Morgunblaðið - 29.02.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1924, Blaðsíða 4
og alt menningarlíf þjóðarinnar. t íirá þeim koma frægustu ritsnill- ingar, sem þjóðin hefir átt. pjóð- leg fræði, (saga, ættvísi og lög- vísi), voru kend með „lifandi orði“ og fornum frásagnarstíl. Gamli Grundtvig liefir sagt, að skólarnir í fornöld hafi verið sannkallaðir lýðháskólar, og eins ^dæmi í veröldinni. Skólarnir hafi „sjálfir sungið um sig það lof, og iýst svo vel, að á N'orðurlöndnm geti aldrei fyr nje síðar leikið ininsti vafi á því, að þar hafi norrænn lýðháskóli verið til og staðið í hlóma um tvær aldir og látið eftir sig óviðjafnanlegt starf‘‘ („Bragi og Iðunn“ 1839). — A öðrum stað segir Grundtvig, að á íslandi hafi verið farin hin rjetta leið í alþýðufræðslunni. ,,par hafi ekki verið japlað á steinmolum, glósum og getgátum, skræðum og skrípaglingri, heldur hafi allur hugurinn verið á því, að varpa sjer vasklega í straum œannlífsins, og móðurmálinu skip- að í öndvegi“. pað er mikið hæft í þessu. En skólarnir fornu lögðust niður, þegar þjóðarandinn spiltist af út- lendum áhrifum. pá hnignaði líka itióðurmálinu, og það misti hinn forna, hressandi og þjóðlega blæ. Jeg hygg að fræðslan verði notabest ef þeir eru með lýðhá- skólasniði, og laga þá fremur eftir sænsku skólunum en þeim dönsku, að því er snertir hlutfailið milli lexíunáms og fyrirlestrahalds, lengd námstímans o. s .frv. paanig var Hvítárbakkaskólinn til 1920, 0g reyndist það fyrirkomulag hans vel. pesstt var öiltt umturnað, peg- ar- nýir-menn tóku við skólanum, sem betur vissu, t. d. að hafa þrjú próf við skólann hvert skóla- ár og aUnað eftir því. En þó skól- arnir s j eu með lýðháskólasniði eiga þeir að vera og geta verið reistir á íslenskum, þjóðlegum grundvelli. peir eiga að vera runn- ir upp úr forníslenskum, andleg- um þjóðvegi, lagaðir eftir stað- háttum og eðli þjóðarinnar, hvað ■sem kenslufyrirkomulagi þeirra líður. pað er nóg að hafa sex sJíka hjeraðsskóla í landinu, og auk þess ungmennaskóla í helstu kaup- túnum og kaupstöðum; kostnaður við þá getur verið tiltölulega lít- ill. Eiðaskóli er og verður fyrir Austurland. pegar dýrtíðarjelínu styttir upp þarf skóla á Suður- landsundirlendið. Svó' er Hvítár- bakkaskólinn fyrir Suðvestur- landið o. s. frv. Núpsskólinn fvr- ir Vesturland. Húnvetningar og Skagfirðingar' geta verið um einn skóla og Eyfirðingar og pingey- ingar um annan. Námstíminn við þessa skóla ætti að vera tveir vetur (12 mánuðir), fyrir þá sem vilja og geta verið lengur við nám en einn vetur. Eftir minni reynslu munu til jafn- aðar verða rúmlega % nemenda 2 vetur. Peir einir hafa gagn af löngu námi í alþýðuskólum, sem vel geta lært og eru námfúsir. Engan mann á að neyða til náms, og skólaskylda er mannkúgun, aldrei til góðs. Hæfilegt, er, að í skólunum sje 40—50 nemendur; sjeu þeir fleiri verða skólarnir of erfiðir og áhrif þeirra minni. — pjóðleg fræði (móðurmálið*, fs- landssaga, íslenskar bókmentir, þjóðfjelagsfræði) og náttúruvís- jndi eiga að vera aðal námsgreinar skólanna, sem mest rækt er lögð' við og kenslan í þeim minst 16 stundir á viku. pví hefir nýlega verið hreyft, að mikil þörf sje á því að alþýðu- skólarnir sjeu kristilegir, að kristi- legur andi ríki í þeim. Hafa þá skólarnir verið ókristilegir ? — Minsta kosti hefir Núpsskólinn ekki verið' það. Við eigum tæplega völ á kristnari kennara en þcim manni sem stýrir Niipsskólanum. pað væri óneitanlega æskilegt að sem mestur kristilegur andi væri ríkjandi í öllum skólum landsins. En trúarlíf yngri kennara er að breytast. Jeg gæti trúað því, að erfitt væri að fá samræmislegan, kristilegan grundvöll fyrir alþýðu- skólana, ef einn kennarinn kall- ar það kristindóm, sem annar jafn vel kallar ókristni. Eftir því sem nú er trúarlífinu farið í landinu, gæti hæglega við borið, að í ein- um skólanum ríkti, ný-guðfræðis- leg stefna, í öðrum spiritismi, í þriðja gúðspeki og í þeim fjórða guðspekislegur „spiritismi“ og „kommúnismi“, alt vel samhrært. Ef skólarnir væri sex, mætti gera ráð fyrir að í tveim þeirra, væri hreinn kristindómsandi. Svona held jeg við st.