjör símameyjanna en hann.
Er því ekki gott að skilja þessa
fyndni höf. um alikálfana, nema
kaldhæðni hans sje enn að brjót-
ast út, og sje nú beint að hon-
um sjálfum. Má vera að þeir ali-
kálfar sjeu til, sem hafa löngun
ti að launa eldi sitt, þó það á
stundum vilji takast ógiftusam-
kga.
Andrjes G. Þormar.
------o------
kandmandsbanken.
í gær barst blaðinu svolátandi
tilkynning frá sendiherra Dana
hjer nm viðreisn og horfur Land-
mandsbanken:
„Með sjerstöku tilliti til Þjóð-
bankans er Landmandsbanken nú
kleift að borga út allar ávísanir
og erlendar skuldir, sem fallið
hafa í gjalddaga.
Samkvæmt ummælum kunnra
bankamanna, sem birt hafa verið
í blöðunum, bera menn traust til
bankans eftir þessa nýju tilhögun.
Forstjóri Þjóðbankans, Ussing,
hefir sagt nákvæmlega frá þeim
framkvæmdum, sem áttu sjer stað
í júlímánuði, og urðu til þess að
veita þá Landmandsbahken bráða-
birgðahjálp. Varð á þeim tíma all-
mikið ósamræmi í mati því, sem
bankaumsjónarm. ríkisins, Green,
framkvæmdi og því sem banka-
stjórnin sjálf ljet fram fara, eink-
anlega í þremur þýðingarmiklum
atriðum. Forstjórar bankans hjeldu
því fram, rneðan á þessari rann-
sókn stóð, að eftir þeirra hyggju
yrði óhjákvæmilegt að loka bank-
anum, ef farið yrði eftir mati
bankaumsjónarmannsins; en þeg-
ar svo virtist sem fullkominn
möguleikiværi fyrir því að styrkja
bankann til þess að komast á rjett
an kjöl aftur, taldi Þjóðbankinn
það ekki rjett að ganga alveg fram
hjá mati bankans sjálfs.
Þjóðbankinn ákvað því að veita
Landmandsbanken 30 miljóna kr.
hjálp, í þeirri von, að það nægði!
bankanum til þess að komast úr
kreppunni.
Stjórnin hefir lagt fyrir þjóð-
þingið tvö lagafrumvörp um hjálp
ríkisins til endurreisnar bankan-
um í samræmi við það, sem frá
hefir verið sagt áður, og um skip-
un nefndar til þess að rannsaka
hag bankans.
Frumvörpin voru til fyrstu um-
ræðu í gær; allir fulltrúar flokk-
anna hvöttu til fljótrar afgteiðslu
á frumvörpunum.
Eftir að lagafrumvörpin hafa
verið í nefnd, er búist við að þau
verði samþykt í dag (í gær).
-------o-----—
Steinolían Enn.
Alstaðar þaðan, sem fretttir
berast um álit manna á steinolíu-
einokun stjórnarinnar, er sömu
söguna að sega. Allur þorri manna
lítur á hana eins dg hver önnur
afglöp, sem aldrei verði nógsam-
lega vítt, afglöp, sem stjómin geti
ekki 4 neinn hátt varið eins og
nú er komið málum og horfur
eru á um samkepni með þessa
þýðingarmiklu vörutegund.
Meðal þeirra blaða, sem mót-
mælt hafa steinolíufargani stjórn-
arinnar, er blað Sigfirðinga
,Fram‘. En það blað er einmitt
fultrúi útgerðarmanna og vjel-
bátaeigenda í einhver-ju stærsta
fiskiveri landsins. Er svo að sjá
á grein þessari í „Fram“, að þeir
berj harla lítið traust til þess,
að landsverslunarolían verði ódýr.
ari eða tryggari en þó einstakir
menn hefðu annast innflutning-
inn, eða með öðrum orðum, þó
irnflutningur hefði verið frjáls
óttast þeir miklu fremur hið
gagnstæða. „Fram“ segir m. a.:
„Það kom víst mörgum á óvart,
þegar fullnaðarfregn kom uru
það núna á dögunum að larilið
tæki steinolíusöluna í sínai* hend-
ur frá Í0. febr. n. k. Það hUðu
að sönnu komið óljó^ar fregnir
um, að stjórnin væri í einhverj-
um samningagerðum við erlent
olíufjelag, en þær fregnir voru
mjög óljósar og var lítt trúað;
— mun fæsta hafa grunað það,
að stjórnin ætlaði sjer að nota
heimildarlögin frá þinginu 1917,
nú að 5 árum liðnum án þess að
bera það undir þing að nýju,
þar sem ástæður 'allar eru nú
svp mikið breyttar frá því sem
þá var, og þar sem útsöluverð
á steinolíu innanlands hefir stöð-
ugt farið lækkandi í sumar, og
ei enn að lækka.
