Morgunblaðið - 01.03.1924, Síða 4
M O R <; U N BLABIfi
Magnús Torfason flytur frum-
-varp um breyting á lögum um
veð nr. 18, 4. nóvember 1887. 5.
grein vill bann orða svo:
„Pegar jörð er sett að veði,
er rjett svo um að semja, að jörð-
inni iskuli fylgja, auk jarðarhúsa,
önnur tiltekin hús á jörðinni, á-
kveðin áhöfn, áhöld, búsgögn og
heyforði, sem á henni kann að
vera hverju sinni.“
í greinargerð segir svo:
„Samkvæmt 2. malsgrein 5. gr.
í lögum nr. 22, 3. nóvember 1915,
skulu innstæðukúgildi eigi fylgja
jörðum, en af því leiðir, að 5. gr.
laga um veð, 1887, er eigi rjett
orðuð,og því full ástæða til að
breyta henni, sjefstaklega þar sem
veðgildi jarða er rneð fasteigna-
matslögunum rýrt eigi alllítið.
Með því meðferð á búpeningi
batnar óðum og bjargráð gegn
horfelli nú ólíku veigameiri en
áður, virðist ekkert geta verið því
til fyrirstöðu, að lánsstofnanir
taki nokkuð af áhöfn að veði
með jörðum. En með því vinst
það tvent, 'að grasbændur fá betri
iánskjör og býlin njóta þess, að
föst áhöfn þeirra eykst.“
Ásgeir Ásgeirsson og Jakob
ÍMöjler flyítja þingsálýktunartil-'
lögu um það að: „Neðri deild Aiþ.
ályktar að skora á ríkisstjórnina
að reyna með samningum að fá
prófpssor Sigurð Nordal til að
halda embætti sínu við háskólann£ ‘
í greinargerð segir:
„Eins og þingmönnum mun kunn-
ugt, hefir prófessor Sigurði Nor-
dal verið boðin prófessorsstaða við
báskólann í Kristjaníu með mun
betri kjörum en hann á kost á
hjer. Væri háskóla vorum óbæt-
anlegt tjón að því að missa hann,
eins og nú stendnr, enda er það
almenn ósk mentamanna, að hann
verði hjer kyr, en hann hefir lýst
því yfir, að hann mundi fáanlegur
til þess, ef kjör hans yrðu bætt
4vo, að svipuð yrðu því, sem hann
i kost á í Noregi.”
i —------o-------
Erl. símfrognir
Khöfn 28. febr. FB.
Ráðuneytisskifti í Belgíu.
. Símað er frá Bryssel að ráðu-
neyti Theunis hafi sagt af sjer.
Ástæðan til fráfararinnar er sú,
að þingið hefi'r, með 95 atkvæð-
um gegn 79, felt frumvarp stjórn-
arinnar um við.fkiftasamning við
Frakka.
i
Verkbannið í Noregi.
Símað er frá Kristjaníu að
vinnuveitendur hafi fært út verk-
hannið og hafi nú bætst við 12,000
verkamenn við brugghúsin, verk-
amiðjur til áburðarvinslu úr loft-
inu og við sögunarmylnur.
Flotaaukning í ítalíu.
Eftir að það ,frjettist, að Eng-
■ienfingar ætli að láta meginhluta
flota síns verða í Miðjarðarhafinu
framvegis hefir Mussolini tilkynt
ráðuneyti sínu, að nú beri ítölum
að fara að undirbúa stórfelda
aukningu ítalska flotans.
Frá Bretum.
Arthur Henderson utanríkisráð-
herra Breta hefir á kjósendafundi
ráðist mjög einbeitt á friðarsamn-
ingana frá Versailles og talið þá
vera hinn eiginlega þröskuld í
götu fjárhagslegrar viðreisnar
Evrópu. Urðu þessi ummæli til
þess, að um 30 fyrirspurnir komu
fram til stjórnarinnar í neðri mál-
stofu enska þingsins.
