Morgunblaðið - 13.03.1923, Page 4

Morgunblaðið - 13.03.1923, Page 4
i.íi KJ „Viðvaningsháttur samvinnu- afglapa' ‘. Loks var svo einnig á dagskrá 12. mars frv. til laga nm breyt- ing á 1. nr.36., 27.júní um samvinnu- fjel. frá Pjetri O. og Pj. Þórð- arsyni. Er það svo: 3. gr. 2. liður síðari málsgrein orðist svo: f þeim fjelögum er skiftast í deildir, nægir þó sameiginleg á- byrgð í hverri deild fyrir sig. Takmörkuð ábyrgð nægir í þeim fjelögum, sem um er rætt í 2. cg 3. lið 2. greinar. Lög þessi <>ðlast gildi þegar í stað. Fylgir frv, einnig svohljóðandi greinar- gerð: Á aðalfundi Kaupfjelags Borgfirðinga 27. f. m. var samþ. svoihljóðandi tillaga: „Aðalfull- trúaifundur Kaupfjelags Borgfirð- inga skorar á Alþingi að breyta samvinnulögunum í það horf, að kaupfjelög, 'sem einunjgis hafa .samábyrgð innan deilda í sam- þyktum sínum, geti notið fullra r.iettinda samkvæmt þeim lögum“. Frv. þetta er flutt samkv. á- skorun frá stjórn Kaupfjelags Borgfirðinga og í samræmi við framanskráða fundarsamþykt. — Euda þótt það sje ekki líklegt, að heimild sú, er í frv. felst, ef að lögum verður, valdi breytingu á aðalskipulagi samvinnufjelag- anna, eins og það nú er almennast hjer á landi, þá er hitt áreið- anlega víst, að í þeim hjeruð- um, sem þetta skipulag er ekki komið á eða búið að fá fast form, mundi notkun heimildarinnar efla rojög og auka samvinnufjelags- skapinn, og má telja það hina mestu þörf á þessum erfiðu tím- um. Pjetur Þórðarson talaði með frv. og um núverandi samá- byrgðarfyrirkomulag kaupfjelag- anna, sem nauðsyn væri á að breyta og smækka samábyrgðar- sviðið, enda gæti hið víðtæka samábyrgðarsvið gert einstökum óreiðumönnum kleift að vinna ýmislegt verslunartjón á kostnað allrar heildarinnar, sem ékkert hefði til þess unnið, en það væri itokkum veginn ómögulegt með þrengra samábyrgðarsviði. Benti hann á reynslu Kaupfjelags Borg- fírðinga, en það er eins og kunn- ugt er, ekki í sambandinu, enda mundi breytingin heldur ekki verða sambandinu að meini. — Sagði hann og að þetta frum- varp væri samið , með nákvæmni athugun og yfirvegun og skyldu menn því ekki halda, að það væri samið af neinum „viðvanings- hætti samvinnuaf glapa' *, eins og hann tók til orða, am leið og hann horfði allhvast á ská uppvfir gleraugun og á höfund samvinnulaganna, Hriflumanninn, sem var staddur inni í nd., en fór á augabragði á kaf inn í efri deild. En frv. þeirra Pjetranna var vísað til 2. umr og allshn. Dagbók. □ Edda 59233137—1 B C. Kórfjelag Páls ísólfssonar svngur i kvöld í Dómkirkjunni. Nýársnóttin var leikin á sunnu- dagskvöldið í 75. sinn, fvrir troðfullu húsi. Yoru leikhúsgestir hinir ánægð- ustu með sýninguna og kölluðu höf- undinn, Indriða Einarsson, fram, að henni lokinni og guldu honum þakkir stnar með dvnjandi lófataki. Gullfoss fór frá pingeyri í gær áleiðis hingað suður. Föstuguðsþjónusta á morgun í frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 71/2, sjera Ólafur Ólafsson. „Merkúr' ‘ heldur skemtifund í kvöld í Bárunni. Eru fjelagsmenn beðnir að muna eftir honum og mæta