Morgunblaðið - 07.06.1923, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.06.1923, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIB K a u p i ö: Beauvai’s sætu saft. Beauvai’s lifrarposteik. Beauvai’s niðursoðnu kjötrjetti. Beauvai’s grænmeti. ý k o m i ð s Rúgmjöl. Hveiti marg. teg. Haframjöl. Hrísgrjón. Sagó. Kartöflumjöl. Melís. Kandís. Strausykur. Píkjur. Döðlur. Export. Kartöflur. P e r s i I. Gunnan Þórðarson. Sfmi 1072. inum' ‘ hefði ekki litist á nafna sinn „rauðan' ‘. Andlegt Ififf. Eftir Sig. Kr. Pjetumœ. Átumeinin tvö. Þau eru tvö, átumeinin, er há andlegu lífi. Annað þeirra. er ihræsni. Og verst er það, er hún gerir vart við sig, þar sem síst .ekyldi, en 'það er hjá kennimönn- um. Fari svo, að prestur trúi því ekki, er hann þykist trúa frammi iyrir söfnuði sínum, getur hann ekki gert sjer von um góðan á- rangur, þótt hann láti ekki undir höfuð leggjast að prjedika. Eldur verður ekki af ís, og sannfæring- arhiti verður ekki af kuldahræsni. Hitt átumein andlegs lífs er, ef ■til' vill, öllu algengara. Er það lotningarskortur. Þar sem mikil brögð eru að honum, getur ekki verið á góðu von. Kirkjur bera þess víða vott, að þeir -eru færri en skyldi, er líta til þeirra með lotningu. Sii var tíðin, að flest.ir, er gátu, fóru til kirkju sinnar. Þá var það'1 talin hin mesta ósvinna ■að vanrækja hana. Þótti það og ganga hnéyksli næst að fara fram hjá kirkju, meðan stóð á messu. Menn báru mikla lotningu fyrir kirkju og helgum siðum og margs var að gæta, til þess að brjóta ekki í bág við helgar venjur og fornar. En nú er öldin önnur. Nú má evo heita, að allur þorri manna vanræki guðs hús og góða siði, jafnt rosknir menn sem ungir, án þess að tefla áliti sínu 'í hættu. Eotningin fyrir því, sem heíl- r.gt er, má nú heita að' miklu leyti horfin. Hún var með flest- itm sprottin upp úr jarðvegi trú- ar, fremur en skilnings. En trúnni tók að hnigna, þegar naprir næð- ingar veraldarhyggju blje.su um hana og feyktu burtu hinni frjó- sömu mold. Þar kom um s'íðir, að hin laufgaða eik lotningar, er áð- ur hafði borið' ávöxt, stóð í beru grjóti vanans. Nú er hún að verða að kalviði og komin að því að ðeyja. Henni getur orðið það eitt til bjargar, að hún sje borin inn í aldingarð dulrænna fræða, þar sem hún fær að standa í nógum jurðvegi og frjóum. Skal hjer bent á dæmi, er sýna, að lotningarskortur er nú orðinn meiri en góðu hófi gegnir. Það er ekki nóg, að gengið sje fram- hjá kirkjum til sveita, — í kaup- stöðum er ékki unt að komast 'hjá því, — meðan prestur er fyr- ir altari eða í stólnum, og aðeins lítill hluti þjóðarinnar sækir kirkjur og sjaldan, heldur þola prestar það, að þær sjeu hafðar f.yrir skemmur eð'a kjalla. Þess eru helst til víða dæmi, og hain- iagjan má vita hve langt er síð- an að farið var að geyma sum- staðar í þeim hvers konar skran, t.d. reiðingstorfur, klyfbera, söðla, reiptog, amboð, ullarpoka og þvott. Yera má að: upp mætti telja fleira af slíku „kirkjugóssi“ • Heyrst hefir og, að prestur einn á Norðurlandi hafi fyrir stuttu hengt upp 'í kirkju sína nýskorna kindarskrokka. Slíkur skrælingjaháttur sæmir ekki siðaðri þjóð. Og illa fer á því að bannað sje að flytja í kirkjum fræðandi fyrirlestra um andlega mál, meðan slíkt er látið viðgangast. Kirkjur mundu síðúr saurgast af fræðandi fyrirlestrum og hvwskyns guðsþjónustu, sem vera .skal, en af þeini hirðuleysis- hugsanahætti, er þolir aði'a eins andstygð. Gerum ráð fvrir því, að kirkju- völdin hefðu fengið tilkynningu