Morgunblaðið - 23.02.1923, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
I. S. I.
I. S. I.
Víðavangshlaup.
fþróttafjelag Reykjavíkur efnij- til víðavangshlaups fyrsta
srmardag næst komandi, verður kept eftir sömu reglum og áður.
— Þátttakendur gefi sig fram fyrir 10 apríl við stjórn fje-
lagsins, sem gefur allar upplýsingar.
Þeir meðlimir í. R., sem vilja
vera með í skrúðgöngu næst-
komandi simnudag, mæti lijá
Mentaskólanum kl. ÍO1/^ stund-
víslega. —
Stjórn I. R.
RottuEÍtur [Ratin]
í bögglum, tjlbúnum tii útlagningar, geta húseigendur fengið
afhent í áhaldahúsi bæjarins við Vegamótastíg, kl. 5—8 síðd.
daglega til mánaðarmóta.
Reykjavík 22 febrúar 1922.
HEILBRIGÐISFULLTRÚINN.
landbúnað vorn. Þó er ekki þar
með sagt, að vjelarnar hafi gefið
illa raun við jarðyrkjuna á Eng-
landi; en þegar þess er gætt,
hvar vjelorkan á best við og
að aðstaða Eugleiidinga þar að
lútandi er alt önnur og betri
en vor eigin, þá geta menn ekki
vænst þess, að vjelanotkunin
hjer verði jafn árangurssöm og
þar. Jeg híifði sem sagt gert
mjer þá hugarlund, að í Dan-
mörku og Englandi — þar sem
hestaiiald er dýrt og góð skil-
yrði til staðar fyrir vjelanotkun-
ina — mundi vjeíorkan brátt
útrýma hestkraítinum að miklu
leyti við jarðvinsluna; en eftir
þeirri reynslu að dæma, sem
fengin er í þeim efnum, virðist
alt benda til þess, að það ætli
alls ekki að verða. Því er mjer
óskiljanlegt, að jarðyrkjuvjelarn-
ar eigi hjer á landi (þar sem
hestahaldið er hlutfallslega ódýrt
og margskyns örðugleikar í vegi
fyrir vjelanotkuninni) mikla
framtíð fyrir höndum.
Hvar á vjelorkan best við og
að hvaða leyti stöndum vjer ver
að vígi gagnvart lienni en t. d.
Danir og Englendiugar 1 mundu
menn spyrja. Það yrði oflangt
mél að gefa ítarlegt svar við
þeirri spurningu hjer, en nokk-
ur atriði skulu þó tilfærð móti
því til skýringar.
í fyrsta lag'i er það, að hinar
yrktu landsspildur sjeu nógu
stórar og nærliggjandi svæði, til
þess að sem minstur tími og
orka eyðist við snúninga og flutn-
ing vjelanna vinnustaða á milli;
og sem mestu verði afkastað ár-
lega. Því er það, að vjelarekst-
urinn gengur best erlendis a
stórum bændabýlum, þar seni
breiðir og miklir akrar eru í velt-
unni; þar að auki er gott að
landið sje hallalítið, ógrýtt og
;greiðfært; því vjelarnar uotast
best á sljettum vegi, þær vilja
brotna í gr.jóti og sundurliðast
ú þýfi og ójöfnum. Þá er að vjel-
arnar og sem mest, er til reksturs
þeirra þarf, sje innlend fram-
leiðsla; því sje hvort tveggja inn-
fiutt, og um mikla vjelanotkun
er að ræða, getur hxin orðið stór
útgjaldaliður fyrir viðeigandi
land. Og ennfremur, að smíða-
verkstæði og varastykki, er til
vjelanna þarf, sje hendi nær;
[svo vjdlaaðjgerðin itakii sem
jskemstan tíma og alla vinnu
þurfi ekki að stoppa dögum,
vikum eða jafnvel mánuðum sam-
an, fyrir hverja meiri eða minni
háttar vjelbilun, er fyrir kann
að koma. Þessar umræddu kröf-
ur, eiga að meira eða minna
leyti vel við staðhætti Dana og
Englendinga, gagnvart vjelanot-
kuninni, en stríða í bága við
kringumstæður vorar. Landið er,
eins og allir vita, strálbygt og
torsótt yfirferðar, hrjóstugt, þýít
og mishæðótt. Bveitarbændur geta
vart, sökum áburðarskorts og
efnahags, tekið stór landssvæði
til ræktunar í senn. Vjelarnar
og alt sem til reksturs þeirra
þarf (olíur og varáhlutir) er inn-
flutt. Smíðaverkstæðin strjál
og( ófullkomin gí(jgnvart vjela-
gerðinni; og þar af leiðandi verða
allar vjelaaðgerðir dýrar og mikl-
um erfiðleikum bundnar.
