Morgunblaðið - 26.10.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1922, Blaðsíða 3
M WGUNBLAÐ IÐ Hvfitbotnuð Gúmmistigvjel með bæjarins laegsta verði hjá Hvannbergsbræðrum. i Þannið er það með heilsuna. Fyrst eftir að maður er orðinn rúmfastur af sjúkdómum og þjáningum þeirra, finnur maður hvað mist er. Varveitið því heilsuna og forðist hina algengu kvilla, sem orsak- ast af blóðleysi, svo sem taugaveiklun, lystarleysi, máttleysi, svefnleysi, höfuðverk og ótal fleira, með því að nota hið viðurkenda blóðmeðal Fersól, sem er mjög bragðgóður dökk-rauðbrúnn vökvi, er fæst í Laugivegs Apóteki og flestum öðrum apótekum hjer á landi. — Út um land er Fersól sent gegn póstkröfu. — Forðist eftirlíkingar. — svo matvönd, en lítil áta í vatninu sem hún þarf meö til að verða feit og' stór. Mjer kemur því til hugar, hvort ekki væri hugsandi að fá hvítfisk frá Ameríku úr Winnipegvatninu og láta hann í Þingvallavatnið, því dýptin er svo lík, þar sem ekki munar nema aðeins tveimur föðmum. Winnipegvatnið er 60 faðmar en Þingvallavatnið 58 faðmar, og er það því álit mitt að hvítfiskur mundi þrífast þar eins vel og fyrir vestan. Þetta er vel hægt að framkvæma, ems og aðrar þjóðir hafa svo oft gert, bæði Norðmenn og Svíar; þeir hafa flutt hrogn eða síli að vestan, og eins líka Englendingar, og er því full ástæða til að þetta væri vel athugað og reynt. Jeg hefi hugsað mjer það þann- ig, að ríkið tæki eða hefði eign- arrjett á öllu vatninu og kostaði svo allan flutning á hrognunum eða (sílunum, að vel athuguðu máli, og hefði alla framkvæmd við þetta starf, og þar næst einka- rjettindi til fiskiveiðanna í Þing- vallavatninu. En ómögulegt er að veiða í því nema á vetrum upp um ísinn, eins og gert er á Winni- pegvatni í Ameríku. Það eru mörg skilyrði fyrir því, að þessi fiskur mundi þrífast hjer, þar sem loftslagið og frostið er líkt, því mikið ríður á, að þegar flutt er síli úr einum stað í ann- an, að hitastig vatnsins sje sem ailra líkast því sem fisksílið hefir klakist upp í. Þáð væri mjög fróðlegt að vita fyrst hvernig át- an væri sem hvítfiskurinn lifir á í Winnipegvatninú, áður en farið væri að ráða.st í mikinn kostnað við þetta starf. Jeg veit að margur mun nú segja, að það væri betra að fyila fyrst öll ' heimavötnin og laíki, sem til eru, af okkar góða og blessaða silungi og laxi, áður en að far:ð væri að ná fiskum frá útlandinu, eins og aðrar þjóðir hafa gert. En þetta lagast nú bráðum, því jeg er sannfærður um, að þjóðarviljinn er óbilandi í þessu eíni. Sjáum nú til, þegar búið ei að vekja áhuga þjóðarinnar a þessu máli, þá getur hún sjeð að hjer hafa. alt að þessum tíma verið huldar fleiri miljónir króna, stm fiskræktin hefði verið búin að gefa af sjer, ef fyrir löngu htfði verið hlynt að henni. Þessi auðsuppspretta getur alls ekki misfarist, þó árstíðin sje öldíð, og verslunarviðskiftin haldi áfram að Vera mikið slæm, eins og nú er. Laxinn og silunginn getur þjóðin notað sjálf. Því holt er heima hvað. Áður en jeg skil við þessa grein, vil jeg hjermeð óska, að liin heiðraða landsstjórn setji strangar reglur, og lög um að eyðileggja allan sel, semi finst við árósa, hringinn í kringum landið. Því það vita allir, að hann jetur bæði lax og silung óspart, eftir þörfum, á líkan hátt og tóan jetur sauðfje bændanna, og ætti því að verðlana þá, sem sköruðu fram úr að eyðileggja selinn. Það mun vera á örfáum stöð- um, sem kópaveiði er á landinu, og’ mjög lítið á hverjum stað. Það er mjög líklegt. að landið í he’ld sinni tapi engn þó sel- urinn hverfi, en ómetanlegur gróði, ef laxinn og silungurinn fengju að ganga hindrunarlaust inn um alla árósa. Mjer liefir sagt mjög fróður maður, og athugull, að við Holts- ó« undir Eyjafjöllum æti selur- inn lax og silung á dag, svo mikið sem nægja mundi 200 manns á