MacDonald hefir í tilefni af
þessu lýst yfir því, að þessi um-
mæli væri aðeins einkaskoðun
Hendersons. Á ráðherrafundi í
gærkvöldi brýndi hann fyrir ráð-
herrunum að vera varkárari í
orðum framvegis. pó ráðuneytíð í
heild væri máske sammála Hend-
erson, yrði framvegis að forðost
að þessu lík ummæli kæmu fram,
vegna bandamanna Breta.
------o---—
Dagbóh.
Messur í dómkirkjunni á morgun:
Kl. 11 sjera Jóhann porkelsson. Kl.
5 Hálfdán Helgason eand. theol.
í fríkirkjunni í Rvík kl. 5 sjera
Árni Sigurðssön.
f Landakotskirkju hámessa kl. 9
f. h. og guðsþjónusta með prjedikun
kl. 6 e. h.
Hjúkrunarfjelagið Líkn heldur aðal
fund sinn í dag kl. 4 síðd. hjá Rósen-
berg (uppi). Erindi flytur á fundin-
um bæjarlæknir Magnús Pjetursson.
Eldur kom upp. í gær á Laugaveg
123, og var brunaliðið hvatt til hjálp-
ai’. Tókst því að slökkva eldinn strax
og áður en skaði, sem nokkru nam,
varð að..
Búðum lokað. Vegna jarðarfarar
Th. Thorsteinsson kaupmanns verða
nær undantekningarlaust allar versl-
anir og skrifstoíur lokaðar í dag frá
kl. 12—4.
Verslunarmannafjelag ReykjavíkuV
hiður meðlimi sína að muna að mæta
kl. 1 í dag í Nýja Bíó. Fjelagið geng-
ur undir fána sínum við jarðarför
Th. Th.
ísinn. Enskur togari kom í gær af
veiðum; hafði verið 17 kVartmílur
út af Ðýrafirði, er hann lagði af
stað og varð að hleypa undan ís.
Bar hann að honum með mÍKlum
hraða. Sagði einn skipverja að þeir
hefðu aðeins sjeð tíl hans, áður en
þeir fóru niður tíl máltíðar; en er
þeir komu upp aftur, höfðu þeir
naumast tíma til að ná inn vörp-
unni. Bjóst hann við, að ísinn mundi
jafnvel vera orðinn landfastur nú..
Hann kvað þessá spöng hafa verið
svo stóra, að út yfir hana hefði ekki
sjeð. Á öðrum stað hjer í blaðinu er
sagt frá ísfregnum frá Isafirði.
Símslit hafa orðið víða í norðan
veðri því, er gerði í fyrrakvöld. I
gær síðd. náði stöðin hjer engu tal-
sambandi við ísafjörð, en skeytasam-
band náðist. Ekkert samhand var við
Akureyri, en til Sauðárkróks náðist.
Hjer austur um sveitir kofnst ýmis-
konar ruglingur á línurnar, og einnig
var sambandslaust við Keflavík og
fleiri stöðvar suður með sjó.
Mikið frost var um land alt í gær,
en líkt víða; hjer var það 14 stig.
Stórhríð var á Norðurlandi í gær,
versti bylur.
í
Togararnir. Af veiðum komu í gær
pórólfur og Kári Sölmundarson, og
Hilmir frá Englandi. Á veiðar fóru
Menja og Glaður.
Kæran, sem getið var um hjer fyr-
ir skömmu, að fram væri komin gegn
manni einum fyrir kynvillingshátt o.
fl., hefir nú verið fengin í hendur
dómstólunum. Maðurinn, sem. í hlut
á, og kærður er fyrir þetta og ómann-
úðlega meðferð á sjúklingum, sem
hann hefir haft undir höndum, hefir
verið settur í gætsluvarðhald. Að
öðru Ieyti er ekki kunnugt um málið.
Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur
og fyrv. yfirkennari Mentaskólans,
var 27. iþ. m. boðinn á samkomu, sem
nemendur skólans hjeldu í hátíða-
salnum í kveðju- og virðingarskyni
við hann. En hann hefir nú, eins og
kunnugt er, látið af kenslu, þar sem
Alþingi hefir sett hann til þess að
fást við fræðistörf isín og rannsóknir
eingöngu, sem hann undanfarið hef-
ir rekið jafnframt kenslu sinni af
miklum dugnaði og sjerfræðigr. sinni
og íslenskum sjávarútvegsmálum til
mikils gagns. Á þessari skólasam-
komu afhenti inspector scolae Guðni
Jónsson B. S. mjög vandaðan göngu-
staf, búinn gulli og fílabeini, með
útskurði eftir Ríkarð Jónsson. palck-
aði hann B. S. fyrir starf hans við
skólann; en hann þakkaði gjöfina
með ræðu, og» árnaði skólanum alls
gengis og nemendum hans. Áður í
haust höfðu kennarar skólans haldið
B. S. kveðjusamsæti. Bjarni var í
tölu allra bestu kennara skólans,
fjölfróður og iskemtinn og samvisku-
samur með afbrigðum, en jafnframt
oft eftirgangssamur við nemendur,
en þótti þó ávalt í þeirra„hóp rjett-
dæminn og sanngjarn og góðviljaður
ýmsu fjelagslífi þeirra.
Alþingi. í gær var í Ed. rætt um
niðurlagning fræðslumálastjóra em-
bættisins og málinu vísað til nefnd-
ar. í Nd. urðu umr. aðallega um af-
nám embættanna í hagnýtri sálar-
fræði og klassiskum fræðum og nokk-
uð einnig um afnám hundahalds.
Öllum málum var vísað til nefnda.
Með afnámi emb. Guðm. Finnboga-
sonar talaði Jörundur Brynjólfsson,
en Bjarni frá Vogi á móti; en með
afnámi embættis Bjama Jónssonar
talaði Tryggvi pórhallsson, en á móti
Sig. Eggerz. Ástæður voru flestar
þær sömu og áður hafá verið raktar
og komið hafa fram við fyrri umr.
málsins. Nokkuð urðu umræður þó
snarpar; kölluðu ræðumenn hvor ann-
an ■ skepnur, eða tilraunaskepnur, og
sögðu hvor um annan, að þeir kynnu
enga mannasiði o. fl. slíkt. Málum
þessum var vísað til allsherjarnefnd-
ar; en Ásg. Ásgeirsson vildi láta
vísa þeim til mentamálanefndar. Síð-
ast á dagskránni var, hvernig ræða
skyldi þingsál. till. um frestun á
framkvæmd laga um eftirlitsmann
með bönkum og sparisjóðum. Magnús
Torfason spurði hvort ekki væri bú-
ið að veita þetta starf, en var ekki
isvarað, og ein umræða ákveðin um
tillöguna.
i
Stjórnarskifti eru sögð rjett óorð-
in, og ætli istjórnin að segja af sjer.
K. R. fjelagar. Vitjið aðgöngumíða
að dansleiknum fyrir kl. 6^e. h.
Dagskrá Ed. laugard. 1. márs kl.
1 miðd.: Frv. til laga um nauðasamn-
inga; 1; umr. Nd. 1) Frv. til 1. um
gjald ■ af hálfu lyfsala vegna kostn-
aðar við eftirlit með lyfjahúðunum
o. fl. 2) um breytingu á 1. nr. 62, 27.
júní 1921, um einkasölu á áfengi; 1.
umr. 3) um breytingu á 1. nr. 29, 20!
júpí 1923, um ’atvinnu við vjelgætslu
á ísl. mótorskipum; 1. umr. 4) um
heimild fyrir ríkisstjórnina til þess
að innheimta ýmsa tolla og gjöld
með 25 % gengisviðauka; 1. umr.
