Morgunblaðið - 27.09.1922, Síða 2
fjelaga hjer 4 landi: að það geti
sætt burtrekstri fjelagsmanna úr
fjelaginu, ef þeir kynnu einhvem-
tíma að sjá sjer hag í að versla
utan kaupfjelagsins, t. d. viö kaup
menn sem byðu miklu betri kjör
<en kaupfjelagið. Mjer er ekki
kunnugt um hvernig ákvæði þetta
hefir verið framkvæmt hjá kaup-
fjelögunum, en tilgangur forkólf-
anna er komu þessu ákvæði inn í
samþyktimar er auðsær. Það er
hægt að misbeita þessu ákvæði
stórkostlega, því enda þótt menn
sæju sjer stóran hag í at> fara
úr kaupfjelaginu, þá er þeim það
máske ókleift vegna þess, aö þeir
ern bundnir við það á skuldaklaf-
•anum. Menn verða því nauðugir
viljugir að vera kyrrir í f jelaginu,
hafa viðskifti sín þar, hvernig
sem þau eru, án alls tillits til
viðskifta annarsstaðar. Þessar
hömlur á verslunarfrelsi einstakl-
inganna, sem hjer era að gera
vart við sig í allstóram stíl, virð-
ast í fljótu bragði vera meinlitlar.
En þegar þess er gætt hvemig
verslunarmálum vorum er komið
—i þegar þau era komin inn í hið
úheilbrigða stjómmálalíf vort, og
þar í hendur ábyrgðarlausra skrum
ara, þá er öllum ljóst hvaö meint
er með þessu ákvæði í kaupfje-
lagssamþyktunum. Forkólfar sam-
vinnufjel. hafa áreiðanlega ekki
sett ákvæðið óhugsað út í bláinn.
Annars minnist jeg þess í þessu
sambandi, að jeg las það í Tíma-
riti samvinnufjelaganna, þar sem
xituð var saga samvinnufjelag-
anna hjer á landi, eftir skólastjóra
samvinnuskólans, að þar fer skóla-
stjórinn þungum orðum um kaup-
mann á Húsavík, er beitti sams-
konar aðferð gagnvart hinu ný-
stofnaða kaupfjelagi þar. Sje þar
rjett skýrt frá, eru ámæiin rjett-
mæt. En furðanlega hefir skóla-
stjórinn verið gleyminn, að muna
ekki eftir þessu er hann bjó til
uppkast að samþyktum fyrir kaup
fjelögin.
Löggjafarvaldið hefir haft all-
mikil og að ýmsu leyti óheilbrigð
afskiftj af verslunarmálum þjóð-
arinnar, sjerstaklega með samþykt
laga nr. 36, 27. júní 1921, um
samvinnufjelög. Lög þessi era sam
in með einhliða skoðun fyrir aug-
um, þingið samþykkir þau, án
þess að gagnrýna þau hið minsta.
Lögin era þar af le.ðandi mein-
'gölluð, og að ýmsu leyti skaðlega
gölluð. Það hefði því verið eðli-1
legast og rjettmætt, eins og lög
þessi eru, að löggjafarvaldið hefði
haft meiri afskifti af framkvæmd
laganna, í stað þess að leggja hana
í hendur ábyrgðarlausra skram-
ara.
Hvernig þeir menn eru sem þjóð
in hefir tekið sjer til forastu og
falið að koma málum sínum í
framkvæmd er best að sjá á um-
ræðum er nú eru að hefjast í blöð-
nnum, um okkar etæretu velferðar
M O £ GUN BliAiUI ____
mál, verslunarmálið- Nýútkomin
bók um verslunarólagið, eftir fyr-
verandi bankastjóra Björn Krist-
jðnsson gaf ástæðu til umræðunn-
ar. Bókin er skýr og skilmerki-
lega rituð, mjög hógvær og með
fullum rökum bent á það er m:8ur
fer. Var hún góð undirstaða þess
að ræða um málið í alvöru. Nú
! er byrjað að ræða málið, en á
nokkuð sjerkennilegan hátt. Það
j er ekki málefnið sem tekið >er til
umræðu, heldur höfundur bókar-
innar. Oft hefir aurinn blettað síð-
ur okkar blaða, aðstandendum til
lítils sóma, en jeg minnist aldrei
að hafa sjeð nokkurt blað jafn
auri drifið sem Tímann nú, síðan
hann tók verslunarmálið inn á
sína arma til umræðu. — Það sem
alla tíð hefir verið aðalstuðnings-
hella okkar litlu þjóð, var að hún
bar gæfu til þess að velja sjer
forystumenn. Þeim tókst svo furð-
anlega að leiða hana fram hjá
skerjum og boðum, þrátt fyrir
hungursneyð og erlenda kúgun.
