Morgunblaðið - 10.03.1923, Blaðsíða 3
M 0 K G U N B L A DJ Ð
íí\ ^
F^rii'liggiandí:
T r aiíl-g a r bra ?
Sí ndi-garn.
Þúsundir af þessurn stígvjelum eru í daglegri*noktun bæði á sjó
og landi. — Verðið ótrúlega lágt.
Karlmanna fullhá 39,75. Hálfhá 33,00. Hnjehá 26,75.
-SES?M*
Drengja nr. 3/6 22,75. Barna nr. 11/12 16,00 nr. 13/2 18,00
Kaupið adeina hvitbotnuð stigvjel með þessu merki.
Lárus G. Lúövígsson,
Skóverslun.
Grá,
brún,
hvit,
svort,
fiuers uegna
ei „Smára‘‘-smjörlíkið betra en
alt annað smjörlíki til viðbits og
bökunar?
Af því að það er gert úrfyrsta
flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur,
dæmið sjálfar um gæðin.
f Hl Smjoriíkisgfiim i Reykjavlk j G/
alment til vopna í Þýskalandi
og gætu myndað stóran her, þá
mundi bann hvergi duga gegu
Frökkum, því allan útbúnað vant-
ar. Frakkar eru nú orðnir það
berveldi, sem gnæfir svo mjög
yfir allar aðrar þjóðir Evrópu,
að enginn getur staðist þeim
snúning. Og innrásin í Ruhr-hjer-
aðið bendir á, að þeir viti hvað
þeir mega bjóða sjer.
Þá má ennfremur nefna, að
Frakkar eiga hauk í horni, þar
sem Pólverjar ern. Þeir hafa af-
armikinn her, að tiltölu við stærð
. þjóðarinnar, og Frakkar hafa
reynst þeim mjög hjálplegir við
að efla þann her sem best.
En Rússar? munu menn spyrja.
Þeir hafa að vísu stærsta her-
inn að höfðatölunni. En þessum
her verður alls ekki jafnað við
fransba herinn. Flestum ber sam-
an um, að hann sje ekki hæfur
til sóknar út fyrir landamærin,
og að Þjóðverjar geti því alls
ekki vænst neinnar hjálpar að
ga gni frá Rússum.
Jón BjÓ9*nsson.
Frjett hefi jeg, að Jón Björnss-
son skáld, sje að sækja um styrk
nokkurn af fje því, sem veitt var
tíl skálda og listamanna, til þess
að ferðast um Norðurlöud. Yildi
jeg óska að þessu gæti fram-
gengt orðið. Jóni Björnssyni er
fljóthrósað. Hann er tiltakanlega
vel pennafær, og ■ mundi jeg
hyggja gott til ferðasögu frá
honum. Frásögufærir íslendingar
eiga mikið erindi til Norðui-landa
allra, en einna mest til Noregs.
Gætu (ferðir íslendinga þar í
landi orðið báðum þjóðunum til
mikils gagns.
Helgi Pjeturss.
Skilagrein
yfir gjafir og áheit til Lands-
spítalasjóðs íslands árið 1922.
Áður auglýst kr. 1225,35; Gjöf
frá Sigurði Þorsteinssyni, Hrafna-
dal kr. 50,00; frú Kitty Johansen,
Reyðarfirði kr. 40.00; frk. Krist-
ínu Snorradóttur, Laxfossi, kr.
11.00; Skeggja kr. 100,00; Safn-
að af farþ. á „Goðafossi“, kr.
60,00. Samt. kr. 1486,34.
Minningargjafir til Landsspí-
talans árið 1922. Úr Reykjavík:
Afhent af frk. Ingibjörgu H.
Bjarnason kr. 900,50; Ingu L.
Lárnsdóttur kr. 5064,50; frú
Soffíu Guðmundsson kr. 209,00;
frú Þóru Halldórsdóttur kr.
4617.10. Utan af landi: Afh. af
frú Ásdísi Rafnar, Útskálum kr.
47,00; Guðríði S. Líndal, Holta-
stöðum kr. 20,00; Hólmfríði Hall-
dórsdóttur, Setbergi kr. 39,00;
Hólmfríði Jónsdóttur, Fáskrúðs-
firði kr. 12,00; Ingibjörgu Finsen
Akranesi kr. 172,00; Jóhönnu
Eggertsdóttur, Reykholti kr. 75.-
00: Líneyju Sigurjónsdóttur,
Görðum kr. 40.00; Oddrúnu
Þorkelsdóttur, Eyrarbakka kr.
