Morgunblaðið - 12.04.1923, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1923, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Til fermlngargjafa: Biblía, bæði stór útgáfa og vasaútgáfa, á ýmsu verði. Nýja testamenti á ýrnsu verði. Sálmabækur ' og fjöldi góðra bóka í Bókaversi. Siggf. Eymundsðonar. V. B. K. T alsimar: Vefnaðarvörubúðin nr. 38. Skrifstofan — 1438. Verslunin Björn Kristjánsson. Pæmið jjfllfar um gæðin mjög erfitt starf með höndum, jiar sem hún hefir af fremsta megni viíjað gæta þess, að skila íjárlögunum með sem minstum eða helst engum tekjuhalla, en ]'ó haft mjög mikla löngun til að leggja til, að veitt verði fje til ýmsra verklegra framkv., •einkum þar eð framfarir á því sviði hafa verið alt of litlar á íyrirfarandi árum, og stundum jafnvel fullkomin kyrstaða. Nú gerir frv. stjórnarinnar ráð fyrir nærfelt engum tekjn- afgangi og jafnframt mjög litl- nm Amrklegum framkvæmdum. Nefndinni var því þegar í upp- hafi Ijóst, að hún mundi alger- lega verða að leggja árar í bát með till. í um nokkrar frekari framkvæmdir, ef hún ekki gæti sannfærst um, að hækka mætti tekjuáætlun stjórnarinnar. í npphafi gerði hún .sjer góðar vonir um þetta, en þær vonir brugðust tdfinnanlega, þega.r þingið samþ. breytinguna á tekjuskattslögunum. Prsm. var Magnús Pjetursson. Oaf hann í jFyrstu ræðu sinni yfirlit um störf nefndarinnar og tillögur. Fara till. nefndarinnar fram á það, að hækka gjöldin um á 7. hnndrað þúsund, frá þ-ví sem var í stjfrv., en hins- vegar lagði nefndin til að hækka tekjubálkinn um 382 þús. kr. En af þessu lagði nefndin til að 56 þús. krónur yrðu geymdar þangað til rætt verði um fjár- aukalögin fvrir 1923, en rúmar 219 þús. ætlast nefndin til að verði bunduar því skilyrði, að! verkin, sem þær eru veittar til, ■<rerði elcki framkvæmd nema trygging sje fyrir því, að nægi- legt fje verði fyrir hendi. Þegar þetta er dregið frá, kemur í ljós hækkun er nemur 373 þús. kr. á gjöldunum, Tekju- og eignaskatturinn •er áætlaður eins og á liúgildandi fjárlögum 1100 þús. en síðastlið- ið ár nam skatturinn 1516 þús. kr., en var nú samþykt að áætla hann 1 miljón, þar sem skatta- lögnnum hefði verið breytt og skat'turinn lækkaður, eins og fyr segir. Aukatekjurnar vildi nefndin hækka um 40 þús. kr. upp í 300 þús. kr. og kvaðst miða það við reynslu síðustu ára, þar sem þær hefðu orðið minst- ar 258 þús. (1920), en mestar 324 þús. síðastliðið ár. Nokkar umr. urðu einnig um till. nefndarinnar um hækkun útflutningsgjaldsins. Lagði hún tii að það yrði sett 700 þús., í stað 550 þús. í stjfrv., en það reyndist síðastliðið ár 793 þús. en 655 þús. árið 1921 og 800 þús. árið 1920. Tóbakstollinn vildi nefndin aftur á móti lækka, í samráði við einkasöluna, um 50 þiis. kr. og nokkrar breytingar lagði hún einnig til í áætlun kaffi- og sykurtollsins (50 þús. kr. hæk'kun). Ein aðalbrtt. hennar var þó fólgin í því, að nefndin lagði til að teknar yrðu i:pp í tekjubálkinn tekjur af vín- verslun ríkisins, 300 þús. kr., en annars liggja fyrir þinginu frv. um sjerstakar ráðstafanir þess fjár. Tók frsm. það fram, að yfirleitt vildi nefndin ýta undir það, að teknar væru inn á tekju- áætlunina allar tekjur af öllum rikisrekstri, en ekki aðeiiis hreinn ágóði, eins og nú er gert. Og telur hún þetta bæði rjettara í sjálfu sjer, þægilegra og gleggra til yfirlits. Eftir allmiklar umr. voru till. nefndarinnar allar sþ. og hófust því næst umr. um gjaldbálk fjár- laganna. ------o------ Vatnsveitan. Smágrein með þessari yfir- skrift stóð í Morgunblaðinu í dag, og fjallar um. vatnspíputil- boðin til vatnsnefndarinnör. í greininni steodur meðal ann- ars þessi setning: „En trjepípur er aðeins hægt að nota á svæðinu milli Gvendar- brunna og Elliðaár". Þareð þetta ekki er rjett, og er villandi fyrir lesendurna, leyfi jeg mjer