Morgunblaðið - 13.12.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1922, Blaðsíða 2
M^RQUNBLAÐIÐ W/Æ - •■ JM 1' á'/.-'t. & //A Y/J Allar vörur hjá Haraldi eru nothæfar til jólagjafa HAKKAV JELAR BÚRHNIFAR BÚRVIGTAR KAFFIK V ARNIR KAFFIBRENNARAR EPLASKÍFUPÖNNUR VÖFLUJÁRN KÖKUFORM KÖKU SPRAUTUR Nýkomið í JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN M London 18. nóv. Islendingnm hættir til að gera eig seka í þeim misskilningi að J lcyti hvað aðrar þjóðir gera til þess, að vekja athygli á sjer H.jer skal eigi talað um þau löndin, sem straumnrinn stendur einkum til hjeðan um þetta leyti árs, Sviss og Italíu, heldur farið nokkrum orðum um ferðamannaskrifstofur frændþjóða okkar, Norðmanna og Svía. Báðar þessar þjóðir hafa sínar eigin ferðamannaskrifstofur á bcsta stað í borginni, Svíar í Piccadilly og Norðmenn í Nor- way House í Charing Cross. Þar eru veittar ókeypis allar þær upp- lýsingar sem vera skal um ferða- lög til þessara landa, ferðamönn- um lögð ráð, farseðlar seldir og ferðabókum og ritlingum útbýtt með hvers kyns upplýsingum sem vera skal. Á járnbrautarstöðvun- um eru auglýsingar frá þessum skrifstofum. Einkum virðast Norð- menn gera sjer mikið far um að ná í ferðamenn. T. d. var bás sá, er þeir höfðu á sýningu al- þjóðasambandsins í St. Albans ný- lega, eingöngu notaður til þess að vekja •eftirtekt á Noregi sem ferða- mannalandi. Ferðamannaskrifstofur þessdr, útgáfa ritlinga, auglýsingar og annað því um Iíkt, er kostað af rikinu fyrst og fremst, þ. e. járn- brautimar halda þeim uppi. Svo mikið munar um ferðalög Eng- lendinga á norsku járnbrautunum, að þær hafa. sjerstakan mazm á ncrsku ferðamannaskrifstofunni hjer, eingöngu til þess, að gefa upplýsingar um það sem lýtur að ferðalögum innanlands. Að öðru bera eimskipafjelögin og halda, að aðrar þjóðir viti eins mikið um ísland og íslendingar vita um þær. íslendingar vita deili á öllum nálægum þjóðum, en þær vita ekki meira um okkur •en við um Neapel eða Madagaskar. gistihúsin norsku, einkum þausem standa á helstu dvalarstöðum út- lendinga inni í landinu, kostnað- inn. — Þeim sem fara vilja til Skandinavíu verður aldrei skota- skuld íir því að fá upplýsingar. íslendingar hafa ekkert gert til! Þeir þurfa ekki einu sinni að þess, að auka kynni annara þjóða •á sjer. Þeir einu sem stuðlað hafa að staðgóðri þekkingu á þjóðinni, með útgáfu ferðabóka eða skrif- um í útlend blöð og tímarit, eru útlendir ferðamenn,sem farið hafa til Islands, oftast vegna kynna, sem þeir höfðu af fornum bók- mentum íslendinga, en stundumtil náttúrufræðisrannsókna. — Þessir menn hafa flestÍT gert þjóðinni gagn, þó þær undantekningar hafi orðið, að útlendingar hafi skrifað af fávísi, misskilningi eða illvilja um ísland. En þær verða færri með hverju árinu. fara til áðurnefndra skrifstofa, því þeir geta fengið upplýsingar á hinum almennu ferðaskrifstof- um. Öðru vísi er ástatt um þann, sem látið hefir sjer til hugar koma að fara til íslands. íslend- ingar eiga ekki neina skrifstofu hjer til þess að leiðbeina ferða- mönnum, og sje farið á almennu skrifstofurnar eru upplýsingamar ýmist ónógar eða engar. Ferða- mannaskrifstofa Cook mun vera sú eina sem hefir umboðsmann á Íílandi, og getur því jafnan útveg- að upplýsingar þaðan, þeim sem Ferðamannaskrifsstofurnar hjer um biðja. En á reiðum höndum í London eru ljós vottur