Morgunblaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 4
*» O H (1 I N H I A IM » 5. gr. 1. nr. 11, 7. júní 1902, með því að skipulag það, er 3. gr. lag'a nr. 65, 10. nóv. 1905 kemur á hlutfallið milli ýmsra tegunda málmforða bank- ansf eigi verður samrýmt niðuriags- áfc væði 5. gr. 1. nr. 11, 7. júní 1902, og það að síðastnefnt ákvæði alt að inu hefir verið tekið óbreytt upp í ft. gr. 1. nr. 66, 10. nóv. 1905, getur •igi hafa haldið því í gildi, þar sem þau lög aðeins áttu að vera ný út- gáfa á 1. nr. 11, 7. júní 1902, með áorðnum breytingum. pegar því laga- iwð þau, er heimild veittu til aukn- ingar seðlaiútgáfu bankans, áskilja, að aukaseðlarnir sjeu trygðir með uiálmforða samkvæmt 5. gr. I. nr. 66, 10. nóv. 1905, þá brestur lieimild til að krefjast annars af bankanum en að hann tryggi aukaseðla þessa aieð einhverjum þeim tryggingum, sem taldar verða til máhnforðans samkv. nefndri lagagrein, án þess að krafist verði ákveðinna hlutfalla milli einstakra tegunda þeirra trygg- inga. pað' verður því af framan- greindum ástæðum að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, og ber, eftir þessum úrslitum, að dæma áfrýjanda tii að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarjeti, er ákveðst kr. 500.00. —-----X------- Erl. simfregnir Járnbrautarverkfallinu lokið. London, aðfaranótt 28. ,jam. FB Skömmu eftir klukkan níu í gækvöldi fór Bromley formaður framkvæmdarnefndad verkfalls- manna álsamt þremur mönnum cðrum úr nefndinni, í mesta flýti frá skrifstofum nefndarinnar og var förinni að því er virtist heitið k einhvern leynilegan stað, til þess að finna þar að máli forstjóra járnbrautarfjeláganna. Var þetta talinn fyrirboði þess, að tekist hefði að ráða fram úr vandkvæð- um þeim, sem eru á samkomulagi, að nokkru leyti. Samkvæmt orð- rómi, sem ekki hefir tekist að fá sannanir fyrir, þykir sennilegt, að samkomulag komist á í nótt. ( London morguninn 28. jan. FB Samkomulag hefir komist á um deilu þá, sem olli jámbrautarverk- fallinu og er því nú lokið. Reuter. Englendingar og Frakkar. Khöfn 29. jan. FB. Síruað er frá París, að blaðið „Qutidien“, sem er í andstöðu- ílokki frönsku istjórnarinnar hafi birt mjög athyglisvert viðtal við Ramsay MacDonald forsætisráð- herra. Kemur hann þar fram með margar og miklar aðfinslur við stefnu stjórnarinnar frönsku í ut- anríkismálum, og segir að hún sje 'ensku þjóðinni svo ógeðfeld, að stjóm Bretlands sje nú að hug- leiða í fylstu alvöra, hvort Bretar yerði ekki að neyðast til að taka upp nýjar varúðarráðstafanir í hermálum og leita sjer bandalags við aðrar þjóðir í stað Frakka. Ummæli MacDonalds í viðtali þessu hafa komið mjög óþægilega við franska stjómmálamenn og vakið mikla ©ftirtekt í þeirra hóp. Rússnesk trúxnál. Símað er frá Stokktólmi, að ráðstjómin í Rússlandi hafi látið handtaka ýmsa heldri menn úr flokki Baptista í Rússlandi og tru þeir sakaðir um, að styðja að •^gagnbyltingu í Rússlandi. pýsk seðlafölsun. Lögreglan í Berlín hefir tekið fasta 170 seðlafalsara. Hafa þeir gefið út falska dollara-seðla og komið þeim í umferð, svo þús- undum skiftir. ------o------ DAGBÓK. Fermingarbörn sjera Jóhanns komi í kirkjuna fimtudaginn kl. 5, og fermingarbörn sjera Bjarna föstu- dag kl. 5. s Háskólinn. Dr. Kort K. Kortsen fyltur erindi í I. kenslustofu háskól- ans á morgun klukkan 6, um Gcorg Brandes. Aðgangur ókevpis. Grænlandsmálin. Frá danska sendi- herranum hjer hefir blaðinu borist orðsending um það, að opinberlega sje tilkynt að dansk-norska samn- ingnum um Græulandsmálin sje nú lokið. Dönsku fulltrúarnir fóru frá Kristjaníu 28. janúar. Um mánaða- mótin, þegar fulltrúarnir hafa ’oorið saman ráð sín við