Morgunblaðið - 18.02.1923, Page 3

Morgunblaðið - 18.02.1923, Page 3
MUKGUNBLAÐIÐ Leikfjelag Reykjavikur. Dvársnóttin verður leikin i kvöld kl. 8 siðd. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 10—12 og eftir kl. 2. rinnlenda menn, lægri svo sexn eeðri. Þar sjest þjóðlifið betur en í nokkurri skáldsögu. Jeg get ekki stilt mig um, að minna á íþróttir og afrek sumra Breið- firðinga, sem bann fullyrðir að isjeu óýktar, Aftur á móti er það kynlegt, að sami Matthías skuli •efast um fornar frásagnir um betjur vorar, því að þær frásög- ui, t. d. að Egill berðist einn við átta og tvisvar við ellefu og yrði bani þeirra, ■— sú saga er •ekki ótrúlegri en sögur Matthí- aear um nafna sinn Ásgeirsson, sem gekk á árum, stóð á höfði á bátshnýfli og barðist við annan »eða þriðja mann við tuttugu skip- verja^ „upp á líf og dauða“. — Sálarkvalir Matthíasar útaf trú- -argrufli eru og merkilegar — trúarskáldsins. En þó gætu sumir sagt því líkar sögur, sem ætla mætti, að kastað hefðu barna- trú sinni af rælni. Þess háttar efasemdir geta orðið áleitnar við unga menn. Það er og merkilegt, að í Matthías spor hafa gengið og ekki öllu lengra inn í ríki •efans, — menn hjer í Þingeyjar- sýslu sem mest ámæli hafa hlotið út í frá fyrir trúarbragðaljettúð. Þetta er þá faraldur sem virðist hafa legið í landi, jafnt í sveit- um sem í skóiabygðunum. Matthías lýsir því í æfisögu- köflum sínum snildar vel, hve börn - og unglingar eru viðkvæm. Þega jeg las þetta, rifjaðist upp fyrir mjer atvik, sem Matthías sjálfur var valdur að og kom niður á mjer. Úr því að hann ei til umræðu, góðu heilli og mun enn verða, leyfi jeg mjer að drepa á eitt atriði okkar við- skifta og vona jeg að það særi engan. Matthías skrifaði mjer að fyrra bragði, fyrir mörgum árum, lofsamlegt brjef í alla staði. En að lokum mælti hann á þá leið, að hann óskaði þess, að jeg, Þ«ir áskrifendur er eigi enn befe fengiA Bjarnargreifana, saki þá st.ax i dag — þrl aC öörum kosti verða þeir seldir öðrnm. „hefði ekki hátt um þetta“: að hann skifaði mjer. Þetta kann að þykja vægilega farið að einum unglingi. Og ekki voru harðyrðin. En þó kom þetta þannig við mína meyru húð, að jeg fleygði brjefinu í eld týnsl- unnar og skrifaði honum ekki svar í mörg ár. Jeg hefi ef til vill misskilið hann. En mjer virtist í þessu liggja, að hann vildi ekki við mig kannast á almannafæri. Aldrei mintust við á þetta í viðtali, þó að jeg kæmi til hans. Og til hans kom jeg ávalt þegar jeg kom á Akureyri, löngu seinna, heimsótti jeg hann og leit upp til hans þá og því meira og með því fúsara geði, sem við báðir auðguðumst meira að árum. 27. nóv. 1922. Guðmundur Friðjónsson. Friöslitin í kausanne Það er máske rangt að kalla það friðslit, að Tyrkir hafa hafn- að öllum frekari samningum við Grikki og bandamenn. Sá friður sem aldrei var fenginn, gat ekki slitnað. Sunnudaginn 4. febrúar neituðu Tyrkir að undirskrifa öll samn- ingaboð bandamanna, og þar með var LausannefUndinuml sliftið. Hafði hann staðið síðan 20. nóv. og lítið orðið ágengt, þrátt fyrir ötula framgöngu forsetans, Cur- zon utanríkisráðherra Breta.Hafði hann áður lýst yfir því, að svo framarlega íem Tyrkir ekki skrif- uðu ekki undir samningana, eigi síðar en 3. febr. yrði fundinum slitið, því eigi væri þá unt að eiga frekari samninga við Tyrki. Lengi hafði krafa Tyrkja um að fá borgina Karagach í Þrakíu með Adríanópel, staðið í götu fyrir samningum, en þó hafði farið svo að lokum, að Tyrkir gáfu upp þessa kröfu sína, og var