Morgunblaðið - 27.10.1922, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.1922, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ lojiojiojioj [öi N [S] lel leJ lol loi nífjav bækuv rnEö gjafuEröi. „Áfram“, eftir Orison Swett Marden, er bók sem áreiðanlega allir ungir menn ættu að lesa með athygli, ef Þeir hafa hug á að komast áfram og verða nýtir og efn- aðir menn. Bókin hefir verið Þýdd á fjölda tungumála, og hvert upplagið selst upp á fætur öðru á skömmum tíma. Kostar aðeins 1 krónu. * „Samvizkubit“ og „Nýjir siðir“, eftir Aug. Strind- berg, sænska skáldið heimsfræga, eru báðar mjög skemti- legar skáldsögur. Kosta aðeins 1 krónu hvor. „í undirdjúpinu“, eftir enska skáldið H. G. Wells, er •einnig skáldsaga, afarspennandi. Kostar aðeins 50 aura. Uppáhalcl barnanna. „Æskudraumar“, „Geislar“, „Bernskan 1“ og „Bernsk- an 11“ eftir hinn Þjóðkunna höfund og barnavin, Sigur- björn Sveinsson, eru tvímælalaust langbestu unglinga- og barnabækurnar sem til eru á íslenskri tungu. Óualt ue! þEgnar tækifænsgjafiv evu „Árin og eilífðin“, Sálmabókin, (vasaútgáfan), Passíu- sálmarnir, „Brjef frá Júlíu“, „Á guðs vegum“, Barnabiblí- an (samanbundin í mjög fallegt band),„Ofurefli“, „Gull“, og „Vestan hafs og austan“. Fjölskvúðugt úvual af Skrifpappír og Ritvjelapappír, hvítum og mislitum, Prentpappír, Kápupappír, Karton og Þerripappír er ávalt fyrir hendi. Umslög með niðursettu verði. — Sýnishorn til sýnis á skrifstofu / ísafaldarprentsmiQiu h.f. I°][S][S][5]|5][S]@[Ö][5][SJIS][ÖÍISI helmiiigi mannfrekari en hjá ein- stökum kaupsýslumönnum. Kostn- aður ríkisreknu fyrirtækjanna til skrifstofuhalds, geymsluhúsa og nnnars þvílíks, hefir orðið svo miklu me:ri en hjá kaupmanna- stjettinni, að það er ekki sam- hærilegt. Og á hinn bóginn hefir TÍkisversluninni, þó undarlegt megi virðast, sjaldnast getað tek- ist að ná eins hagkvæmu sölu- ug innkaupsverði eins og einstök- um mönnum, jafnvel þó það hafi keypt miklu meiri birgðir í einu. Þar að auki hefir ríkisverslun Breta þrásinnis orðið fyrir skakka- föllum, sem nægt hefðu til þess að gera út af við einstaka menn, ■og sum hver virðast hafa orðið fyrir óskiljanlegan klaufaskap og meiri seinagang í verslunarhátt- um hins opinbera en einstakra manna. En ríkisverslun getur ekki farið á höfuðið. Skattgreið- endumir borga og verslunin hang- i" uppi þangað til skakkaföllin era orðin svo stórfeld að ríkinu er orðið um megn að standa straum af þeim, Bretar hafa sjeð hvað verða vill og er stjórnin nú smám sam- an að færa saman kvíarnar. Kaup og sala ríkisins m:nkar með hverri vikunni og framleiðslustofnanir landbúnaðarstjórnarinnar eru gefn- ar landbúnaðarskólum og öðrum slíkum stofnunum, því þá þykir síður tiltökumál, þó tap verði a rekstri þeirra. ------Q------- „ficharnon grEifi“. London 12. okt. Nafn Konstantíns Grikkjakon- ungs telst til sögu liðins tíma. Fulltrúar byltingaflokksins gríska voru fullvissaðir um, að hann mundi aldeir framar gera tilraun til að ná völdum í Grikklandi, hann væri fullsaddur orðinn á konungdómnum. Það er fátítt ,að sami maður- inn sje rekinn frá ríkjum tvisvar sinnum. Svo er þó um hann. f júní 1917 settu bandamenn hann af, og fór hann þá til Sviss. Nú hefir þjóðin sjálf setG’hann af, og völdum hans hefir verið líkt farið eins og völdum for- sætisráðherra, sem verður að lúta vilja meiri hluta þjóðarinnar. Eigi