stundVíslega. ísland kom hingað seint á laug- ardagskvöldið frá útlöndum. Meðal farþega voru Hallgrímur Tulinius, Asgeir Pjetursson, Axel Tulinius, Matthías pórðarson útgerðarmaður og porvaldur Pálsson læknir. Lestrarfjelag kvenna heldur skemti- fund á Hótel ísland í kvöld. Yerður þar margt til skemtunar. Gjafir til Elliheimilisins frá 1. jan. — 10. mars. Steinunn Vilhjálms- dóttir kr. 10.00. Áheit kr. 5,00. Ó. Á. kr. 12.50. Áheit kr. 10i.00. Eskild- sen kr. 50.00. Áheit G. K. kr. 100.00. Finna kr. 10.00. Guðmundur krónur 5.00. Jón Jónsson kr. 10.00. Áheit kr. 50.00. J. kr. 144.81. Kornelíus Sigmundsson kr. 50.00. N. N. kr. 50.00. Frá Bæjarsjóði kr. 2000.00. Bestu þakkir! 12. mars 1923. Har. Sigurðsson. Dansleiknr Iþróttafjelagsins fór fram síðastliðið laugardagskvöld. — Var hann að vanda svo fjölsóttur, að eigi mátti þrengra vera í Iðn- aðarmannahúsinu. — Salnrinn var skreyttur betur en nokkum tíma hefir sjest hjer áður og hafði Guð- mundur Thorsteinsson listmálari sjeð um það. 'Var saluidnn sem hellir, eu út um opin mátti sjá myndir ýmsra íslenskra staða blasa við. — Pórarinn Guðmundsson sá um hljóð- færasláttinn, prýðilega, eins og vænta raátti. Dansinn stóð til kl. 4, og varð varla hlje á allan tímann. Sjötng verður í dag ekkjan Magda- lena Margrjet Sigurðardóttir, Hverf- isgötu 83. Aðstandendur „Alþýðublaðsins' ‘ eru ósköp glaðir yfir því, að blaðinu hefir einhversstaðar verið líkt við bam; höfðu víst í hæsta lagi gert sjer vonir að líka mætti því við hvolp eða kálf. En litlu skiftir; hver samlíkingin er notuð. Hitt er aðal- atriðið, að afkvæmi þeirra er bæði heimskt og illa vanið, skitið og ó- þrifið og öllum til skammar, sem að því standa. Mannalát. Tveir kunnir borgarar bæjarins Ijetust í fyrrinótt, Magn- ús Gunn'arsson, dyravörður í Stjórn- arráðinu og Eyjólfur porkelsson úr- smiður. Varð Eyjólfur heitinn bráð- kvaddur, en Magnús hafði lengi legið rúmfastur og mjög þjáður lengstum. Ennfremur er nýlega lát- iun Magnús Jónsson bóndi á Brekkum á Bangárvöllum, mesti dugnðaarmað- itr. Hafði hann þjáðst af brjóstveiki um margra ára skeið. Lúðrasveitin ljek fyrir bæjarbúa á Austurvelli í fyrradág. Hlustaði fjöldi fólks á, eins og vant er þegar hún lætur til sín heyra, og veður er bærilegt. --------o--------- námuslys í Schlesiu. Yfir 100 manns farast. Snemma í febrúar varð gæileg sprenging í Heinitz-námunum í Beuthen í Upp-Schlesíu. Varð sprengingin að morgni dags, skömmu eftir að verkamenn voru komnir ofan í námuna. Alls uhnu þar 871 menn. Var þegar hafist handa til að bjarga mönnum úr námunhi. Um kvöldið höfðu náðst 200 menn, og PLONTU SMJÖRLÍKI fAgætí til viðöiti,* bökunar ðútilaú steikjís í. Otboö. Þeir er kynnu að vilja gera tilboð í að byggja steinlhús, sem e> 3 hæðir, rishæð og kjallari, á lóðinni Laugaveg 16 hjer í bæniim, vitji teikninga og útboðslýsingar í Laugavegs Apóteki. Tilboðin skulu vera afhent fyrir þ. 22. þ. m. og verða þau opnuð að bjóðendum viðstöddum sama dag kl. 2. Sem pantur fyrir teikningum og útboðslýsingu sjeu setta» 10 krónur. Stefán Thorarensen