Vjer skulum vona að þjóðin beri
framvegis gæfu til þess að velja
sjer foi*ystumenn, eins og hún hef-
ir gert fram að þessu. Þá mun
framtíð lands vors verða blómleg,
og iila þekki jeg bændastofninn
íslenska, ef hann viðurkennir lengi
sem forystumenn höfunda saur-
greinanna í Tímanum.
Kári.
------o------
Hljóðfæraskóli.
Þær virðingarverðu tilraunir, er
gerðar hafa verið hjer til þess,
að koma upp hljóðfæraflokki, hafa
viljað stranda á því að ennþá
eru tii aitof fáir sem kunna að
leika á hljóðfærin. Nú hafa lúðra-
fjelögin ákveðið að halda kennara
sínum hr. Otto Böttcher í vetur,
og vilja stuðla að því, að kraftar
hans geti orðið notaðir sem best.
Því hafa þau lánað híis sitt jafn-
skjótt og það er komið upp, til
þess að þar geti orðið vísir áð
hljóðfæraskóla, ekki einungis til
að læra á horn, heldur einnig á
önnur venjuleg orkesterhljóðfæri.
Nú verður lúðrasveitarhúsið ekki
tilbúið til afnota fyr en í fyrsta
lagi í byrjun desember. Hefir rek-
tor mentaskólans sýnt þá velvild
að lána þangað til eina stofu síð-
ari hluta dags, til afnota fyrir
þessa kenslu, af því að svona
sjerstaklega stendur á.
Ef byrlega blæs, ætti þetta fyr-
iitæki að geta átt framtíð fyrir
höndum, og hefir því verið gert
uppkast af skipulagsskrá til bráða-
birgða fyrir skólann, og hljóðar
hún þannig:
Skipulagsskrá til bráðabirgða fyrir
hljóðfæraskóla í Reykjavík.
I. Tilgangur. Skólinn er stófnaður
í því skyni, að veita tilsögn í að
leika á flest þau hljóðfæri, sem notuð
eru í hljómsveitum!
II. Tilhögun. Skólanum er skift í
aðaldeild fyrir þá, sem undirbúning
hafa fengið og undirbúningsdeild,
fyrir byrjendur. Dvölin á skólanum er
ætlast til að verði svo löng, að nem-
ardinn verði fullfær um að leika
í orkestri á eitt aðalhljóðfæri. En
æskilegt er að hann einnig læri á
annað hljóðfæri til vara, sem hann
getur gripið til, er þörf krefur.
Tíminn hlýtur að vera nokkuð misjafn
sem til þessa fer, eftir þvi hvaða
hæfileika iðni og undirbúning nem-
andinn hefir til að bera. Undir flest-
um kringumstæðum eiga 2—3 ár að
að nægja, til þess að ná þessu tak-
marki.
Skólaárið er 9 mánuðir, frá 1. okt.
til 30. júní.
III. Kenslan. Kent verður að
leika á:
a) Strokhljóðfæri (fiðlur,
armfiðlu (bratsche), knjefiðlu (cello),
og standfiðlu (kontrabass).
b) Blásturshljóðfæri (flautu
klarinettu o. fl. og ennfremur horn
af ýmsu tagi.)
c. Sláttarhljóðfæri (bumbu,
trumibur, xýlófón, klukkuspil o. fl.).
Ætlast er til að hægt verði að veita
tilsögn í píanóspili, þó ekki að svo
stöddu, nema sem aukahljóðfæri.