að geta þeas, að trje- ! pípur eru víða notaðar Arið svip- aða staðhætti, og- við talsvert meiri vatnsfallhæð en hjer, eða yfir 100 metra fallhæð, en hjer riun hun vera mest um 70 metr. Vatnsnefndin mun heldur ekki hafa dæmt trjepípur óhæfar þ&rna, en hinsvegar ekki álitið væntanlegan verðmun á mjóu trjepípunum vega á móti lengri revnslu, sem járnpípur hafa hjer, en nm það atriði mætti sjálfsagt deila. Reykjavík 11. apríl 1923. Halldór Guðmundsson. -------o------ Stúöentasöngur. Nú gengið skal á gleðifund og glatt við skálar kveðið, svo ollum gleymist ögurstund, þess eins skal minnast geðið að okkar ríki er víðfeðmt vel þó vísast fáir efnist. paö rúmar liæði himna og hel og heimur andans nefnist. Við hötum ilsku, úlfúð, tál, við erum kærleiks vinir, við eigum helgan eld í sál, við erurn ljóssins synir. En vandi fylgir vegsemd æ, (það víki ei úr minni, svö enginn kasti æfi á glæ en allir verkum sinni. A stokki þess við strengjum heit svo storð og gimir heyra, að ekki neinn í okkar sveit skal unna neinu meira en sannleik, frelsi, friði, dygð og fegurð, von og kæti við þjóðarsögu og tungu trygð og trú á landsins mæti. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. ------—o--------- ErL símfregöfr frá frjettaritara Morg’unblaðsins. Khöfn 10. apríl. Kaupskipafloti Breta. Símað er frá London, að nú hafi verið fylt það skarð, sem höggvið var í kaupskipastól Breta á styrjaldarárunum, en þá mistu þeir 7 miljónir smálesta. Kanpskipastóll þeirra er nú rjettnr þriðjnngur allpa kaup- skipa í heimi, en árið 1914 áttu þeir 44% af kaupskipaflota heimsins. / \ Flugferðir Breta og Þjóðverja. Daimler flugfjelagið hefir gert samning við þýskt flugfjelag um samýeiginlegar flugferðir milli þessara borga: Londonar, Man- chester, Hamborgar og Berlínar. Ferðirnar ;liefjast í máímánuði cg verða farnar daglega. Frá írlandi. Símað er frá Duhlin, að inn- anríkfcráðherra íra hafi lýát yfir því, að stjórnin hefði nú ráð tíu þúsundum uppreisnar- roanna í sínar hendur, en tabð &ð 2500 sjeu enn víðsvegar um landið. Stinnes hneptur í varðhald. en laus látinn litlu síðar. Símað er frá Berlín, að FrakkT ar hafi í gær handtekið Hugo Stinnes (helsta iðjuhöld og auð- mann Þjóðverja) er hann var að koma til Ruhrhjeraðsins, en lát- ið hann lausnn skömmu síðar. Cuno býður sáttaboð. Þegar sorgarathöfnin var hald- in í ríkisdeginum í dag í minn-: ingu þeirra, sem drepnir voru z Essen, bauð Cuno að hefja samningatilraunir við Frakka, í ð því tilskildu, að báðir máls- aðilar standi jafnt að Vígi til snmninga. --------o------- Fíttfll 10 UF. Fyrir noklirn ritaði kunnur franskur blaðamaður, Jules Sauer- wein, sem er starfsmaður „Le Matin“ langa grein í „Poli- tiken“ um ástæður Frakka fyrir hertöku Ruhr-hjeraðsins. Grein þessi gefur ágæta skýringu á því, hversvegna Frakkar töldu sig til nejrdda að taka til refsiákvæð- anna gegn Þjóðverjum og rekur jafnframt skýrt aðaldrætti skaða- bótaflækjunnar mikln, sem alt er sprottið af. Fara hjer á eftir helstu kaflarnir úr grein þessari, sem er of löng til þess að rúm sje til að birta hana. alla. — Sú spmming, sem oftast er lögð fyrir mig út af Ruhr-mál- iraum er þessi: Hversvegna tók franska stjórnin Ruihr-hjeraðið ? Skýringin á þessu er ekki erfið. Það kom að því að almennings- álitið fór að láta til sín taka í voru lýðfrjálsa landi. Af fjárlög- unum sáu menn, að upphæðir þær, er Frakkar höfðu lagt fram til endurreisnar eydd'u hjeruðunum, sem lán til Þýskalands, vorn farn- ar að nálgast 100 miljarða franka, og að strax varð að leggja nýja skatta, sem námu 3 miljörð- um franka á þjóðinni í viðbót. Það var ennfremur ljóst, að Frakkar yrðu að taka lán, sem gátu orðið þeim erfið, til þess að ljúka viðreisnarstarfinu, til að greiða eftirlaun og vexti og af- borganir eldri lána. Fjáranðugu löndin