dag. Getur því hver sem vill, reiknað það tjón, er selurinn veld- ur kringum alt ísland. Þórður Flóventsson. Erl. símírognir frá frjettaritara MorgunblaSsint. Khöfn 25. okt. Enska ráðuneytið myndað. Frá London er símað, að í nýja ráðaneytinu sje Bonar Law for- sætisráðherra, Balwin fjármála- ráðherra, Bridgeman innanríkis- rrðherra, hertoginn af Devons- hire nýlendumálaráðlierra, Curzon utanríkisráðherra, Derby hermála- rí ðherra. Amerv f lotamálaráð- herra og Lloyd Greame versl- unarmálaráðherra. Skað abótamálið. Frá París er símað, að skaða- bótanefndin fari til Berlín til þess að semja v:ð þýsku stjómina um að koma festu á . gengi marksins. KristindómsREnnarinn. Óþarfi er raunar að svara síð- ari grein sjera B.jarna Hjalte- steð. Staðleysur falla um sjá'lfa sig. En vegna þess, hve herfi- lega hann hefir missikilið yfir- lýsing mína um, að jeg vorkendi honum, tel jeg rjettara að svara með nokkrum orðum, ef vera mætti, að hann hlyti við það betri skilning á því, hversu hann er að berjast við skuggann sinn eða ímyndanir sjálfs sín. Mjer hefir aldrei dottið í hug, að brigzla honum með því, hve illa honum hafi gengið að ná prófi, hvorki við Kaupmannahafnarhá- skóla nje annarstaðar. Til þess að kristindómskennarinn hætti nú að ónotast út af því, sem mjer hefir aldrei komið til hugar, því síður talað, skal jeg nú svala forvitni háns og segja honum, hvað jeg átti við. Jeg vorkendi honum það, að hann hefir ekki þekt takmörkun sína — að mín- um dómi. Þess þóttist jeg sjá vott þegar í latínuskólanum, síðan við háskólann og síðast á safnað- arfundinum. Hefði sjera Bjami spurt mig þá, við hvað jeg ætti, hefði jeg svarað honum sam- stundis, eins og jeg sagði það tveim kunningjum mínum, öðr- TJm þá sama kvöldið, hinum morg- uninn eftir. Eru þeir vottar að þessu, vilji kristindómskennarinn rengja frásögn mína. Þeir, sem þekkja ekki takmörk- un sína, komast sjaldan á rjetta hyllu. En afleiðingarnar af því, varða oft mannf je'lagið og eru því eigi einkamál eingöngu. Það er sjálfsagt gott fyrir sjera B H., að hann er ánægður með, hve vel hann hafi staðist „próf lífsins' ‘. Hann gerir sjálfan sig þar að dómara. Skoðanir okkar eru svo ólíkar í mörgum efnum — ekki síst í trúmálum. Jeg held, að undir próf lífsins göngum við ekki fyr en skólavistinni hjer er lokið og við flytjumst burt úr skólanum. Þá leiðist það í 'ljós, sem með mönnunum er hulið; þá sjáumst vjer eins og vjer erum. Jeg vil óska þess, af heilum hug, a? það pró fstandist kristindóms- kennarinn sem allra best. En jeg trúi því, að þá komi alt til reikn- ings, —líka það. hvernig kenslu- stundum er varið og hverju er verið að troða í börnin. Þá mun og bert verða, hvort hollara var að meta „Fræði Lúters' ‘ og kenn- ingakerfi rjett-trúnaðarins meira en kenning Krists. Út af því er deilan mi'lli okkar risin. Ef sjera B. H., er búinn að gleyma prjedikun sinni í dóm- kirkjunni, vil jeg ekki vera að vekja upp hjá honum óþægilegar endurminningar. Brigzlin um, að mjer hafi geng- ið frægðar-löngun til að vera að berjast fyrir einhverju langóvin- sælasta máli veraldarinnar eru heimskulegri en svo, að þau sjeu svaraverð. Jegi vildi óska sjera B H., að hann hefði verið með mjer t. d. á umræðufundinum í Kaupmannahöfn í fyrra haust. Þá hefði honum ef til vi'll skilist, að það er ekki beinlínis frama- von að verja slíkt mál, að minsta kosti í augum presta. Eða hvernig finst honum t- d. biskupinn okkar líta á það. Margir vinir mínir hafa bæði fyr og síðar varað mig við því, og sagt, að jeg mundi stórspilla framtíð minni með slíku. Þeim hefir ekki fundist það nein framaleið. En nú virðist einhver öfimd hjá kristindómskennaran- um vera farin að óttast það. En jeg hefi aldrei hugsað um, hvort sálrarrannsóknir yrðu mjer til frama eða tjóns, he'ldur hvort þar væri um