í tónfræði verður sameiginleg
kensla, sem allir verða að taka þátt í.
f samspili verða haldnar æf-
ingar og verða sömuleiðis allir að
taka þátt í þeim.
Hver nemandi fær á viku hverri
1 klukkutíma eða 2 hálftíma kenslu
í hljóðfæraleik og 1 klt. í tónfræði.
Samæfingamar em auk þessa á sjer-
staklega ákveðnum tímum.
IV. Skólagjald. Fyrir skólaárið (9
mánuði) greiðir hver nemandi 150 kr.
í þrennu lagi fyrirfram fyrir 3 mán-
uði í senn. Inntökugjald er auk þessa
10 kr. í eitt skifti fyrir alt.
Æskilegt er að skólanum vaxi sá
styrkur að hann geti veitt gáfuðum
og efnalitlum nemendum eftirgjöf á
skólagjaldi að hálfu eða öllu.
V. Upptaka, brottför. Nemendur
geta fengið upptöku í skólann að und-
angengnu inntökuprófi, á hvaða tíma
skólaársins sem er meðan rúm leyfir,
gegn greiðslu skólagjalds fyrir yfir-
standandi ársfjórðung. Ur skólanum
geta þeir einnig farið, er þeim líst.
At, loknu námi ganga nemenidur undir
próf og fá að lokum skírteini um
árangur skólaverannar.
VI. Reglur. Það er óhjákvæmjlegt
skilyrði fyrir skólavistinni að nem-
endur sjeu siðprúðir og reglusamir,
sæki kenslutíma stundvíslega og ræki
r.ámið af kappi. Standa verða þeir
skil á kenslugögnum er þeir kunna
að fá lánuð, óskemdum. Ekki mega
þeir án leyfis leika opinberlega á
hljóðfæri, meðan þeir eru á skólanum,
en skyldir eru þeir að leika með
á hljómleikum er skólinn heldur.
.Jafnan verða nemendur að senda
tilkynningu um það ef forföll banna
að sækja kenslustund. Ef skólareglur
eru brotnar alvarlega, varðar það
brottvísun án skírteinis.
VII. Skólaráð. Til ráðuneytis og
stuðnings skólanum er 5 manna skóla-
ráð, er kýs sjer sjálft formann.
Kensluna í tónfræði mun Páll
ísólfsson hafa á hendi, svo að
kennarar verða að svo stöddu,
ekki fleiri en hr. Böttcher og
hann.
----■ ----------
Hugleiðingar.
Sigurður Skagfeldt hefir tvisvar
á söngskemtunum sínum í Nýja
Bíó gefið bæjarbúum kost á að
heyra hina fögra tenór-rödd sína.
Aðsóknin að söngskemtunum hans
var ekki eins góð og átt hefði að
vera, sjerstaklega í síðara skiftið.
Menn hafa ekki alment athugað
nógu vel hve gaman það getur
verið, að heyra mikla og fagra
söngrödd, þó söngmaðurin'n sje
enn á fyrsta námsstigi, og geta
svo síðar meir, þegar söngvarinn
er lengra kominn í námi sínu, bor-
Ágæt tegunö
nnuy cui
s í g a r e 11 u r
yS’f I
ffli
■i
jfÍUDIUH STRENGTH |
WD&H.O.Wills,
Bristol & London
Smásöluverð
75 aurar
pakkinn 10 stykkja
W. D. & FI. O. WILLS,
BRISTOL & LONDON.
Fargjölö
með skipum Sameinaða gufuskipafjclagsins milli Kaupmannahafnar,
Leith og íslands, verður 1. október færð niður í kr. 165,00 á 1. far-
rými og kr. 115,00 á öðru farrými.
C. Zimsen.
ið saman frammistöðuna og fylgst
með á þroskabraut hans.
