Morgunblaðið - 15.03.1923, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1923, Blaðsíða 4
♦ Frá Danmörku. Samkvæmt sjúkdómsskýrslu er gefjn var út föstudagsmorgun er hennar kátign drotningin á ör- uggum batavegi. Samkvæmt ákvörðun er gerð liefir verið við rjettarstjórnina í Moskva sendir danska stjórnin bráðlega verslunarm'álanefnd til Moskva og eru í henni ölan kammerberra, sem er formaður nefndarinnar, forstjóramir Hjerl- Hansen og Bigil Leth, exi skrifari nefndarinnar er Gustav Rasmus- sen fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu. 13. mars. Síðasta tilkynning, er birt hef- ir verið um sjúkleik Alexandrínu drotningar, segir, að líðan henn- ar sje hin besta. Verða ekki fleiri tilkjmningar birtar um líðan henn ar, ef batinn heldur áfram. Próf. dr. Harald Höffding hjelt hátíðlegt áttræðisafmæli sitt síð- asta sunnudag, og var honum sýnd hin mesta virðing þennan dag. Meðal fyrstu gestahna, er heimsóttu hann, var Kristján kon- uxigur, og bar hann honum blóm- vönd frá drotningunni. Stuttu síðar komu fulltrúar norrænna kvenna, þá fulltrúar háskólans, nýja stúdentabústaðarins, Stú- dentafjelagsins og Carlsbergs- sjóðsins. Að þessu loknu færði Sv. Bjömsson sendiherra Höffding gjöf frá íslenskum lærisveinum hans, stóran og mjög skrautleg- an pappírshníf. — í þakkarræðu sinni lagði próf. Höffding áherslu á það, hve gott samkomulagið hefði jafnan verið milli hans og íslenskra stúdenta, og jafnframt bar hann fram óskir um það, að sjálfstætt vísindalíf mætti blómg- ast við háskóla fslands. Ruhr-málin. París, 13. mars. Porsætisráðherrar 'Frakka og Belga, Poincaré og Theunis höfðu mikilvægan fund með sjer í Bryssel í gær, og ræddu þar um | hertöku Rulir-hj eraðsins. Br ,á-1 standið í Ruhr þannig: Síðan hjeraðið var tekið, hafa frönsk og belgisk yfirvöld leitast við að koma skipulagi á járn- brautarsamgöngurnar, eftir að frá hafði verið vikið þýskum starfs- niönnum brautanna er,gert höfðu verkfall. Ganga nú 250 járnbarut- arlestir um hjeraðið og við þær starfa 10.000 franskir og belg- ískir starfsmenn og nokkur þús- und Þjóðverjar, sem gengu að því i að taka aftur upp vinnu undir yfirstjórn Prakka og Belga. — Allar kola-lestir, sem heftu um- ferð á járnbrautunum, hafa verið latnar fara til Prakklands, Belgíu, ftalíu og Hollands, eða Svss, en járnbrautarsamgöngur og allur útflutningur kola og iðnaðarvöru ti' Þýska lands er enn bannaður. Er Ruhr-hjeraðið því ennþá al- gerlega frá skilið öðrum hlutum Þýskalands. En með því að námuverkamenn hafa enn neitað að vinna að flutn- ingi kola þeirra, sem áður hafa verið. brotin og safnast hafa fyrir við námuopin, ákvað fundurinn í. Brýssel í gær, að láta franska og belgiska verkamenn vinna að fermingu þehsara kola, undir vernd setuliðsins, og senda þessi kol til Prakklands og Belgíu, j svo að fullnægt verði kröfum þeim, sem á Þjóðverjum hvíla, tim kolaframsal fyrir skemdir þeirra á námum Prakka og Belga. Að því er snertir hermdarverk þau, sem franska setuliðið hefir orðið fyrir af hálfu Þjóðverja og vegna undirróðurs af þeirra hálfu, þá ákvað fundurinn í Bryssel, að innleiða hina ströng- ustu ákvæði til þess að gera enda á óhróðurssögum þeim, sem Þjóð- verjar hafa borið út um Prakka og Belga útaf hertöku Ruhr-hjer- aðsins gáfu þeir Poincaré og Theunis yfirlýsingu um, að ráð- stafanirnar í Ruhr-hjeraði væru gerðar af tveimur orsökum: I fyrsta lagi væri hertakan fram komin vegna vanskila Þjóðverja á skaðabótum, sem þeir hefðu gengist undir að greiða, og mundi henni því verða ljett