Morgunblaðið - 04.07.1924, Side 2
M0R6UNBLABI1
Ipillur! II
þeis* sesn etga panianir* hjá okkur, eru heðnii*
að witja þeirra stras, þareð birgðirnar eru af mjög skornum
skamti, en efLÍrspurnin mikil.
UPPBOÐ.
Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík og að undangetignu
iögtaki, verða bifreiðarnar: RE 39, RE 47, RE 121 og RE 178, seldar
tii lúkningar greiðslu á bifreiðaskatti, á opinberu uppboði, er hald-
ið verður á Lækjartorgi laugardaginn 12. þ. m. kl. 1 e. h. Söluskil-
málar verða birtir á uppboðsstaSnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 4. júlí 1924.
]óh. Jóhannesson.
SUNDMAGA
Fyrsta flokks. Kaupum við. — Móttöku veitt i vþru-
geymaluhúsi okkar við Tryggvagötu.
Heildversl. Ásgeirs Sigurðsson.
Austurstræti 7. Sími 300.
Dreiiittiii n
Dagana 26.—28. júní var presta-
stefnan haldin í Reykjavík. Hófst
hún með guðsþjónustu í dómkirk-
junni þar sem biskupinn prjedik-
aði, en meirihluti synodusmanna
var til altaris á eftir; dómkirkju-
prestur, sjera Bjami Jónsson,
þjónaði fyrir altari.
Kl. 4 síðdegis byrjuðu fundar-
höldin í fundarsal K. F. U. M.
Voru þá komnir til fundarins 5
prófastar, 16 sóknarprestar, 3
guðfræðikennarar háskólans, 2
uppgjafaprestar og 5 óvígðir
kandídatar í guðfræði. Seinna
bættust í hópinn 1 prófastur, og
5 prestar. Var því synodussókn
nokkru minni að þessu sinni en
undanfarin ár, enda var hún þá
með langmesta móti, sem hún
nokkru sinni hafði verið.
Eftir að biskup hafði sett fund-
inn og kvatt til fundarskrifara þá
sjera Friðrik Rafnar og dosent
Magnús Jónsson, gaf biskup all-
ítarlegt yfirlit yfir viðburði am-
liðins fardagaárs, þá er kirkjana
varða. Mintist hann þar látinna
presta*. þriggja þjónandi (sjera
Bjöms Björnssonar í Laufási, sr.
Oddgeirs Guðmundssonar á Ofan-
leiti og sjera Sigurðar Stefáns-
sonar í Vigur) og fimm uppgjafa-
presta (þeirra prófastanna sjera
Björns Jónssonar í Miklabæ, sjera
Sigurðar Jenssonar í Flatey og
sjera Jóns Halldórssonar á Sauða-
nesi, og þeirra prestanna sjera
Jóns Thorstensen á pingvöllum
Beet
Hálslín
og Bindi
selur
og sr. porsteins Benediktssonar
í Landeyjaþlngum). Einnig mint-
ist biskup tveggja látinna prests-
ekkna, frú Guðrúnar Runólfsdótt-
ur á Akureyri (ekkju sjera Matt-
híasar Jochumssonar) og frú Mar-
grjetar Erlendsdóttur í Laugar-
dölum (ekkju sr. Bjarna Sveins-
sonar á Stafafelli). Loks mintist
hann tveggja látinna eiginkvenna
presta, frú Valgerðar Lárasdóttur
Briern, konu sr. porsteins Briem,
og frú Sigríðar Jónsdóttur, konu
vígslubiskups, herra Geirs Sæ-
mundssonar á Akureyri.
Aðeins tveir prestar hefðu feng-
ið lausn frá prestskap þetta far-
dagaár, þeir sjera Helgi Árnason
í Ólafsfirði eftir 42 ára prestskap,
og dómkirkjuprestur Jóhann por-
kelsson eftir 47 ára prestskap.
Tveir þjónandi prestar hefðu á
árinu orðið júbilprestar, þeir sr.
