Morgunblaðið - 08.04.1923, Blaðsíða 2
H ö f u m fyrirliggjandi:
Hrátjoru „Kronebrœndt öa!atjœre“,
Cylinderoiíu „Rapid((,
Strákústa,
Tjörukústa,
Fiskbursta.
BrjóstsykurgEröin „nói
kk
Nóa-karamellur eru besiar.
Safnið þið brjefunum E
Fyrir hver 50 brjef fáið þið 3 karamellur. Það mega ekki vera
partar úr brjefi, annars þurfa þau ekki að vera hrein, en ekki
óhreinni en það, að „Nóa“-stimpillinn sjáist.
(Brjefin eru auðvitað ekki notuð aftur).
Alt i Tapeter,
Lsedertapet, Silketapet
Prövebö<er. — Stðrat» Knbat.
Aldelea omg. Levering.
Nordisk-Tapet-lndustri, A|S
KabriKiition & lmport.
Vesterg. 7. Kbhvn B.
TilboÖ
óskast í að sprengja fyrir hús-
grunni nú þegar. Upplýsingar hjá
Helga Bergs, Skólavörðustíg 22.
Sími 636.
um kvöldin fyrir fram. Eigandi
Lússins verður sem eðlilegt er að
leigja það út, þegar hann getur.
Með þessu móti er þaS eðlilegt
að gamlir leikendur gefist upp,
því það er eins og Sigurður heit.
málari sagði ávalt, þegar byrjað
var að tala um leiki við hann:
,Það er svoddan ómak að fást
við það“.
Þjóðleikhúsiú.
Hjer á landi höfum vjer síð-
U'tu 15 áriu sett, jeg held, 6
uiljénir í verslimarflotaiin, og
'eignast heilan skipastól. Vjer
höfum eignast á sama tíma fiski
skipaflota — 30 togara auk ann-
ars, sem að líkindum hafa kostað
t gendurna 12—15 miljónir. Vjer
höfum vafið símanet um landið
og til landsins, sem hefir kostað
þrjár miljónir og á sama' tíma
bygt brýr og vegi fyrir upp að
10 miljónum, hafnir, bryggjur og
rafljósastöðvar fyrir 6 milj. og
ollum þessum fjárhagsheljartök-
um hefir lyft þjóð sem var á
luilli 85 og 95000 mauns. Það er
ekki að furða þó landiS sje skuld-
t'.gt. Én með uppástungunni um
þjóðleikhúsið, og að skemtana-
. skatturinn gangi þangað, er ætl-
ast til að aðrar skemtanir yfir
i'öfuð beri hestu skemtunina. Það
er ekki ætlast til að stofnuð verði
nein ný skuld fyrst um sinn, held-
ur er ætlast til að fjeð, sem
kemur inn á þennan hátt, leggist
fyrir, þegar það sýnist vera fært.
Væri áhuginn mikill, og peninga
niarkaður og kostnaður leyfði að
gera það í- fj-rra lagi, þá yrði
málinu hraðað. Afskifti ríkissjóðs
jrðu, ef til vill þau, að hann
gengi í ábyrgð fyrir láni, sem
taka þyrfti, en hann hefði þá
skemtanaskattinn að veði fyrir
vöxtum og afborgunum.
• Ueikliúsið er einn hlekkurinn í
keðjunni sem gerir oss að menta-
þjóð, og jeg vil enn einu sinni
taka það upp, sem ieinn af merk-
ustu og bestu vinunum okkar
skrifaði út hingað fyrir 15 ár-
um: „Mjer er ómögulegt að bera
virðingu fyrir mentaþjóS, sem
brestur kappsmunj eða þjóðar
metnað til þess að koma sjer upp
leikhúsi og að halda því við“.
Þegar jeg lít á öll þau stórræði,
sein landsmenn, land og ríki hafa
færst í fang síðustu 15 árin,
þá þykir mjer ekki óeðlilegt að
íslandsvinurinn skrifaði orðin,
sem vitnaS er í.
• l
Við höfum fyrir sál að sjá.
Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa
farið þaim veg á undan okkur
að styrkja eitt aðalleikhús, hver
sínum liöfuðstað með opinberu
fie. Hve margföld sem stærð höf-
uðstaðarins er í hlutfalli viS R.-
vík, þá er þetta gert. Vjer höf-
um sjerstaka tungu að. tala, og
við viljum halda henni uppi og
rækta hana, og í því er leik-
Lúsið ekki minsti þátturinn. Við
erum sjerstök mentaþjóð með
erfðametnaði, og við erum sjer-
stakt fullvalda ríkiog sá aðalsrjett
ur leggnr skyldur á herðarnar.
Alt bendir þaS í sömu áttina
að við verðum að koma upp og
st.yrkja eitt aðalleikhús í landinu.
