Morgunblaðið - 06.09.1923, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1923, Blaðsíða 4
M O R G V M n L A T P — — Tilkynningar. — — Ritvjelaverkstœðið er í pingholts- ■trœti 3 og hefir síma 1230. Allar auglýsingar í ,MorgunblaSi6‘ sendist til Auglýsingaskrifstofu ís- lands í Austurstræti 12, dnngangur frá Vallarstærti. Verslunartíðindin koma út snemma í þessum mánuði. Ollum auglýsingum í þau, sje komið sem fyrst til A. S. I., í Austurstræti 12. ,Lögrjetta‘ er lesin um allar sveit- ir landsins og pví best til þess fallin að flytja auglýsingar yðar til sveit- anna. Auglýsingaskrifstofa íslands veitir auglýsingum móttöku í ,Lög- rjettu'. --r ViSskifti. --- Skrifborðsstélar — orgelstólar — lorðstofustélar — borðstofu eikar- >*rð — mahogniborð — saumaborð. 'Húsgagnaveralun Reykjavíkur, Lwaga- "«g 3. Húsmæður 1 Biðjið um Hjartaás- ítinjörlíkiC, pað er bragVbest og Mgmrmeat. mjög landgott. Svo riðum við út að brennisteinshúsinu. Það er nú bráðum ónýtt af fúa og hirðuleysi. Húsið er stórt og margar stofur; þakið er alt fokið burtu, horfið; én brennisteinshverarnir eru þar, líkt og fyrir norðan, t d. í Þing- eyjarsýslum. Ættu menn hjer að nota hvíta farfan úr námunum utan á steinhús, með sementi, eins og gert er fyrir norðan, bæði í lieykjahlíð og Baldursheimi. Við fórum svo nokkuð langt norður með G-rænavatni; það er hyldjúpt, kringlóttur hver, nokk- uð stór. Þar er ekkert að athuga; fórum svo að Geststaðavatni; það er langt, en fremur mjótt; þar er sagður silungur, lítið eitt, en lamgt er síðan reynt hefir verið að veiða þar. Svo er Arnarvatn og Djúpavatn; ekkert var þar að isthuga; eru bara djtipar sand- dældir gróðurlausar í kringum þær. Svo er nú Hvalvatn, sem er stutt sunnan við Hafnarfjörð; það er langfallegasta vatnið, sem jeg hefi sjeð á þessari ferð. Þar hefir sjest slungur fyrir stuttu í gegn- um glæran ísinn, eða svo sagði mjer fylgdarmaður minn, að hann hefði sjálfur sjeð þar silung. Þar sýndist mjer ofurlítil silungsáta á vatnsströndinni. Þá er nú að geta vatnslindanna, sem jeg sá; sú fyrsta er stutt sunn an við Kaldrana bæjarstæðið; hún er að vísu falleg og kemur þar vpp úr grasbalanum; við smökk- uðum á vatninu, og gátum ekkert slæmt bragð fundið að því. Er það dálítið volt, á að giska 4 gr. hiti. Lindin kemur undan fjallinu, nokkuð langt sunnan við brenni- steinsnámumar, og er jeg því hræddur um að það geti haft ó- heilnæmi í sjer þaðan; ómögulegt cr að segja um það meS vissu, nema gfera tilraun með dálitlum kostnaði, viðvíkjandi silungsklaks eðferð. Þá er önnur lindin við Nýjabæ- irm; að vísu eru þær margar, en jeg tel eina. besta, og sagði þar til eínum pilti, Guðmundi að nafni, ihTemig hann skyldi reyna að Kaupið „Exeelsior1 ‘ hjólhesta- gúmmí. Verðið afarlágt. Sigarþór Jónson. Drýgri engin dagbók er, Draupnis smíða hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýsinga. Erlenda silfur og nikkelmynt kaup- ir bæsta verði. Gnðmundur Gmðnaacn, gullsmiður, Vallarstræti 4. Ný Smith-Premier ritvjel, mjög góð, til sölu, ódýrt. A. v. á. Ágætur vagnhestur til sölu og sýnis á Skólavörðustíg 12. Guðm. Tii. Gíslason, Stýrim.skól. Til kaups fæst góð og gallalaus kýr, sem ber í miðjan október, að þriðja kálfi. Upplýsingar í síma 881. , = Vinna. --------------— Duglegan seljara vantar. A. v. á. ===== Húsnæíi. — — — Skrifstofuherbergi til leigu í Aust- urstræti 12, uppi. komfa þar fyrir klakkassa