159.00; Ólafíu Ásbjarnardóttur,
Grindavík kr. 46.00; Ólöfti Barða-
dóttur, Siglnfirði kr. 125.00;
Ragnheiði Jónasdóttur, Vopna-
firði kr. 155,85; Ragnheiði Jóns-
dóttur, Valþjófsstað kr. 203,00;
Vigdísi Pálsdóttur, Stafholti, kr.
129,00;; Þorbjörgu Bergmann,
Hafnarfirði kr. 198,50; Þorbjörgu
Pálsdóttur, Gilsá í Skriðdal kr.
75,00; Önnu Þorkelsdóttur, Ólafs-
vík kr. 29,00; Ingibjörgu Finsen,
Akranesi kr. 75,00; Jakobínn
Sigurgeirsdóttur, Borg kr. 185,-
00; Margrjeti Haldórsdóttur Eski-
firði kr. 184,50; Þorbjörgn Berg-
mann, Hafnarfirði kr. 211.00. —
Sámtals minningargjafir; krónar
2280,85.
NB. Fjórar síðast töldu npp-
hæðirnar komu eigi til gjaldkera
minningargjafasjóðsins fyr en
eftir að ársreikningurinn var
gerður og urðu því eigi taldar
með á lionum.
Kærar þakkir til gefendanna.
F. h. * stjórnar Landsspítala-
sjóðs Islands,
Ingibj. H. Bjarnason, form.,
Ágústa Sigfúsdóttir, gjaldkeri,
Inga Lárusdóttir, ritari.
li
II
Oft hefir „Tíminn“ verið rök-
vís, en sjaldan hefir honum betur
farist, en í grein eftir Jón Á.
Guðmundsson ostagerðarhöld, fyr
í Sveinatungu. Birtist hún í bíað-
inu 4. þ. m., og hefir að yfir-
skrift „Útflutningsverðlaun á
giáðaosti“. Hermir höf. svo frá
að það sje 17 — seytján —• kr.
og 70 au. hagur að vinna gráða-
ost úr cmjólk ær hverrar, móts
við það að láta þær ganga með
dilk. Þó hamast hann fyrir því
að ríkissjóður veiti verðlaun
fyrir að framleiða ost þenna og
græða stórfje á. Er þetta sam-
kvæmt tillögum Jónasar gamla
frá Hriflu, í frumvarpi því er
hann hefir borið fram á Alþingi
um þessa hluti.
Tillaga þessi er ekki sjerstakt
fyrirbrigði, en rökstuðningur
htnnar er dæmalaus: að ríkið
þuifi að verðlauna stórgróða-iðju,
og mundi tæplega geta hirtst
i öðru blaði, en því sem birtir
hana, blaði, sem heldur því fram
að ríkið kosti höfuðlausa þjóð-
kirkju. Það er aukaatriði að eand.
theol. og fyrverandi prestur, er
ritstjóri blaðsins og flytur þessa
speki. Það hefir flutt líkt áður,
þó nú gangi heimskan úr öllu
hófi. —
5. mars 1923.
Egill.
fijalti Djörnsson 5 Cd,
Lækjargötu 6 B.
S ínr í 7 ^ 0
...__|ltá
Því hefir á síðasta ári bætst
mjög mikið af gripum, mörgum
stórmerkum, m. a. tvö sjerstök
gripasöfn, Þorvaldar og frú Þóru
Thoroddsen, ýmsir gripir, sem
hann ánafnaði eftir sinn dag, og
Stefáns 'og frú Önnu Stephensen
cg Maríu kjördóttur þeirra; það
safn gaf frú Anna Stephensen
nokkru áður en hún andaðist.
Mun forstöðumaður Þjóðminja-
safnsins skýra síðar frá þessari
viðhót og söfnum nánar og hafa
sýning á þeim nokkra daga, líkt
og í fyrra, því að sökum rúm-
leysis verður nú fátt eitt sýnt
að staðaldri í safninu, af því er
bætist við árlega.