verður annað sagt en lánið haf' verið honum hverfult. Aður en hann tók við ríkjum í Grikk- landi í fyrsta sinn, fjell hann í ónáð hjá þjóðinni og var kent um ófarir Grikkja í Þessalíu, skömmu fyrir aldamótin. Höfðu menn yfirleitt litla trú á krón- pr nsinum eftir það. En í Balk- anstyrjöldinni árið 1912—13 skifti um. Hann þótti sýna frábæran dugnað sem hershöfðingi, Grikkir unnu stórsigra og fengu mikil lönd. Þann:g' var ástatt þegar hann tók við ríkjum árið 1913, eftir lát föður síns. Alt ljek í lyndi og Grikkjum hafði vaxið svo hugur við sigurinn, að þeir vildu me'ra. Ekki síst Konstan- tín. Og svo kom heimsstyrjöldm. Yitanlegt var um, að hann hafði ríkan samhug með Þjóð- verjum. Hann var mágur Vil- hjálms Þýskalandskeisara og hann hafði fengið þýska hermensku mentun. Má telja víst, að hann hefði lagt út í styrjöldina Þjóð- verjamegin ef hann hefði mátt ráða. En bandamannavinurinn Venizelos reyndist sterkari. Hann var ókrýndur konungur grísku þjóðarinnar um þær mundir og aflrauninni milli hans og Kon- stantíns lauk með því, að hinn síðamefndi misti kórónuna, en Venizelos varð í raun og veru allsráðandi í Grikklandi, en nýji koungurinn, Alexander, ekkert annað en skuggavera. Venizelos vildi auka veldi Grikkja í Litlu-Asíu og- hóf ófrið við Mustafa Kemal, þegar hann neitaði að taka gilda friðarsamn- dngana, sem bandamenn höfðu gert við Tyrki í Sevrés. Og það var vitanlegt, að Englendingar v'ldu veita honum þann stuðn- ing í þeim ófriði, sem við þurfti. En þá bar það við, að Grikkir sneru við honum bakinu og kvöddu Konstantín til ríkis aftur. Ástæðan t'l þessara umskifta var talin sú, að Grikkir væru þreytt-* ir orðnir á margra ára vígaferl- um og vildu fá frið fyrir hvern mun. Þeir fengu Konstantín — en ekk] friðinn. Undir e:ns og hann var kominn til valda, hófst ó- friðurinn við Tyrki á ný, og með meira kappi en áður. En nú var sú breyting orð:n á, að Englend- ingar voru ekki jafn vilhollir Grikkjum eins og áður. Þeir vildu styðja Venizelos, en höfðu ýmu- gust á Konstantín. Og því er nú komið sem komið er: Grikkir standa einir uppi og jafnvel Veni- zelos fær ekki neinu framgegnt þeim til bjargar. Konstantín hefir orðið þeim dýr. En nú er hann ekki framar til. 1 október tók hann sig upp frá Aþenu ásamt drotningu sinni, Nikulási prins, Katrínu prinsessu og fámennu fylgdarliði og hjelt til Palermó á ítalíu_ Og nú kallar hann sig Aeharnon greifa. Hann kveðst ætla að fara til Ameríku og setjast að í New York og aldr- ei koma aftur yfir Atlanzhaf framar. — — — _ Heldur hefir hann fengið kulda- legar skilnaðarkveðjur hjá þjóð sinni. Og eigi mun neinn furða á því, að ensku blöðin gráta þurr- um tárum yfir burtför hans. Þann- ig segir „Times“ í ritstjórnar- grein:„Fáir menn hjerlendir munu trega fall mágs þýska uppgjafa- keisarans, Konstantíns Grikkja- konungs“. Svo telur blaðið upp allar helstu ófarir hans og lík- ur mál: sínu með þessum orðum: „Hann tók upp hemað þann, sem Venizelos hafði byrjað í Litlu- Asíu, undir alt öðrum kringum- stæðum. Það eitt að hann tók við ríkjum aftur gerði það ómögu- legt, að Grikkir bæru nokkuð úr býtum gegn Tyrkjum. Ríkistaka hans ónýtti grundvöllinn, sem Venizelos hafði bygt á. Og þetta verk var ' of erfitt fyrir veikar herðar hans. — Það er aumingi, sem nú er horfinn af sjónarsvið- inu á Balkan“. .Millennium“ I hið fræga enska hveiti, höfum