og smíð aði jeg kassann fyrir hann; og er jeg nú búinn að senda honnm hók og alla fyrirsögn, sem hann getur farið eftir við klaksaðferð- ina. Ekki get jeg sagt um gæði vatnslindarinnær þar; en jeg er hræddur um að víða þar sje ekki vel hreint vatn. En hjer þarf að þreifa sig áfram örugguir; enda fann jeg það hjá þessnm unga pilti, að hann langaði mjög til að reyna þetta. Þá er þriðja lindin rjett við bæinn á Ási; hún er sunnan við völliim og er ofurlítið hrunnhús yfir henni.. Þar ætti að gera til- raun með klakhús, og lofaði Þor- varður fylgdarmaður minn mjer að gera tilraun á næsta hausti, cg mun jeg biðja Einar í Miðdal að leiðhein'a honum og styðja hann eftir þörfum við silumgsklak x einu og öllu. Þórður Flóventsson frá Svartárkoti. ------o------- Dagbók. Vilhelm Bernhöft tannlæknir kom um síðustu helgi heim úr hálfsmán- aðarferðalagi um Borgarfjörð. Fisklítið var hjer fyrstu daga þess- arar viku. Islendingurinn, sem í sum- ar hefir verið á veiðum og selt afla sinn bæjarbúum, komst ekki út þá daga vegna óveðursins. Staka. Drykkjusolli ei jeg ann, í mig hroll hann setur, þó mjer olla kæti kann kaffibolli ’ og „út í hann‘ ‘ Jón Jónsson frá Hvoli. ’f~' 'Tr' '-■ :-r I Gullfoss kom hingað seint í gær- kvöldi. Meðal farþega var Einar H. Kvaran rithöfundur. Kemur hann af alþjóðafundi bannmanna, er hann 3at í Kaupmannahöfn í fyrra mánuði. Dánarfregn. 2. þ. m. ljetst á „Is- landi“, á leið til Khafnar, Ólafur porsteinsson verkfræðingur. Fór hann utan í þeim erindum að leita sjer lækninga. Hann var 39 ára að aldri. og héfir lengst af síðan hann lauk verkfræðisprófi, verið í þjónustu Reykjavíkurbæjar. Kvongaður ’ var hann og átti eítt barn. Lík hans verð- ur flutt hingað frá Pæreyjum á „Sirius“, sem hingað kemur um næstu helgi. Bát rak á land fyrir stuttu í Hafn- arfirði, er „Bliki“ hjet, og brotnaði hann allmikið. Kaupgjaldsmálið. Prá því var sagt hjer í blaðinu í gær, að líkur væru fvrir því, að samningar tækjust milli útgerðarmanna og sjómanna um kaup gjaldsmálið. En raunin hefir orðdð Önnur. Á sjómannafjelagsfundi, sem haldinn var í fyrrakvöld, var síðustu tilboðum útgerðarmanna hafnað, sem sje, að kaupið yrði 230 kr. um mán- uðinn á ísfiski, en 210 á saltfisks- veiðum, og að málið yrði lagt í gerð, og 'átti gerðardómurinn að vera skip- aður tveim mönnum frá hvorum að- ilja og einum oddamanni, er báðir samþyktu. Milligöngumaður hefir ver- ið upp á síðkastið forsætisráðheira Sig. Eggerz. prír menn drukknuðu nýlega á Siglufirði; en ekki hefir frjetst með hverjum atvikum slysið hefir orðið. Heimilisiðnaðarfjel. Islands gengst í'yrir námsskeiði í fatáhreinsun nú í þessum mánuði; og hefir samskonar námsskeið verið haldið hjer áður, í júní í sumar. par verður kent að ná blettum úr fötum, pressa karknanns- föt o. fl. Er þetta þarflegt verk og getur sparað þeim, sem sækja náms- skeiðið, mikinn tíma, fyrirhöfn og peninga. .------ Lagður i einelti. Ensk saga. Konan kvað svo vera. Það væru engin húsgögn og ekki nokkur skapaður hlutur í því, síðan þeir fáu munir, sem Sir Charles hefði fengið leigða, hefðu verið fluttir tir því þegar leigutími hans var á enda. Hún hjelt að það væri ekki einu sinni læst, og gæti jeg gengið hiklaust inn í það, ef mig langaði til að skoða það. Jeg þakkaði konunni fyrir og hjelt leiðar minnar eftir trjágöng- unum, enda þótti mjer rjettast. fyrst svona langt var nú komið, að skoða þennan stað, sem