Morgunblaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ntrma J-icfir komið að Haralcíar- akemmunni síðan farið var að sýna ^ar vinnin^ana í stúdenta-happdrætt- im, enda er þar margt eigulegt og saiekklega frá því gengið í skemm- KJtni. Næsta laugardag verður dregið Dffl miðana, og verður iþað gert á ukrifstofu bæjarfógeta, og að sjálf- (vagðu koma ekki aðrir miðar til dráttar en þeir, sem skilagrein er 'föngin fyrir. En fresturinn, sem orð- ið hefir á drættinum stafar af því, &fS þessar skilagrefnir hefir vantað allviða utan af landi. Happdrættissýning í Nýja Bíó. í kvöld og næstu kvöld verður sýnd ný mynd í Nýja Bíó, sbr. auglýsingu A dðrum stað í blaðinu. Fylgir stú- denta-happdrættismiði hverjum að- göngumiða, en verðið samt ekki hærra en venjulega. En Bíóstjórnin gerir þetta til styrktar happdrætt- tno, að kaupa og gefa síðau einn raiða hverjum Bíógesti, og má því nnnta þess, að margir verði til þess -»ÍS fá sjer þannig happdrættismiða •og góða skemtun í senn, því sjálf- **agt hefir verið valin til þess góð «nynd. Happdrættið. peir, sem vilja, gegn gótSum sölulaunum, selja happdrættis- miða, komi í Mensa í dag kl. 10—12 •S 2—7- FB. Verð á íslenskum afurðum hef- ir hækkað nýlega. Samkv. símskeyti tii Verslunarráðsins mótteknu á fðBtudaginn var, var þá boðið fyrir itórfisk kr. 160 (áður 140-144), amáfisk 140—142, ísn 125-128, labra- dorfisk 130-135, alt danskar kr. pr. skippund. Meðalalýsi var 100—105, Ijóst iðnaðarlýsi 90—95 d. kr. pr. 100 kg. Haustull 3.15 og æðardúnn 46 til 48 pr. kg, » Við Dýrafjörð hafa orðið afarmikl- ar skemdir af ofviðrinu 28. f. m. Ails fuku þar 9 hlöður, og nemur fceyekaðinn um 400 hestnm. 34 skúr- ar og hjallar fuku, flestir á ping- flfxi; þrír opnir bátar eyðilögðust og •aánn vjelbátur. pá fauk þak af í- háðarhúsi á pingeyri. Mestan skaða i»IIra mnn Olafur Olafsson kennari fcafa beðið; hann misti bæði skúr, fclöðu og hjall, og misti mikið af aiunnm. Kirkjan á Sæbóli í Dýrafirði fauk í sama veðrinu. 1 Önundarfirði fuku tvær heyhlöð- ur, hjá Hólmgeir Jenssyni dýralækni, ♦g auk þess fóðurbirgðahlaða sveit- arinnar. Benedikt Gröndal, sonur pórðar læknis Edilonssonar í Hafnarfirði hef hr lokið fullnaðarprófi í verkfræði ▼ið verkfræðingaskólann í Khöfn. Lagði hann stund á vjelaverkfræði, «g hafði skipasmíðafræði fyrir sjer- grein. Hann er fyrsti íslendingurinn, óam lokið hefir prófi við skólann í þessari grein verkfræðinnar. FB. Sandgerði, 11. febr. PB. „Geir“ tókst að ná mb. Svan T. upp í dag, og fer með hann til Reykjavíkur til viðgerðar. Er kinnungur bátsins nokk- uð brotinn. Allir bátar rjern í gær og öfluðu afbragðs vel. Fengu margir um 20 stippund, og er það nærri eins dæmi. --------0-------- FSÁ DANMÖRKU. 8. febrúar. Neergaard fjármálaráðh. hefir lagt fyrir þjóðþingið frumvarp um nýja danska skiftimynt. Frv. fer fram á að láta steypa nýja "2 kr. peninga, 1 kr. peninga og 50 eyringa, er verða frábrugðnir hin- um gömlu að því leyti, að í þeim verður aluminium og bronseblend- ingur. Einnig á að steypa nýja 25- eyringa, 5-eyringa og il-eyringa, sem auðþektir verða frá gömlu myntinni, -vegna þess að hinir nýju peningar verða með gati, og stærri en þeir gömlu. Jafnframt 3r fjármálaráðherranum veitt vald til þess að kalla inn með fyrirvara þá mynt þessarar tegundar, sem nú er í umferð, svo að þeir hverfi úr umferð innan eins árs. Krónu- seðlar verða kallaðir inn, þegar hinir nýju peningar