stjórnir sínar, verður opinberlega skýrt frá því, er nefndirnar hafa komið sjer saman um að leggja til málanna, Frá Færeyjum eru nýkomnar frjett- ir um úrslit kosninganna, Sambands- fiokkurinn befir fengið 13 lögþings- sæti en sjálfstjórnarflokkurinn 10. Vestmannaeyjum 28. janúar FB: Ásigling varð hjer á höfninni í nótt sem leið og skemdist einn bátur taisvert. Tveir listar hafa koniið fram til bæjarstjórnarkosningarinnar, er fram á að fara. hjer á fimtudaginn kemur, og aðrir tveir til aukakosniiigar á ein- um fulltrúa sem kosinn verður til eins árs. Fulltrúaefni við aðalkosn- inguna eru: frá borgaraflokki Jes Gíslason verslunarstj. Viggó Björns- son bankastjóri og Sigfús Seheving fátækrafulltrúi, en af hálfu alþýðu- flokksins Halldór Jónsson kennari, porbjörn Guðjónsson xxtgerðarmaður og Guðmundur Magnýsson bátasmið- ur. Fulltrúaefni við aukakosninguna til eins árs er Jón Hinriksson frv,- kvstj., af hálfu borgaraflokksins en Arni Gíslason framkvæmdarstjóri frá Alþýðuflokknum. Siglufjarðarkaupstaður hefir afhent Bvggingarsjóði Stúdentagarðsins 5 iþúsund krónur að gjöf, gegn því áð eitt herbergi á Stúdeutagarðinum megi ávalt vera heimkynni stúdents frá Siglufirði, öðrum fremur. Er þetta fyrsta gjöfin, er Stúdentagarð- iupm berst frá kaupstöðunum og hef- ir yngsti kaupstaður landsins orðið til þess að ríða myndarlega á vaðið, hinum til eftirbreytni. Stykkishólmi 29. jan. FB: í gær um lel. 2 síðdegis gerðist hjer ofsa- veður, sem stóð til kl. 9 í gærkvöldi. Var það miklu meira. en veðrið í síð- ustu viku. I veðrinu fauk hlaða, sem Guðmundur læknir átti og fór hún í spón, en hey fauk ekki til muna, því netum varð komið á þxxð. Ymislegt lauslegt fauk einnig og girðingar liiskuðust víða. Vjelbáturinn „Barði“, sem lagt hafði á stað fyrir nokkrum dögixm til Reykjavíkur en snúið aftur, var farinn j stað hjeðan aftur í gær- morgixn _ nokkru fyrir veðrið. Vita menn ekki hvernig honum hefir reitt aí. Tveir bátar rjeru einnig bjeðan til fiskjar í gærmorgun en hvorugur er kominn aftur. Vona menn að þeir hafi komist til Bjarnarevja og legið þar af sjer veðrið. A Sandi rjeru margir bátar í gær- morgun, en gátu forðað sjer í höfn áður en versta óveðrið skall á. Um skemdir af óveðrinu í Sandi eða Ól- afsvík hefir ekki frjetst, því síminn út á nesið hefir slitnað í gær og er ekki kominn í lag ennþá. Jón Björnsson skáld hefir legið síð- an á laugardag síðastliðinn í kvef- veiki, en er nú í afturbata. Franska konsúlshúsið gamla, hjer innan við bæinn, sem Títans-fjelagið hefir átt nú í nokkur ár, er nú selt Matthíasi Einarssyni lækni. Hann var áður orðinn eigandi að lóðinni, sem luísið stendur á, og krafðist, að það yrði. flutt burtu. Ut xxr þessu voru orðiii málaferli, en í gær komst sætt á og keypti hann húsið af fjelaginu. Útsögunarnámsskeið heldur heimil- isiðnaðarfjelagið hjer í bænum inn- ari skams. Hefir slíkt námsskeið, ver- ið haldið hjer áður og var þá vel sótt, enda er hjer um gott mál að i'æða. Áskriftalisti um þátttöku í þessu námsskeiði liggur frammi í bókaverslun Isafoldar í dag. Fnndur verður baldinn í Sálarrann- sóknarfjelagi Islands annað kvöld kl. 8% í Bárunni. Flytja þar erindi Indriði Einarsson rithöf. og frú María porvarðsdóttir. Stykkishólmi kvöldið 29. jau. FB- Tveir af bátunum, sem saknað var ^ gairmorgun hjeðai^ komu hingaö a ailíðandi hádegi í dag, „Barðinn °S> „Baldur“. Höfðu þeir báðir leg'iö W drifs meðan á óveðrinu stóð. „Baldri“ bafði vjelin stöðvast °í báturinn fengið svo mikla ágjöí, a alt brotnaði í honum og eyðdogou eldspítur skipverja, svo að eigi var unt að hita vjelina upp á ný. Koins báturinn undir Bíldsey kl. 2 í nólt og lá þar þangað til óveðrinu