, Páll próf. Ólafsson í Vatnsfirði
! (vígður 30. ág. 1873) og sjera
Jón porsteinsson á Möðruvöllum
(vígður 3. maí 1874). Tveir prest-
I ar hefðu verið vígðir á árinu
i (kandidatarnir Hálfdán Helgason
i og Ragnar Ófeigsson) og einn pró-,
i fastur skipaður (sr.Árni pórarinss.!
jí Snæf.prfd.). Fimm prestaköll
^hefðu verið veitt og í hið sjötta
I settur prestur í bili þangað til
öðru vísi- yrði ákveðið. pjónandi j
prestar væru í bili 105 og 3 að-!
stoðarprestar, en allar líkur til
að tala hinna fyrnefndu ykist nú
á næstunni um tvo. Sem stæðu
væru 8 prestaköll óveitt, en þeim
mundi áreiðanlega fækka á þessu
sumri.
Tvær steinkirkjur hefðu verið
reistar á árinu, á Brimilsvöllum
og á Kvennabrekku (hin síðar-
nefnda þó enn ekki fullger) og
í sumar stæði til að reisa þrjár
kirkjur (tvær úr steini í Mælifelli
og á Ríp og 1 úr timbri í Odda).
Tvö steinsteypt prestseturshús
hefðu verið reist, á Skeggjastöðum.
og á Dvergasteini.
Enn skýrði biskup frá afskift-1
um alþingis af kirkjulegum mál- j
um, frá yfirreið sinni um Norður- {
ísafjarðar prfd. á næstliðnu sumri
og frá utanför sinni og mintist
kirkjulegra starfsemi hjer innan
lands (t. d. sjómannastofunnar
hjer í Rvík), útkominna rita er
snertu kirkju vora (t. d. Menn
| og mentir Páls próf. Ólafsonar
IIII, rit dr. Arne Möller um „Lof-
söng Islands um 1000 ár.“)
pá skýrði dómkirkjuprestur
Bjarni Jónsson frá bókagjöf ^
stiftaprófasts Martensen-Larsen í ’
Hróarskeldu til íslenskra presta
og sendi prestastefnan gefanda
þakkarskeyti.
pá kom til umræðu skifting
styrktarfjár til uppgjafapresta og
prestsekkna. Var þar skift 9290,00
kr. milli 4 uppgjafapresta og 46
prestsékkna. Loks var skýrt frá
hag prestsekknasjóðsins og reikn-
ingur hans lesinn upp og sam-
þyktur. í sjóði um nýár voru kr.
4-991,74. Var þá slitið fundi.
j Kl. 8Y2 flutti sjera Bjarni Jóns-
son synoduserindi í dómkirkjunni:
„Dr. John Mott, — eitt blað úr
kirkjusögu vorra tíma.“
Föstudag 27. hófst fundur á
ný kl. 9 árdegis með bænaflutn-
ingi og sálmasöng.
Biskup gaf yfirlit yfir messu-
gerðir og altarisgöngur á liðnu'
ári samkvæmt skýrslum presta. |
Messugerðir á sunnu. og helgi- [
dögum höfðu orðið 4092 eða rúm-)
um hundrað fleiri en árið á undan,!
en tala altarisgesta 4768 eða rúm-
um 600 fleiri en árið áður.
pá var skotið á Prestafjelags-
fundi í sambandi við synodus og heldur hljómleika í Nýja Bíó laugardaginn 5. júlí kl. 714 síðdegis.
rædd þar ýmisleg mál eftir að Emil Thoroddsen aðstoðar. Program: Hándel, Mendelsohn o. fl.
gerð hafði verið grein fyrir hag Aðgöngumiðar á kr. 2.50 seldir í bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar
fjelagsins og lagður fram reikn- 0g. bókaversl. fsafoldar.
ingur þess fyrir liðið ár. Var þar
rætt um framhald Prestafjelags-
ritsins, lagðar fram skýrslur um
k'rkjugarða, sem fjelagsstjórnin
hafði útvegað frá prestum og
Safnaðarfundur
fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður halöinn í öag,
4. þessa mánaðar í kirkju safnaðarins og byrjar kl. 8
síðöegis.
Reykjavík 1. júlí 1924.
Safnaðarsíjórnirt.