koma í um- ferð. Sæn.ska og norska myntin á ekki að vera lengur sem gjald- raiðill í Danmörku en 6 mánuði eftir að lögin hafa gengið í gildi. „Botnía“ kom fyrra laugardag til Khafnar. Skemdir hafa orðið n-jög litlar á henni, en vegna þess að vjelarskoðun verður að fara fram, og skipið verður þess vegna ekki til'búið til íslandsferðar 9. þ. m., verður ákveðið að láta fara fram hið árlega eftirlit á henni nú; en það átti að fara fram í apríl. Um nokkra mánuði annast „Tjaldur“, sem áður fyr sigldi til Færeyja og síðan til Rússlands, ferðir „Botniu“. '■'; i i Hagstofan danska birtip þá skýrslu, að í síðastl, des. hafi innflutningur vara numið 180 milj. kr. og útflutningur um 139. Alt árið nam innflutningurinn 1973 milj. kr., en 1922 1513 milj., og útflutningurinn 1616, en 1922 1243 milj. kr. ■ o La soleit ses rayons. Le soleil se leve et le soleil se couehe Et le soleil lanee ses rayons Sur les fleurs, tout en baisant leur bouehe Et en baisant leurs joues et leur front. Son lever dénote l’aurore de la vie Son coucher est comme la douce mort. La rouge du soir que nous voyons ici Annonce á nos antipodes leur aurore. C’est son eours qui mesure la trame de notre vie, Sa faee éveille la joie et la douceur; Ses rayons mourants sont comme 1 ’euthanasie Pour tout battant, gai et pleurant eoeur. Les rayons du soleil, ils nous donnent la vie. En nous apportant la gráee de Dieu, Ils sont aimés de tous et sans ennemis, Ils sont aimés des jeunes et des vieux. J’adore tes rayons comme mon Dieu visible Ceei me donnera tant de bonheur: A ta lumiere tout m’est possible, Sans toi, la vie terrestre est Sans vaieur. Je veux me confier au soleil eouehant, Quand je serai á mon extréme, Je dósire le voir le jour suivant, Quand l’aurore de l’éternité se leve. Sous les rayons du soleil, je veux mourir. Et étre porté dans les bras des anges Aux eieux, oú j ’espére voir s’aceomplir Tous mes désirs et mon espérance. *Tu provoques le chant des oiseaux chanteurs Et les délíces des hommes et leur aise, Tu vivifies de nouveau les fanées fleurs Qui, en hiver sont couvertes de neige. Smali. NB. Le dernier vers de cette petite piéce de vers est traduit ici en islan- dais par l’auteur lui-méme. En voiei la traduction: — hin seinasta vísa þessa litia kvæðis er þýdd hjer á íslensku a£ sjálfum höfundinum: *pú framkallar sumarsins söngfugla hljóm Og sælulíf jarðbúum hjá, Pú vekur frá dauðum hið visnaða blóm, Sem á vetrum er þakið með snjá. Jóhannes Jósefsson. Viðurkenningarvert er það, ^eio landi vor Jóhannes Jósefsson hef* ir fyrir stafni um þessar mundir. Hann er staddtu’ í New-York, og hefir þar verið fenginn til halda ræður í radio-áhöld. ^fn1 ræðanna hefir verið um íslanJr íslendinga og íslenskar íþróttir* Byrjunin til þess var sú. að radio- fjelag í New-York, N. J-> fJe^ hann til að tala um íslenska gliniu og ísland í á'höld sín. Var gerður að því svo góður rómur, að eitt í New-York fjekk hann U,J1 hæl til að halda ræðu í Bac*J<u áhöld sín. Er sú radio-stöð svD orkumikil, að um hálf Bandarl^'a heyrist, þegar í liana er talað. fTía ísland og íslendinga var f.VrsJa ræðan, er hann hjelt þar, en s næsta og sú er hann er að haWa um þessar mundir, er um Vínk,n^3 fund íslendinga. Hefir svo rómur verið gerður að rffiðuö1 þossum, að radio-fjelagið hef,r boðið Jóhannesi að tala eins fyrir sig og Iionum er auðið, an hann dvelur í New-York. (Heimskr. 