slotaði. Um þriðja bátinn, ,,Blikann“, ekkert frjetst hingað og ekki hans orðið vart í Flatey. Ern S-U menn á bátmim og foi’maður úans er Sigvaldi Valentínusson, hafnsog11 maður hjer í Stykkishólmi. Leiðrjetting: í grein mína um *tu dentabústaðinn danska (í Mbl. suanU doginn 25. nóv. f. á.) hafa leiðiníegar prentvillur, sem stafa a mislestri í handriti. par stendur próf. Rovsing: er hann á hvíto1® hesti. . . . en í hægri hendi heldaf hann á stúdeutagarðinum. En setiún^ iii á að vera svona (og var sV0 1 handriti): Til gamans skal jeg í7 geta þess, að hjer hangir myn(I a Rovsing; er hann á hvítum kyrtli og heldur á skurðarhníf í hægri heoáb et: í vinstri hendi heldur hann á stu dentagarðinum (Model). par er Ú * ein meinleg villa í grein: „Af líf'nU Kaupmannahöfn“, sem mig laiigar ti! að leiðrjetta. par stendur: það kom eins og betur í huga mjer r en á vitanlega að vera: Og það kotI* hatur upp í liuga mjer, o. s. frv- Khöfn 22. des. ’23. porfinnur KristjáxissO'1 Jafnaðarmaðurinn. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. hvað sakaði það, þó mótstööuxnerrnirnir kölluðti liann fífl? Hann haföi ekkert að missa hjá þeim. Honum gerði það ekkert til, ef honum tækist að safna verkamönnum saman í sterka, órjúf- andi fylkingu — kveikja í þeim hinn heilaga eld stjettarinnar. Bn hann var órólegur. Ofurlítið fanst honum það þó bæta úv, að nokkrir verkamenn höfðu komið til hans með Hilmar í broddi fylkingar, þegar fundurinn var xiti, og þalikað honum fyrir ræðuna. Þeir höfðu verið vongóðir. Þökk þeirra, sem hann baröist fyrir og með, var þó ofurlítill Ijósgeisli. Honum datt Freyja á hug, þar sem hún sat frammi á bekknum og horfði á liann bænaraug- um. Þá sýn gat hann ekki rekið úr hug sjer langt fram eftir nóttu. — — Svo rann kosningadagurinn upp og allur þorri bæjarbúa sturlaðist einn sólarhring. Þó var alt með sæmiiega mannlegri rósemi fram yfir miðjan dag. Kjósendur gengu í smáhópum að kjörstaðnum, fóru rólega — nógur var dag- urinn, Bn eftir því sem á leið, fór aö gusta um göturnar. Hver einasta bifreíð borgarinnar var á fleygiferð, því líkt sem sáluhjálp allra landsmanna væri í veöi. Menn hlnpu og kölluðu, spnrðu með áfergju og græðgislegri forvitni, hvort þessi og þessi, sem þeir mættu, hefði kos- ið. Ef svo var ekki, var þeim slöngvaö upp í einhverja bifreiðina og ekið með þá á kjörstað. Bifreiðar komu á þeytingsferS um háttatíma að liúsum syfjaðra borgaranna og öskruðu þar eins og blótneyti. Ef enginn virti þær svars, snör- uðust sendimenn inn í húsin, ráku nefin í gætt- ir svefnherbergjanna, og spurðu, hvort hjer væru allir búnir aö kjósa. Það voru ekki nema harðvítugustu skapmenn og annálaðar skörungs- konur, sem hröktu slíka sendiboöa af höxidum j sjer. — j En innan um allan bifreiöagrúann, kosninga- trylta karla og másandi kvenfólk, sást einstaka fótvaltur maður meö hattinn aftur á hnakkan- um, andlitið eitt sólskinsbros — og flösku í vas- anum. — Það lá í loftinu þennan dag — þetta, sem eggjar og ýtir út í gleðina. Þegar talin voru atkvæði daginn eftir, kom það í ljós, að verkamannaflokkurinn haföi unn- ið eitt þingsæti. „Þjóðin“ flutti langa grein um sigur stjettarinnar, —- þennan dagroða íslenskr- ar alþýðu', sem nú bjarmaði af. En sá bjarmi yröi eftir stuttan tíma aö skínandi birtu um land alt. Þorbirni fanst verkamenn ekki taka þessu með nógu greinilegum fögnuði. Hann .skýrði það á þá lund, aö þeir væru ekki búnir að átta sig á því, að þeir hefðu nnnið sigur í þessu kapphlaupi. En hann ásetti sjer, aö færa þeim heim sanninn um það, — til þess að stæla þá — fylla þá sigurvonum og sjálfstrausti. X. Þegar fram á veturinn kom, fjekk Þorbjörn Katli