Morgunblaðið - 10.03.1923, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1923, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ IMBME FyriHiggJandi s Gólfflísai* ,rauðar, gular, hvítar, svartar. Veggflisar, hvítar. Baðker, emaille og galv. Baðofnar (sem jafnframt hita upp herbergið) Þvotiaskálar, átta stærðir. Hurðarhúnar, fjórar tegundir. Hurðarskrár, átta tegundir. 'Silinderlásar (System Yale). Babitz-net. , Þakpappinn Trópenól, sem þolir alt. Hlilliveggjapappi, tjörusoðinn. Ofr- ar og eldavjelar emaille/nikkel. Verð og gæði þola samanburð. — Gjörið-hann. fl. Einarsson 5 Funk Byggingauöniuerslun Talsími 902 Símn: Omega. Templarasund 3 Reykjavík. □ □ nui □ □ □ID DO □;□!□ □ Tilboö iSskast í uppskipun og keyrslu á afla úr tveimur togurum á kom- andi vetrar og vorvertíð. H.f. „Sleipnir“ Lœkjargötu 6. S i m i 3 I. Tóm steinolíuföt utan af landi kaupum vjer á 8 krónur hingað komin, gegn greiðslu við móttöku (með pöstkröfu). Hjer í bænum kaupum vjer fötin sama verði, og sækjum þau til seljanda og greiðum andvirðið samstundis. — Hringið í síma 262. H.f. Krogn & Lýsi^ ^Reykjavíkl kjöti og aftur kjöti. Bn þetta voru hreinustu firrur, því að fje var enn alt á afrjettum uppi, og mánuður til sláturtíðar eða meir. Þórður í Kálfakoti var fámáll, en hann ræskti sig oft, eins og hann væri að húa sig undir að segja krökkunum að þegja, en svo varð ekki úr því, að hann segði neitt. — Á þessu gekk nokk ur kvöld. Þarna lágu krakkarnir í ó- þverralegum fletunum, rifin og ■skitug, horuð og ljót, og skræktu eftir kjöti. Þórður sat eins og ciaufdumbur og horfði á þau, sjálfur magur og lúinn, og fitlaði við skegghýjung sinn. Á enninu voru hrukkur og alvara í augun- um. Því Þórður í Kálfakoti var óforsjáll, eins og Steinn Bolla- son, hann .hafði beðið Guð um börn, og ekkert fengið nema börn, hundrað böm. Heldur ekki mjæmti nje skræmti í konunni, hwað sem 4 gekk. Hún heyrðist ekki einu sinni and- varpa, sú kona. Baki sneri hún: að öllum og öllu og var altaf j önnum kafin við búverk og inn-' anhæjarstörf, — °g skárri voru það nú innanbæjarstörfin! Altaf voru krakkarnir kárnugir og rifn i og líklega lúsugir í hausnum. Snorri þagði. Væri mergur í nokkru barnanna, var þó ögn í frumburðinum, því hann var ekki fæddur áttrætt skar, horaður og örmagna, eins og yngri börnin, -en fór fyrst að smádrepast í uppvextinum. En næsta sunnudagsmorgun fengu börnin kjöt, ljúffengasta lambakjötið í heimi. Og hvílíkur blessaður ilmur, um allan bæinn. — Hvaðan kemur þetta kjöt pabbi? spurðu börnin. — Það kemur ofan af Himn- um, svaraði Þórður í ‘Kálfakoti. — Hver gefur okkur það 1 — spurðu börnin. — Hann Jesús í Himnaríki hefir sent okkur það, svaraði Þórður í Kálfakoti. — Altaf er hann góður! sögðu börnin og hámuðu í sig kjötið, eins og vargar. Svo nöguðu þau beinin á eftir, þjófahvolparnir. En Þórður box-ðaði ekkert af þessu kjöti nje konan. — Viltu ekki rífa í þig kjöt- bita Snorri? sagði Þórður. — Nei. Faðirinn leit á hann nokkra stund áhyggjufullur í bragði og sorghitinn. Hjelt síðan áfram að spæna upp í sig hræringinn. Allau liðlangan sunnudaginn hljóp ærin til og frá um túnið og jarmaði, eins og hún væri orðin óð, og stundum hljóp hún jafnvel upp á hæjarþekju til að jarma. Það hergmálaði frá fjall- inu, fyrir ofan bæinn, því að lygnt var, skeð gat að