við fyrirliggjandi í 7 og 140 lbs. pokum. | Þórður Sveinsson & Co. Erl. símfrogoir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn 25. okt. „Times". John Walter og Astor lávarð- ur hafa keypt blaðið „Times“ og ætla framvegis að gefa það út í þjóðlegum anda, en óháð öllum flokkum. Enska ráðuneytið. Ur raðherraupptalningunni í gær fjell: Cave greifi er lorð- kanslari. París 25. okt. Fjármál Frakka. Þingið hefir byrjað umræður um fjárlög fyrir 1923. Útgjöldin era 24 miljarðar. Tekjuhalli um 4 miljarða, samanborinn við vænt- anlegar tekjur. — Þetta ástand b&kar mönnum áhyggjur, af því að annars vegar er það raunveru- lega ómögulegt, að draga úr út- gjöldunum, af því að 13 miljarðar, eða meira en helmingur útgjald- anna, eru ætlaðir til greiðslu á vöxtum af þjóðarskuldunum, sem stafa frá ófriðnum og fara fram úr 300 miljörðum. En hins vegar hefir franska ríkið, vegna nauð- synjarinnar á því, að endurbyggja bin eyddu hjeruð, og með því að ekkert hefir fengist til þess frá Þýskalandi, verið neytt til þess að taka • innlend lán, sem ein- göngu eru frönsk og nú era orð- in allg 90 miljarðar. Eftir að franska ríkið hefir tekið þessi lán, er það ennfrem- u.r skyldugt til að greiða vexti af þeim til lánveitenda, og ein- mitt þessi vaxtagreiðsla orsakar árlega aukningu fjárlagahallans, sem nú er orðinn 4 miljarðar og ógnar með því að verða mjög vorulegur innan fárra ára, ef Frakkland framhaldandi fær ekk- ert frá Þýskalandi upp í skaða- bæturnar. Jordan. A B C-Bazarinn Glervara alls^konar ódýrust þar, Leikföng, raest úrval, Skurepulver, 4- pk. kr. 0,50. Skósverta, 7 ds. kr. l,Oo- o g a 11 eftir þessu. Peningaskápa ódýra og góða mm $ ns WP :Í, Mh íÁ !| lill selur Heildversl. Garðars Gíslasonar Reykjavík. 5íning túbals. Um langt skeið biðu litaauðlegð og sjerkennileiki lands vors eftir því, að þau væru fest á ljereft, borin fyrir augu landsmanna hvaðanæfa að af landinu í list og með skilningi á náttúru vorri og stórfengleik hennar. Landið beið ónumið að því leyti. Enginn var til að festa á ljereft dásam- lega fegurð sólarupprásar og sól- setursins ísl., og alt það litskrúð, sem þau breiða um fjöll og firði, enginn til að mála tign hinna gnæfandi fjalla og glitrandi fossa, er.ginn til að sýna breið, .blikandi vötnin og blákalda jökulskallana. En svo reis skyndilega upp heil , fylking manna, sem ekki stóðst þessar sýnir lengur. j Augað hafði drukkið í sig alla þessa fegurð og höndin var reiðu- búin að hlýða og festa á ljereftið íslenska staðhætti, íslenska nátt- úru með öllum hennar yndisleik, mætti og ógnum. Enn hefir list málara vorra ekki snúið sjer að öðru svo teljandi sje. Og nú er svo komið, eftir örfá ár að kalla, að við eigum orðið merkilegt safn af íslenskum myndum, er sýna ís- lenska náttúru. Og altaf bætast menn í hópinn, sem líklegir eru til að auka það safn að verðmæt- um verkum. Einn þeirra er Ól- afur Túbals. Hann hefir undanfarnar vikur haft sýningu í Bárubúð- Þeir, sem sjeð hafa fyrri sýningar hans og nú hafa sjeð þessa, munu fljótt taka eftir því, að honum hefir farið fram. Sjerstaklega er það áberandi á vatnslitamvndum hans. En síðasta sumar hefir hann mál- að margar þess konar myndir. Má af þeim myndum sjerstaklega nefna Þorgeirsfellshymu. Eftir henni munu allir hafa tekið, sem á sýninguna, komu. Auk framfar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.