þess, hefir hún sáralitlar upplýsingar. Er þetta mikil vöntun, því oft mega menn ekki bíða eftir því að skrifað sje eftir upplýsingum til íslands. Þó stendur þessi skrif- slofa ofar en flestar ef ekki allar hinar. Hjá flestum fást þær ráð leggingar einar, að það muni vera litlu örðugra að komast upp tunglið en til íslands. Ein ferða roannaskrifstofan hjer gaf þær uppjýsingar, að til þess að fara til ísiands mundi þurfa leyfi dönsku stjórnarinnar og eigi gengju skip þangað annarsstaðar frá en frá Danmörku (ruglað sam an við Grænland). Og á öðrum stað var sagt, að um tveggja daga sigling væri frá Pemambuco Brasilíu til íslands. Það væri ekk- ert undravert, þó einhver gæfi þær upplýsingar, að Island hefði sokkið fyrir nokkru eftir eldgos og jarðskjálfta og þess vegnaværi ekki til neins að fara þangað. Svona er þekkingin á íslandi miðdepli veraldarinnar og mestu ferðamannastöð heimsins. Og þeg- ai á alt er litið, er ekki við betra að búast. Því sá sem vill fá upp- lýsingar um landið verður að hafa mikið fyrir því, svo mikið að það kostar langan tíma og mikið erf- iði. Meinið er, að hinn enskumæl andi heimur hefir ekki neina að gengilega bók, sem gefur upplýs- ingar um landið eða möguleikana á því að komast þangað. Hún er ekki til. Hvað sem öðm líður er knýjandi þörf á því, að sem fyrst sje gefin út á ensku nokkurskonar íslands- lýsing, vönduð útgáfa og aðgengi- leg, er höfð sje á boðstólum hjá bóksölum sem víðast um lönd og sje til á öllum betri ferðamanna- skrifstofum. Ennfremur að ferða- mannaskrifstofunum sjeu ávalt sendar áætlanir á ensku um skipa- göngur frá Bretlandseyjum, Norð- urlöndum og Ameríku til Islands, ásamt upplýsingum um hvað ferð- in kosti o. s. frv. Þetta eiga Is- lendingar að gera sjálfir, því að annars gerir enginn það. íslendingar hafa ekki þau þæg- indi að bjóða gestum, sem margar aðrar þjóðir hafa, en það gerir ekkert til, ef aðkomumenn aðeins vita hverju þeir eiga von á. Flest- ir ferðast til þess að komast burt frá því, sem þeir eiga daglega við að búa, frá háreysti og skarkala og sífeldu mollulofti stórborganna og þeir finna andstæðurnar á ís- landi. Landið fellur ferðamönnum vel í geð, eins og það er, um það bera vott ummæli flestra þeirra er þangað koma. Það er margt, sem umbóta þarf með heima fyrir, en • það kemur smátt og smátt eftir því sem þörfin krefur. Fyrsta skrefið er að gera fólki kleift að afla sjer upplýsinga um Island, því er þangað vill fara. Það getur tæplega heitið vansa- laust, að útlendingar geti sagt, að engar upplýsingar sjeu til um Is- land á ensku. Og kostnaðurinn, sem það hefir í för með sjer að koma út þessari bók, er ekki nema lítilræði, sem salan mundi borga ao miklu eða öllu leyti. «3ÍP konungl. hirðsali Vallarstr. 4 Sími 153 (tvær línur) 3ólaútstillingin er byrjuö Mikið úrval af allskonar niarzinpan Súkkulaöi myndum Skrautöskjuv [sjErlega stórt úrual] fyltar með því besta konfekt, sem fæst í bænum, en þó ódýrara en annað innlent, og hélming ódýrara en hið útlenda, spyrjið um verðið. clólatrjesskraut bæði borðanlegt og aðeins til skrauts. Vissara, sjálfs síns vegna, að kaupa þessar vörur sem fyrst, því reynslan hefir sýnt að síðustu dagana fyrir jól er bæði marzin- panið, Jóitrjesskrautíð og konfektöskjurnar nær uppselt Litlð í gluggana og búðina i Björnsbakaríi. Útdráttup úr þingmálafundargerð frá Akranesi. Fundurinn