5) um brunatryggingar í Rvík; 1.
umr. 6) um ákvörðun vinnutíma á
skrifstofum ríkisins; 1. umr. 7) um
löggilding verslunarstaðar í Hindis-
vík á Vatnsnesi við Húnaflóa; 1.
umr. 8) um breyting á I. nr. 50, 20.
júní 1923, um atkvæðagreiðslu utan
kjörstaða við alþ.kosningar; 1. umr.
9) Tillaga til þáí. um prófessor^em-
bættið í bókmentasögu við háskól-
ann; hvernig ræða skuli.
\
Átrúnaður Egils Skallagrímssonar.
bbbhbmebb
Erindi próf. Sigurðar Nordals um
þetta ,efni á sunnudaginn er síðast
leið var svo fjölsóttur, að húsrúmið
nægði hvergi nærri og fjöldi varð
frá að hverfa. Nú verður fyrirlestur-
inn endurtekinn á morgun kl. 2 í
Nýja Bíó; og eftir því sem af honum
var sagt, má búast við að aðsókn
verði nú engu minni.
aði vikuna sem leið um 393 niðui;
í 56298. 1 fyrra um sama leytí
voru 63700 og í hittifyrra 102300
manns.
Um höfnina í Kaupmannahöfu
hafa síðastliðið ár farið 4,9 miljón.
smálestir af vörum, en árið 1922
var flutt um höfnina 3,9 mjljón
smálestir. Tala aðkominna skipa.
Hadda Padda. pað er að vissu leyti, var’ 15740, að smálestatölu ^ 4,5
eftirte’ktarverður viðburður í íslenskri j nettó-smálestir en var arið áðup
kvikmyndasögu, sem gerist í kvöld. 13765 með 3,8 miljón smálest*
pá verður sýnd á Nýja Bíó fyrsta! stærð samtals. — Tala útfarinna
myndin, sem fslendingur liefir stjórn- skipa var 16898 með 4,5 nailjón
ao töku á: Hadda. Padda, efJr Guðm. smálesta stærð nettó, en árið aður
Kamban. Myndin var tekin hjer í yoru tilsvarandi töhu. 13765 0g 3,0
fyrrasumar, það er að segja, úti- j
myndirnar állar, en innimyndir í
Khöfn nú í haust. Mest af útimynd-
1 miljón smálestir.
únum er tekið austur í
við Bleiksárgljúfur og í
Fljótshlíð,
Pórsmörk,
en nokkuð hjer í nágrenninu. Eru
fieine þýöingar.
afbragðs |
III.
Árin koma’ og kveðja,
hver kynslóð af a.nnari fer
landslagsmyndirnar sumar
fagrar.
Eins og kunnugt er, hefir Kamb-1
an verið leikstjóri við Folketeatret , .
... .. , til grafar, •—en aldrei deyr astin,
siðustu vetur. Við kvikmyndir hetir
hann ekki fengist fyr en nú; en sem e- 1 híarta ber'
myndin ber þess merki, að hann er
gæddur góðum leikstjórahæfileikum. Ó, fengi’ jeg enn, fagra, að sjá þifr
í kvikmyndagerð vill hann hefja að fótum þjer leggja rúig,
nýja stefnu, einkum í þá átt að hefja og drúpandi, deyjandi segja:
hókmentalegt giidi myndanna og gera „Drotning, jeg elska þig!“
þær að sannari spegli efnisins, en
verið hefir rann á. Má sjá merki;
þessarar stefnu á „Höddu Pöddu'
IV.
Aðalhlutverk leiksins er í höndum
Á vöngum þjer, vina kæra,
vor hefir numið land,
V.
tveggja ágætis. ieikara, frú Clörn
,, , ., , ,. , , , en veturinn hefir hjarta þitt
Pontoppidan, sem tahn er besta leik- J r
kona Dana nú á tímum, og Svend ^nept í klakaband.