um það, eða pata af því, að kon- ungur íslands og Danmerkur ætl- aði að vera við kirkju einhvern tiltekinn dag uppi í Sveit, þar sem venja hefði verið að geyma „hitt og þetta“ í kirkjunni. Ólíklegt er það ekki að prestur, sá er þjón- aði þeirri kirkju, hefði fengið orð- sending um það, að „dubba“ upp kirkjuna, og sjá um, að ekkert skran væri látið vera í henni. Þetta hefði verið ofureðlilegt og ekki nema rjett að tefla þvi fram sem til er, þegar.svo tiginn mað- nr yrði meðal kirkjugesta. En þessi sömu kirkjuvöld munu éegjast trúa orðum Krists, þar sem hann segist vera mitt á meðal fylgismanna sinna, þótt þeir sjeu ekki fleiri saman komnir en tveir eða þrír. Það er því ekki alveg óhugsandi, að hann sje einn kirkjngesta og hann >er ek'ki ótign- ari en konungur íslands og Danmerkur. En meiri virðing er þó ekki borin fyrir honum en það, að hann má sjá ryk af reiðingum og öörum þess konar munum. Verst er ,þó, að hann sjer alt eins vel rykið, sem fallið hefir á hugarfar manna, óhreinindi þau, ■er lotningarskortur leiðir af sjer. Víða kennir lotningarskorts og ræktarleysis við kirkju, af hálfu safnaða. Þess eru dæmi, að messu- gerðir hafa fallið niður, sökum kulda í kirkju. Menn hafa annað hvort ekki haft mannrænu í sjer eða ekki tímt að kaupa ofn í ‘kirkju og eldsneyti, svo að1 þeim yrði sjálfum lífvænt í henni á vetrum. Kuldi í kirkjum ber ótví- ræðan vott um kulda til kirkna. Og hann er ekki sprottinn af lotn- ingu. Sama er að segja um aðra hirðing á kirkjum. Þær eru víða miklu ófegri innan og utan en þær ættu að vera. Svo er hegðun manna helst til ábótavant. Ýmsir koma ekki í kirkju, fyr en messa ei- byrjuð og valda því truflun. Þess eru og dæmi, að menn fara út úr kirkju, áður en messugerð er lokið. Alt þetta kemur til af því, að menn gera sjer ekki verulega grein fyrir því, til hvers þeir fara í kirkju, eða eiga að fara í kirkju. Mun það naumast rangt til getið, að flestir fari til hlýða á ræðu prestsins. Og fari svo, að prestur flytji ekki fagra nje hugnæma ræðu, eða sje ekki áheyrilegur ræðumaður, er eltki óhugsandi, að guðsþjónusta sumra kirkjugesta snúist upp í allt annað en til var ætlast. En væri lotningarskorti safnaðar ekki til að dreifa, væri og engin slík hætta á ferðum. Það er að vísu skemtilegt að hlýða A góða og fróðlega ræðu vel flutta. En aðalatriðið er það ekki. Eða koma menn aðallega til fundar við prestinn í kirkjuna, en ekki til fundar við guð? Frh. SjómannahEimilið Enn. Mjer sárnaði við sjálfan mig, er jeg las grein majórs Graus- lunds hjer í blaðinu, að jeg skyldi ekki liafa skrifað meira um sjó- mani íaheimili II j álpr æðishersin s, svo að ómögulegt væri að mis- skilja orð mín. Grein mín í Yísi var stuttorðl til hvatningar um meiri fram- kvæmdir, en alls ekkert yfirlit yfir það, sem gjört hefir verið, og því hvorki taldar upp sjó- mannasamkomur í K. F. U. M., sem jeg hefi stundum tekið þátt í sjálfur, nje sjómannasamkomur Hersins. 'Sumir sjómannaleiðtogar hjer í bæ hafa skilið hana alveg rjett og tekið henni mjög vel, eins cg líklega kemur brátt í ljós. „Litlu stofurnar tvær“ nefndi jeg, af því að majór Grauslund var nýbúinn að kvarta um að geta ekki notað fleiri stofur 'handa sjó- mönnurn, en jafnframt ætlaðist jeg til, að ummæli mín yrði hvatn- ing fyrir vini sjómannastarfsins til að koma sem fyrst með þessar 1500 kr., sem Herinn .vantar til þess, að geta bætt öðrum tveim stofum við; það ber aldrei svo brátt að, að nýtt sjómannaheim- iii komi, að ekki sje mikil þörf