Morgunblaðið - 09.12.1923, Side 8

Morgunblaðið - 09.12.1923, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Einstaka lenistóEa ■ciargar gerðir, einnig heil sett (Chesterfield) höfum við fyrir- iiggjandi mjög ódýrt. Erlingur & Friðrik, húsgagnavinnustofa. [| Laugaveg 48. Sími 1166. Verðirnir meðfram brautinni eril á þessu svæði eintómir Afríku- meaxn, Marokkanar eða svertingj- ur. — Þeir gæta brautarteinanna stcanglega dag og nótt, og ekki a€ ástæðulausu. Látlausar spell- vickjatilraunir Þjóðverja hafa skapað vörðunum auga á hverj- ijjp fingri. Pyrir nokkrum dög- njn, þegar hermálaráðherra Belga va? á eftirlitsferð hjá setuliðinu 1 Þýskalandi, var sprenging gerð í 4'álitlum járnbrautargöngum á teiðinni. Ekki varð neitt slys að þessu, en jarðgöngin voru ekki komin í lag, þegar lestin okkair fór suður um. x Lestin okkar var löngu á eftir áætlun. Nálega allar lestir í þessu fijeraði eru ávalt á eftir áætlun. Stundum staðnæmist lestip úti 4 víðavangí, langt frá öllum stöðv- ion. Það er vagna þess að engin tilkynning er komin frá næstu gætslustöð um, að alt sje í lagi. Nalendið er yndislegt. par skift- Lst á Iaufprúðir skógar, engi og akrar, fögur kirsiberjatrje og út- itprunginn kastaníuviður. Unaðs legar skógargötur liðast milB trjánna, og garðarnir eru fullir af blómum. „Sumarið kemur altof snemma11, segir belgiski liðsfor- inginn, sem situr í sama klefa Qg jeg. Belgía! Við erum komnir fram- hjá Herbesthal, gömlu landamæra- stöðinni, og nú skilar okkur bet- tir áfram. Alstaðar eru menn önnum kafnir. pjettur kolamökk- Ur iðast upp úr hverjum verk smiðjureykháf og lýsir framtaks Semi og viðleitni á því að reisa kið fallna aftur. Belgía er vöknuð. Og Belgar hugsa aðeins um eitt —> að vinna. 1 Bruxelles er fáni á hverri atöng. Smáflögg bandamannaþjóð- tkrna bærast fyrir Mænum. Og þegar jeg spyr ökumanninn minn, hversvegna flaggað sje, svarar hann: Síðan við unnum stríðið, fcefir verið flaggað hvem einasta dag — og þeir ætla að halda áfram að flagga, þangað til við hðfum unnið friðinn.“ Jeg býst við, að hann hafi verið meiri heimspekingur en á gröpum mátti sjá. Atvinnuleysið. „Á góðu áranum, þegar lítið þarf að hafa fyrir lífinu, verða œenn kostbærir á kröftum sínum, cg að sama skapi eyðslusamir á fje,“ segir Garðar Gíslason stór- kaupmaður, í ágætri grein um stvinnumálin, sem birtist í Morg- ipiblaðinu 27. f. m. Og það er ejnmitt þetta, sem er aðalorsökin f fám orðum sagt, til atvinnu- leysisins hjer í Rvík. Á stríðs- árunum og fyrst eftir ófriðinn fíhæddist jafnt búinu sem bæja- mönnum fje, með aukinni vel- megun uxu kröfumar um meiri skemtanir, meiri glaum og minni áreynslu og fyTÍrhöfn. 1 kaupstöð- uuum varð mönnum best til um skemtanirnar, og þangað streymdi því fólkið. Þegar svo að erfiðu ái-in dundu yfir, gátu menn ekki sætt sig við breytinguna. Þeir höfðu vanist á hóglífið og vildu nú ekki skifta um og leggja hart að sjer með vinnu nje neita sjer um þau lífsgæði og nautnir, sem þeir höfðu átt við að búa áður. Þessa er og nokkur von, því þetta er það, sem fleStir eiga erfiðast ítiað, og gera yfirleitt ógjarnan, r.ema önnur sterkari öfl knýi þá til þess. En hjer var ekki slíku til að dreifa. Aðhald í sparnaðar- og atorkuáttina var lítið sem ekkert. Það var þvert á móti kepst við að veita fólki sem