öndum í þessu. A v'oíu landi mundu kennarar með svona sundurleitum lífsskoð- unum teljast vel hlutgengir við „kristilegu skólana“, ef þeir að öðru leyti fullnægðu venjulegum kröfum til kennarastöðu. En það er að svikja lit, að kalla það kristilegt, sem ekkert á skilt við Krist. En skóla þurfum við að hafa og verðum að láta skeika að sköpuðu með kristindóminn í þeim, meðan þessi fjöltrúarfarsótt gengur yfir landið. Pað verða líka að jafnaði fremur heimilin en al- þýðuskólarnir, sem leggja grund- völl undir siðferðis- og trúarlíf ungmenna, hvernig sem það ann- ars er. „Hálfur er hver að heim- an“ og ,iengi býr að fyrstu gerð.1 Til allrar hamingju eigum við íslendingar ' þann andlega fjár- sjóð í fombókmentum vorum, að engar aðrar þjóðir eiga slíkan. Sá heilagi menningareldur á að verma og lýsa í skólunum, svo heilbrigður andi ríki þar og ráði nokkru um siðgæðisþroska og lífs- stefnu ungra manna. Sá andi er sígild lífspeki undan hjartarótum vitrustu forfeðra vorra, petta er okkur niðjum þeirra skyldaru og í>i 0 RG iN k\aðið ' heilnæmara en austræn , og vest- i ræn dultrú, sem nói telja sumir æðstu speki. Og þó skólamir geti líklega lítið glætt kristilegt trúar- líf nemendanna, eða kristnað þá betur en heimilin, prestarnir og barnafræðslan gerir, þá ættU þeir þó að geta vakið og glætt hjá ungmennum ættjarðarást og drengskap, og bætt þjóðarandann og aldarbraginn í mörgu .petta er í afturför síðan yngri kynslóðin hætti að lesa fornaldarritin. — Gamlir og góðir siðir eru fyrir- litnir, og fæstir vilja lifa í sam- ræmi við náttúru landsins, ein- falt og óbrotið. Nú lesa unglingar mest misjafnlegfi* hollar nútiðar- sögur, útlendar og innlendar og líf margra er að verða gleðskapur og tildur, og þeir lifa og hrærast í útlendri tísku og ráðleysi. — pegar þjóðin gleymir sjálfri sjer og dýrustu minningum feðra sinna þá er þjóðarandinn spiltur. pað sem venjulega á eftir fer, er glöt- un þjóðernisins. — Að vernda það er fyrsta og æðsta boðorð skól- anna. S. p Dagbók. I, 0. 0. F. 1052298%. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á 'sunnudaginn kl. 1, sjera Arni Björns- son. (Altarisganga). Erindi sitt um blik mannsins (aur- una), endurtekur sjera Jakob Krist- insson í Iðnó í kvöld kl. 8%. Að- giinguiniðar verða seldir í dag í Isa- fold og við innganginn, verði þá eitt- hvað óiselt. En ef dæma má eftir að- sókninni síðast að þessu erindi, má búast við, að ráðlegra sje að tryggja sjer aðgöngumiða strax. EimreiSin, XXX, 1.—2., er nýkom- in út. Byrjar heftið á löngu og miklu kvæði eftir Einar Benediktsson, „StórisanduF ‘. Sigurður Nordal próf. skrifar um André Courmont; fvlgir þeirri grein mynd af A. C. pá er grein ■ eftir ritstjórann, „Að lögbergi“, með mynd. Til ferskeytl- unnar, vísur eftir Olínu Andrjesdótt- ur. Ræða, flutt á Álfaskeiði af Guðm. Finnbogasvni. Frumeindakenning nútímans, með tveirn myndum, eftir Trausta Ólafsson. þrjú kvæði, eftir Sigurjón Friðjónsson. Nýlenda Is- lands, eftir Einar Benediktssori. Pap- ar, eftir Huldu. Frá Færeyjum, með 6 myndum, eftir Freistein Gunnars- son. Glampar, kvæði eftir Gr. Ó. Fells. Spíritisminn eflist á Englándi, eftir