allur þessi jarmur heyrðist á næstu bæi, og vekti gruu. — — Um kvöldið setti Þórður hund- inn á ána, og ærin hljóp og hljóp og hundurinn á eftir, grimmur og óður og vildi helst rífa hana á hol. Hann þvældi heimi burt, lengra niður í sveitina og ærin jarmaði og hljóp. Seinna vitnaðist eitthvað um á þessa. Hana átti stórhóndi einn í suðursveitinni og Þórður í Kálfakoti hafði stolið lambi henn- ar og jetið. Hann komst undir mannafaendur og játaði á sig glæp- inn. Lambið og ærin höfðu staðið í túniuu hjá honum, alt sumarið, svo hann þóttist í rauninni ekki hafa verið svo illa að lambinu kominn. Ln þessi viðbára var lít- I ilsvirði, því að énginn hafði beðið ! hann um hagagöngu fyrir iambið cg því síður gefið honum það. Hann hafði nú einu sinni stolið j lambinu, því varð ekki haggað. Og það sat síst á Þórði í Kálfa- koti að reyna að í'jettlæta sig, sóigði fólk, því allir vissu, að í ætt hans lá sauðaþjófsuáttúra, svo langt sem rekið varð. Þórður, sauðaþjófurinn frá Kálfakoti var fluttnr suður til Keykjavíkur, en þar átti hann að greiða skuld sína við rjett- vísina, með nokkurra mánaða tugthúsdvöl. Mánuði eftir að hann var tekinn fastur, lagðist konan hans á sæng og eignaðist dálítið harn, einu sinni enn. Þótt nú Þórður í Kálfakoti alla tíð hefði verið sjálfs síns vesalingur og aldrei bjargálna- maður sifjaliði sínu, þá tók fyrst í hnútana nú, eftir að kerlingin og krakkarnir voru orðin ein um hituna. Það var sveltur í búi. Alt var í reiðuleysi. Svo þegar vetr- aði að, kom lasleiki í yngri krakk- ana. Enda þótt Snorri og eldri krakkamir væru alla liðlanga dagana, eins og útspýtt hunds- skinn eitthvað að basla og þaufa, sá þó hvergi högg á vatni. Vit komst ekki í nokkurt verk. 1 Kálfakoti var höfuðlaus her. Því það mátti Þórður eiga: Aldrei fjell honum verk úr hendi og hirðumaður var hann um alla bú- sýslu, og furða hvað hann hafði þó altaf getað haldið í horfinu, án þess að þurfa að sækja til annara. Á jólaföstu heimtaði svo kerl- ingin í Kálfakoti sveitarstyrk. — Þetta olli miklum óróleik í öllu hjeraðinu og sló alla betri bænd- ur óhug, — því að altaf eru það hetri bændurnir, sem verða að leggja að mörkum. Auðvitað var ekki hægt að synja kerlingunni um styrkinn, því án hans mundu allir í kotinu hafa orðið hungurmorða um jólin. En þá var það líka komið á dag- inn, sem menn höfðu kviðið lengi: Kálfakotshyskið var koraið á hreppinn. Dagbók. Messur í dómkirkjunni á morgun kl. 11 sjera Bjarni Jónsson (sjó- mannaguðsþjónusta), kl. 5 sjera Jó- hann þorkelsson. Engin skotfjelagsæfing á morgun vegna hlutaveltu Dýraverndunarfje- lagsins. Messur á morgun. T fríkirkjunni kl. 2 sjera Árni Sigurðsson ■' kl. 5 próf. Haraldur Níelsson. Smáþjófnaðir hafa verið framdir víða í bænum undanfarið; gengið inn í forstofur og hirt þar ýmislegt laus- legt. Sá óvani tíðkast hjer altof mikið að láta anddyri standa opin eftir að dimma tekur og á þetta hirðuleysi eflaust mikinn þátt í að freista hnupiaranna. Lokræsi er verið að leg'gja í Hverf isgötu frá Smiðjustíg og inneftir. Eru lokræsin, sem þar voru fyrir, of þröng til þess að geta nægt til fram- búðar og verður því að leggja önnur Hwaða sápta á Jeg að 'nota? Fedora-sápam hefir til að bera alla þá eiginleika, sem eiga að einkenna fyllilega milda og góða handsápu, og hin mýkjandi og sótthreinsandi áhrif