Morgunblaðið - 29.03.1924, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1924, Blaðsíða 2
MORGUN BLABIB Hðfum fyrirliggjandi: Palmin „Eldabuska<(, Hrísgrjón, Haframjöl, Hveiti, 4 tegunðir, Hrísmjöl, r Strausykur, Kandís, Kaffibætir. Blandaða hænsnafóðrið kamifl aftur. Snuið við ef þjer fáið ekki LUGANA fyrir, að gengið lækkaði frekar en orðið er. pað sýnist vera sjálfsögð skylda ríkisvaldsins að taka í taumana í þessu efni, og þess vegna er frv. þetta fram komið. Hvort ráðstaf- anir þær, sem frv. ætlast til að gerðar verði, koma að fullu gagni einar út af fyrir sig, kann að vera vafasamt; en þá er að gera frekari ráðstafanir, ef ástæða þykir til. En hvað sem því líður, þá tjá'r ebki lengur afskiftaleysi þingsins af þessu máli. Eimskipafj elagið. í Nd. er framkomið frv. lun Eimskipaf jelagið. Frv. flytja: Björn Líndal, Sigurjón Jónsson, Jörundur Brynjólfson, Bernharð Stefánsson, Benedikt Sveinsson, Tj-yggvi póhallsson, Jón A. Jóns- son, Asgeir Asgeirsson og Arni Jónsson. í frv. segir svo: Eimskipaf jelag íslands h.f. skal vera undanþegið tekju- og eignasskatti og sveitar- ntsvari árin 1924 til 1928, að báð- lun meðtöldum. Lög þessi öðlast þegar gildi. í stuttri greinargerð segir svo: pað þykir nauðsyn að veita Eimskipafjelaginu ívilnun þessa, vegna erfiðleika þeirraum greiðslur á erlendum lánum fje- lagsins, sem gengislækkun hins íal gjaldeyris bakar fjelaginu, og vegna þeirrar óhægu aðstöðu, sem fjelagið hefir í samkepni við þau hin erlendu fjelög, sem geta látið sjer nægja að sigla á arðvænleg- ustu viðkomustaðina einungis. ROdsstarfrækslan. 1 Ed. flytur fjárveitinganefnd svo hljóðandi þingsályktunartill.: Efri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að taka til rækilegrar yfirvegunar, hversu spara megi útgjöld ríkissjóðs við starfrækslu í hinum ýmsu grein- um ríkisrekstrarins, svo sem í um- boðs- og dómsmálum, heilbrigðis- málum, kirkju- og kenslumálum og samgöngumálum. Telur deildin æskilegt, að stjórnin neyti til þessa aðstoðar nefndar eða nefnda, og væntir hún, að það geti orðið án nokkurs verulegs kostnaðar fyrir ríkissjóð. Barnakennarar. Eins og fyr er frá sagt, kom í Nd. fram frv. um breyting á lög- um frá 1919, um skipun barna- kennara og laun þeirra. Var þar gert ráð fyrir því, að sveitar- og bæjarfjolög tækju einnig á sínar hendur launabætur barnakennai*a vegna þjónustualdurs og dýrtíðar- uppbót, sem ríkissjóður greiðir nú. Framsögum. fjárveitingan. áætlaði þetta um 100 þús. kr. alls. Mentamálanefnd, sem málið hafði þaft til meðferðar, klofnaði. Meiri hl. (M. J., Sigurj J. og Ásg Ásg.), gat ekki fallist á þetta; lagði tíl, að frv. yrði felt. En minni hlutihn (Bernh. St., Jón Kjart.), mæltu með frv. í aðalatriðunum. Eftir nokkrar umr. 28. mars fór svo, að frv. var samþykt. Fjármálaráðherra talar um fjár- haginn. Við 2. umr. (29. mars) í Ncl. um bráðabirgðaverðtoll af nokkrum vöruteguudum (20 af hundr.), flntti fjármálaráðherra Jón por- jáksson ítarlega ræðu um fjár- hagsástand ríkissjóðs nú, þegar hann hefir tekið við fjármála- ‘stjórninni. Rakti hann skuldir ríkissjóðs í öllum aðalatriðum og sundurlið- aði þær. En meginliðirnir eruþess- ir: Eftirstöðvar danskra lána 7 rnilj. 560 þús. kr. (danskar). Bráðabirgðalán hjá Landsbankan- um 800 þús. kr. (danskar). Eftir- stöðvar enska lánsins tæp 129 þús pund. Bráðabirgðarlán hjá Landsbankanum tæp 13 þús. pd. .pessi lán í erlendum gjaldeyri nema alls, miðað við nú verandi ^eugi ísl. kr. 15 milj. 17 þús. kr. Innlendu lánin taldi ráðherr- ann alls um 7% milj. kr., þar á meðal ýms bráðab.lán, sem ekki standa á landsreikningnum enn- þá. Meðal þessa eru 240 þús. kr. hlaupareikningslán hjá Islands- banka, 7 lán hjá Landsbankanum, 812 þús. kr.; úr Landhelgissjóði 840 þús. kr., bráðabirgðalán