Morgunblaðið - 24.06.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1923, Blaðsíða 2
Höfum fyrirliggjandi margar tegundir af Kaffibrauði. Enginn sköllattur lengur. Eeynslan er sönnun: Ef þjer notið liinn á- gæta RÓSÓL-HÁRELEX- ÍR varðveitið þjer ekki aðeins það hár, sem þjer hafið, heldur sjáið þjer það aukast. RÓSÓL-HÁR- ELEXÍR styrkir hárræt-. urnar og eykur þannig þjettleika og fegurð hárs- ins. — RÓSÓL-HÁRELEXÍR er sterkt sótttkveikju- hreinsandi, og ver því hárið fyrir hársjúkdóm- um og eyðir þeim kvilhrm er þegar fyrirfinnast. RÓSÓL-HÁRELEXÍR eyðir allri flösu, hreins- ar hárrótina og læknar hárrot og hármissi. Sjer- hver sem vill fá mikið og fallegt hár og um leið forðast skaJlá, notar RÓSÓL-HÁRELEXÍR. — Á eftir hárskurði og hárþvotti er RÓSÓL-HÁRELEXÍR alveg ómissandi sökutn sinna sóttkveikju drepandi hæfileika. RÓSÓL-HÁRELEXÍR er öllum nauðsynlegur sem unna fallegu og niiklu hári. — Pæst í heild- og smásölu í Laugavegs Apóteki. TILBOÐ ■óskast fyrir 15. júlí í að mála og kvítta Barnaskó.lann í t\eflavík utaJi og innan. í Nánari upplýsingar gefur Ólafur .T. A. ttlafsson, Keflavík Sími 6. i M eír mm opnað í dag. Uppi á Skólavörðuholtinu, þar sem fjarsýnin er fegurst, stendur Listasafn Einars Jónssouar. eins og stuðlabergs-orgel í einhverja furðu lega framtíðadkirkjiu. Það stendur þarna óbifanlegt, sem óhrekjandi andmæli gegn öllu því sem næst <er: andmæli gegn illhýsinu, sem skriðið hefir upp boltið síðustu og verstu árin, og nú stendur hik- andi við þankastrik bæjarstjórn- arinnar: rennuna, húslengd vestnr af safninu; andmæli gegn þefi þeim, sem andar af sorpvallar- gerðinni við Barónsstíginn; and- mæli gegn landbroti og bálfrudd- um brjónum alt umhverfis. Girð- ingin um safnlð ber millibilsá- standi menningar vorrar vottinn. að á alt er leitáð, nema ókleifar grindni’ og gaddavír; jafnvel steinsteyptar tröppnrnar að safn- in,'U eru ekki óhultar, nema bak við lokað bliðið. En innan girð- ingarinnar er gróðrarmagn í öllú. Smáttt og smátt, börur fyrir bör- ur hefir frjómoldin færst að fót- stallinmn og túnhjallinn og garð- flötin myndast. Nú er þar iðja- grænt á þrjár hliðar, grasrót.in aðeins ókomin við austurstafninn. sem sýnilegt medki þess, að efnin berast hægt að, þott um síðir komi. Svo hægt og hljóðalaust hefir þctta safn risið, að fæstir vita hvernig, og ef til vill grunar enn færri, að þarna er eitt af því, sem þjóð vor mun hafa sjer til rjett- lætingar á dómsdegi, og eitt af þeim táknum, er sýna hvað hún er í rami rjettri og hvað hún á að' verða. Og þó er alt, sem þarna ei' innan garðs eins'manns verk, á alt up]itök síu í huga og höndum Einars Jónssonar, hefir fengið líki og liti, sál og svip frá honum. Þetta er veröld út af fyrir sig, frumleg og formanðug, og etrginn ahnenningur! Einar Jónsson hefir frá upphafi vega gengið sína götu, verið sjálfum sjer lögmál. Hann h’efir hlýtt skaparaeðli sínu, ör- uggur þess. að öllu mundi skila heim