Morgunblaðið - 10.11.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1923, Blaðsíða 2
'tyf O C* TT TS3[ T A ^ ' Álafoss-afgreiðslan er flutt í Nvhöfn Hafnarstræti 18. - Sími 404. Blotið aðeins islenska dúka i fotin! Kaupum uil hæsta venði. IhfaTHM I OlLSEM fa Með siðustu skipum fengum viðs Pögginn melís. Strausyknr Kaffi. Exportkaffi. Epli, þurkuð. Apricots, þurkaðar. Sveskjur. Rúsínur. Hrísgrjón. Lauk. Baunir, heilar. Maismjöl. Heill mais. Hveiti. Haframjöl Consum súkkulaSi. ísafold do. Cocao. Bakaramarmelade. Sultutau, margar teg. Kaífibrauð. Matarkex. Nýkomnar miklar birgðir af þessum siðurkendu hvitbotnuðu Gúmmístigvjelum Gœtið að merkinu á hæl og sóla. Holmblads Spil, Kerti, o. m. fl. Bestar og ódýrastar Skóhlffar hjá L. H. Muller. Nýkomið með Islandinu i Hvftkól, Rauðkál, Gulrætur, Rauðbeður, Selleri, « Purrur, Piparrót og Egg. Matardeild Sláturf jel. Suðurlands. EPLI, APPELSÍNUR, CÍTRÓNUR og MELÓNUR. Nýkomií í Nýlenduvörudeild J e s Z i m s e n. Bretar bafa nú haft yfirráð yf- ir Gibraltar, sem er eitt af öflug- ustu vígjum heimsins, í 119 ár, eða frá árinu 1704 að þeir náðu yiginu í spánska erfðastríðinu. En fyrsta virkið á Gihraltar-klettin- um gerðu Márar árið 711, er þeir hjeldu liði sínu inn á Spán. Yar Tarik foringi þeirra og nafnið Gibraltar er runnið af nafninu „Djehel al Tarik“ (Klettur Ta- riks). Bretar hafa alla tíð látið sjer mjög ant um, að hafa virk- ið sem rambygðast, og er það tal- ið nærri ótakandi. Setulið Breta þar .er aðeins 6.000 manns, en fallbyssurnar 800, og eru sumar íþeirra í byrgjum, sem holuð hafa verið inn í klettana. Kletturinn og land það, sem Bretar eiga um- hverfis er aðeins 5 ferkílómetrar, og íhúar þar um 25.000. Það var enski aðmírállinn, Sir Georges Rookes, sem fyrstur vann Gibraltar Bretum til handa, oí vita menn ekki, hvort hann hefir unnið það verk af sjáifshvöt, eða haft skipun um það frá yfirvöld- 'inum. En víst er um það, að Gi- braltar h'efir síðan verið eitt af merkustu „seljum“ enska flotans. Sem verslunarhöfn hefir Gibraltar einnig haft afar mikla þýðingu. Þar er fríhöfn, og fjöldinn allur af skipum tekur þar kol. En þó Gibraltar hafi, undir yfirráðum Breta verið þýðingarmikill stað- ur fyrir verslun og siglingar, þá hefir hann þó verið enn þýðingar- meiri sem flotastöð. Gibraltar gerði Bretum mögulegt að hafa herflota í Miðjarðarhafinu, meðan á Napóleons-styrjöldunum stóð, og frá Gibraltar kom enski flotinn og Nelson, til þess að heyja Tra- falgar-orustuna frægu. 1 heims- styrjöldinni höfðu Bretar miðstöð í Gíbraltar fyrir skip þau, sem bórðust gegn kafbátunum. Það eru því býsna lítil líkindi tiJ, að Bretar taki í mál að sleppa þessu fornfræga hervígi, jafnvel þó mikið byðist á móti. Því naum- ast er sá staður til, sem jafnast geti á við vígið. Talað hefir verið um, að Spánverjar ljeti borgina Geuta á Marokkóströnd fyrir. Hún stendur á skaga, eins og Gihralt- ar, en þar er ekkert fjall, sem jafnast geti á við Gibraltarklett- inn. Ennf-remur mundi það taka mörg ár að byggja þar höfn, sem jafnast gæti á við höfnina í Gi- fcraltar. Fyrsta skilyrðið til þess að Bretar vildu skifta væri það, að vígi og höfn væru bygð í Ceu- ta, jafn-rammbyggileg eins og í Karlm.i hnjehá, hðlfhð og fullhá. Unglinga og ! barna. — Leýfurn okkur sjerstaklega að beada á að þð83i atíg- vjel eru ómissandi ötlum börnum sem i skóla ganga. Kosta litið en endast lengi. Ennfremur komu G ú m m f s t i g]v j e I á smábörn, Ijett og falleg. Lárus G. Lúðvígsson Skóverslun. Skóhlff ars >Helsingborgs« og margar aðrar tegundir fyrir fullorðna og börn^Mestfúirval. Lægst verð. Lárus G. Lúðvigssorif skóverslun. Umlboðamemi: I. Brynjólfsson & Kvaran. Gíbraltar, og Gíbraltarvígin jöfn- uð við jörðu. Aðalherflotastöð Breta í Mið- jarðarhafinu er á Malta. En Gí- braltar er eigi að síður lykillinn að Miðjarðarhafinu. Hinn lykill- inn er í Aden, og þar hafa Bretar einnig lyklavöldin. Bretar geta þannig „lokað“ Miðjarðarhafinu þegar þeim lítst, og þau forrjett- indi vilja þeir ekki láta áf hendi. Þeir vilja ekki einusnni „breyta um skrá“ á vesturhurðinni, af hræðslu við að sú nýja mundi ekki duga eins vel og sú gamla. Viðburðirnir í fyrra'haust sýndu ljóst, hve mikils virði það er Bretum, sem stórveldi, að hafa iyklavöldin að Miðjarðarhafinu. An þeirra hefðu þeir lítils verið ráðandi um viðskiftin milli Grikk- ja og Tyrkja. Og fleira mætti nefna. pa,ð gæti einnig komið sigl- ingum Breta tilfinnanlega í koll, ef mótstöðumenn þeirra í ófriði lokuðu fyrir þeim Miðjarðarhaf- ínu og þar með beinustu siglinga- leiðinni inilli Bretlands og Ind- iands og annara landa þeirra í Asíu. Miðjarðarhafið er og verð- nr nm sinn nauðsynlegt skilyrði þess, að Bretar geti haldið sam- an heimsveldi sínu. Og það er einnig skilyrði fyrir því, að þeir haldi þeim mikla íhlutnnarrjetti, sem þeir hafa nú um málefni Ev- rópuríkjanna yfirleitt. pað er því skiljanlegt, að mála- leitun Spánverja um Gfbraltar eigi langt í land. Bretar álíta hana enn svo mikla fjarstæðu, að það mnndi ekki vekja meiri furðu hjá þeim þótt Þjóðverjar færu fram á að fá eyjuna Mön. t Frl GuSrðn Ioéid. Þess er áður getið hjer í blað- inu, að 6. þ. m. andaðist á Akur- eyri frú Guðrún ekkja Matthíasar skálds Jochumssonar. Hafði hún legið í lungnabólgu og andaðist úr þeirri veiki, eða afleiðingum hennar. Hún var Runólfsdóttir, ættuð frá Saurbæ á Kjalarnesi og kynt- ust þau M. J. þar, er hann var prestur Kjalnesinga og bjó í Mó- rnn. Var hún þriðja kona M. J. og miklu yngri en hann, fædd 1850, en giftist M. J. 1875- Bróðir frú Guðrúnar, Þórður, er lengi bjó síðar í Móum, var kvæntur Ástríði, yngstu systur M. .J. Sainfarir þeirra M. J. og frú matarbátur ca. 14 toDS, er til sölu. Upplýsingar gefur Blarni I. lielgrsm pnTimx.1 ii auMB j Guðm. B. Vikar B j Langaveg 6. Sími 666. P ■ Klæðaverslun. — Saumastofa. Mikið af vönduðum fata- og frakka-efnum Athugið verðið hjá mjer. ttnmnTtmrcBncntBDl Guðrúnar voru góðar og var hún af öllum kunnugum talin merkis- lcona. M. J. minnist hennar meðal annars með þessum orðum í Sögu- köflum sínum: Höfum við húið saman nálægt fjörutíu ár, . r jeg skrifa þetta. Er það skoð- un mín, að með henni hafi jeg hlotið þá konu, sem mjer og börn- um okkar — alls ellefu — varð fyrir bestu“. Segir hann, að vandi sje að rita um einkamál, en gerir ráð fyrir að einhverjir kunnugir verði til þess, að minnast hennar og rita um hana, „einkum u® það, hver framúrskarandi móðir hún hefir verið-“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.