Amtmannsfrú J. M. Havsteen
og Jakob sonur hennar hafa ný-
lega gefið safninu sverð það er
Jul. Havsteen amtmaður bar með
einkennisbúningi sínum. Annað
sverð eða einkenniskorða hefir
safnið einnig móttekið fyrir
skemstn frá Jóni Magnússyni fyr-
verandi forsætisráðherra. Er sá
korði mjög skrautlegnr. Fyrstur
átti hann Grímur Thomsen, not-
aði hann þegar hann var í utan-
ríkisstjómarráðinn. Hann gaf
hann Jóni Pjeturssyni, sendi hon-
um hann skömmu eftir að hann
varð háyfirdómari, með ljóða-
brjefi, dagsettu á Bessastöðum
20. febrúar 1878; fylgir það nú
ern með til safnsins og er þannig:
Elskulegi vin,
Jeg sendi þjer núna Dýrumdal,
Dvergasmíði er hann.
Hann af öllum skálkum skal
Skera hausin beran.
Umboðsvaldsins aldrei sól
Á hjaltið láttu skína;
Láttu hvorki last nje hól
Laufans eggjar brýna.
Úr honum bitið aldrei fer
Ef rjettra hagga nýtur,
En á gull og gefins smjer
Gramurinn illa bítur.
Bráðum kem jeg, bið kærlega
að heilsa og er
þinn einlægur
Grímur Thomsen.
Frú Sigþrúðnr, ekkja Jóns há-
yfirdómara, gaf korðann síðan
Jóni Magnússyni, fyrverandi for-
sætisráðherra, er nú gaf hann
safninu.
KálfkDiungalpáttur.
(Saga um fómir og píslarvætti).
Brot úr uppkasti til langrar sögu
Eftir Halldór frá Laxnesi.
Framh.
Það var á allra vitorði, að
Þórður í Kálfakoti var einn af
þeim möUnum, sem betrá er að
hleypa ekki of nærri sjer, því
hann var kominn af sauðaþjóf-
nm, svo langt sem ættin varð
rakin, og það hafði oft flogið
fyrir, að hann væri ófrómur; —
sjaldan lýgur almannarómnr. —
Þetta var heldur ekki að furða,
því að állir vita að þjófsnáttúran
getur legið í blóðinu, engu síð-
ur en Guðs gáfur.
Einn sinni síðsumars, þegar
| krakkarnir voru orðnir ellefu, bar
svo við að þröng var í búi, því
að sumarbæran hafði fengið doða,
og hrngðist meb öllu. Frá því um
sumarmál höfðu börnin hlakkað
til, að kýrin bæri, og konan hafði
'■‘W
Umboðsmaður:
Ingimar Brynjólfsson.
3aaarjmaiiau>jL*.ji ■ • nt-rm
Símar: 890 og 949.
Fyrirlígganöi:
Vasaklútar karla og
kvennaj margar tegundir.
Inliar BFiiniðltsson |
Aðalstræti 9.
jjjjjjrr j j-r j j- ^rjrruA
lofað þeim nýju smjöri og nægu
skyri og jafnvel mysuosti. Svo
bar kýrin, og það fór þannig.
Björgin var svo ekki önnur í
Kálfakoti en málnytjan úr snemm
bærunni og þessum fáu kvíaám
cg svolítið af saltgrásleppu, eða
kannske grautur, en margir munn
arnir, og sýknt og heilagt kvört-
uðu krakkarnir undan hungri.
Þannig leið dagur eftir dag, að
hvorugt foreldranna hafði stund-
arfrið fyrir matarrellu: Kvölds
og morgna báðu þau um mat og
sömuleiðis að miðdegisverðinum
loknum, báðu þau um eitthvað
meira.
— Það er naumast að það eru
langar í ykkur garnirnar! — sagði
Þórður í Kálfakoti.
En það var okunnug ær, sem
altaf hafði sótt í Kálfakotstúnið,
síðan um Jónsmessu. Undir henni
gekk vænsti dilkur, hrútur, þykk-
ur og fríður. Krakkarnir höfðu
rekið ána úr túninu, ekki sjaldn-
ar en þúsund sinnum, en altaf
kom ærin aftur. Þótt búið væri
að hóa henni langt upp í fjall,
þá var hún skömmu á eftir, rjett
eins og sprottin upp úr túninu,
með lambið; og krakkarnir hotn-
uðu ékkert í þcssari rollu og
hjeldu jafnvel seinast, að þetta
væri hnldufólkskind.
Kvöld eitt, seinast í ágúst, tók
einn af sonum Þórðar upp á því
að heimta kjöt. Og fram yfir
háttatíma stagaðist hann á kjöti
og það kom vatn í munninn á
alJri fjölskyldunni áður en hann
hætti. Daginn eftir hjelt hann
uppteknum hætti, og nú ltókn
öll yngri börnin undir með hon-
um; þau sungu þarna í kór eftir