12. des. 1923)* ------o——— Jafnaðarmaðupinn. | Skáldsaga eftir Jón Björnsson,* — Að Freyja sje veik! Að hún vilji ekki eða geti ekki talað við mig! Ritstjórinn tók um hurðarhandfangið og horfði augnablik á Þorbjöm. — Spurðu Gunnar lækni. Væntanlega lýgur hann ekki að þjer. Hurðin smaU aftur rjett við andlit Þorbjarnar. Hann fremur hljóp en gekk út Suðurgötuna. Ólíkustu tilfinningar sviftust um hann. Væri ekki ástæða til að hann skammaðist sín ? Hann hefði sagt velgjörðarmann sinn lygara. En væri þetta ekki lýgi? Væri Freyja veik? Reiðin blossaði upp og gerði iðrunina að engu. Þetta væri samsæri móti honum og Freyja fylti þann flokkinn. Nú væri ekki aðeins barist á móti verkum lians og skoðunum, heldur Mka til- finningum. Þorbjörn snjeri við aftur. Hann skykU tala við Freyju. En þegar hann kom að húsinn, stað- næmdist hann, barðist við sjálfan sig, en snjeri síðan aftur niðurlútur út götuna. Hann fann, að hann hlvti að tapa nú. En seinna! Ritstjórinn hafði engu logið. Freyja lá með ákafri hitasótt. Móðir hennar var vön að færa henni morgun- kaffið í rúmið. Þegar hún kom með það þennan morgun, lá dóttir hennar í svitabaði, stynjandi, og starði liitaglampandi augum á hana. Hún gat ekki gefið móður sinni neina skýringu, en talaði samhengislaust og óráðskent, hvíslaði fram snnd- urslitnum orðunum. Hildnr heyrði að hún nefndi Þorbjörn og Helga Thordarsen og kendi þá eins og hræðslu í rómnum. Það var brugðið við og sent eftir Gunnari lækni. Hann var fáorður um sjúkdóminn — kvað Freyju hafa orðið fyrir snöggrj og ákafri geðs- hræringu og líklega hefði henni orðið kalt. Hún þyrfti um fram alt næði og ró. Taugarnar væru ekki sterkar. Hann bjóst við, að bún mundi þurfa að liggja lengi. Best væri, ef móðir benn- ar treysti sjer til að stunda hana. En varast skyldi hún að spyrja liana nokkurs, fyr en hún væri orðin fullhraust. Um fram alt ró, frið. Hildnr flutti sig samstundis til dóttur sinnar. -------Freyja lá með þungri hitasótt rúm- an mánuð. Þó oftast með ráði. Foreldrar hennar skiftust um að vaka á nóttinni. En Hildnr vjek aldrei frá sjúklingnum allan þann tíma. Hún sat við rekkjustokkinn og hjelt í hönd dóttur sinnar langar stundir, þerði stórar, glitrandi svitaperlumar af enni hennar. Þegar hún blund- aði tók hún sauma sína og raulaði íslenska þjóð- viísu, þau ljóðin, sem hún vissi að Freyju þótti vænst um. Ritstjórinn kom oft á dag upp í her- bergið, stóð þögull og hugsandi við sjúkrabeð- inn, lagði stundum höndina undnr blítt á höfuð dóttur sinnar og strauk hárið, vott og gljáandi. En fyrst eftir að Freyja veiktist var það jafnan svo, þegar þau litu livort á annað, hann og Hild- ur, að þessi sama þögula spuming skein úr aug- um þeirra: Hvað hefir komið fyrir Freyju ? En síðar fengu þau þeirri spurningu svarað í óráðs- hjali hennar. Helgi Thordarsen kom eða hringdi á hverjum degi, og spurði eftir sjúklingnum. Hann var fálátur og auðsjáanlega órór. Þorbjörn hafði einu sinni hringt, og talaði þá við ritstjórann. Hann sagði Freyju mjóg veika. — Já — menn veikjast oft í fangelsi, hafði Þorbjörn sagt og kvatt samstundis. Svo var það eina nóttina, að Freyja svaf ró- lega. Um morgunin vaknaði hún hitalaus. En ákaflega máttlítil. — Er gott, veður, mamma? spurði hún og leit út í gluggann. Morgnnsólin náði 4 vestustu rúð- umar og skaut gullnum ljóma inn á myndina af móður hennar yfir rúminu. — Það er yndislegt veðnr, bamið mitt, reglu- legt