ráðstefnan orðin ásátt um landamæri Austur-Þrakíu, þegar slitnaði upp úr. Einnig höfðu Tyrkir horfið frá þeirri kröfu sinni að hafa setulið á Gallipoli- skaga. En um sjálfa friðarsamn- ingana, skaðabótakröfur til Grikkja og ýmislegt annað, feng- ust engin sáttaboð er þeir vildu hlíta. Þá var deilan um Mosul- hjéraðið í Mesópotamíu einnig orsök þess, að eigi náðust samn- ingar. Bretar hafa haft yfirráðin þar, síðan í ófriðnum mikla og við friðarsamningana í Sevrés varð1 það samkomulag Frakka og Breta, að Bretar skyldu halda „verndarhendi* ‘ yfir h jeraðinu framvegis. Undraði marga sú eftirgjöf Frakka, því þeir höfðu átt miklar olíunámur þar, En hjeraðið var fyrir ófriðinn tyrk- nesk eign, og Tyrkir gerðu nú kröfu til þess að fá landið aftur, eða undir öllum kringumstæðum, að deilunni um yfirráðin yfir Mosul skyldi ekki útkljáð á þess- um fundi heldur skyldu Tyrkir og Bretar innbyrðis gera út um það mál sín á milli, innan ákveð- ins tíma. Þegar ráðstefnunní lauk, flaug sú fregn út, að Poincaré hefði hafið nýja samninga um sjer- frið við Tyrki. Var þetta brot á m|Óti samkomulagi bandamanna. innbyrðis og vakti mikla athygli. Frakkar hafa borið þetta til baka, en fregnin um makk milli Frakka og Tyrkja hefir gosið upp hvað eftir annað, og er trúlegt að hún sje ekki eintómur upp- spuni. Það mælir þó á móti henni, að Frakkar og Bretar hafa síðan komið sameiginlega fram í Litlu- Asíu — gegn Tyrkjum, m. a. eru skipin, sem komin eru til Smyrna til þess að vera þar til taks ef eitthvað bjáti á, bæði frönsk og ensk. Eigi hefir nein vísbending kom. ið um það enn hvað Tyrkir muni nú taka til bragðs. Sennilega hafa þeir eigi trúað, að Curzon utanríkisráðherra mundi gera al- vöru úr hótun sinni um að slíta ráðstefnunni, ef Tyrkir neituðu að undirskrifa, og eftir að full- trúar stórveldanna voru farnir heim, Ijetu tyrknesku sendimenn- irnir í Lausanne það í veðri vaka, að fundinum hefði aðeins verið frestað um stundarsakir, en mundi bráðlega koma saman aftur. 8 Mustafa Kemal kveðst hvergi vera hræddur við Breta og að Tyrkir muni koma sínum mál- stað fram. Hefir hann ferðast um ríki sitt undanfarnar vikur og látið all-ófriðlega. Víst er um það, að Tyrkir hafa gott lið, en útbúnaður þess hlýtur að vera farinn að ganga úr sjer eftir margra ára látlaust stríð. Og að líkindum mundi Bretinn reynast þeim þyngri í skauti en Grikkir. Hinsvegar er aðstaða Tyrkja vestan sundanna þannig nú, að et Tyrkir vildu hefjast handa gegn her Breta í Konstantínópel þá er sennilegt að enska setu- liðinu yrði hætta búih. Því Tyrkir hafa 20,000 manns undir vopnum í Konstantínópel og 30.000 þúsund í Þrakíu. Enski herinn er ekki nema brot af þessu og þó að Bretar Segi, að hann sje meira einvalalið, en nokkurntíma hafi verið ,saman komið undir enskum fána, þá er það í mikilli hættu, ef Tyrkir grípa til vopna. Erh símfregmr frá frjett&ritara Morgxtnblaðaina. Khöfn 17. febr. Hjálparbeiðni synjað. Símað er frá London, að sendi- herra Þjóðverja í Washington hafi farið þess á leit við stjórn Bandaríkjanna, að hún ljeti af hendi rakna við Þjóðverja hálfa aðra miljón áterlingspunda MÚ þess að hjálpa fólki sem býr við sult í Buhr-hjeaðinu. Stjómin hefir synjað þessari málaleitan. Og ástæðan til synj- unarinnar er sú, að stjórnin færir rök fyrir því, að þýskir stór- iðjuhöldar eigi um 200 miljón stelingspund inni í bönkum í Bandaríkjunum. Telur stjórnin, að nota beri þetta fje til hjálpar Ruhr-hjeraðinu, áður en flúið er á náðir erlendra ríkja um hjálp. Úr