Morgunblaðið - 19.07.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1924, Blaðsíða 4
MQ«GUN Tilkynoingar. —— faa*M ▼»r hlaða beatl faafalá e>r blaða best! faafald Ter8ae blaSa best. -4 rjglýángablað fyrir sveitirnar. Av&ýamgvi ef áttu hjer eiwi sinni géða, . .«Bgin vafi er að hún ber áraagnr sem likar þjer. — ViSskiftL -------------------- Tófuhvolpar, hæst verð, afgr. Al- þýðublaðsins, sími 988, vísar á. Ný fataefal í mikln úrvaiL TilWáin íöt nýsaumuð frá kr. 95,00. P#t af- greidd mjög fljótt. Andrjes AndrjM- son, Laugaveg 3, smi 169. Hreiaar ljenClBtaknr kaupir Isa- foldarprentsmiðja kjssta verði. M«rgan Brothers vina Portvíu (double diamond). Sherry. Madeira, eru viðxtrkend best. Oivanar, borðetofaborö og stólsr, ídýrast og best í Húsgagnaverslau ,'«vbjav$knr. ------ Húsnæíi. -------------- Undirritaðan vantar 2-3 her- bergi og eldhús í góðu húsi, frá 1. okt. Kristinn Ármannsson kenn- I ari. Sími 1405. OisHosio- os HManliaoi í K.hðfn lokad. Skeyti barst hingað til bæjar- ins í gær um það, að Diskonto- og Revisionsbankanum í Khöfn hafi verið lokað í gærmorgun. pegar þetta er ritað, hafa ekki borist nánari símfregnir um tildrög þessa. En hvernig sem þau eru, þykir þetta allmiblum tíðindum sæta, þareð þetta er með stærri bönkum Danmerkur, þótt einir 4 til 5 bankar sjeu þar stærri. Banki þessi er samsteypa úr 2 bönkum, Laane- og Diskontobank- anum og Revisionsbanbanum. Sú samsteypa var gerð fyrir 5 árum. Var Laane- og Diskontobankinn stofnaður 1895, en Revisions bank- inn 1903. Hlutafje þessara banka var 24 milj. hvors um sig, svo bankinn hafði 48 milj. hlntafje 1919. En árið 1922 var banki þessi kominn í svo mikla'r skuldir og erfiða aðstöðu, að hlutabrjef hans stóðu í 77—80% i og seinnipartinn í janúar þ. á- hrapaði gengi hluta- brjefanna svo ört, að almennur skelkur greip þá, sem áttu í banb- anum. Var þá ákveðið að afskrifa hlutafjeð úr 48 miljónum í 22 miljónir; en jafnframt lagði pjóð- bankinn danski 14 miljónir í bankann, usem nýtt íhlutafje, svo nú er hlutafjeð talið 36 milj kr. Enginn arður var útborgaður það ár, en síðan hefir arðnrinn verið 4% af hlutafjenu. Pó pjóðbankinn og aðrir meiri háttar bankar Danmerkur hlypu undlr bagga í hitteðfyrra, og legðu fram fje, til þess að bank- inn gæti haldið áfram störfum, virðist áliti hans og hag heldur hafa farið hnignandi, því undan- farið hefir kaupverð hlutahrjef- anna verið um 56%. Og eru öll líkindi til, að hnignunin hafi ver- ið svo mikil á fjárhagnum, að pjóðbankinn og aðrir bankar, sem veitt hafa stfuðning sinn, hafi sjeð þann kost vænstan, að stöðva útborganir í bráðina — hverra ráða sem síðar kann að verða leitað. Bankastjórn skipa þeir Hassing Jörgensen, fyrv. verslunar- og samgöngnmálaráðh., Jörgen Klerk samgöngumálaráðh.. Jörgen Klerb og I. C. Snndberg. FRÁ DANM#B«:U. (Tilk. frá sendih. Dana). 