var haldinn 5. þessa mánaðar. A fundinum voru 130 kjósendur. I. Fundurinn skorar á þing og stjórn, að gæta hins ýtrasta spam- aðar í meðferð á landsfje, svo sem m.eð því: a) Draga, svo sem frek ast er unt, úr kostnaði til emhætta og starfsmannahalds svo og gíf- urlegum og hraðvaxandi skrif- stofukostnaði, og alvarlegar skorð- ur sjeu reistar við því að stofn- uð sjeu ný embætti. b) Halda ekki þing nema aimaðhvert ár, og hafa aðeins tvo ráðherra. c) Láta hæstarjettardómarana hafa hendi lagakensluna við háskól- ann. d) Fundurinn leggur áherslu á, að þingmönnum sje eigi fjölgað. a), b) og d) liðir samþyktir reeð öllum greiddum atkv., en e) liður samþyktur samþ. með öllum greiddum atkv. móti 2. Til- lagan í heild sinnj samþykt með öllum greiddum atkv. II. 1. Fuudurmn mótmælir ráðstöfun landsstjórnarinnar um einkasölu á steinolíu. Samþykt með 54 atkv. móti L 2. Fund- urinn skorar á þing og stjóm: a) Að sá liluti „enska lánsins“, sem ríkið hefir fengið íslands- banka í hendur, verði trygður ríkinu sem allra mest að unt er, og eftirlit haft með því, að þeirri tryggingu sje vel við haldið. b) Að sýna meiri röggsemi en áður í að neyta lagalegs rjettar ríkis- ins um þátttöku í stjórn og rekstri Islandsbanka. a) og b) liðir sam- þyktir með öllum greiddum atkv. Till. í heil sinni samþ. með öll- um greiddum atkv. 3. sökum h'nnar aðþrengjandi fjárkreppu og óreiðu í peningamálum þjóð- ariimar, jafnframt okurvöxtum bankanna, skorar fundurinn þing og stjórn að stuðla að auk- inni samkepni í peningaviðskift- um, svo sem með því að ofla við- leitnj í þá átt að koma á fót nýjum banka. Samþ. með öllum greiddum atkv. III. a) Jafnframt því, sem fnndurinn telur að eigi hafi verið unt að komast hjá að ganga að kröfum Spánverja, um að fresta framkvæmd bannlaganna, þá skor- ar hann á þing og stjóm, að láta einskis ófrestað með að kippa bannlögunum aftur í fullkomið horf. b) Þá vítir funduriim fram- komu stjórnarinnar fyrir a.lla meðférð og sölu hinna aðfluttu vína, svo sem með gálausu manna- haldi o. fl. a) liður samþyktur með öllum þorra atkv. móti 4, b) liður samþ. í einu hljóði. IV. í. Fundurinn skorar á þing og stjórn, að auka og bæta land- helgisgætsluna, að svo miklu leyti sem kostur er á.. Ennfremur skorar fundurinn á þing og •stjórn, að láta einskis ófrestað til þess að fá landhelgina rýinkv- aða þannig, að húu sje talin 3 mílufjórðungar frá ytstu anunes- jum, og firðir og flóar friðaðir. Samþ. með öllum greiddum atkv. 2. Með því að fundurinn lítur svo á, að Fiskifjelag íslands og Búnaðarfjelagið sjeu hliðstæðar stofnanir, skorar fundurinn á næsta alþingi, að veita jafnháan styrk til beggja stofnananna. Samþ. með öllum greiddum atkv. 3. Fundurinn skorar á alþingi að setja lög nm vemdartoll á inn- fiuttum fiski og kjöti. Samþ. með öllum greiddum atkv. 4. Fund- nrinn ræður þingi og stjóm frá því, að ráðast í járnbrautarlagn- ingu á kostnað ríkisins, að svo stöddu. Samþykt með öllum greiddum atkv. V. 1. Fundurinn skorar á al- a þingi, að gera þá breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt: a) Að peningastofnunum landsins verði gert að skyldu að greiða skatt af öllu inustæðufje sem þær hafa undir höndum. b) Að nokkur hluti tekju- og eigna- skattsins t. d. % renni til sýslu- og bæjarsjóða. Samþ. með öllum greiddum atkv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.