Morgunblaðið - 01.05.1924, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.05.1924, Qupperneq 3
MORGUJNBfcAlI* MORGUNBLAÐIEK Stofnandi: Vilh. Finsen. Útgefandi: Fjelag I Reykjavik. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 5. Simar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bðkhald nr. ílt. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasimar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. ,Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanbæjar og I mfb- grennl kr. 2,00 á mánuSt, innaniands fjær kr. 2,50. f lausasölu 10 aura eint. Sýsiing á islenskum iðnaði. skuldir. Efri deild gerði nokkrar breyt- ingar á fjárlagafrumvarpinu, og miðuðu þær frekar til hækkunar á útgjöldum ríkisins. Hefir áður ver'ð skýrt nákvæmlega frá þessu hjer í blaðinu. Yoru fjárlögin þessvegna send neðri deild aftur til meðfetðar. pann 29. f. m. voru þau til einn- ar umræðu í Nd. Hafði fjárveit- inganefnd lagt til að margir af þeim hækkunarliðum, sem Ed. setti inn, yrðu feldir niður. Framsögumaður fjárveitingar- nefndar, pórarinn á Hjaltabakka, fór nokkrum orðum um þessa liði, og þótti Ed. ekki gæta nægilega þe'rri sjálfsögðu stefnu, að rjetta við fjárhaginn. Brýndi hann Nd. alvarlega að halda fast við til- lögur nefndarinnar, og varaði þingmenn við skuldabagganum, sem nú lægi á ríkissjóði. Mintist pórarinn í því sambandi á að skuldir ríkissjóðs væru að „týnast“, og varaði þingið við því að týna þeim. Pað mundi hefna sín síðar; en það virtist svo sem fyrverandi stjórn hefði „týnt“ sumum þeirra. Pingmenn Nd. voru ekki í nein- um vafa um það, hvað pórarinn átti við með þessu. Fjárlagafrum- varpið sýndi það svo glögt: Fjármálaráðherra Framsóknar hafði „týnt“ vaxtapósti af ínn- lendum lánum, sem nemur um 240 þúsund krónum. Máske verð- ur liður þessi enn 'hærri, en þessi upphæð hefir „fundist.“ Hjer í blaðinu hefir oft verið varað við þeirri hættulegu aðferð við afgreiðslu fjárlaganna, að á- ætla útgjöldin of lágt eða tekj- urnar of hátt. Með því er þingið að svíkja sjálft sig, og svíkja þjóðina. pegar flestir útgjaldalið- ir fjárlaganna eru áætlanir um gjöld, sem verða að greiðast, þá verður bæði stjórn sú, sem býr til f j árlagaf rum varpið og þing það sem afgreiðir þau, að gæta þessa vandlega. pað getur aldrei urðið neinni stjórn tií vegsauka við samning fjárlagafrumvarps að fá fallega útkomu á pappírnum, þegar fyr:rsjáanlegt verður að á- ætlanir hennar istandast hvergi. pað er aðeins blekking við þingið, sem getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir fjárhagsafkomu rík- isins. En meiri blekking verður hitt, ef sumir stórir útgjaldaliðir „týnast“ og það þeir liðir sem þingið getur ekkert vitað um, og hefir því engin tök á að leið- rjetta þá, eða „finna“ aftur. __ pessi vaxtapóstur 240 þúsund kr. hefði vissulega ekki „týnst“ fyr- ir fult og alt, þannig að ríldssjóð- ur losaðist við greiðslu hans. pví smiður mundi hann hafa fundist aftur, þegar að skuldadögunum feom. ' í fyrrakvöld var fundur hald- inn í Iðnaðarmannafjelaginu hjer í bænum, þar sem umræðuefnið var að fjelagið gengist fyrir því að sýning yrði hald'n hjer á þessu vori. Svo er ætlast til, að þar verði til sýnis öll innlend framleiðsla, einkum sú, sem komið getur í staðinn fyrir erlendan varning. Nefnd var kosin til þess, áð leita hófanna meðal framleiðenda fum þátttöku — svo og til þess að hef ja sem fyrst nauðsynlegan und- í irbúning. 