frú Webley hefði vísað mjer á. Þetta var eitthvað undarlegt alt saman, en raunar komst jeg að því síðar, að hún hafði látið mig hlaupa í gönur af ásettu ráði og að það var ein af tálsnörum þeim, sem fyrir mig voru lagðar af ósýnilegum fiandmönnum. Þegar jeg kom að skíðgarðinum. sem var umhverfis húsið, sá jeg, að þetta var allmikil bygging og var eiginlega í tvennu lagi, sem sje gömul vatnsmylna ásamt út- hýsum og geymsluskúrum og íbúð arhús, sem malarinn hafði upphaf lega búið í. Var íbúðarhúsið.nokk- nrn veginn stæðilegt, en mylnan og- úthýsin voru mjög af sjer gengin. Var ekki annað eftir af mylnuhjólinu en fáeinir grautfún- i- og mosavaxnir spaðar, en hitt alt var dottið ofan í mylnurenn- una, sem var bæði breið og djúp, og beljaði vatnið eftir henni, foss- andi og freyðandi. Jeg hjelt nú áfram og kom að aðaldyrunum, tók í snerilinn og fann að þær voru ólæstar, eing og jeg hafði hálfbúist við. Jeg gekk svo inn og kom inn í hálfdimman gang, svo mjer.lá við að sortna fyrir augum, þar sem jeg kom úr glaða sólskininu úti. En jeg vissi, a,ð það mundi fljótt lagast, lokaði svo útidyrunum og kom nú inn í herbergi eitt til vinstri handar. Þar var ekki annað að sjá en bera veggina og upplitað gluggatjald, sem bjekk fyrir glugganum. Jeg fór út á ganginn aftnr og inn í næsta herbergi til hliðar við hitt, en jafnskjótt sem jeg kom inn fyrir hurðina, bar þar tvent fyrir mig, sem mjer kom mjög á óvart. Annað var það, að glngginn á herbergi þessu stóð galopinn og á rykugu gólfinu sá jeg grenileg fcr eftir karlmannsskó, sem lán f t að glugganum; en hitt var það, að þegar jeg hafði horft á þetta um stund, var hurðin látin aftur á eftir mjer og lyklinum snúið í skránni, án þess að jeg hefði heyrt eða orðið vör við nokkurn umgang. Jeg flýtti mjer út að glugg- anum og sá undir eins, að þarna var jeg komin í sjálfheldu. Fyrir neðan gluggann beljaði vatnið í rennunni og var ekkert viðlit að bjarga sjer þá leiðina. Jeg hljóp þá fram að hnrðinni og reyndi af öllum mætti að svifta henni upp, en sú tilraun varð algerlega á- rangurslans; en svo heyrði jeg greinilega, að einhver var að læð- ast eftir ganginum fyrir framan. Skyldi þessi ósýnilegi fjandmað ur minn ætla að laumast burtu án þess að segja nokkurt orð og skilja mig eftir með þá tvo kosti um að velja — annaðhvort að deyja úr bungri, eða drukkna í mylnurennunni 1 15. kapítuli. I lífshættu um kvöldið. Fyrst í stað greip mig auðvit- að ofboðsleg hræðsla við þessa skyndilegu árás ósýnilegs fjand- manns. Jeg er engin ‘hetja og þyk- ist ekki heldur vera það; en þegar frá leið, fann jeg frekar til grernju en ótta út af því, að svona lævíslega hafði verið farið að mjer. En þessi lævísi benti einmitt til þess, að það væri einhver, sem teldi mig hættulegan andstæðing, ,og sá hinn sami gat enginn annar verið en Roger Marske. Jeg hafði þegar ástæðu til að halda, að liann grunaði, að jeg væri að veita Arthúr liðsinni, og þó að jeg þætt- ist vera sloppin við eltingar hans, eins og áðtir er sagt, þá var hi-tt ofur skiljanlegt, að sök biti sek- an, ef hann var sekur á annað borð, og að hann vitjaði þess staðar, sem hann vissi að eftir- grenslanir mínar hlutu að leiða mig á. En þá gat hitt heldur ekki átt sjer stað, að húsið hefði staðið autt í fjögur ár, og Marske hlaut að hafa búið þar eða fengið brjef sín send þangað einhvern tíma á þeim árum, eða seinnstu tveim ár- unum rjettara