Aðalástæðan til að styrkja leik-
hús er sú, að „við höfum fvrir
sál að sjá“ einnig í þeim skemt-
unum sem hafðar eru í boði banda
aimenningi. Fyrir þeirri sá! sjá-
um viS með að halda uppi sæmi-
Jegum leik í sæmilegu húsi. sem
getur dregið að sjer sem flest
af bæjarbúum. Án þess verða
opinberar skemtanir lakari og lak-
?ri hjer í Reykjavík, söngstúkur
og fjöllistarsýningar. Hinir kaup-
MORGU NBLAÐÍÐ
Skófatnaður
allskonar nýkominn Fallegur, sterkur og
ódýr. — Litið i gluggana!
Komið og skoðið!
Þórður Pjetursson & Co.
i
slaðirnir taka það npp eftir R.-
vík, því eftir höfðinu dansa lim-
irnir. En hvað verður svo af sál-
inni, sem við eigum fyrir að sjá?
Hvað verður svo.
Vjer höfum eitthvað yfir 30,-
000 árlega frá skattinum og kom-
um upp leikhúsi. Stjórnin skipar
því svo góða forstöðh sem föng
eru á. Þessi forstaða og þeir
sem þar leika, verða að liafa al-
gerð yfirráð yfir húsinu, það er
aðal og höfuðskilyrðið. Leiklistin
hefir fengið þak yfir höfnðið, sem
hún hefir orðið að vera án. Jeg
geri ráð fyrir að vandað verði
valið á því, sem leikið er — eins
og hefir verið hjer í Leikfjelagi
Reykjavíkur. — Hjer eru svo
skýrir og góðir áheyrendur, segja
leikarar og söngmenn sem hingað
hnfa komiS, að það má ekki bjóða
þeim annað til sýnis og heyrnar,
en það besta.
Jeg geri ráð fyrir, að einkunnar
or’ð þessa leikhúss verði eins og
stóð yfir leiksviði Sigurðar heitins
málara: „Gaman og alvara“, því
þar verði bæði leiknir gamanleikir
r,g alvarlegir leikir, og leikir þar
sem hvort. tveggja kemur fyrir.
Leikendurnir leika betur. því þeir
gcta æft sig betur. Á Casino í
Höfn átti að sýna: „Ridderen af
Eandersbro“, þjóblegt leikrit úr
si gu Danmerkur, og það var til
þess tekið, að forstjóri leikhússins
ijet haida 28 aðalæfingar á því
]>ieð fuílu ljósi, og fullum útbún-
aði; enda varð leikritinu og leikn-
nm tekið með mestu gleði og það
lcikið oftar en 100 sinnum. Leik-
t.jöld, búniugar o. s. frv. þurfa
ekki að týnast eða ónýtast,
þegar leikritið, sem þær voru not-
] f. í, hefir verið lagt til liliðar og
það getur oft orðið dýrmætur
sparnaður fyrir leikhúsið.
Þá verður ekki sagt um þá, sem
þarna leika, að þeir útiloki aðra
frá að sýna sig. Iðnaðarmannahús-
iö verður eins til nú eftir sem
áður, og leigt þeim, sem þar vilja
leika, og það verður sá ágóði
lýrir aðalleikhúsið, að það enn
getur fengið nýliða, eða viðbót
í flokk sinn, án þess að renna
aiveg blint í sjóinn meö það,
hvort sá sem tekin er, getur
nokkuð leikið eða ekki. Jeg er
visS' að þjóðleikhúsið amast ekki
\ið þeim, sem þar vilja leika.
Tjaldið sem aldrei fellur
hinsta sinni.
Hjer hefir einnig komið upp
leikritaskáldskapur, sem eitthvað
er gerandi fyrir. Það þarf ekki
annað, en nefna Matth. Jochums-
son, Jóhann Sigurjónsson og Guð-
mund Kamban til aS sýna að hjer
geti komið fram leikrit, sem
nentaþjóð ekki þarf að fyrirverða
sig fyrir. Ef leiklistin okkar renn-
ur út í sandinn, þá fellur alveg
niður að sýna þau. Það er skaði,
og engin virðing fyrir okkur ef
svo færi. Einhver saknaði þess
síðar. En hjer er annar skað-
! inn til á ferðum, og það sá, að
öll þessi nýju skáld, sem nú eru
&ð skrifa leikrit og gefa þau út
— sum áreiðanlega góð — þau
í'á sömu meðferðina og sá gróður
oftast fær á jörðinni, sem kemur
hjer fyrir sumarmál. Þau fúna
ofan í jarðveginn aftur. Leikhús-
ið legst aldrei niðnr í hinum
mentaða heimi. Leikritaskáldskap-
urinn er svo lífseigur á hæsta
stigi, að í París, London og New-
York leika menn -enn á mörg-
i:m dögum leikrit Sófóklesar, sem
eru samin fyrir 23 öldum og
þau hafa enn óvenju sterk áhrif
á þá sem þau sjá og heyra. Það
er eitthvað við leikhúsið, sem
aldrei deyr, og þó við förum
hægt að því þá erum við með
frumvarpinu, sem liggur fyrir al-
þingi þessa dagana, að koma upp
byggingu yfir „tjaldið sem
fellur hinsta sinn“.