úr Kirkjujarðasjóði 120 þús. kr. og úr Viðlagasjóði 160 þús. kr. Allar þessar skuldir, erl. og inn- lendar, sem nú hafa verið greind- ar, taldi ráðherrann um 22 milj. 340 þús. kr. ísl., þar af beínar lausar skuldir um 3 milj. 700 þús. kr., þar af ca. iy2 milj. kr. í erl. gjaldeyri; Auk þessa taldi svo ráðh. að ótaldir mundu vera ýms- ir smærri liðir, sem ekki hefði verið unt áð ná til nákvæmlega pú. Ennfremur taldi hann að gera þyrfti ráð fyrir ýmsum liðum öðr- um, sem hafa mundu mikil áhrif á þetta og bersýnilegt væri að voii' frpecom $Son % -o Oporf-’ k j e x Umboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaaran. þyrfti að greiða að meira eða minna leyti. Af slíkum umfram- greiðslum benti ráðherrann t. d. á gjöld til berklavarna, til strand- gætslu að nokkru leyti, þó ekki mundi annars hægt að auka hana (nu, eins og máske væri annars þörf á, og sanngirni mælti með. Hins vegar væri gert ráð fyrir því, að fella niður ýmsa útgjalda- liði á yfirstandandi ári, svo sem pa. 100 þús. kr. til vega, 200 þús. kr. til síma og fl., sennilega alls pg alls um 400 þús. lcr. En þetta taldi ráðherrann þó að ganga mundi í sjálft sig vegna óumflýj- gnlegra umframgreiðsla á 7. gr. fjárlaganna (lánin), þar sem gert yæri ráð fyrir 2 milj. og 40 þús kr., en mundi, eftir núverandi gengi, verða 2 milj. og 400 þús. kr. pó sagði ráðherrann að stjórn- jn mundi gæta þess stranglega að umframgreiðslur á árinu yrði eins lágar og með nokkra móti yrði unt. Af öllu þessu taldi ráðherrann það bersýnilegt, að þær ráðstaf- anir, sem þegar hefðu verið gerð- ar. svo sem um 25% gengisálagn- ingu, væru ekki nægar, og þyrfti því að grípa til nýrra ráða, og eitt þeirra væri frv., sem nú lægi fyrir. I Við þetta bættist svo ennfrem- iir það, að óhjákvæmilegt mundi reynast að greiða á árinu eitthvað af lausu skuldunum, og ennfrem- ur hvíldu á ríkissjóði ýmsir aðrir liðir, sem hann liefði enn ekki talið. Mintist hann þar sjerstak- lega á ábyrgð ríkissjóðs fyrir hafnarbætur í Vestmannaeyjum. En það fyrirtæki hefði verið rekið þannig, að verktakinn, Monberg, hefði gefið út víxla, sem bæjar- sjóður Vestmannaeyja samþykti, eri landssjóður væri ábekingur á. TJpphæð þessi mundi nú alls nerna 834 þús. kr. Hefði forsætisráðh. S. E. samið um afborgun á þessu á 5 árum og 6% vöxtu. Fyrsta afborgun af þessu átti að falla 1. apríl og kvaðst ráðherrann hafa símað til Vestmannaeyja um það, að þeir reyndu að standa í skilum um þetta. Loks sagði ráðherra, að sjóður ríkisins mætti nú, þegar hann tæki við. heita alt að því tómur. Venju- lega væri þar til upphaið, sem næði til tveggja daga meðál- g'reiðslu, en daglegar meðalgreiðsl ur ríkissjóðs- væru 30 þús. kr. Kvaðst ráðherra telja það fyrstu skyldu sína að skýra þinginu frá þessu öllu, til þess að það hefði sæmilegan, ábyggilegan grundvöll á að byggja og gæti gert hinar bestu ráðstafanir til úrlausnar, og sagðist ráðherra vænta góðrar samvinnu við þingið um þetta og vona, að ágreiningur milli manna og flokka um hin smærri auka- arriðin, mætti hverfa sem mest Bókhaid. Vil taka að mjer að sjá uitt bókhald og innheimtu, hjer á skrifstofunnii fyrir ákvæðisverð á mánuði. Leifur Sigurðsson endupskoðandi. Skrifstofa í Eimskipafjelagshúsinu 3. hsed. fyrir aðalatriðinn: — knýjandi þíirf ríkissjóðsins fyrir auknar tekjur og þar með sameiginlegri tilraun til fjárhagsviðreisnar þjóðarinnar. -------o------- fieilsuhæUsfjeiagiö. Eftir Magnús Pjetursson. Framh. 