Eymiindor Einarsson
fiðluleikari.
sóknarprestum, og rædd dýrtíðar-
mál varðandi prestastjett landsins
einkum að því er snertir misrjetti
það er sveitaprestar hafa orðið
fyrir, þar sem þeim eru ætlaðir
aðeins % uppbótar í samanburði
við aðra starfsmenn þjóðfjelags-
ins. Loks var stjórn fjelagsins
endurkosin. Stóðu þessar umræður
til hádegis, og var haldið áfram
á síðdegisfundinum til kk 5.
Pá flutti Halldór Jónsson á
Reynivöllum erindi um kirkju-
söng: Hugsjónir. pakkaði biskup
fyrirlestrarmanni fyrir og fóru
umræður fram á eftir.
Kl. 8 flutti biskup synoduser-
indi í dómkirkjunni: „Hvað er
kristindómur V ‘
Að því loknu dvöldu synodus-
menn heima hjá biskupi fram
undir miðnætti.
Besf að auQÍfjsa í JTlorQunbh
5igne tiljEquist
heldur hljómleika í Nýja Ríó í dag, 4. júlí, klukkan T\/it
síðdegis, með aðstoð ungfrú Doris Á. von Kaulbach.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverslun Isafoldar og Sigfúsar Ey-
mundssonar í dag.
ísafoldarprentsmiðja
leyslr alla prentun vel og sam-
viskusamlega af henai me8 lœgsta
verCi. — Hefir bestu sambönd 1
allskonar papplr sem tll eru. —
Hennar sívaxandi gengi er bestl
mælikvarBinn á hinar miklu vin-
sældir er hfln hefir unniB sjer raeB
áreiCanleik I vlBsklftum og lipurrl
og fljðtri afgreiöslu.
Pnpplrs-, nnMlaga og prentaýnla-
liorn til aýnta á sbrlfstofnnnl. ——
------------gfanl 48.------------
Laugardag 28. júní kl- 93 var
aftur settur fundur með bæna-
flutningi og sálmasöng-
pá flutti sjera Ragnar Ófeigsson
erindi trúarsögnlegs efnis :Buddha
og andastefua hans. Að því loknu
var 10 mínútna hlje.
Pá flutti prófessor S. P. Sívert-
sen erindi um kirkjulíf á Eng-
landi. Pakkaði biskup fyrirlestrar-
mönnum fyrir erindi þeirra, en
umræður fóru engar fram.
Kl. 4y2 fór fram lokafundur
prestastefnunnar a;ð þessu sinni.
Par var á dagskrá: Samband ís-
lensku kirkjunnar við kirkjur
Norðurlanda. Málshefjandi var sr.
Bjami Jónsson. Skýrði hairn frá
prestafundi þeim, er haxm sotti
í Danmörku á næstliðnu ári. Auk
þess bar hann fram tilmæli um,
að hjer yrði stofnuð grein alheims.
fjelagsins til eflingar alþjóðafrið-
ar fyrir tilstilli kirknanna og
skýrði frá starfsemi þess fjelags-
skapar. Ennfremur flutti biskup
kveðju til íslenskrar prestastjett-
ar og kirkju bæði frá Noregi og
Svíþjóð, sem hann hafði verið
beðinn fyrir.
i
pví næst vakti prófastur Kjart-
an Helgason máls á hver þörf
væri orðin á að endprskoða Helgi-
siðabók vora og jafnvel einnig
sálmabókina. Urðu allmiklar um-
ræður um þetta mál og lofaði
biskup að taka sjerstaklega end-
urskoðun handbókarinnar til at-
hugunar fyrir næstu prestastefnu.
pá vakti biskup máls á því, að
á næsta hausti (27. okt.) væru 250
ár liðin dauða Hallgríms Pjet-
urssonar og óskaði að þessa yrði
Jminst á prjedikunarstólunum 19.
sunnud. e. trínitatis (26. okt.).
Sjera Böðvar Bjarnason mintist
alheimsfundar „Faith and order“
á næsta ári og lagði fram lista
til áskriftar fyrir þá, er óskuðu að
fá send rit þau, sem gefin væru
út að tilhlutun þess alheimsfje-
lagskapar.
Loks talaði sjera Friðrik Frið-
riksson nokkur orð að skilnaði og
flutti bæn. Var þá sunginn sálmur
og sagði biskup síðan prestastefn-
unni slitið.