Eins og jeg gat um í fyrra,
þegar Sigurður söng hjer í fyrsta
sinn, er rödd hans mikil og blæ-
fögur á hærri tónnnum og hefir
hún magnast mjög og slípast, ein-
mitt á því sviði, eftir stntta dvöl
erlendis undir handleiðslu þess
söngvara Dana, sem hjá þeim hef-
ir bestur og frægastur þótt á síð-
ari tímum, konungl. hirðsongvara
Herold, sem uú befir tekið að
sjer hið mikla vandastarf að
stjórna söngleikum konnngl. leik-
hússins í Kaupmannahöfn. Herra
Herold er vel treystandi til að
greiða götu þessá unga, efnilega
líinda vors, og hann telur hann
mjög efnilegan svo sem meðmæli
frá honum bera með sjer, sem
jeg béfi átt kost á að sjá.
Það er ekkert tiltökumál, að
þessi ungi söngvari vor á sjer
sönglega veikar hliðar og kann
ekki enn að syngja listfenglega;
til þess hefir námstíminn verið
alt of stuttur. En það er trú mín,
að hann komist langt á söngvara-
hrautinni með áhnga sínum og
vöggugjöfinni, hinni fögru og
þróttmiklu rödd, sem þegar borið
er samau við aðra frónska söng-
menn, sem til sín hafa látið heyra,
aðeins stendur að baki Pjetri okk.
ax Jónssyni, að því er snertirkraft
og fegurð. Það er líka trú mín,
að hann þegar tímar líða fram,
mæti annarstaðar meiri yl og dálæti
áheyrenda sinna en hanu nú hefir
orðið fyrir. Ekki þarf hann að
fyrirverða sig, að mínum dómi,
fyrir frammistöðuna núna, þótt
sitthvað megi að henni finna. Það,
sem jeg hefi haft við- hana að at-
huga, hefi jeg í viðtali við söngvar
ann sagt honum sjálfum, og hirði
ekki að tína það hjer upp. Ef alt
fer að vonum, munu ekki mörg
ár líða til þess að nafn Sigurðar
Skagfeldt má finna á songvara-
skrá einhvers Norðurlandasöng-
leikhúsanna, og jeg býst við því,
að nafnið muni þá standa þar okk.
nr löndum hans til sóma, og er
það þ á von mín, að íslendingar
finni betur til þakklætisskuldar
við hann en þeir hingað til hafa
sýnt gagnvart Pjetri Jónssyni
frænda hans, sem nú er frægastnr
allra íslenskra söngvara axmars-
staðar en hjer.
Á. Th.
—o-----
Simstreytan.
Nú er orðin allmikil deila nxn
veiting símstjórastöðnnnar 4 Borð-
eyri,svo því mun ekki mega þykja
ofaukið, þó jeg leggi þar örfá orð
í belg.
Aðallega ætla jeg að benda _ á
tvö atriði. Eggert Stefánsson hefir
mörg 4r undanfarið verið í þjón-
ustu Landssímans, óátalinn af öðr-
um samþegnum sínum^ er nú látá
svo, sem þeim þyki skömm og
smán að honum í stjett sinni. Nú
er mjer spurn- Hví hófnst ekki
símamennimir orða og handa fyr?
Er nokkru meiri vansi að Eggert
á Borðeyri en Akureyri? — Jeg
vænti þess að þessum spurningum
verði svarað, en jeg veit það að
Eggert er afarvel fær símamaður,
en yfirsjónir hans, sem símamanns
bygg jeg ekki meiri, en benda
mætti á um nokkra aðra starfs-
menn hins opinhera., jafnvel við
símann.
Þá kem jeg að hinu atriðinu.
Jeg ætla ekki heilaga vandlæt-
iúg eina valda þessn. Forberg land
símastjóri er afarstjórnsamnr mað-
ur, og hefir harðan aga í liði
því, sem hann ræður fyrir, enda
er þar að minni raun, miklu meiri
regla, en jeg hefi kynst við aðrar
stofnanir opinberar. En verkalýð
þessa lands þýkir harður aginn.
Er það nokkuð að vonum, því nú
er nálega engu nngmenni kent að
hlýða, en löggjafarvaldið hygst að
kúga hinn fnllvaxna lýð, ^með
banni á öllum sviðum, og Þing-
eyskum kúgunarráðstöfuuum. —
Mætti ekki þama liggja fiskur
undir steini, og að símamenn þeir,
er valda gauragangi þessum vildi