af undir eins og Þjóðverjar byrjuðu að fullnægja skuldbindingum sínum; en hins vegar vildu bandamenn ekki lengur láta sjer nægja ein- tóm loforð heldur raunverulegar framkvæmdir. í öðru lagi, að undir eins og Þjóðverjar ljetu undan mundu ekki aðeins Frakk- ar og Belgar einir, heldur í sam- einingu við aðra bandamenn sína, leggja fram skilmála þá, er Þjóð- verjum verða settir, til þess að tryggja skuldbindingar sínar. Blöðin benda á, hve mikilvægar þessar ákvarðanir sjeu til þess að afstýra ofbeldisverkum gegn setuliðinu. Og þau minnast á, að aðferð sú, að slaka smátt og smátt á hertökunni eftir því, sem Þjóð- verjar borgi, sje í fullu samræmi við aðferð þá, sem Bismarck' hafði gagnvart Frökkum 1871. Þjóðverjar hljóti að viðurkenna rjettmæti þeirrar aðferðar, og aðrar þjóðir sömuieiðis, fyrst þær mótmæltu ekki, þegar þannig var farið að við Prakka 1871. Blöðin þvkjast mega álykta, að aðrar þjóðir muni verða hliðhollar á- kvörðunum þeim, er ráðstefnan tók í gær, að halda áfram her- t.ökunni þangað til Þjóðverjar aki þann kosinn að borga. í Prakklandi benda menn á, að með því að halda áfram mót- stöða sinni í tvo mánuði, láta 100.000 sýslunarmenn ganga iðju- lausa, og hjálpa miljónum verka- manna til þess að gera verkfall með því að borga þeim kaup fyrir enga vinnu, hafi Þjóðverjar sj-nt að þeir hafi haft ástæður cg getu til þess að borga skað.a- tæturnar, og að ef þeir hefðu notað fje það, sem þeir hafa verið til mótstöðu sinnar í Ruhr-hjer- aði til þess að greiða skuldir sínar, hefði þeim verið í lófa lagið að ráða fram - úr málinu, og afstýra missætti því, sem orð- it hefir milli Prakka og Þjóð- verja, í stað þess að koma af stað vandræðum í Evrópu. Jordan. Khöfn 14. mars. Fundurinn í Bryssel. Símað er frá Bryssel, að á fundi Prakka og Belga þar, hafi orðið fullkomið samkomulag um stefnuna í Ruhr-málunum fram- vegis og skilyrðin fyrir því, að Frakkar fari burt með lið sitt úr hjeraðinu. Sleppa Prakkar ekki landi því, sem þeir hafa tekið nema hvað eftir að Þjóð- verjar greiði skaðabæturnar. Hermálaráðstafanirnar í Ruhr- hjeraði koma Prökkum og Belg- M0 RGUNBLAÐIÐ I uni einum við, en þess er vænst, að samkomulag náist við ítali og Breta um endanleg úrslit málsins. Dagbók. Sigurður . Nordal prófessor var fluttur á Landakotsspítala í gær. — Hefir hann fengið ígerð í eyrað og verið þjáður undanfama daga. Pilskipin. Seagull kom inn í gær með 8.000 fiskjar og Keflavíkin rieð 7.500. Háskólinn. Dr. phil. Kort Kortsen flytur í dag fyrirlestur um Sören Kirkegaard. Jón Jörundsson fyrv. skipstjóri og kaupmaður, á Reýkjanesi við Reýkja- fjörð verður 75 ára í dag. Bois-Rose heitir franskur botnvörp- ungur afarstór er hingað kom í gær. ! þorparabrögð. Tvö kvöld í röð, mánudags- og þriðjudagskvöld, hefir slókkviliðið verið kallað út í bæ, annað skiftið kl. 9—10 og í hitt skiftið eftir miðnætti. í bæði skiftin var kallið gabb. Annar brunaboðinn scm brotinn var, var á Vatnsstíg, en hinn á mótum Bergstaðastrætis og Baldursgötu. Er orðin sannkölluð plága að þessu, og getur varla hjá þyí farið, að einhverjir þorparar geri sjer að leik að því, að ónáða slökkvi- liðið, því varla eru óvita börn á ferli um það leyti, sem brunaliðið var kallað í þessi tvö skifti. Er bæjar- búum mikil háðung að því, að þeir menn skuli vera til, sem vilja hafa á samviskunni þann óþokkaskap sem í þessu felst. Hjónaefni. 