Methling, sem undanfarin ár hefir
verið leikari við kgl. Ieikhúsið í Khöfn En þetta mun hráðum breytast,
og þykir með efnilegustu leikurum í harnið mitt, trúðu mjer:
Ðanmörku. priðja aðalhlutverkið leik- Á vÖngum þínum mun vetur
ur Alice Frederiksen. Hafa þau öll en vor í hjarta þjer.
sjest hjer áður í kvikmyndum; frú
Pontoppidan og Methling t. d. í „Der!
var en Gang“. Eini íslenski íeik-
andinn í myndinni er frú Guðrún
Indriðadóttir, sem leikur grasakon-
uúa, og er sá þáttur myndarinnar mantnn mtbt shýja>
tekinn í pórsmörk. pá er í hópi mararbárur hvisia saman:
leikenda ein kona. sem mörgum manni
mun þykja fróðlegt að sjá, frú Inge- „Maðurinn þarna, er hann óður
borg Sigurjónsson, ekkja Jóhanns eða helst til mikið skotinnf
Sigurjónssonar skálds. Hefir hún aldr Ýmist hlær hann eða grætur,
ei leikið í kvikmyndum áður, en leik- ýraist grætur eða hlær hann.“
ur þarna dálítið hlutverk.
Fram við sævar stilta ströndu
stendur nótt í rökkur hjúpi;
húsið hjer brann til kaldra kola i
, ' En hinni fróði, föli máni
Ísafirðí, 29. fehr. FB. Fangahúsið „ „ .... ,.
faðmar oldur, hlær og segir:
„Harn er ástfanginn og óður,
sem verst er, — skáld í tilbot
Guðni JónssoB-
--------o---------
Akureyri, 29. febr. FB. Hjer hefir j
verið hlindhríð með hörkufrosti síð-
an í gær. Einn maður hefir láf.ist
nótt. Einn maður bnann inni, Björn
Kristjánsson að nafni, 17 ára gam- j
,all.
hjer úr taugaveiki, Lúðvík Sveins-
son að nafni, unglings maður. Ný-
lega er látinn hjer úr krabbameini
Kristín Eggertsdóttir, Veitingakona
á Hótel Oddeyri, eftir langa van-
heilsu. Yar hún bæjarfulltrúi um eitt
skeið.
Vík, 29. febr. FB. Námsskeið hafa
verið haldin hjer undanfarið, mat-
reiðslunámsskeið í 2 mánuði og fata-
saumsnámsskeið í 3, og er þeim nú
báðum lokið. Ennfremur er útrunn-
inn kenslutími unglingaskólans hjer.
Sýslufundur V.-Skaftfellinga verður
haldinn 9. mars og næstu daga. Hjer
hefir verið blíðviðri undanfarið, en
í nótt brá til norðan áttar, og var
13 stiga kuldi hjer í morgun.
FRÁ DANMÖRKU.
Rvík 27. febr,
Málmforði pjóSbankans danska
nam 23. febrúar 53,7% af ySeðhim
í umferð, en í vikunni áðnr
51,8%.
Atvinnulausum mönnum fækk-
frá Fossá.
Forlagatafl
fossanna afl
í freyðandi straumkasti sýuIf'
Seni foss-straumur er
fullhugi hver,
er fallinu aldregi týnir.
Fossanna þrótt
og framstranma gnótt
forsjónin veitti þjer nngum
Andstreymis björg
braustu hjer mörg,
og byltir oft helsteinum W
Mannlífsins strá
margsinnis frá
meinnm og kvölum iþú ley3hr'
Á starfa þínis tíð,
í stormi og hríð ^
•á styrk þinn og guð þú Veys
Leitaði mær,
ljúf systir kær
lausnar frá isjúkdóms hel*1'
Hennar jeg þjer
þakklæti ber;
ft®
frá þjáningum gafstu henm
Kjartan J. GislasnJ1
frá MosfeÚ1'
ilðí'