flestar og fjefrek- astar skemtanir, sem kostur var á og kunnar voru frá útlöndum, ens og t. d. kappreiðar og veðmál um þær o. fl. Almenningur er oft námfúsari á það, sem miður má fara, heldur en á hitt, sem til gagns má verða. Svo reyndist og hjer. Hinum fáu röddum, sem ljetu til sín heyra um það, hvert stefndi, og stöðva vildu flugið til glötunar, var lít- ið sint, og jafnvel nú, þegar alt er að lenda í öngþveiti, eru menn ófúsir á að trúa því, að um veru- lega alvarlegt mál eða hættu sje að ræða. þeir, sem ennþá hafa nokkuð handa á milli, halda áfram að skemta sjer meðan hægt er, og hinir, sem ekkert eiga sjálfir, leita láns hjá náunganum, meðan það fæst og lifa sama lífi. Þannig hefir það verið með marga að minsta kosti, og ef maður athugar andstæðurnar, sem verið hafa í bæjarlífinu undanfarin ár: ann- ars vegar kvikmyndahús, hluta- veltur, samkomur og aðrar skemt- anir á hverju kvöldi, með fjölda fólks og flóði af fje, en hins veg- ar lögtækir skattar hjá helming bæjarmanna, kvartanir um bjarg- arleysi og kröfur um hjálp, þá er ekki að furða, þótt sumum finn- ist eitthvað bogið við ástandið. Og það er ýmislegt athugavert við ástandið hjer í Reykjavík. Það eru því miður margir, sem láta reka á reiðanUm og láta sjer lítið umhugað um að Ieita sjer atvinnu eða tekna. Þeir bíða þess, að þeim bjóðist einhver hæg og vel launuð staða. Þegar það verð- ur ekki og bjargarlaust er orðið, þá fara þeir til náungans og leita hjálpar hjá honum. Geti hann ekki hjálpað, verður bærinn og ríkið að taka við. Þess munu jafnvel vera dæmi hjer, að for- eldrar, sem þiggja af sveit úr bæjarsjóði, neiti að láta hálf vax- in og fullvaxin börn sín í atvinnu þótt hún bjóðist, bara til þess að þau þurfi ekki að reyna á sig eða vera hjá „vandalausum“, þótt þau bæði sjeu fullhraust og vinnu fær, og hafi ekki annað að gera heimafyrir, en að leika sjer á göt- unum. Menn kenna hinum sífelda straum af innflytjendum til bæj- arins að miklu leyti um atvinnu- leysið, og það með rjettu. En við því mun ekki svo auðvelt að gera, '?ótt því á hinn bóginn verði ekki neitað, að nokkrar/ hömlur hefði mátt setja, sjerstaklega gagnvart útlendingum, og að bæði bæjar- stjórn og bæjarmönnum hafi í því efni verið töluvert mislagðar hendur, einkum þó þegar þess er gætt, að margt af því fólki, sem fiytst hingað utan af landi, kem- ur í þeirri trú, að hjer sje ,fínna‘ að vera, meira líf og minni vinna. Það álítur að það muni eitthvað fá að gera, eins og þeir, sem á undan voru farnir. Því fer .eins og viltu máfunum, þegar þeir sjá einn af fjelögum sínum falla dauðan til sjávar, þá halda þeir hann sitja þar að krásum, og setjast hjá honum í opinn dauðann fram undan byssukjöftunum. Þetta á vitanlega ekki við um alla. Margir, einkum sjómenn, flýja aflaleysi og óveður vetranna út um land og leita sjer atvinnu á togurum eða annarsstaðar. Og þeim verður oft betur til vinnu en bæjarmönnum. Stafar það bæði af því, að þeir eru ötulli til að leita sjer atvinnunnar, og svo af því að þeir vinna að jafnaði bet nr en bæjarmenn, og að minsta kosti betur en þeir, sem lært hafa í letiskóla alþýðuleiðtoganna og eiga bágt með að breyta til og fylgja hinum eftir. Er því öll von til þess, að atvinnurekendur láti utanbæjarmenn ganga fyrir, þar sem það getur að miklu leyti hjálpað þeim til að halda rekstr- inum áfram. Annars ætti atvinnu- leysið hjer einmitt að verða ein- hver öflugasta stýflan gegn þess- um innflutningi til bæjarins. En þetta er nú um orsökina. Er þá næst að athuga hvað gera skal, því ekki tjáir annað en að taka afleiðingunum, úr því sem komið er, ef það er satt, sem jeg efa alls ekki; að mörg þúsund manns hjer í bæ sjeu bjargarlausar. 