16. júlí FB. — Forstjóri siglingauppdrátta- safnsins danska, Ravn komman- dör, er nm þessar mundir að und- irbúa hafdýptarmælingar, sem af- ráðið hefir verið að gera um- liverfis Grænland, sjerílagi við vesturströndina innan skerja. Af þessum ástæðum tekst hann ferð á hendur til Svíþjóðar, til þess að kynna sjer þar vinnnaðferðir sænskra mælingaskipa, sem mæla þar hafdýpi innan skerja. I Skonnortan „Hvidfisben" fór á laugardaginn frá Khöfn í fyrsta fiskileiðangur sinn til Grænlands. Hefir kgl. grænlenska verslunin keypt skipið, einkum til lúðuveiða. Við veiðina sjálfa eru notaðir prammar, sömu tegundar og not- aðir eru við lúðuveiðar í Atlants- hafi. Verða á þeim Grænlendingar, sem vanir eru lúðuveiðunum. Afl- inn verður saltaðnr, en jafnframt verða gerðar tilraunir með að salta hann niður. Veiðamar í snm- ar verða byrjaðar á miðunum fyr- ir utan Holsteinhorg. ' 1 —o——- ■ ■■ ’ Gengiðc Rvík, í gær. Sterl. pd............... 31.85 Danskar kr..............118.09 Norskar kr................ 98.02 Sænskar kr............ .. 193.79 Dollar.................... 7.30 Franskir frankar .. .. .. 39.79 ---o--- DAGBÖK. Messur á morgun í Dómkirkj- nnni kl. 11 sjera Bjarni Jónsson. 1 Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 sjera Árni Sigurðsson. Ikaþólsku kirbjnnni á morgun: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. bænahald; engin prjediknn. Af veiðum komu í fyrradag: Ari með 90 tn. lifrar og Hiimir með 106. Gjafir til Elliheimilisins: G. kr. 300.00. Áheit (frá konu) 20.00. Áheit (í brjefi) 2.00. í tilefni af afmæli Torfa 10.00. Bestu þakkir. 18. júlí 1924. Har. Sigurðsson. VeðriS síðdegis í gær: Hiti á Norð- urlandi 6—11 stig; iá Suðurlandi 11 —13 stig. Hæg norðlæg átt; bjart- viðri nm land alt. í kvöld verður háð íþróttamót fyr- ir drengi á íþróttavellinum kl. 8.; er þar von á góðri skemtun, að sjá ungu piltana í kappraun. Hafa þeir æft sig kappsamlega í sumar; ættu því bæjarbúar að launa þeim áhuga þeirra með því að koma suður á völl. petta er einasta íþróttamót fyrir drengi á árinu. I Kvikmyndahúsin. f Nýja Bíó er sýnd mynd, er hinn mikli hrókur alls fagnaðar, Douglas Fairbanks, leikur aðalhlutverkið í. Er Douglas skemti- Iegur að vanda. 1 .Gamla Bíó er sýnd mynd af Suð- urpólsför Ernest Shackleton, og er hún mjög fróðleg. Fór Shackleton í för þessa á skipinu „Quest“, hinu sama, sem var að leita að „Annie“ og kom til Patreksf jarðar nýlega með fAgnir af skipshöfninni iá „Teddy“. Mislingavamirnar. Samkv. símsk. hjeraðslæknisins í Axarfjarðarhjeraði, þar sem hann mælist til, að hjeraðið megi halda uppi sóttvörnnm gegn mislingum, hefir stjórnarráðið á- kvéðið, í samráði við landlækni, að sóttvörnum verði haldið uppi. þó er það tiltekið, að þetta verði gert á kostnað hjeraðsins sjálfs, og að var- úðarráðstöfunum sje hagað þannig, að sem minstur bagi verði að FB. » Gengisskráningamefnd. Hinn 4. þ. m. voru þeir Oddur Hermannsson skrifstofustjóri og bankastjóramir Sig. Eggerz og Georg Ólafsson skip- aðir í nefnd þá, sem ákveðin er sam- kvæmt gengisskráningarlögum síðasta þings. Er Oddur Hermannsson for- maður nefndarinnar. FB. PrestsembættL Bjami J ónsson prestur í Reykjavík hefir verið skip- aður dómkirkjuprestur við Dómkirkj- una í Reykjavík. Annað prestsem- bætti við Dómkirkjuna hefir