hennar hafa sann- ast að vera óbrigðult fegurðarmeðal fyrir húðina, og varnar lýtum, eins og blettum, hrukkum dg roða í húðinni. f stað þessa veröur hðöín við notkun Fedora-sápunnar hvít og mjúk, hin óþægilega tilfinning þess, að húðin skrælni, sem stundum kemur við notkun annara sáputegunda, kemur alls ekki fram við notkun þessarar sápu. Aðalumboðsmenn: R. KJ ASTANSBON & Co. Reykjavík. Sími 1266. Tilbúinn fatnaður eða annað, sem legið hefir ósótt í tvo mánuði eða lengur, verð- ur selt fyrir vinnulaunum og kostnaði, ef þess verður ekki vitj- að fyrir 15. þ. m. Reykjavík, 8. mars 1923. Efnalaug Reykjavíkup. Laugaveg 32 B. Sími 1300. Frá Lanðssímanum. Gjaldkerastaðan á aðalskrifs tofu landssímans er laus frá 1. næsta mánaðar. Laun 2400 kr. á ári auk dýrtíðaruppbótar. —■ Umsóknir sendist landssímastjór a fyrir 28. þ. m. ásamt íbúðarhúsi er til leigu frá næstu fardögum. Menn semji við Eggert Claessen bankastjóra fyrir 12 Þ. m. vlðari áður en gatan verður malbik- uð. Mun það vera fátítt að hægt sje að vinna að lokraesalagningu um þetta leyti árs. Áfengisverslunin hefir tekið áleigu vjela'hús Nathan & Olsen sem áðnr var. Verða skolaðar þar flöskur og tappað af tunnxun. Laugavegs Apótek. Stefán Thor- arensen lyfsali er að bvggja hús við Laugaveg nr. 16, og verður lyfjabúð hans flntt þangað er húsið er full- gert. Verður það stórhýsi. Brúarlandsskemtunin. Morgunblað- ið hefir verið beðið að geta um það, að dansskemtun sú, er auglýst var í því, að vrði á Brúarlandi í Mos- fellssveit í kvöld, sje ekki haldin að tilhlutun Mosfellinga, hvorki ein- staklinga nje fjelaga. Gjafir til fátæku hjónanna. Áður auglýst kr. 30.00. Við hafa bætst: Frá Guðríði kr. 5.00 og frá N. N. kr. 10.00. Alls kr. 45.00. G-ullfoss komst í fyrradag ekki lengra en til Hafnarfjarðar. Lá, hann þar aðgerðalaus vegna stór- viðris þar til í gærmorgun og komst þá fyrst upp að bryggju. Hann fóv frá Hafnarfirði kl. 2 í gær. Sigurður Nordal próf. hefir legið undanfarið og liggur enn í háls- bólgu, allþungt haldinn. Hljómleikar Páls ísólfssonar fórn fram í gærkvöldi fyrir troðfullri kirkju og við sama ágæta orðstýr og áður. Er nú svo mikil aðsókn að söngnnm, að flokkurinn hefir á- ákveðið að syngja aftur á þriðjud. kemur. Hefir sjálfsagt aldrei jafn- |flugl.j3agbók Divanar, allar gerðir, bestir og ó- dýrastin, Búsgagnaverslun Beykja- víkur, Laugaveg 3. | Túlípanar, allavega litir, fást hjá i Ragnari Ásgeirssyni, Gróðrarstöðinni (Rauða húsinu). Sími 780. ! ,.Excelsior“ hjólhestadekk frá 7.00 | upp í 15.00 kr., slöngur frá 3.00 kr. í upp í 6.00 kr. Sigurþór Jónsson, úr- j smiður, Aðalstræti 9. Hjólhestar eru teknir til viðgerðar ^ í Fálkanum. Desinfector, 3 stærðir. Verð kr. 5.00, 2.85, 1.85. Rakarastofan í Eim- skipafjelagshúsinu. Sími 625. góð skemtun fengist hjer fyrir svo lágt verð sem þessi. Tveim vjelbátunum, sem sukku við norðurgarðinn 14. jan. hefir Geir náð upp, þeim Faxa og Valborgu. Á veiðar fóru í gær Skallagrím- ur og Apríl. Maður druknar. Fyrir stuttu voru tveir menn frá Skutulsey á Mýrum á selaveiðum skamt undan landi. — Fór annar maðurinn upp í sker, en hinn varð eftir í ^xátnum, og hvolfdi honum þá og druknaði maðurinn. Ófrjett var um nafn hans, en það hafði verið ungur maður. --------0--------- . J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.