1 síðasta miðvikudagsblaði gerði jeg ráð fyrir að benda á nokkur atriði, sem þurfa að komast til framkvæmda, sem allra fyrst, og lúta að berklavörnum. Skal jeg því telja upp fáein af þeim. Heimili fyrir berklaveika. Jeg veit ekki hvort almenning- nr veit, hversu afskaplega örðugt er að koma berklaveikum sjúkl- ingum á heilsuhælið eða sjúkra- húsin. peir verða mjög oft að bíða. vikum saman og stundum mánuð- um saman frá því ákveðið er að þeir þurfi á slíkar stofnanir, uns þeir 'komast þangað. Mikið tjón getur af þessu hlotist, bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og aðra, því að raargir eru smitandi og hættu- legir öðrum, einkum, þá börnun- nm, en að þessu mnn jeg síðar víkja. Sjálfsagt er þetta mikið því að konna að okkur vantar spítala, vantar landsspítalann, ef til vill fleiri heilsuhælisrúm og fle:ri sjúkrahúsrúm út um landið. En það liggja fleiri orsakir t:l þess- ara vandræða. Og þá er það sú ástæða, sem jeg vil henda á, að á Heilsuhæliuu á Vífilsstöðum og sjúkrahúsum er oft taisvert af sjú'klingum sem alls ekki eiga að vera þar eða hafa þörf fyrir að vera þar. pessar stofnanir geta ekki losnað aftur við suma af sjúklingunum, sem þó einskis hafa að vænta frekar af vern sinni þarna- petta fólk er þó ekki full- vinnandi, má máske sem ekkert gera. Oetur ekki unnið fyrir sjc-r. En þo það eða aðrir vilji íitvega því góðan samastað, þá er það sjaldan luit. pað vill helst engin hafa það, enda mundi það þá oft- ast verða að leifa til sinnar sveit- ar um hjálp, því lögin gera ekki ráð fyrir að ríkissjóður hjá.lpi eftir burtför af sjúkrahúsi, eða heilsuhæli. En þetta að þurfa að leita á náðir sinnars veitar, þykir mörgum alveg frágangssök. pað gengur nefnilega svo afarilla að láta fólki skiljast að samkvæmt hmum nýju herklavarnalögum má ekki telja þann styrk fátækra- styrk, sem berklaveikur sjúkling- ur nýtur, ef hann hefir orðið styrkþurfi vegna sjúkdómsins. — Hreppsnefndir og bæjarstjórn’r munu líka gera sitt til þess að látast ekki kannast við þetta á- kvæði. Með því ár eftir ár, a& hafa hóp af fólki, sem ekki þarf þar að vera, verða Heilsuhælið og sjúkrahúsin ekki að tilætluðum notum. pau hætta þá að svara köllun sinni. í stað þess að vera lækninga- stofnanir fyrir hina þurfándi sjúku verða þau áð nokkru leyti aðeins nokknrskonar ókeypis gisti- liús. Fyrir þetta verða svo þeir að bíða sem bráð þörf og ef til vill lífsnauðsyn er á að komast htim- an að. Við þurfum því nauðsynlega að fá sem allra fyrst heimili fyrir fólk af þessu tagi, nokkurskonar gistihús nokkuð hliðstætt við gam- almennahæli. Að vísu má bafa þetta með ýmsu sniði og er ekki tilætlun mín að fara út í þá sálma. Slíkt fyrirtæki, sem þetta ætti elcki að þurfa nein ósköp til þess að koma af stað og í rekstri ætti það að verða ódýrt. Hjer væri því ágætt verkefni, og Inefilegt áhuga- sömum fjelagsskap að beita sjer .fyrir, ásamt öðru meira. Undirbiming þyrfti þetta mál ekki mikinn, því sennilega yrði ekki fyj'irhafnarmikið að fá hent- ugt hús keypt eða leigt. En ef vel H'Jti að vefa ættu í þessu húsi ekki aðeins að búa einhleypir menn heldnr ættu einnig að vera þar íbúðir fyrir fjölskyldur. Eða þá sj.erstakt hús aðeins fyrir berkla- veikar fjölskyldur. Eitt af því. átakanlegasta, sem f.vrir oss lækna hjer í Reykjnvík kemur og lýtur að þessum málum, er að koma í íbúðir þær' sem snmt berklaveikt fólk býr í; fjöiskyldur þar sem fleiri eða færri hafa berklavei'ki, en geta þó að nolckru eoa öllu levti unnið fyrir sjer svo að alt situr heima. Oft er reynt að bæta úr þessu með því að útvega betri híbýli, en það tekst örsjaldan. Hjer þyrftu því að vera nokkrar íbúðir, sem til þess eins væru ætlaðar að leigja þær berklaveiktun fjölskyldum, sem virtust tortímingunni ofur- seldar í rakakytrum þeim, er vart geta talist hæfar til mannabú- staðar. Að rjettu lagi ætti bærinn að eiga eitt hús fyrir t. d. 3—4 fjölskýldur, er eingöngu mætti nota í þessu skyni ,en jeg geri ráð' fyrir að fljótar yrði því komið í kring ef starfandi fjelagsskapui"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.