um síðir. Og er það ekki merkilegt, að þessi einræni maður, fátækur sonur minstu þjóðarinnar t g fyrsti myndhöggvarinn hennar, er etkki einrtsinni fimtugur þegar hann sitnr einvaldnr í ríki sínu heima á ættjörðinni, í safninu. sem geymir öll verk hans, hvert á þeim stað og í þv'í ljósi, sem hann hefir sjálfur valið því, safninu, sem jafnframt á að verða vinnu- stöð hans um ókomin æfiár. Einusinni talaði jeg um Einar •Týnsson við ungan, erlendan ’myndasmið, airðugan vel, er þekti hann og lofaði mjög, en bæt.ti því við. að hann gæti ekki skilið hvernig fátækinr maður, eins og Einar væri, gæti verið mynd- höggvari. Til þess þyrfti mikið fje. Jeg sagði Einari þetta. En hann svaraði: ,,-Jeg skil enn síður hvernig auðugir menn geta verið myndhöggvarar ef þeim er cikki "áfan gefin“. Mjer detta í hug önnur orð Einars, þau er hann sagði um þjóð sína, í einu ræðunni sem liann mun hafa samið um dag- MORGUN BLAÖIB Længurdúkur, tvíbreiður. Fiðurhelt Ijereft, hvitt, frá 1,95. Fiðurhelt Ijereft, blátt. Dúnljereft. Yfirlaka-ljereft. Undirlaka-ljereft, í lakið krónur | 4,75 og 5.00. Hvítt röndótt í sængurver tvíbr. Bleikjuð ljereft í miklu úrvali ! og allskonar aðrar Baðmullarvörur. ana, „að henni skuli enn verða leyft að verða fremst í kapphlaup inu, ef hún selúr elcki sitt sólar- fylgi fyrir fánýt fo:ldargæði“. Einar Jónsson, hefir aldrei selt. sitt sólarfylgi. Hailn hefir ekki skort drengskap til að leita ljóss- ins, hvað sem fánýtium foldar- gæðum leið. Svipur hans var jafn h.reinn og heiður þegar verk hans voru á víð og dreif í erlendúm skemmurn og hann átti Okki ó- brotinn stól að setjast í, eins og hanu er nú, þegar hann er se^tur í ríki sitt. Þessi bjarta trú og biðlund listamannsins var anna’ði sem þurfti 'til. Hjtt var, að þjóð- in kannaðist við son sinn og í’jetti honum hjálparhönd meðan timi var tii. Og hún gerði það. Því að þjóð vor hefir í fátækt sinni aldrei verið svo fátæk, að' hún seldi frumburðarrjett sinn, astina á „landeign í hugsjóna- heimi“. Og heiður og þökk sje þeim mönnum, innau þings og utan, er átt hafa sinn þátt. í því, að listasafn Einars .Jónssonar er lcomið svo langt, sem raun gefur vitni. I dag er safnið í fyrsta sinn opn- að fyrir almenning. Þeir, sem þangað ganga, munu gleðjast yf- ir þessum nýja marksteini á menn ingarbraut vorri, gleðjast vfi'r þeim andans knafti, frumleik og fegiirðarviti, er þarna birtist, hvar som liti'ð er. gleðjast yfir þvi, að listamaðurinn, sem orpið hefir og verpa mun um ólkominn aldur frægðarljóma á land vort. hann er enn á besta aldri mitt á meðal vor, bjartur og brosandi. Og allir rnunu þaðan fara með þeirri ósk og von, að þjóð vor láti ihann aldrei skorta það, sem hann þarf til að njóta sín og hún má veita. Það, sem hún gerir honum, hefir hún sjálfri sjer gert. Guðmiundur Finnihogason. ---------o------ Erí. símfregnir Khöfn 23. júní. Stórbruni í Svíþjóð. Sögunarverksrniðjurnar í Gefle i Svíþjóð hrunnu síðastliðna nótv, heimsins stærstu sögunarverksm. (T Gefle varð stórþruni 1869). Uppreisn í Litlu-Asíu. Frá París er símað, að upp- reisn hafi orðið í Allsanden í Tjitlu-Asíu og hafi uppreisnar- mienn sigrast á stjórnarherfíokk- rnum og haldi nú til Skútari. Etnu-gosið. Frá Kóm er símað, að nú sje farið að draga úr Etnu-gosinu. 