1 nefnd þessa voru þeir kosnir: Jón Halldórsson (form.), Björn Björnsson bakari, Árni Sveinsson, Gísli Guðmundsson og Tómas Tómasson. Yjer höifum átt tal við Jón Halldórsson um þetta mál, og getur hann enn ekki sagt néitt með vissu um tilhögunina, hvar sýningin muni verða haldin nje því um líkt. En hann er þess fullviss áð þátttaka í sýningu þessari muni verða mjög almenn, því áhugi sje meiri nú en nokkru sinni áður að leitast við að komast af með það, sem innlent er, í stað þess áð kaupa útlenda vöru. Áformið er að sýning sem þessi verði sem allra almennust og fjöl- breyttust en t'l hennar verði ekki kostað meira en svo, að liægt verði að halda slíkar sýningar ár- lega. Verðlaun verða ekki veitt. Eins og áður hefir verið minst á hjer í blaðinu, hefir „Bandalag kvenna“ starfað að undirbúningi heimJissýningar hjer í surnar. Æskilegt væri að Iðnáðarmann- fjelagsnefndin kæmi sjer svo vel við kvenfólkið að úr þessu gæti orðið e'n sýning, sem yrði öllum aðstandum til sóma, ög íslensku framtaki og framleiðslu smærri og stærri til gagns. Svo er ráð fyrir gert að sýning þessi verði opnuð 17. júní. Mörg fleiri missmíði voru áj frágangi fjárlagafrv. þegar það kom frá fyrv. stjórn. Fjárveitinga- nefndir beggja deilda hafa eftir mætti reynt að laga þær. Sama hefir núverar.di fjármálaráðh rra g.< rt, og skvrði hann frá því í ,\.l. þ, 29. f m., að nu væri liann smámsaman að reka sig á þessi missmíði. pað mætti þessvegna bú-1 ast við því, að ýmsir liðir fjárl. færu fram úr áætlun. Nefndi hann sem dæmi útgjöld til ríkis- ^ fjehirðis, hagstofunnar, því þess- ar stofnanir þyrftu að greiða hærri húsaleigu í þeim nýja stað, Landsbankahúsinu, sem þær væru nú í, en þær hefðu áður þurft að g-’.-iða; t. d. þyrfti ríkisfjehirðir að gi-eiða nú í húsaleigu 190 kr. á mánuði í stað 100 kr. áður. — Nokkur fleiri dæmi nefndi ráð- herrann. Meðan á þessum merkilegu um- ræðum stóð, var Laufásritstjór- inn mjög sneipulegur í útliti. — Hann átti sjálfur sæti í fjárveit- inganefnd Nd. og varð að leið- rjetta „týndu skuldimar,“ sem pórarinn nefndi. Hvernig skyldi þessi sannsögli ritstjóri skýra lesendum sínum frá öllu þessu, — verður gaman að sjá það. En hvað sem því líður, vonum vjer að núverandi fjármálaráð- herra finni ekki meira af þessum „týndu skuldum“. áð pýskaland verði að realisera ákvarðanir sjerfræðinganna áður en bandamenn breyti stjómarfyrt irkomulag'nu í Ruhr, en Pýska- land álítur aftur á móti að skil- yrðið fyrir því að uppástunga sjerfræðinganna komist í fram- kvæmd, sje að bandamenn hætti starfrækslu í Ruhr. í París er álit- ið að Frakkar og Belgir geti engu siept, fyr en þeir hafi fullvissu fyrir því, að pýskaland hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir til fram- kvæmda, á fyrirmælum sjerfræð- inganna. Jafnskjótt, og rík'sþingið þýska hefir samþykt ráðstafanir þessu viðvíkjandi, tjá Frakkar og Belgir sig reiðubúna að afhenda hin her- numdu hjeruð undir pýska yfir- stjórn. Annað spursmál, sem rætt er um meðal bandamanna er um samþykt, sem Frakkland óskar að fá til framkvæmda á tillögunum þegar í stað, ef svo færi að pýska- land uppfylti ekki skilyrðin; en álitið er, að df frumvarpið um trygging á skuldum sjerfræðing- anna er samþykt í London og