dýrmæt sannindi að ræða og mikilvæga þekking. Útsala byrjar i dag kl. 10 f. h. á ýmsum vörum, sem seldar verða án nokkurs tillits til verðmætis þeirra. Einsdæma tækifæni til að eignast fyrir litla peninga ýmislegt sem fólk daglega þarfnast. — Wlá t. d. nefnas Karlmannafataefni Yfirfrakka- og káputau Karlmannaregnkápur frá 10 kr. hver Manchetskyrtur frá 4 kr. 25 au. hver Barnastígvjel I kr. 75 au. parið. Gólfdúkar^oglmargt, margt fleira. Alt á,_ ad seljast^með gjafwerði. U Er 5lun””Hiíg5~ZDEgir Óvild kr'stindómskennarans hefi jeg bakað mjer með því, að vera einn í hóp þeirra, er vilja reyna að afnema kverkensluna (og ,,Fræðin“) í barnaskólanum. — íhaldsamir menn amast alt af við breytingunum. Flestar umbætur kosta ónot — jafnvel saurkast — frá þeirra hálfu, er í móti spyrna. En nú vona jeg, að ekki verði af ljett, fvr en það hefst fram, að hætt sje að misþyrma börnunum með því að troða í þau því, sem ómeltanlegt er skilningi þeirra, og þann veg fæla þau frá kristindóminum, í stað þess að 'laða þau að honum. Kristindómskennarinn er að gefa mjer fyrirheit um, að hann ætli að láta mig í friði hjeðan í frá og „lofa mjer að sigla minn eigin sjó“, hvort sem jeg sje á ferðalagi eða heima. Jeg fæ ekki sjeð, að það sje neitt þakkar- vert, því jeg hefi aldrei neitt til hans lagt. Jeg fæ eigi heldur sjeð, að það standi í hans valdi að tálma starfsemi minni. Jeg mun fara ferða minna fyrir lionum hjer eftir sem hingað til, og er albú- inn þess, að berjast fyrir því, sem jeg tel satt og rjett, þótt hann og aðrir ónotist við mig fyrir það. Reykjavík, 20. okt. 1922. Har. Níe'lsson. -------o------- [iDfskeytin og blööin. í marsmánuði síðastliðnum var komið á reglulegu loftskeyta- frjettasambandi milli Englands og Halifax. Nokkur blöð í þeirri borg og nágrenni hennar slógu s^er saman og tóku á sig kostnað þann er leidd) af mótttöku skeyt- anna í Halifax. Smámsaman bætt- ust fleiri blöð við og nú er það orðið stórt samleg blaða í Can- ada og Bandaríkjunum, sem fær frjettir frá Evrópu þessa leið. Frjettirnar eru sendar frá Lea- fields-stöðinni skamt frá Oxford og fer sendingin fram á nóttunni, þegar stöðin er ekki við annað bundin. Vinnur stöðin að þessum sendingum 3—4 tíma á hverri nóttu. Þótt Halifax-stöðin sje fremur ljeleg og Leafield-stöðin ekki sterk, hefir skeytasendingin ávalt gengið mjög vel og reglu- lega. Sem dæmi upp á hve mikið þetta samband er notað má nefna að vikuna sem endaði 26. septem- ber afgreiddi stöðin blaðaskeyti upp á 56.000 orð. Flest voru send á einni nóttu 12.000 orð (nóttina. eftir að Michael Collins var myrt- ur) og gegndi Leafield-stöðin þó öllum öðrum störfum sínum jafnframt. Hefir reynsla blaðanna vestan liafs orðið sú, að skeytin hafa komist fljótar þessa leiðina heldur en símleiðis. Þetta hefir orðið til þess, að blöð í Suður-Afríku og Tndlar.di hafa í hyggju að koma á hjá sjer samskonar skeytasendingum. Loft skeytastöðvar í þeimlöndum hevra mæta vel til Leafield-stöðvarinUar og e’ns stöðvamar í Ástralíu. Þó er stöð þessi eigi sterkari en svo, j að ráðgert er að hin nýja loft- skeytastöð, sem Bretar hafa í und- irbúningi að smíða, verður sjo sinnum sterkari en hún. -------o--------- Gengi erl. myntar. 25. október. Kaupmannahöfn: Sterlingspund......... 22,08 Dollar................4,97i/2 Mörk....................... 0,13 Sænskar krónur...........132,80 Norskar krónur........... 89,50 Franskir frankar.......... 35,60 Svissneskir frankar .. .. 91,00 Lírur.................. .. 20,25 Pesetar............... 76,00 Gyllini.......... .. . . 194,50 Reykjavík: Sterlingspund......... 25,60 Danskar krónúr...........115,96 Sænskar krónur...........157,12 Norskar krónur...........105,24 Dollar................. 5,88 (Frá Verslunarráðinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.