á þessum stofum. Gistihús Hers- ins er svo góðkunnugt hjer í bæ, Rakvjelablöð góð og ódýr, aðeins kr. 0.25 Svampabolti sem aldrei brotnar. Kostar aðeins 2 krónur. I Sterkir og ódýrir ofnar, sem nota má samtímis til hitun- ar og suðu, eru stór sparn- aður á hverju heimili. Ko9ta aðeins 22 krónur. Fást hjá i. u. Mmisi, Laugaveg 20 A. að jeg hjelt að ekki þyrfti á það að miimast í þessari stuttu grein; en ekki veit jeg þó annað en að það reynist stundnm of lítið, og ber því meira á því sem bær- inn vex, og er vonandi engin goð- gá að minnast á það. — En jeg er dauðhræddnr um að majór Grauslund sje hættnr að skilja ís- lansku, þegar hann skrifar þær fjarstæður að jeg hafi lýst sig „ósannindamann og svikara“. Kaldranalegi norðannæðingur- inn, sem blæs nm síðasta hhita greinar majórs Grauslunds, kom rajer mjög á óvart. Hjelt jeg satt sö segja að framkoma mín gagn- vart leiðtogum Hjálpræðishers- ins undanfarin 22 ár, hafi ekki gefið mikið tilefni til þess. Vegna óknnnugra skal jeg segja skoðun inína á Hjálpræðishernnm. Hann hefir að ýmsn leyti „brot- ið ísinn“ hjerlendis. Afturhvarfs- ræður hans og sambænafundir eru eldri en okkar hinna og í sumu líknarstarfi var hann og fyrri til. Á hann einlægar þakkir skilið fyrir það alt, og einkum þó þeir, sem „ísinn brutu“ með fórnfúsum kærleiika. — Auðvitað má ýmis- legt finna að starfsaðferðum Hers- ins, en það er ekkert sjaldgæft um mannleg störf, og mjer hefir aldrei þótt nein ástæða til að fjölyrða nm þá hlið, en jeg hefi glaðst yfir því, sem gott var og sameiginlegt. Jeg vissi ekki annað en frum- berjum Hersins hjerlendis væri það gleðiefni, er þeir sáu Islend- inga sjálfa fara að vinna að trú- vakiiingúm, engu síður en Her- iiiii. Eins bjóst jeg við að mundi vera nú síðari árin um líknarstörf in. Minsta kosti finst mjer alt af meiri hörgull á starfsmönnum en viðfangsefnum. Satt er það, a.ð leiðtogar Hjálpræðishersins hjer í bæ voru farnir að hugsa. um Samverja- starf og elliheimili nokkru áður en a.ðrir koimi því í framkvæmd. En ekki gerðum vjer það til að „spilla fyrir“ Hernum, heldur til ao flýta því, að þessi fyrirtæki yrðu öðrum að liði. — Hjálpræðis hernum væri mín vegna velkomið f ð stofna t. d. elliheimili á morg- un, lir því að okkar heimili er of Sími 72Ö. Nýkomnan Alumeniumvörur og Glervorur. Lækjargarta ðb. Nýjar vörur MeS síðustu skiprnn höfwn viS fengiS miklar birgSir af uýjum von®. Hálstau Manehetskyrtur, flibbar, bindi, elanfur, einnig mikiS úrval af Gummihálstaui.. Vöruhús ið. 03 amnwim Hessian fypipKggjandi. L Ermjlssi s Áðal8træti 9. Símar: 890 og 949. Viébitiá x SJ ^iísriiídur! Pímið ijólfar um gæðin ifn-ÍSmiöriíkisgerhnil^ukíavikl litið. — Enda er það ótrúlegt að þaðan stafi þessi næðingur. Það er heldur ekki mín sök þótt sjómenn, líkt og aðrir, laðist snm- ir fremur að þessum starfsmanni en aðrir að hinum, og þar sje ein ástæðan til þess, að þörf er á nýju sjómannaKeimili. Jeg vona að majór Grauslund kenni mjer heldur eíkki um að Fenger pró- fastur vildi ekki veita fje 1 frá, dönskn sjómannatrúboði til starfs Hersins, — nje ag Petersen sjó- mannatrúboði frá Færevjum vildi ekkert samstarf eiga. við Herinn. ITann mun ekki þurfa langt að fara yfirleitt til aði finna þá, sem' hafa verið ófúsari til samvinnu en jeg, og hefðu þá fremur átt, skilið norðannæðing, ef honum fmst endilega ástteða til að senda hann frá sjer, trúmálaandstæðing- nm símim til dægrastyttingar. S. A. Gíslason. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.