sumarveður, bjart, kyrt og hlýtt. Blessað sumarið er komið í almætti sínu. — Hvað er jeg búin að liggja lengi? — Rúman mánuð. En nú ertu hitalaus. Nú fer þjer að batna. Sólskinið hjálpar þjer til. Jeg ætla að láta pabba þinn vita, að þú sjert hita- laus. Nú getum við setið hjá þjer og talað við þig^ Hildur fór. Freyja iá með lokuð augun. En hún rafði aliri ástúð og þökk hjarta síns um foreldrana á þessu augnabliki. En alt <í einu ómaði með ein- hverjum undarlegum hætti eins og frá syngjandi strengjum innan úr djúpi sálarinnar: Móðir! Móðir! Um leið hvarflaði veikur roði tun andlit hennar eins og þegar fyrsti bjarmi af nýrisinni sól fellur yfir föiva hlíð. Freyja fór á fætur viku síðar. Hún var studd niður í dagstofuna. Kaus bún að setjast út við einn austnr-gluggann með útsýni yfir Tjörnina og Þingholtin. Hljóður fögnuður fylti hjarta hennar, er hún fjekk á ný að horfa út. Sólskin var og hreint veður. Andaflokkar mókuðu á blæ- lygnri Tjörninni, viltir og tamdir. Kríumar görguðu yfir hólmanum, háværar og kvikular. Tveir svanir syntu með fram brúnni, hljóðir, vængstýfðir bandingjar í ríki mannanna. Fólk streymdi um göturnar, með sumar og sólskin í svip og látbragði. Þau höfðu einskis spurt Freyju, foreldraf hennar, og ætluðu ekki að gjöra það — Þur^tt þess ekki. Móðir hennar vissi fyrir löngu ah að nýtt líf væri kviknað undir hjarta dóttuY sinnar. Freyja sá, að þau vissu það — fann Pa í öllum þeim innileik, sem þau sveipuðu um baI eins og lítið, ósjálfbjarga barn. Dag eftir dag sat hún við gluggann og sig hressast og styrkjast. Og hún fann ineira' Blómskrúði nýrra tilfinninga skaut upp á benfl)' Hún var orðin ný. Veikindin höfðu hrundi® _ sál hennar vafanum, kvíðanuta og hræðsluHfll' Nú fyndi hún hvað hún ætti og yrði að gera' Ein örlagarík stund, sár og sæl í einu, heí.1 markað henni stefnuna. Þegar hún væri °r^ fullhraust, ætlaði hún að tala við Þorbjöm- \ yrði þung ganga. En frá henni yrði ekki VJÖ ’ Einn daginn kom Helgi Thordarsen. hitti ritstjórann að máli og spurði, hvort PalJlí gæti litið inn til Freyju. . — Jú — nú er hún orðin svo hress. En Ur vildi jeg tala við yður, Thordarsen. Þeir fóru inn í skrifstofuna. Þegar þeir bnt setst og geáturinn fengið vindil, mælti stjórinn: — Jeg geri ráð fyrir, að jeg megi lieilsa -v sem tengdasyni mínum. Ritstjórinn var hikandi — átti erfitt að hefja máls á þessu. . Thordarsen starði á Egil — sldldi ekki nCU& — Frey.ja var með yður kvöldið áður nfl veiktist. Nú skuluð þjer vera einlægur, arsen. Ritstjórinn horfði fast á Ilelga. varð dreirrauður í sama vetfangi, leit un^aÐ sagði ekki orð. — Jeg sje að þjer skiljið mig. Thoi^31^ að f6 K jJa»Ð e» Það er gott. En ef jeg hefði ekki vitað, þykir vænt um Freyju, mundi jeg hafa - yður níðing nú. Ritstjórinn stóð upp S*U •,» sig við skrifborðið. Og ef jeg hefði ekki e -g vitað um það, að stórfeld breyting hefir . fram í tilfinningalífi Freyju síðustu mundi jeg hafa átt erfitt með að kalla ^ dóttur ímína. Nú fyrirgef jeg ykkur þjer vitið hvað er skylda yðar eftir Þe^a‘ er þessvegna að jeg tala nú við yður 0 vonandi tengdason minn. Um annaö getur verið að ræða. öUj0 Thordarsen stóð upp og rjetti ritsU( höndina. Hann tók fast í hana. . ■fax&D ’■ Það varð þögn um stund. Þá sagði ^qt — Veitstu það, Helgi, að þu frá Freyju með ofbeldi ástarinnar ekki a ggr- okkur foreldrum hennar, heldur einmg um manm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.