skiftust í tvo flokka. Snm, t. d. Bandaríkin og England gerðn ráðstafanir til þess að krefjast endurgreiðslu á því, sem þau höfðu lánað okknr á ófriðarárunum. Onnnr, þ. á. m. tlest hlutlausu ríkin hiðu hentugs tækifæris til þess að gera arð- berandi það fje, sem þeim hafði verið trúað fyrir, eða þau grætt í ófriðnum og eftir hann. Banka- máianefndin hafði í áliti sínn gert ráð fyrir , að við fengjum greidd- ar eignir vorar, því aðeins að við sleptum tilkalli til % af kröf- um okkar, auk þess sem við bær- um sjálfir allan hinn eiginlega herkostnað. Við áttum að greiða hann og bera 75% af kostn- aði við endurreisn eyddu hjer- aðanna. Hefði franska stjórnin gengist undir þetta, þá hefðu utanríkis- skuldir numið um 100 faldri þeirri upphæð, sem Þjóðverjar þurfa nú til þess að innleysa innanríkis- skuldir sínar með gildandi marks- gengi. — Þjóðin, sem við urðnm að fórna 1.600.000 manna til að sigra, hefði þá í þrennu tilliti haft betri c.ðstöðu en við: Vaxandi fólks- fjölda, en okkar kyrstaðan, ó- skemdán iðnað en okkar eyddan í tíu ömtum, og í þriðja lagi skuldir, sem vorn óverulegar í snmanbnrði við byrðar Frakka. Þó franska stjórnin hafi ekki viljað etja landinu út í þetta ástand, hefir hún samt gert, þær tilslakanir, sem hún áleit unt. Á! Simi 720. F y r i r 1 i g g j a n d i: Smurningsolia. Cylinderolia. Axelfeiii. Hlaltl BlörnssDn s Cs. Lækjargata 6b. Alt i Tapeter, Lædertapet, Silketapet PrövebÖKör. — Störst -t tiubat. Aldeles omg, Levering. Nordisk-Tapet-lndustri, A|S í Fabrikation & Import. Vesterg. 7. Kbhvn B. ráðstefnunum í London og París gekk Poincaré að því, að C- fJokkur þýsku skuldabrjefanna mætti hverfa úr skaðabótafiilg- unni til jöfnuðar á skuldum okk- ar erlendis, (C-flokkurinn var 82 miljarð gullmörk), með því skil- yrði að sá hluti þeirra 50 milj- arða, sem eftir voru, er Frökkum bar 26 mi'ljónir, skyldi vera frið- helgur. Og til þess að þetta yrði efnt, krafðist hann þess, eins og sanngjamt var, að endurreisn eyddu hjeraðanna skyldi fá for- rjett fyrir öðrnm skaðahóta- greiðslum. Þetta hefir einnig i'erið stefna fyrverandi stjórna. Til þess að greiða viðskiftalífi Evrópu götu, hikaði Poincaré ekki við að- ganga að fyrirkomulagi, sem ljetti afarmikið undir með Þjóðverjnm. Millerand og Briand, höfðu komið eins fram á fnndun- um í Spa og London. Altaf sýndn Frakkar sáttahug sinn, t. d. eins og þegar Millerand árið 1920 bauðst til að borga námumönnum í Ruhr, aukaborgun í gulli til þess að fá kol, eða þegar Briand 1921 gekk svo langt, að gefa I jóðverjum eftir 12 miljarð gull- mörk, sem þeir ekki höfðu greitt á gjalddaga. Poinearé var sama hugar. Hann vildi fúslega beina samninga við Þjóðverja, og hann endurtók þetta í franska þinginu sama daginn sem franska herliðið fór inn í Ruhr-dalinn. Þegar Frakkar gáfu skipun um að fara inn í Ruhr-hjeraðið, var narkmið þeirra takmarkað og lög- legt. Takmarkað — af því að þeir ætluðu sjer að láta sjer dnga eft- irlitsnefnd, skipaða verkfræðing- um og tollmönnum, ásamt nokkru herliði er nauðsynlegt væri til verndar þeim. Löglegt — vegna þess að athafnir Frakka voru fram komnar vegna vanrækslu, sem var löglega sönnnð með meiri hlnta atkvæða skaðabótanefndar- irraar, og í samræmi við banda- menn Fraklra, ítali og Belga. — Tillögur Englendinga höfðu verið heyrðai’ og rannsakaðar með mik- illi athygli. Síðasta tillagan. sú sem Bonar Law flutti í París, var ótakandi, því hún gerði ráð fyrir, að þeir 26 miljarðar, sem Frakkar gerðu tilkall til, yrðu iækkaðar niður í tólf, og svifti Frakka ennfremur öllum rjetti ,til eftii-lits, með fjárhagsmálum Þjóð- verja, þar sem þetta eftirlit skvldi vera í höndum sjerfræði- nefndar, þar sem Frakkar og Belgar, sem til samans eiga að fá 70% - af skaðabótunum, gátu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.