1 sumum af greinum þeim, sem birtst hafa um atvnnumálin, hefir það rjettilega verið tekið fram, að óheppilegt sje fyrir bæinn að þurfa að taka fleiri lán, jafn djúpt og hann er sokkinn í skulda fenið, enda óvíst að hann fengi nýtt lán, þótt hann reyndi, nema með aðstoð ríkisins og bankanna En eigi að bjarga verstu vand ræðunum, þá mun óumflýjanlegt að fá lán á einhvern hátt. Á hinn bóginn mun það álitamál, hvort bankarnir hafi siðferðislegar skyldur til að styðja lántöku í þessu skyni; þó væri þeim það sennilega fyrir bestu, að gera svo. Öðra máli er að gegna með rík- issjóð. pað gæti komið til greina að lánið yrði skoðað sem fátækra- styrkur til eins sjerstaks sveitar- fjelags, og þess vegna óviðkom- andi ríkissjóði, auk þess sem lán- ið gæti orðið til þess að stuðla að því, að alt þetta vinnuafl, sem bærinn hefir hjer umfram þarfir sínar, hjeldist hjer 'áfram, í stáð þess að flytja aftur í sveitirnar, jsem stöðugt vanta vinnukraft. pó væri hægt að verja lánmu þannig, að þetta kæmi ekki að sök. Aðalatriðið í þessu máli nú í vetur virðist mjer vera það, hvern- ig eigi að verja þessum peningum, sem útvega verður handa hinu bjargarlausa fólki til að lifa af. Kemur þar ýmislegt til greina, ekki eingöngu um það, hvað eigi að láta vinna, heldur og það, hvort ekki sje nauðsynlegt að Tíminn er peninyarf látið okkur því senda yður heim Mjólk, Rjóma> Skyr og Smjör. " Það besta er og verður ætíð ódýrast. Mjólkurfjelag Reykjavikur. Simi 1387. hafa hönd í bagga með því, hvernig vinnulaununum er varið. Það gæti t. d. leikið vafi á því, hvort vinnulaunin skuli greiða í pieningum eða í fríðu. Ef rjettara dæmist að greiða launin í pening- um, þyrfti að líta eftir því, að þau gengju til nauðsynlegs lífs- viðurhalds verkafólksins, en hvorki til greiðslu á gömlum skuldum nje til þess að launa „alþýðuleiðtogana“ og fylla kosn- ingasjóði þeirra. Það er margt, sem hægt er að láta gera hjer, og þörf er á, og ennþá fleira, sem atvinnuleysingj- arnir gætu gert sjer til framfæris, ef þeir væru einhuga um að vilja bjarga sjer og færa sjer í nyt ýmsar bendingar og leiðbeining- ar, sem þegar hafa borist, sjer- staklega í ritum Búnaðarfjelags- ins og Iðnfræðaf jelagsins. Skal jeg leyfa mjer að nefna sumt af því hjer aftur, og auk þess eina eða tvær tillögur frá sjálfum mjer í sömu átt. Bæjarstjórn Reykjavíkur virð- virðist hafa sjerstakar mætur á fiskreitagerð. Þar er varla talað svo um atvinnubætur, að ekki sjeu reitirnir þegar efstir á baugi, þrátt fyrir það, að reynslan hefir sýnt að þegar er meira en nóg af fiskreitum hjer, og að eftir því sem fiskverkunin notar sjer fljótari og betri aðferðir, þess rninni verður æ þörfin fyrir grjót- reitina, Það væri óneitanlega að kasta peningum á glæ, að taka nýtt lán til þeirra hluta. En hvað á þá að gera? Fyrir hálfu öðru ári síðan birt- ist grein í ,,Sindra“ eftir Hall- grím Jónsson, er benti á grjót- vinnu við