Ruhr-hj eraðinu. Enska stjórnin hefir leyft Frökkum að nota eina af jám brautum þeim, sem enskt setu- lið hefir eftirlit með á svæðinu umhverfis Köln. Allir þýskir lögreglu’þjónar í Essen hafa verið sviftir starfi og afvopnaðir vegna skæra sem orðið hafa. á /milli þeirra og franska setuliðsins. Lithauar fá Memel. Símað er frá París, að banda- menn hafi viðurkent að Lithauar fái fyrst um sinn yfirráð yfir Memel. Kaupmannahafnargengi. Sterlingsptmd 24,60, Dollar 5,26, 100 mörk 0.03, norskar kr. 97,80. Sænskar krónur 139,60. Bátstapi. 4 menn drukna. í Vestmaunaeyjum vildi það slys til í fyrradag, að vjelbátur sökk örstutt utan við hafnargarð- inn og týndust þar allir skip- verjar 4 að tölu. Slysið bar að með þeim hætti, að vjel bátsins stöðvaðist rjett utan við hafpargarðinn. En norð lægu vindur var o.g hrakti bát- inn á sker, sem þarna er skamt frá garðinum og brotnaði óðara. Höfðu tveir vjelbátar aðrir, er til lians sáu, leitast við að koma í hann dráttarkaðli, en ekki tekist. Báturinn hjet Njáll og var úr Skaftafdllss. Allir voru mennirnir ættaðir utan Vestmannaeyja, og hjetu þeir: Sigurfinnur Lárus- son formaður, var hann ungur maður og ókvæntur og hafði ekki fengist við formensku fyr; Sig- urður Hallvarðsson frá Stafnesi, Erlendur Árnason, kvæntur mað- ur og lætur eftir sig 6 börn, og Magnús nokkur, en ekki er blað- inu kunnugt um föðurnafn hans. Það fylgir þessari fregn, að slys þetta sje nær því dæmalaust — að vjelbátur sökkvi með þess- * mu hætti svo nálægt höfn. Er það fullyrt, að bátsmenn hefðu ekki þurft annað en að kasta akkeri þegar vjelin bilaði, þá hefði öllu verið borgið. -------o------ itiiljMSgiL Undanfarin kvöld hefir sjeya Eiríkur Albertsson frá Hesti flutt fjögur erindi um kirkjuna og skólana. Dvaldi sjeva Eiríkur í fyrrasumar í Sigtúnum í Svíþjóð og víðar erlendis til þess að kynna sjer skólamál. í tveim fyrri fyrirlestrunujn skýrði hann frá samvinnu kirkju og skóla í Svíþjóð. Er þar mikil hreyfing í þá átt að koma krist- indóminum inn í menningarmálin og hefir í Sigtúnum í Svíþjóð vtrið stofnað höfuðból þessarar hreyfingar og skólinn settur í náið samband við sem flestar aðr- ar menningar- og uppeldisstof*- anir og fjelagsskap. í þriðja erindinu vjek hann að menningarástandi voru og þeirri óeiningu og sundrungu, sem í því ríkir. Orsökina til sundrungarinn ar í menningu Vesturlanda og sem -einnig lýsir sjer hjá oss rakti hann til þess að kirkjan og krist- indómurinn, fyrir rás viðburðanna varð utanveltu í menningarstarf- seminni. í lokaerindinu benti hann á leiðir til umbóta hjer heima og taldi til þess eitt. helsta ráðið að sameina hið þjóðlega og kristi- lega í skólastarfseminni, sem ætti sjer miðstöð á þeim stað, sem helg aður væri minningu þjóðarinnar op- hverjum íslendingi því ekki að eins hugljúfur og hjartfólginn, heldur og ætti þau tök í mönn- um, að hann gæti vakið þeim dug og drengskap og glætt og þroskað þjóðartilfinninguna«. Bar hann að lokum fram til- lögu um stofnun lýðháskóla á Þingvöllum, skóla, sem reistur væri á grundvelli kristilegrar og þjóðlegrar menningar, opinn væri fyrir göfgandi og, lyftandi menn- ingarstrauma annara þjóða. Benti liann og á ýmsar leiðir hvernig þessi skóli gæti orðið miðstöð og aflstöð menningar vorrar. í dag hefir sjera Eiríkur boð- að til umræðufundar um þessi mál í Nýja Bíó kl. 2 og mun verða. boðið þangað ýmsum af helstu fulltrúum 'kirkju- og skólamála vorra og uiá vænta þess, að um-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.