Briissel, múni bandamönnum loks koma saman. J ordan. vera um borð í ýmsum enskum togurum, sem stunda veiðar við Færeyjar og ísland. „I)ana“ og „Explorer“ rannsaka fyrst hafið milli Skotlands og Færeyja og fer hvert þeirra þrisvar yfir þver- an Golfstrauminn á þeim slóðum. Síðan ætlar „Dana“ að flvtja humra frá Orkneyjum og setja þá í firðina við Færeyjar. Við ísland verður starfað mánuðina júní og júlí og meðal annars rannsakað hvort svartaspraka (Hellefisk), sje í kalda hafinu fyrir norðan ísland. Starfinu lýk- ur við Færeyjar í ágúst. Dr. Schmidt dregur verkefnið þannig saman í stuttu máli: Tilgangurinn er sá, að fá hagnýta og vísinda- lega fulla skýringu á því, hvar helstu fiskitegundir halda sig á ýmsum árstíðum og mismunandi þroskastigi. Með því að rannsóknir þessar eru afar þýðingarmiklar fyrir sjá- varútveginn íslenska og að verkið er unnið án nokkurra framlaga frá Islands hálfu hefir stjórnin hjer lagt fyrir lögreglustjóra, að heimta ekki nein skipsgjöld þar sem það kemUr í höfn hjer á landi. Ennfremur hefir stjórnin veitt skipinu fullan rjett til þess að veiða í landhelgi og gera þar at- huganir. ar þekk’r engar torfærur og leik^ ur sjer að erfiðustu viðfangsefn- um, hiín er óvenjulega þróttmikil, skír éins og sólargeislar og skær eins og hörpuhljómar. petta var söngur! Sje nokkur söngur full- kominn er það söngur frk. Gran- felt. Hún te'kur meistaratöloim á öllu. L'st hennar gengur manni að hjarta og fyllir mann unaði.“ Hanna Granfelt stendur hjer aðeins stutt við og heldur þyí ekki nema fáa hljómleika. Má fullyrða, að þar fái hljómlistar- vinir góða skemutn. II Formaður Fiskifjelags íslands. MnmMf Dp. Is. Sii £77. stmfregnit París, 28. apríl. Skaðabótamálið. Sakir mismunandi skilnings hjá bandamönnum á framkvæmdum á uppástungum sjerfræðinganefnd- arinnar, var belgíska stjórnin frumkvöðull að því, að beinar við- ræður ættu sjer stað milli forsæt- isráðherranna. Fyrsti fundurmilli Thennis og Pomcaré var í gær í París, og kom eingöngu í Ijós skoðanamunur um leiðina til að framkvæma uppástungu sjerfræð- inganna, en óskiftar skoðanir um sjálf grundvallaratrið'n, að fram- kvæma uppástungurnar. Frakk- neska og belgiska stjórnin eru sjerstaklega samhuga um að álíta Um för dr. Schmidt norður í höf barst sendiherra Dana svolátandi skeyti fyrir stuttu: Morgunblöðin flytja dálkalang- ar gre'nar, með viðtölum við dr. Johannes Schmidt, fyrir burtför „Dana“-leiðangursins í dag. Dr. Schmidt leggur áherslu á, að Bjarni Sæmundsson hafi veitt undanförnum rannsóknarferðum ágæta aðstoð, og hafi þá fengist [ yfirlit yfir rannsóknarefnið, en nú eigi að athuga einstök atriði þess. Nýjar. rannsóknir eru þegar byrj- aðar, þareð „Fylla“ og „Beskytt- eren“ vinna ýms undirbúnings- verk. „Dana“ hefir með höndum Danmerkur hluta af starf'nu en að auki starfa að rannsóknunum frönsk herskip, skotska rann- sóknaskipið „Explorer“ og ef til vill norska hafrannsóknaskipið „Armauer Hansen“ og ennfremur' verði enskir athugendur látnir — Nú eíftir mánaðamótin er væntanleg hingað söngkonan Hanna Granfelt. Er hún finsk að ætt en hefir sungið víða um lönd hin síðari árin og meðal annars haft fast starf við óperuna í Ber- lín undanfarna vetur og sungið þar aðalhlutverk. Með henni kem- ur norskur slaghörpuleikari, frú Signe Bonnevie viðurkend lista- kona í sinni grein. Hanna