sagt. Jeg varð nú að vísu fegin því, að jeg hafði fundið sambandið milli Roger Marske og Klöru Riv- ington, en hvað stoðaði það, eins og nú var komið fyrir mjer? Hjer var jeg innilokuð eins og hver annar fangi og það var ekkert liklegra en að Marske hefði verið á hælnnum á mjer eða laumast inn í húsið á nndan mjer í þeim tilgangi að koma mjer fyrir katt- amef og sjá svo um, að jeg kæm- ist ekki lifandi út þaðan. Jeg gekk út að glugganum aft- ur í þeirri von, að jeg kynni að sjá eitthvert ráð til að komast hnrtu þó að mjer hefði sjest yfir það í fyrstunni. Mylnufossinn heljaði fyrir neðan mig, húsvegg- urinn virtist rísa beint upp frá lionum og það var ekki sjáanlegt, að neins staðar væri hægt að fá fótfestu milli bans og straumólg- unnar, -er mnndi rífa hvern mann með sjer, sem lenti í henni, jafn- vel þó vel syndur væri, en það kom nú ekki til um mig, því að jeg kunni ekkert til sunds. Jeg hallaði mjer nú út úr glugg- anum og skimaði eftir húsveggn- um hægra megin við mig í von um að þar kynni að vera annar gluggi við hliðina, sem jeg gæti sveiflað mjer inn um og komist þannig inn í ólæst herbergi, ef vel vildi til. Jeg sá þar líka ann- an glugga, en hann var svo langt' frá mjer að óhugsanlegt var að ná til hans. Jeg skimaði nú til hinnar hlið- arinnar og var þar engan glugga að ,sjá, en þar sá jeg annan hlut, sem var svo nærri mjer, að jeg gat seilst til hans með hendinni og það var þakrenna, sem náði ofan að ánni. Eftir henni var hægt að klifrast annaðhvort npp á þakið sjálft eða þá upp að öðr- um glugga fyrir ofan mig. Jeg sneri mjer við til að gægj- ast upp eftir þakrennunni, en þá var eins og vindþytur strykist hjá andlitinu á mjer og jafnframt heyrði jeg tvo smelli, annan lægri — og hinn hærri, svo að jeg hörf- aði sem' skjótast inn í herbergið aftur. Hærri smellurinn kom af því, að hleypt var af skammbyssu. út um gluggann fyrir ofan mig og lægri smellnrinn þegar kúlan datt í vatnið fyrir neðan mig. Þarna uppi var þá einhver, sem sýnt hafði mjer banatilræði. Jeg varð svo yfirkomin af ótta, að mjer lá við yfirliði og var það naumast furða þar sem jeg var þarna al- ein í húsinu með þessum sam- viskulausa morðingja. Jeg náði mjer þó hrátt aftur og hlustaði eftir, hvort jeg beyrði nokkuð ireira til iitorðingjans, en það bar ekki á neinu. Tíminn leið hægt og seint - og aR var kyrt og þögult, bæði uppi á loftinu og í ö'llu húsinu. Úti lágu akrarnir í glaða-sólskininu, lævirkinn kvakaði, fuglarnir þutn fram og aftur og vatnið niðaði í ánni. En þessi dauðaþögn í hús- inu var ægileg og sú tilhugsun, að þessi fantur leyndist þar ein- hverstaðar. Svona leið dagurinn, þangað til honum tók að halla og þarna varð jeg að hýrast í galtómu herberg- inu, hlustandi eftir einhverju bljóði, sem aldrei heyrðist. Jeg fór að halda, að „Danvers Crane“ ætlaði að treysta betur hungur- dauðanum en skammhyssunni, en það vildi nú svo vel til, að jeg hafði tekið með mjer fáeinar hrauðsneiðar í nesti, sem j^g gat treint lífið með nokkra stund enn. Að vísu var jeg orðin sárþyrst og hefði fegin viljað gefa aleigu mína fyrir einn tebolla, en við því var ekkert hægt að gera annað en lifa í þeirri von, að mjer yrði eitthvað til bjargar. Jeg var líka hálfvegis farin að vona, að fjand- maðnr minn væri farinn bnrt og ætlaði að láta mig veslast upp einmana og yfirgefna. --------o-------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.