stúdent og Hilmari ,kistli£ ritstjórn „Þjóö- ai'innar“ í hendur, og tók sjer fari til útlanda. Hann ásetti sjer, að sækja sjer nýtt lífsafl, nýj- an eldmóð - til skoðanabræðra sinna þar, sem örlög heilla þjóða voru að myndast fyrir verk þeirra. Hugur hans stefndi þangaö, sem stór- feldasta umbreytingin hafði farið fram — þar sem risið höföu upp nýr himin og ný jörð. Hann varð að sjá toppa þeirrar öldu, sem skol- aö lxafði því gamla burt og fært nýtt — for- ingjana. Verkum þeirra varð hann að kynn- ast, hugsjónir þeirra varð hann að drekka í sig — fá nýtt hlóð. Hann kvaddi ekki Freyju áður en hann fór — skrifaði henni a.ðeins, og sagöi henni ferða- áætlun sína og hvaö hann byggist við að verða lengi. Hann gaf óljóst í skyn, að hann æskti þess aö Freyja kæmi kvöldið áður en hann færi. En hún kom ekki. Hún sást ekki heldur niðri við skipið. Þorbjörn fann til anðnar í sál sinni. En ferðaáhnginn breiddi vfir þaö tóm. Svo leið veturinn og voriö kom, voldugt, end- urleysandi. Fuglasöngur og fannlausir tindar fluttu og sýndu sigur þess. Og sumarið full- komnaði sigurinn í fögnuði, og jók viö hann, þar til það haföi tæmt alla sína dýrð, og haust- ið seig að jörðinni, og stytti dagana, lækkaði sólina, þrengdi útsýnið með þokum og rökkur- kvöldum. Þorbjörn var ókominn. Frjetst hafði, að hann hefði verið í Austur-Evrópu og víðsvegar á Norðurlöndum. Enginn vissi hvaö hann var að starfa eða hvenær hann mundi koma. Það var farið að bera á þykkju meðal verkamanua til- hans. Þeim fanst hann vera óþarflega leng1 i er' lendis. Honnm vera þarfara að sinna rJi þeirra heima og berjast þar með þeim. Suúíf óttuðust aö flokkurinn mundi riðlast. En ÞlU „ maður þeirra hjelt öllu saman. Ilann visSJ> , crjll sundruðust verkamenn, þá Var honum eUo.; 0 lífsvon framar á þingi. Á bökum þeirra úa . hann stigið upp á tindinn — inn í þingið. Be ^ þeirra ekki notið við, stæöi hann enn uið’'1 flatneskiunni — væri bakari. __ k0in En þegar nokknö var liðið á haustio, ^ Þorbjörn einn dag, skýjaðan, kaldan, re?Ð inn, til bæjarins. Honnm fanst bærinn dapnr. of óþrifalegur og draga úr sjer þann bardagalU ’ sem hann hafði nú yfir að ráða, þegar hann meö ferðatösluina sína upp Laugaveginn 1* Niðri við skipið liafði hann náö tali af og Hilmari. Þeir höfðu látið vel yfir öUu þóttust hafa verið duglegir að skammast í inu, svo einhvern mundi hafa undan sviðið- n P°r' væru að vinna fleiri og fleiri á sitt mai- . heiv1- björn kvað það ágætt, og hraðaði sjer Fyrsta verk hans átti að vera það aö tal* Freyju. Hún hafði fengið nokkur brjef frá b°u meðan hann var erlendis. En engu þeirra . aði hún. Þorbjörn hafði ekki talið þ*a® ^ Brjefin mundu ekki finna hann — hann sífeldu flugi úr einum stað á annan. I sl brjefum hans hafði hún tekið eftir eldi i , >____ i_____________liAitrl P . um hans, sem hann vildi þó dylja, heitri djúpum innileik. En hvernig sem á Þ''1 ^ fann hún, að hún gat ekki goldiö þann inJi — ekki nú. Þó fann hún vaxa upp í sjálírl^^a þorsta í blíöu, þrá eftir samneyti viö a, sál, hlýjum straumi inn í líf sitt. Og ^ finningalífi hennar hreyfði sjer óróleg V1 iaixHs’ það, að hún mundi kasta sjer í faðm ÞesS B sem yröi henni alt. ^ rak- Meöan Þorhjöm var erlendis, hafð' 1 £^e]ck ið upp fyrir sjer lífsvef sinn síðan 'l'1'^agar- ást á Þorbirni. Það ha.fði ekki verið verk. En hún geröi það samt á einvei pjúrx sínum. Og niðurstaðan var altaf sú saU\j, jjjnS hafði treyst á óumbreytanlegan varaö^ ásta,r' fyrsta blossa — hinnar fyrstu ina,|,a r y.rgí a^ Og þess vegna líka treyst á þaú. að ^ var eilífu jarðneskur guö Þorbjarnar. liún ekki annað en — annað en sjer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.