Granfelt hefir mentast í söng í pýskalandi og Frakk- landi. Hefir hún frábæra rödd og fer óviðjafnanlega vel með hlutverk sín og er fyrir löngu við- urkend sem fyrsta flokks óperu- söngkona. Hún hefir sungið í söngleikahúsum í Frakklandi og þó einkum í pýskalandi, við hin ágætaista orðstír. Einkum syngur hún lilutverk í söngleikjum Wagn- ers, en þó jafnframt í söngleik- um annara tónskálda. Hljómleika hefir hún haldið víða um lönd og hlotið mesta lof fyrir. í þessum mánuði hefir Hanna Granfelt haldið hljómleika í Lund- únum. Var hún ein þeirra, sem ljet til sín heyra á Norðurlanda- hljómleikunum í Queens Hall í London í fyrravor, og voru um- mæli blaðanna um söng hennar þar ágæt. Eftirfarandi ummæli norsks blaðs um hljómleika, sem hún söng einsöng á, gefa nokkra hug- mynd um hæfileika þessarar söng- konu: — . — „Hún hefir töfrandi rödd og yfir allri meðferð hennar er innilegur unaðsblær, sem hrífur áheyrandann. Leikni hennar í hinum tveimur aríum, sem hún söng eftir gamla meistarann Bell- ini, var frábær.“ Og í öðru blaði segir svo um sömu hljómleika: „Hrifningin yfir hinum fagra söng Hönnu Gran- felt var takmarkalaus. Rödd henn- Hefði hr. Kristján Bergsson ei|ri verið formaður Fiskifjelags Fsl„ mundi jeg annáðhvort alls eigi! hafa svarað hinni „ítarlegu e® ' gagnorðu' ‘ *) skamma.grein ha*e í Mbl. (15. og 17. þ. m.), eðá | svarað henni í sama tón og andb*. t Hefir sú freisting sjaldan legíi! mjer eins nærri, enda tilefnil óvenjuvel upp í hendur lagt. Há. mjer þótti það með öllu ósæiö'i- legt í alvarlegu og mikilvæg* málefni. par er það skylda alír» sæmilegra. manna — og þá fyrst og fremst þeirra, sem eru 5 ábyrgðarstöðum — að koma frafl*. með fullum drengskap, ræða opih- ber mál með alvöru og festu og fullum rökum, hvort sem metú» geta átt skoðanasamleið eða eigá. Að þessu sinni ætla jeg því cigi að svara hr. Kr. B., heldur fom*. Fiskifjelags íslands, með þeirti virðingu og kurteisi, sem stöð» hans ber. Sjálfur á hr. Kr. B.- engan snefil tilkalls til hvorugs þessa, ef dæma á eftir þessafi „Jómfrúarræðu“ hansíhinu nýja. embætti. Og aðra viðkynningm hefi jeg alls enga af honum. pað er annars furðulegt, hve margir góðir drengir, er hags- muna hafa að gæta í því máB, sem hjer er deilt um, hafa látil ákafa og hita hverfa sjer svo sýn, að skyggir algerlega á allam drengskap og sanngirni, þar setti einmitt er full þörf á hvort- tveggja, >ef vel á að rætast ftt vöndu máli! i Mjer dettur alls eigi í hug, og hefi aldrei gert það, að ætla mjer áð verja lögbrot og yfirgang j ýmsra norskra síldveiðamanna hjer við land. Er bæði mjer og mörgum mætum Norðmönnua heima fyrir í Noregi fullkunnugt um það, að síldveiðamenn norskir hafa farið býsna langt í þeiM efnum, sumir hverjir, þótt oft hafi verið me'ð góðri aðstoð Is- | lendinga. Er hvorugu bót mæl- andi! Og mun jeg manna. síst gera það! En jeg krefst samk rjettlætis og drengskapar gega norsku þjóð’nni, sem öðrum þjóð- jum — og eigi síður! pjóðum þeim. er einnig eiga hjer við land áræðna lögbrjóta og ófyrirle’tna — t. d. Englendinga og Pjóð- verja -— sem þrásinnis hafa geng- ið svo langt, að lífi og limuít landsmanna, er hafa vildu hendur í hári þeirra, hefir verið hætta búin, og jafnvel orðið mönnunt *) Lofsamleg ummæli „Morguín- blaðsins/ ‘ H. Y.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.