Til þess að taka einhver dæmi
máli mínu til skýringar, vil jeg
tilfæra lauslega gerða kostnaðar-
áætlun yfir vinnu þúfnabanans
pr. hektar eða dagsláttu hverja,
samkvæmt 1. hefti Búnaðarrits-
ins 1922. Þar er ráðgert, að vjel-
in geti unjnð ei'nn hektar lands
á 7 klst. og aíkastað 200 ha.
sumarlangt, með því að vinna
dag og nótt, á meðan birtan
leyfði.Kostnaðinum er deilt þann-
ig: Bensineyðsla og smurningsolía
110 kr., vextir og fyrning (af-
borganir) af vjelinni 100 krónur,
kaup tveggja manna; tafir, flutn-
ingskostnaður og aðgerðir 90 kr.
Samtals 300 kr. pr. ha. eða 100
krónur á dagsláttuna. Þetta er
hið áætlaða verð, en um sann-
virði er ekki hægt að segja, fyr
en reynsla er fengin fyrir end-
irgu vjelarinnar og aðgerðar-
kostnaðinum; því allar vjelbil-
anir og þar af leiðandi stöðvun
á vinnunni, hleypir kostnaðinum
ótrúlega mikið fram. Þetta mun
líka liafa komið í ljós við vjelar-
reksturinn í suuiar, þar eð bil-
anir hafa ovðið vonum fremri
og orsakað miklar tafir frá verk-
inu. Þriðji gjaldaliður áætlunar-
innar er því sýnilega of lágt
reiknaður á 90 kr. pr. ha. í hlut-
falli við annan kostnað, samkv.
erlendri reynslu um notkun jarð-
yrkjuvjela.
En þó þess sje ekki gætt, hvað
vjelarvinnan hefir kostað síðast-
liðin sumur, þá er þess að gæta,
að hjer á landi munu hvérgi vera
líklegri staðir fyrir vjelarnot-
kunina en á Reykjavíkurlandi og
i námunda við Rvík. Hlutfalls-
lega stór landssvæði hafa verið
unnin, og flutningskostnaður vjel-
arinnar því fremur lítill milli
vinnustöðvanna, vinnutíminn lang-
ur, smíðaverkstæðin við hendina
og allur bensínflutningur mjög
ódýr. Tæki vjelin til starfa t.
d. austanfjalls (í Árness.- eða
Rangárvallarsýslu)- eða á Fljóts-
dalshjeraði, sem jeg þekki enn
betur til, þá viki þessi hlið máls-
ins nokkuð öðruvísi við. Gera má
ráð fyrir því, að stærst svæði,
sem e:nliver gildur sveitarbóndi
gæti tekið til ræktunar í senn,
væri 5 ha. lands (15 dagsláttur),
eða liið minsta svæði, er komið
hefir til mála að vjelin inni á
hverjum stað. Nú er vegum all-
víða þannig háttað til sveita, að
ilt er umferðar með hverskonar
vjelar sem vera skal, og þar þarf
ekki langa bæjarleið til að reynast
fullkomin dagleið fyrir slíkan
vjelflutning. Og ef vjelin afkast-
aði til jafnaðar, 1)4 ha, pr. dag,
þá færi fimti hver vinnudagur
til vjelflutnings milli vinnustað-
anna. Þar að auki má ætla 10—
20 kr. ofanálag á hverja ben-
síntunnu, frá hafnarstöð til vinnu-
staðar, og vjelaaðgerðir og þar
aí leiðandi stöðvun á vinnunni
yrði miklu dýrari og lengri til
sveita en í námunda við Reykja-
vík. Tjeður kostnaðarauki verður
að jafnast niður á hektaratöluna,
sem afkastað væri, en hún yrði
þeim mun minni, sem allir örð-
ugleikar á vjelanotkuninni væru
meiri.
Þetta ætti að nægja til sönn-
unar því, hverskyns erfiðleika slík
vjelanotkun á við að stríða til
sveita. Þó kemur ekki til nokk-
urra mála að þúfnabaninn geti
orðið almenningi að notkun, í
strjálbygðum sveitum, j heldur
yrðu það aðeins efnabændur, er
mundu sjá sjer fært að leggja
1 svo miklar jarðabætur og hjer;
um ræðir.
Og einu atriði enn mega menn
ekki gleyma, þegar um búnaðar-
f; amkvæmdir er að ræða, eða
cnhver önnur þjóðþrifa fyrirtæki,
som er, að þau sjeu bygð, að
svo miklu lej’ti sem hægt er, af
eigin ramleik, en ekki á erlendri
framleiðslu er rýrir efnahag vorn
og sjálfstæði. Þetta er markmið
allra sjálfstæðra þ.jóða, og Norð-
urlandabúum hefði átt að skiljast
það betur en áður af eigin reynslu
á ófriðarárunum. Yæru 6 þúfna-
banar starfræktir hjer á landi,
og allir hefðu nóg að bíta og
brenna, þá nema ársútgjöldm af
vjelarekstrinum — í olíueyðslu,
vöxtum og ■fyrning vjelanna —
rúml. Vé milj. kr., eftir fyr-
nefndri áætlun að dæma. rjeð
upphæð rynni árlega til útlanda
og væru landinu því tapaðir pen-
ingar; en væri á hinn bógmn
stofnað til slíkra framkvæmda
méð innlendri framleiðslu, hest-
krafti og tilheyrandi jarðyrkju-
verkfærum, þá væri tilsvarandi
upphæð, að öðru jöfnu, inmmnið
fje, sem ávaxtaðist í landinu,
Aerkfærin innlend og hestarnir
sem sje seld:r til vinnunnar og
keyptir til vetrarfóðurs.