lyfsali. Uppboð á timbri úr mótorbátnum Emmu verður haldið við Zimsensbryggju miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 3 siðd. Nokkra duglega og vana lóðamenn vanta á m.b. Freyju í Hafnarfirði nú þegar. Upplýaingar gefa Tómas Guðnason, skipstjóri og Kristinn Vígfússon, Syðri-Lækjargötu 18. Strandgötu 35. Sími 90. Ágætar byggingarlóðir á besta stað í bænum til sölu. Guðm. H. Þorláksson byggin^arfuilfrúi Sími 1052. Duers uegna er „Smára1 ‘ -smjörlíkið betra en alt annað smjörlíki til viðbits og bökunar? Af því að það er gert úrfyrsta flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur, dæmið sjálfar um gæðin. fíugl. dagbók Divanar, allar gerðir, bestir og ó- dýrastin, HJúsgagnaverslun Beykja- víkur, Laugaveg 3. Desinfector, 3 stærðir. Verð kr. 5.00, 2.85, 1.85. Rakarastofan í Eim- skipafjelagshúsinu. Sími 625. Gljábrensla og viðgerðir á hjólum er ódýrast í Fálkanum, Húseign til sölu við eina af aðal- götum bæjarins. íbúð laus 14. maí eða fyr. Verslun er í húsinu. Semjið við Halldór Eiríksson, Hafnarstræti 22. Sími 175. 3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 14. maí næst komandi. Upp- lýsingar í verslun Jóns pórðarsonar. ■ Herbergi til leigu. A. v. á. Hús til sölu. A. v. á. 2 bráðsnembærar kýr vil jeg selja. Menn semji við mig sem fyrst. — Magnús porláksson, Blikastöðum. af þeim voru 35 dauöir. Bjuggust menn við, aö þeir sem eftir voru, yfir 600, mundu allir hafa látið líf- ið. En þegar lengra var grafið kom í ljós, að mikill hluti af námuhni hafði ekki hrunið saman viS spreng- inguna. Voru þar saman komnir nær allir mennirnir, og flestir lif- andi. Alls voru það 109 menn, sem fórust, en flestir þ'eirra, sem náS- ust, voru ómeiddir. -------o------ EtL gímfrepir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn 12. mars. Friðurinn við Tyrki. Símað er frá London, að Tyrkir hafi gert bandamönnum nýja orðsending og leggr þar til að friðarfundur verði haldinn aftur í Konstantínópel. Þátttaka Breta í ófriðnum. Hlutdeild Breta ■ í ófriðnum mikla sjest Ijóslega á opinberri skýrslu er birt var í gær. Alls voru kvaddir í herinn 9.496.370 menn og af þeim voru 946.023 drepnir en 2.121.906 særðust. — Hernaðurinn kostaði 959u miljón sterlingspúhd og fengust af því 2740 miljónir með sköttum og tollum, 5500 miljónir með inn- lendum lánum og 1360 miljónir með útlendum lánum. Frakkar og Versailles-friðurúm. Sá orðrómur hefir borist út, að Frakkar ætli sjer að fella friðarsamningana í Versailles úr gildi, án þess að leita álits Eng- ltndinga um málið. Hefir þetta vakið megnustu gremju. Frakkar reka þýsku námurnar. Símað er frá Berlín, að full- yrt sje, að Frakkar ætli að taka í sínar hendur rekstur námanna í Ruhr og nota pólska verkamenn. Káupið „Royal“ hjólhesta hjá Sjgurþór Jónssyni úrsmið.' Franskir hermenn skotnir. Símað er frá Parls, að á eftir- litsferð franska hermálaráðuneyt- isins um Ruhr-hjeraðið hafi 2 franskir hermenn verið skotnir. Af þessum orsökum hafa Frakkar tekið marga Þjðverja sem gisl. o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.