E. H. Kvaran. Kórsöngur, eftir Euripides, þýðing eftir Sigfús Blön- dal, og síðast kvæði iþýdd, saga og ritsjá. Símaverkfræðingur og forstjóri bæjarsímans hjér hefir Guðm. Hlíð- dal verið skipaður frá 1. mars. Af veiðum kom nýlega Skallagrim- ur méð ágætan afla; 135 tunnur lifr- ar Kolaskip tvö hafa nýlega komið hingað, anndð, Inger Elísabet, með kol til Kárafjelagsins, og lagði þau upp í Viðey; hitt, Belise, kom með farm til Guðm. Kristjánssonar. Enskur togari kom hingað í gær með bilað spil. „Merkúr“ fór frá Bergen þann 27. þ. m. Guðspekif jelagið: Enginn fundur. Alþingi. Lokaður fundur all-langur var í gær í sam.ein. þingi. Fundar- efnið var að sögn, kjöttollsmálið. En ýmsir þm. höfðu hreift því áður á opinberum fundum, þar sem vikið var að þessu máli, að rjettast væri að hafa um það lokaðan fund. Lögreglustjóri biður þess getið, út af því sem sagt var um kærumálin í gær, að ummælin þar beri ekki að skilja þannig, að sjerstakur auka- maður hafi verið fenginn til að rann- saka þau. Lögfræðingurinn, sem rann- sakaði þau, gegndi þá að flestu leyti öllum fulltrúastörfum í veikindafor- föllum hins fasta fulltrúa lögreglu- stjórans, Bergs Jónssonar cand. jur., sem málið hefði annars haft til með- ferðar, ef hann hefði þá ekki verið veikur um nokkurt skeið, og því ekki mátt gegna neinum embættisverkum. B. J. er nú orðinn heilbrigðnr og tekinn við störfum sínum. Sjómannastöfan. í kvöld kl. 8% talar stud. theol. Sigurður Gíslason. Gjaldkeri Samverjans óskar eftir að reikningar, þeir, sem sendast eiga Samverjanum komi fyrstu daga mars- mánaðar, svo hægt sje að taka á- kvarðanir um, hvort hægt verði að halda áfram matgjöfum lengur en til 8. sama mánaðar. Dagskrá Ed. Alþ. föstudaginn 29. febr. kl. 1 miðd. 1) Lagt fram stjórn- arfrv. 2) Frv. til 1. um að sam'eina keniiarastarf í hagnýtri sáíarfræði við Háskóla íslands við forstöðu Landsbókasafnsins; 1. umr. 3) um af- nám kennarastóls í klassiskum fræð- um við Háskóla íslands og að flytja núverandi dócent í grísku og latínu að mentaskólanum; 1. umr. 4) um breytingu á 1. nr. 59, 22. nóv. 1907, um fræðsli^ harna; 1. umr. Nd. 1) um breyting á 1. nr. 74, 27. júní 1921, um tekju- og eignaskatt; 1. umr. 2) um breyting á 1. um kosningar til Alþ., nr. 28, 3. nóv. 1915, um kosn- ingar til-Alþ.; 1. umr. 4) um heimild fyrir bæjarstjórnir til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum; 1. umr. 5) um afnám kennaraembætt- is í hagnýtri sálarfræði við Háskóla íslands; frh. 1. umr. 6) um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum við Háskóla íslands; 1. umr. 7) Till. til þál. um frestun á framkvæmd iaga nr. 48, 20. júni 1923, um eftirlits- mann með bönkum og sparisjóðum; hvernig ræða skuli. Um Eskimóa og viðskifti Yilhjálms Stefánssonar við þá, ætlar Ólafur Friðriksson að halda fyrirlestur í Bárunni á sunnndáginn. Drap Ólaf- ur í fyrirlestri þeim, er hann hjelt um Vilhjálm, um daginn, á þau við- skifti, og sagði meðal annars frá því, að þegar Vilhjálmur var á hesm- leið, að bahistöð sinni við Kellett- höfða í ágúst 1915, þá hitti hann á Bankslandi þrjár Eskimóafjölskyídur, og fór vel á með þeim Vilhjálmi, eins og oftast í viðskiftum hans við Eskimóa. Pegar Vilhjálmur var að ’skilja við Eskimóana, kom einn. þeirra, er Kulluk hjet, til Vilhjálms og gaf honum nýja og vel gerða skó, mesta þing. Spurði Vilhjálmur hann hverju það sætti; eh Kúlluk sagðist ætla ,að biðja hann að gera bón sína í staðirin. Skýrði Kulluk nú frá, að kona sín væri barnshafandi, og bað hann sjá um að bæði konu og bami farnaðist ,veþ og ennfremur s.iá um að barnið yrði sveinbarn. Sá Vii- hjálmur þann kost vænstan að þyggja skóna, því maðurinn mundi að öðr- um kosti álíta það af tómum illviija, að hann ekki hjálpaði honum, Mál- um þessum lauk svo, að Kulluk þótt- ist illa svikinn, því konan og barnið dóu, og leit hann svo á, að Vilhjálm- ur hefði drepið þau. Urðu af þessu margskonar vandræði, iþví Kulluk hótaði að drepa einhvern manna Vil- hjáims, til hefnda. Eru sögurnar af viðskiftnm Vil- hjálms og Eskimóa mjög skemtileg- ar og mjög fróðlegar til að kynnast hugsunarháttum og li fnaðarhætti þeirra. Xz. --------o-------- _ Jafnaðaa*maði«rmvi. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. — Enginn kemst klaklaust gegnum eldraun- ir lífsins án þess að eiga guð í sál sinui — án þess að vera á leyndardómsfullu sambandi við titthvað sterkara og heilagra en maðar er sjálfur. —- Jeg þekki ekkert sterkara en eld hugsjón- anna og tómleikann, þegar sá eldur er sloknaður. — Þess vegna ert þú nú á leið að sigla til skipbrots! Samson hóf upp bikarinn og hjelt honum hátt vfir höfði sjer. Ef nú hefði stafað um sál þína ljóma af þeirri trú, sem lítið harn á, eða örvasa, ómentuð sveitakona — þá hefði þjer verið borgið. Þá liefðir þú hyrjað nýtt líf í þeirri birtu. Samson drakk, setti bikarinn á borðið, stóð upp og reikaði um gólfið. Þorbjörn gekk að legubekknum og ljet fallast á hann. Hann þagði um stund en fylgdi Samson með augunum. Af sMftandi bjarma í þeim sást, að margar og ólíkar tilfinningar tóku haun á vald sitt. Jeg gerði trúna á þetta líf að hyrningar- steini lífs míns og starfs, sagði hann eftir stutta þögn. Nú er sú trú að engu orðin —- og kem- ur aldrei aftur. Jeg týndi trúnni á alt, sem er ofan við þetta líf — á alt þetta „sterka og heilaga“, sem þú ert að tala um — og næ henni aldrei — aldrei! Fótunum er kipt undan mjer. Samson þreif alt í einu bikarinn og drakk í botn. Svo tók hann flösknna og bikarinn og vafði þau innan, í umhúðirnar með fátkendum hréyfingum. Að því búnu kvaddi halin Þor- bjöm og rauk á dyr. Hann fór beina leið heim til Egils ritstjóra. Og hitti hann í anddyrinu. — Nú er jeg ekki að finna ritstjórann, sagði Samsou, heldur frúna. — Það er nú svona og svona. Það er ekki víst, að jeg leyfi það. Skáldin eru viðsjálsgi'ip- ir. En gerðu svo vtel og gáttu í bæinn. Jeg skal ná í Hildi. Ritstjórinn vjek sjer fram í eldhúsið og bað stúlkuna að kalla á Hildi niður. Samson sat svo alvarlegur, að ritstjórinn spurði: — Hafið þjer noklrur ill tíðindi að flvtja? Þjer hnápið eins og aflaufgaður viður. Hildur kom inn í þessxim svifum og heilsaði Samson. — Samson ætlar að flvtja þjer serenacle, ogr það lientar líklega ekki, að jeg hlusti líka. Svo jeg- ætla að víkja mjer frá augnablik. —- Jæja — hveruig hljóðar þá serenadenf spurði Hildur o,g hló. En Samson stökk ekki bros. — Jeg kem til þess að hiðja yður hjálpar, mælti hann. Tungutak hans var ekki jafnskýrt og venjulega. Og Ijettur víneimur barst frá hon- um yfir til Hildar. Hún fann að hann mundi vera ölvaður. En hún þekti hann vel og vissi, að þá var hann bestur, þá hrutu af liouum nteistar, sem annars lágu í fölskva. — Hjálpa! — tók hún upp eftir honum. Jeg vona að ekkert alVarlegt sje á ferðum. — Þar sem hjálpa þarf, þar er alt af alvara. — ITverjum get jeg hjálpað, Samson® -— Jeg veit ekki livort þjer getið það. En þjer æt.tuð að reyna að hjálpa Þorbirni. — Þorbirni! Hildi varð hverft við. Hvað gengur að honum? Er hann veikur? —- Hann þarf minsta kosti andlegan styrk- Þjer ættuð að tala við hanu. Það gæti orðið til þess, að hann liti á lífið í öðru ljósi en hann geT' ir nú. En þess þarf hann. Annars — annars g®*" ur farið illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.