60 þúsundir manna hafa mist hús og heimili. G.s. Isianð Farþegar sæki faraeðla á morgun (mánudag). C. Zimsen. Tlóakaramellur þekkja aiíir. Safnið brjofunum. Fyrir hver 20 brjef fáið 2 karamellur. Verslunin ,Goðafoss* Nýkomið: Fílaheinshöfuðkambar, skaftgreiður, stórt úrval af speglum, svampar, gúmmísvafiipar, rakspeglar, raksápur, andlitscréme, and- litspúður, andlitssápur, talkúmpúður, hármeðul, svo sem: Petrol Hahn og Resurcil, sem eyðir flösu og eykur hárvöxt, hárburstar, tannburstar, tannpasta, slípólar, rakvjelar, rakhnífar, rakblöð, skæri og bródersKæri. gúmmíhitadunkar á kr. 8,50, krullujárn, krullulampar, krullupinnar, látúns gluggastengur á kr. 1,50 stk., ilmvötn, hærumeðalið Jouventine, sem eyðir gráum hárum og gefur hárinu sinn eðlilega lit, gúmmíhanskar, baðhettur, bamabuxur. — Ýmiskowar smávöirur úr skelplötu, sem hentugar eru ti| smá- gjafa, einnig koparskildir, handunnir. Taukörfur áður kr. 1700 nú kr. 9,00. Anisan andlitssápur, 3 stk. fyrir kr. 1,00. Hvergi ódýrara verð en í versluninni GOÐAFOSS, LAUGAVJÍG 5. Sími 436. Sími 436. ÚtgerðarmEnn og málarar! Vjer viljum ekki láta hjá líða að tilkynna yður, að vjer höfum nægar byrgðir af okkar viðurkendu málningarvörum, einnig botn- farfa á jám- og trjeskip, sem vjer seljum svo ódýrt, sem frékast er hægt. Virðingarfylst. Slippfjelagið í Reykjauík. Talsími nr. 9. ■onHBRHBtmnaraEnBBai i iin i i ii bibiiiiii wii i .... Ofsahiti í Bandaríkjunum. Frá New York er símað, að á- kaflega sterk hitaalda hafi farið yfir Bandaríkin. 1 Chicago-bor<;- einni hafi 15 manns <láið. -------o------- Fjarstæður dq öfgar af ýmsu tægi fer Alþýðublaðið með í sambandi við kaupgjalds- málið, sem það hefir Verið að s.tag- ast á nú að undanförnu. En slíkt fi- engin nýjung, heldur alvanalegt í hverju máli, sem þar er rætt. Það, sem því yirðist mest umhug- að um, er að ala úlfúð og tor- twggni milli vinnuþiggjenda og (vmmiveitjenda. Allir óska þéss að sjálfsögðu, að kaupgjald geti verið sem hæst. Eu tónn sá, sem Tilboö ódkast í að sement-sljetta að utan lítið st.einhús. Upplýsingar hjá Steingrími Guðmundssyni Amtmansstíg 4. Alþb], talar í um þetta mál á illa vifi á þeim vandræðatímum, sem nú standa yfir. Til þess að rjetta atvinnuvegina við, úr þeirri kreppn, sem nú stendur yfir, og koma viðskiftalífinu í rjett liorf, er fyrst og fremst þörf á sam- hug milli allra stjetta og almemi- um skilningi þeirra hverrar um sig á aimara högum. Hvert orð, s. m miðar að því, að auka sundr- tmg og úlfúð og trufla rjettán skilning á öllum málavöxtum, er öllum til ógagns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.