I. E.
Þjóðbankinn og Austurvöllur.
Reykjavík og þjóðin.
(Frh. af sunnudagsritgerðinni).
Framhlið Þjóðbankans við Aust
vrstræti, verður um langan aldur
eui sú þróttmesta í stílmenning
Reykjavíkur — alt húsið frá
mæni að grunni er fyrirmyndar-
smíði — og mjög til þess vandað
að öllu leyti, að bygging þessi
verði íslenskri menning til sóma.
En út frá fjármálasviði máls
þessa sjeð — vekur bankahús
þetta með útlitinu einu tiltrú og
traust erlendra manna og við-
skiftavina, sem hingað koma,
engu síður en fslendinga sjálfra
sem í landinu búa. En þetta ytra
horf málsins, sem fljótt á -litið
vjrðist aukaatriði — er samt sem
áður svo náskylt því innra eðli
athafnirnar — og ber því þessa
hvorttveggja að gæta fremur
■'■enju — þegar eitthvað sjerstakt
e" lagt í sölurnar til menningar
— og til tryggingar þjóðfjelags-
heildinni.
En svo er nú að sjá, sem þess-
ari hlið málsins hafi ekki verið
gaumur gefinn, enn sem komið
er — hvorki frá hálfu þeirra
manna, sem byggja hið veglega
bankahús — nje heldur stjórnar
þeirrar, sem mestu ræður um fyr-
irkomulag borgarinnar. Því ef
rjett or hugsað, á peningaforða-
búr þjóðarinnar að standa í sömu
helgi sem kirkja og þinghús — og
er þar með sagt, að bankahús
þau í djúpum götum stórborganna
gefi lítið tilefni til þess, að fjár-
ruálin sjeu í betra horfi en raun
er á oft og tíðum — og skyldi það
engan undra, þó að hin sífeldu
fjármálaóhöpp víðsvegar um heim,
væru bein afleiðing af helgileysi
því, sem álitið er að eigi að
fylgja fjármálalífinu.
Nær væri að búa svo í haginn
ívrir starfsmenn slíkra stofnana,
Islands slærsta
og ódýra st a
niuminiumuerslun
Allar vörur keyptar heint frá
Þýskalands stærstu og bestu verk-
smiðjum.
Mest úrval. Lægst verð. .
Aluminiumvörur
Skeiðar 0,40, Gafflar 0,40. Græn-
metis- og Súpuskeiðar á 1 kr. 50 au.
Barnaborðbúnaður
1 sett: 1 hnífur, 1 gaffall og 1
skeið, alt á kr. 1,50.
1 sett: 1 gaffall og 1 skeið, á 0,75.
Jafngildi silfurs og sjerstaklega
sterkt.
Barnabaðker
úr sínki, mjög sterk og ódýr.
Fægiklútar
gulir og þykkir, kr. 0,40, Gólfklút-
ar 0,50, Karklútar 0,40. Seglgarn,
hnotan á kr. 0,50, 0,60, 1,50. —
Tannburstar á kr. 0,60. — Hinir
margeftirspurðu gólfklútar og upp
vöskunarklútar, koma með s.s. ís-
land.
Rakvjelar
Nýtt! Nýtt!
Egta forsilfraðar í íallegum
nikkclöskjnm á ky. 2,50, 5,00 og 6,00.
Langbestu og ódýrustu rakvjela-
blöðin á kr. 0,30; 10 stk. á kr. 2,50.
Vindlakveikjarar á kr. 0,70, O.90,
1,50. Vindlakveikjarar til þess að
standa á borði á kr. 2,50.
Gaskveikjarar, sem eyða mjög
litln. á kr. 1,25.
líasaverkfæri
í nikkelhulstrum. Innihald: Einn
tappatogari, 1 bor, 1 sýll, 1 flýsa-
töng, 1 skrúfjárn,
að eins 1 kr. stykkið.
Lindarpennar
með U karat gullpenna á krónur
3,00—4,00 stykkið.
Ovanalega ódýrir.
EGTA S1LFURBLÝANTAR
á kr. 12,00 og 15,00.
Axlabanöasprotar
úr fornikluðu silt'urstáli,
stykkið á kr. 0,60.
IIEILDSALA og SMÁSALA.
n. I. Garlpist.
Laugaveg 20 A.
20 skref frá götunni.
20 prósent ódýrara.
að þeir fyndu og sæju nokkuð af
göfgi hinnar lífrænu náttúru, í
staðinn fyrir að loka öl'lu útsýni
cig grafa þá niður í djúpri götu,
þnr sem þröngsýnið hlýtur að
fæðast fram fyr eða seinna. —