13. þessa mánaðar opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ásta Agnarsdóttir frá Fremstagili í Langa- dal og Einar Baehmann. „Dómar' ‘ heitir leikrit, sem er nýkomið út, eftir A. G. porniar. ■— Hefir hann áður gefið út sögur og æfintýri. Leikritið er í 4 þáttum og gerist á galdrabrennuöldinni, norður í Skagafirði. Leikriti'sins verður nánar getið síðar. Verslm.fjelag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8y2 á Hótel Skjald- fcreið. Steinn Emilsson talar um „Ósjálfstætt konungsríki1 ‘. Meðlimir kaupmannafjelagsins eru boðnir á fundinn. „Leo“. Hjer í blaðinu var sagt í gær, að vjelbáturinn „Úlfur“ væri seldur austur á Seyðisfjörð. Var það „Leó“. „Úlfur“ er hjer enn verður framvegis. Á hann að fara í flutningsferðir mjög bráðlega. Andbýlingarnir verða leiknir í síðasta sinn í kvöld. . .Knattspyrnufjelagið „Víkingur“ biður þess gótið, af gefnu tilefni, að grímudansleikur sá, er einhver Víkingsklúbbur gengist fyrir, sje sjer alveg óviðkomandi. -------o-------— Gengi erl. myntar. 14. mars. Kaupmannahöfn: Sterlingspund ............. 24.55 Dollar.................. .. 5.231/2 Mörk........................ 2.75 Sænskar krónur.............139.20 Norskar krónur............. 95.00 Franskir frankar........... 31.60 Svissneskir frankar .. .. 97.65 Lírur...................... 25.10 Pesetar.................... 80.75 Gyllini................... 206.90 --------o------- NvlíOmiö meö e.s „Islanö": Gardinusiangir, mabogni, póleraðar og gyltar, með tilheyr- andi húnum og hringjum Barnavagnar, Barnakerrur, Körfustólar, margar teg. Körfubord, Körfusóffar. Körfur ýmiskonar: pappírakörfur, brauðkörfur, brjefakörfur, hnífakörfur 0. s. frv. Barnastólar, Dúkkuvagnar, Saumastativ. Vöggur, Barna-hjólbörur og vagnar. Rólur, Barnakommóður úr bambtts, Dúkkurúm 0. fl. Kristján Siggeinsson, húsgagnaverslun. Olíuofnar með rauðu glasi eru nú aftur komnir til Johs. Hansens Enke. Skiffafunöarboð. Skiftafundur í þrotabúi, Elíasar F. Hólm kaupmanns, verður haldinn í bæjarþingsstofunni mánndaginn 19. þ. m. kl. 10 árdegis og verða þar teknar ákvarðanir um meðferð eigna búsins. Bæjarfógetinn í Reykjavik 14. mars 1923. Jfrh. Jóhannesson. Háseta vantar á s.s »Dorrit >, sem fer hjeðan til Bilbao. Uppl. um borð hjá skipstjóranum fyrir kl. 4 í dag. Lampaglös, allar stærðir hjá Johs. Hansens Enke. Postulín og leirvonun. Fyrirliggjandi: Bollapör, marg. teg. — Diskar, marg. teg. — Könnur, marg. teg. — Kaffistell — Tekatlar — Skálar — Föt allsk. — Vatnsglös — Ávaxta- skálar 0. fl. — Alt selt mjög ódýrt. K. Einarsson & BJörnsson. Símar 915 og 1315. Vonarstrœti ð. Suun.: Einbjörn Flugl. dagbók Divanar, allar gerðir, bestir og ó- dýrastiB, ECúsgagnaverslun Reykja- víkur, Laugaveg 3. RuEr5 uEgna ei „Smára‘‘-snijörlíki8 betra en alt annað smjörlíki til viðbits og bökunar? Af því að það er gert úr fyrsta flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur, dæmið sjálfar um gæðin. 2 bráðsnembærar kýr vil jeg selja. Menn semji við mig sem fyrst. — Magnús þorláksson, Blikastöðum. - vi f?#*ll, iiI TsmjmíKÍI 'H' Hreinar ljereftstuskur kaupir ísa- foldarprentsmiðja hæsta verði. f H/fSmjörlikisger6ir!iR!V};:;.í > f l ■ , y Ágæt húseign í miðbænum til sölu fyrir gott verð. Lysthafendur sendi nöfn sín til Morgunblaðsins fyrir 2>) þessa mánaðar, merkt „27“, fá þeir þá nánari upplýsingar. Kjólföt á meðal mann til sölu, með sjerstöku tækifærisverði a Klapparstíg 9. Rósastiklar fást hjá Ragnari Ás- geirssyni, Gróðrarstöðinni. (Rauða húsinu) Sími 780. Stúlka óskast á gott sveitakeimili. A. v. a. Smjörlíki á 95 aura l/2 kg., selur Hannes Jónsson, Laugaveg 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.