Það þarf ekkj nema svo örlítið
út af að bera til þess að vönt-
un á steinolíu geti valdið einstök-
um mönnum og einstökum ver-
stöðvum stóttjóns, þegar ekki er
ntma einn seljandi á öllu land-
iru. T. d. fær útvegsmaður frjett
sem hann telur áreiðanlega um
það, að olía eigi að koma þang-
að sem hann á heima með þessu
eða þessu skipi. Það reynist ósatt,
— aflahlaup kemur og hann getur
ekki haldið út vegna olíuleysis-
ins. Eða — skip sem hann á
ólíu með, ferst. Olíuskip til lands-
verslunar ferst, — og svo mætti
fá mörg dæmi.
Verð steinolíunnar var að kom-
ast niður í það eðlilega — og
hefði fljótlega komist það. — Það
var eingöngu frjálsri samkepni
að þakka, en nú þegar stjórnin
:iaasg.'«wir.t * ærjzys.
Frá E. & T. Pink Ltd
Þórður Sveinsson & Co.
grípur inn í, hættir sú samkepni
og jafnvel þótt verð olíunnar
lækki frá því sem nú er, þegar
landsverslun fer að selja hana,
þá er það allg ekki sönnun þess,
að það hefði ekki lækkað enn meira
með áframhaldandi frjálsri versl-
un. — En hagnaðarvonin fyrir
ríkiskjóð? munu margir segja. Jú,
hún er til, — á kostnað kaup-
enda olíunnar — landsmanna
sjálfra, — með því að halda verð-
inu óeðlilega háu. Það hefir
landsverslun sýnt undanfarið að
hún kann, og vafasamt er hvort
þessi steinolíueinokun verður bii-
hnykkur fyrir ríkissjóð“.
Þetta er nú álit þessa blaðs,
sem gftið er út í mannflpsta út-
gerðarplássi landsins og á að tala
máli þeiri’a manna, sem olíuna eiga
mest að nota, og hefðu þá allra
manna helst átt að fagna því,.
ef stjórnin hefði gert eitthvað
útgerðarmönnum til ljettis og
gagns. En e’ns og sjá má, er
það alt annað en fögnuður, sem
lýsir sjer í greininni. Og undrar
það engan.
--------o-------
„Atvinnuhorfurnar hjer í Rvík‘“
heitir grein, sem. fyrir stuttu stóð
í AlþýSublaðinu. Ræðir hún um
tyrirsjáanlegt atvinnuleysi og þar
af leiðandi neyð hjer í bæ á
komandi vetri, og úrræðin. til
þess að bæta úr þeim atvinnu-
skorti.
Sennilega- gerir blaðið alt of
mikið úr því atvinnuleysi, sem
hjer muni verða í vétur og þeirri
neyð, sem af því muni stafa. Það
er (eins og blaðið hafi óstjóm-
lega löngun, eða þeir, sem í það
rita, til þess að gera sem allra
miest úr fátæktinni og neyðinni
og lýsa ekki aðeins því sem er
heldur líka hinu, sem ókomið er
á allra hörmulegasta hátt.
Það er vitanlegt, að allur al-
menningur hefir haft vsæmilega
atvinnu í sumar og mun það vera
.fkt hjá blaðinu, að fjöldi fólks
hafi gengið hjer atvinnulaus, þeir
sem á annað borð hafa getað
unnið vegna heilsu eða elli. Um
hitt þarf heldur ekki að deila,
að um eitthvert atvinnuleysi verð-
ur hjer að ræða, meira og minna,
eins og að undanförnu. Og sjálf-
sagt væri, ef þess væri nokkur
kostur, að útvega öllum búsett-
um mönnuiú hjer atvinnu. Það
væri þeim sjálfum og bæjarfje-
laginu fyrir bestu. En það er er-
fitt að ibenda á framkvæmanleg
ráS til þess.
Vitaskuld gerir Alþýðubl. það,
en á sama hátt og það er vant.
Ráðin eru öll uppi í skýjunum.
Það segir t. d. að „eina leiðin
til þess að bæta“ núverandi á-
/