húsagerð, sem leið til atvinnubóta. Þá var húsnæðis- leysi mikið, því þá var fólkið sem óðast að streyma til bæjarins, og var því greinin orð í tíma töluð. Nú eru ekki húsnæðisvandræði fyrir fullorðna, en það vantar húsnæði fyrir börnin. Það vantar barnaskóla. Bærinn á nú fyrir höndum að kosta miklu fje til bamaskólabyggingar, og verður sennilega undir flestum kringum- stæðum að gera það á næstu ár- um. Virðist nú liggja beint við að slá hjer tvær flugur í einu böggi: Veita fjölda manns at- vinnu við að rífa upp grjót, laga það til eftir tillögu sjerfróðra manna, koma því á skólastaðinn og að fá þannig gert verk, sem nauðsyn ber til að gert verði. — Grjótinu mætti svo hlaða í se- ment þegar þíðviðri væru. Við þetta ynnist ennfremur, að með þessu móti fengist traust, hlýtt og efnisfallegt hús úr innlendu efni. Margir gætu einnig haft at- vinnu við að laga til og viða að grjóti í þau hús, sem einstakir menn láta gera sjer, ef tenings- metrinn af aðfluttu grjóti yrði seldur svipuðu verði og steypan mundi annars kosta þá. Yrði til þess annaðhvort að greiða verð- muninn annarsstaðar frá, eða að verkamennimir yrðu að reikna sjer lægra tímakaup en þeir gera ]G M líiisfu Érn fengum við feiknin öll af ULLARVÖRUM, svo sem nærfatnaði, karla, kvenna og barna.Hvergi landinu jafn mikið úrval af sokkum, eina og hjá okkur. VSrNhAoiA. nú, en þó svo hátt, að þeir gættt' fieytt lífi sínu og fjölskyldu sinS'' ar fram til betri tíma. Næst vil jeg styðja tiliögu Pjet" urs Halldórssonar um að friðá Faxaflóa, svo að atvinnulausih sjómenn gætu farið á bátum o£ aflað þess soðfiskjar, sem Reykja^ vík þarf daglega með að vetrin' um, í stað þess að gera út til þess dýr vjelaskip, eins og stunó- um hefir verið gert. Jarðvinna, b’æði við jarðræk* og garðrækt, t. d. að ryðja sm3' bietti til ræktunar, er aðeins þegar jörð er þýð, en það er, se#' betur fer, oft að vetrinum hjer 1 kringum Reykjavík. Væri því fl^ síst á glæ kastað, sem þanmí væri varið til þess að auka jarð' ræktina. Þá er loks heimavinna. Margt af því fólki, sem nú er atvinn«' laust hjer í Reykjavík, mun haf* alist upp í sveit. Ætti því óhætt að mega gera ráð fyrir, að það kunni meira og minna til to' vinnu. Ennþá mun töluvert ull í landinu, bæði frá því í vor cg eins haustull. Mundi vafalaust hægt að fá mikið af þeirri ull th Reykjavíkur, láta tæja hana 1 heimahúsum, spinna og prjóna- Ef ullin væri tætt í Álafoss, 0n loparnir spunnir heima, og bandíð síðan prjónað í prjónavjelum, mætti þar með fá nægileg plögií og nærföt fyrir alla Reykjavík 1 ár, og spara þar með mikinn iaT1' flutning. Jeg þykist hjer með hafa beht á nægilegt af • nauðsynlegri vinihi- sem hægt er að smia sjer að þeg' ar í stað, ef bæði fjárvaldið og fólkið vill sinna því og vinna sjálfsbjörg sinni með atorku. U111 nánari tilhögun á þessu má ríe<5a- ef einhver vill sinna því. .. e Það eru vitanlega mörg stoi’-’ margskonar iðnaður, sem nahð' synlegt er að koma hjer á, o!i vonandi kemst á með tímanuh3' Skal jeg þar til nefna skinnasút' un, lýsisherslu og hreinsun, niðhf' suða, pilsugerð, tækja- og vei’h færasmíði og margt fleira; eir flest eða alt þetta þarf langa^ undirbúning og er því ekki hæ? að grípa til þess nú sem atvinh11 bóta. — Bótólfuh- -x-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.