Prima Höi, Halm, Hassel-
tönöebaanö, Tönöer & Salt
selges til billigste öagspris.
O.Storheim,
Bergen, Norge.r Telegr.aðr.; >Storheim«
Den Suhrske Husmoderskole,
Köbenhavn.
Nyt Pensionskursus begynder
Marts og Septbr. Pris 200 Kr.
Program sendes.
E.s. „GULLFOSS“
fór frá Kaupmannahöfn 21.
febrúar, til Leith, Austfjarða og
Reykjavíkur. — Hjeðan fer
skipið til Vestfjarða nálægt
7. mars.
fer sífelt versnandi. Þjóðverjar
sýna mótþróa á allan hátt, sem
þeim er mögulegt, og Frakkar
svara með því að herða á_ öllum
kröfum sínum, og þröngva kosti
Þjóð^erja meir og meir. Hefir
áður verið sagt frá vérkföllum
Þjóðverja á ýmsum sviðum og
hvernig' Frakkar brugðust við
þeim. —
Mánudaginn 12. þ. m. gerðu
Frakkar þá ráðstöfun að banna
ineð öllu útflutning á járnvör-
im og öðrum iðnvörum frá Ruhr-
hjeraði t;l annara hluta Þýska-
lands. Er þá svo komið að Ruhr-
dalurinn er algerlega frálimaðnr
orð nn Þýskalandi. Segja Frakkar
þessa ráðstefnu vera „afleiðing
fyrirskipana þeirra, sem þýska
stjórnin hafi gefið embættismönn-
um sínum í Ruhr-hjeraði, og af-
Jeiðing vandræða þeirra, sem sama
stjórn hafi leitast við að vekja
í hjeraðinu“.
Þjóðverjar hafa ekki getað ó-
nýtt þessa ráðstöfun. Þeir leit-
u.ðust við að halda áfram flutn-
ingum hinnar forboðnn vöru
austur yfir landamærin,en allar
járnibrauitarlestir sem notaðar
voru til þeirra flutninga voru
stöðvaðar jafnóðum áf frönsku
lði. Mótstaða Þjóðverja ei' orðinj
veikari en áður var og Frakkaiá
hafa slegið úr höndum þeim flest
vopu er þeir hafa reynt að bera
fyrir sig'. En þeim mun sem
Þjóðverjar verða meira hjálpar
vana, því ákafara verður hatrið
í garð Frakka, og tekst .þeim
síður nú en áður að hafa gát á
gerðum sínum. Þannig bar það
við 12. þ. m. að þýskir lögreglu
þionar særðu franska hermenn og
verða þe‘r eflaust líflátnir fyrir
Tildrögin voru þau, að frönsku
hermennirnir tóku þýskan lög
regluþjón og reyndu að afvopna
hann.Kallaði hann á hjálp ogkomu
þá aðrir lögregluþj. til liðs við
hann og reyndu að koma hon
um undan. Frakkarnir gripu þá
Sambúðin í Ruhr-hjeraði, milli til skammbyssunnar og skutu
Þjóðverja og franska setuliðsins fyrsta lögregluþjóninn. Nokkrum
leraðiO ei
E.s. „GOÐAFOSS“
var á Sauðárkróki í gær 22.
s. „LAGARFOSS“
var á Seyðisfii’ði í gær.
E.s. „VILLEMOES“
er í Vestmannaeyjuiii.
2 síóp sólrík
herbergi
f miðbænum til leigu nú
þegar til 14. maí. A. v. á.
Vordingb o r g
Husmoder skole
(Stastanerkenðt) beliggenðe i en a!
Danmarks smukkeste Egne. (2‘/s Times
Reise fra Köbenhavn) nioðtager Elever
til 4, Mai. 125 Kr. pr. Mð. 5 Mðr.
Kursus Unöerv. i ait husligt ArbeiðeJ
Progr. senðes.
Dagmar Grymer.
dögum áður hafði franskur her-
vörður verið rekinn í gegn í
Boehnm. Þessir atburðir hafa
orðið til þess, að Frakkar þykj-
ast; ekki geta treyst þýsku lög-
reglunni og hefir henni verið
vikið frá í ýmsum bæjum og
franskt lögreglulið sett í staðinu.