verið auglýst laust til umsóknar, og er íresturinn útrunninn 30. sept. þ á. FB. Nýir kaupendnr að Morgunblað- inu fá blaSið ókeypis til næstu rnánaðamóta, Gunnar Egilson ræðismaður befir fengið leyfi til að bera heiðursmerki sem kommandör af Isabelluorðunni, sem Spánarstjórn liefir sæmt hafin. J Aukafundur verður haldinn í Eim- skipafjelagi Islands 15. nóvembei næstkomandi, Vegna ýmsra breyt- inga, sem fjelagið þarf að gera á lögum sínum, en ekki urðu afgreiddav iá aðalfundinum 28. júní, af því að úrskurðarfæran meirihluta vantaði. Verður fundurinn haldinn í Kaup- þingssalnum í Eimskipafjelagshúsinn, og hefst kl. 1 nefndan lag. Sláttur er nú byrjaður víðast hvar austan fjalls og að því er símfregnir segja, sumstaðar á Norðurlandi. Hef- ir því ræst betnr úr með grassprettu en vænta mátti eftir útlitinu í vor. Vel hugsað. Ragnar Ásgeirsson, for- stjóri Gróðrarstöðvarinnar, hefir tví- sinnis í sumar sent ýmsum sjúkling- um Líknar blóm heim á sjúkrabeð- inn, úr stöðinni. Er þetta liugulsemi,, sem vert er að minnast, því fátt þyk- ir sjúklingum vænna um, en að fA blóm að sæng sinni, hvort sem þaa koma frá skyldum eða vandalausum. Misthermt er það, sem staðið nefir undanfarna daga í skeytum um strand togarans „Nýpan' ‘ að þar hafi verið ýmsir íslendingar og Gnnn- laugur Illugason skipstj. Skipshöfn- in var færeysk. Belgaum sigldi nýlega til Englands með ísfisk. Skipið er alkunnugt að heppni með ísfiskssölu, en þó brásí það í gær. Afli þess var um 850 kass- ar, og seldist fyrir 485 sterl.pd. að- eins. Skemtiferð fara starfsmenn á 1. og 3. skrifstofu stjórnarráðsins í dag. Er förinni heitið í prastaskóg eða jafnvel austur að Brúará. IHIunið A. S. I. Simi 700. Skofið á heiðinni. Eftir Paul Busson. Jeg var nú staddur í dálitlu birki- rjóðri. Á götutroðningnum var aurinn orðinn djúpur. Jeg var altaf að sökkva í. pegar jeg kom í jaðar skógarins leit jeg eina þessara einkennilegu mynda, sem guðhrætt fólk forðum setti víða á stöðum, þar sem eiuhver á voveiflegán hátt hafði týnt lífi sínn. Jeg starði á myndina, sem var skorin í trje og máluð, en nú veðurjetin og óskýr orðin. Og það datt í mig, að hjer hefði einhverntíma einkennileg saga verið til lykta leidd. Madonna og bamið í faðmi hennar voru umvafin gullnum geislum og dökk- hlár himinn að kaki. En á jörð niðri kraup lítil telpa, klædd rauðum kyrtli, og fómaði hún höndum sínum til thimins. Á hægri hlið vom þykk pílviðartrje og inni á milli þeirra faldist ófreskja ein og bjóst til að hremma telpuna litlu. Svona var hún, myndin þessi, og á hana Voru letruð þessi orð, er nú voru svo máð orðin, að þau vart nrðu lesin: .Jjidwina Pöchgraher, sem á nínnda aldursári var......“ Lengra varð ekki lesið, því brotinn var hlnti af myndinni. Jeg hjelt áfram, en gat ekki varist því, að hugsa um myndina. Jeg anmkaði litlu telpuna, sem jeg hngði að hefði orðið einhverju villidýri að bráð. pað vaf hætt að rigna. Nístingskaldnr vindur kom og hristi regndropana af laufum og grasi. Jeg skalf allur. Pokan 'þjettist utan um mig og vart sá handa- skil. En skyndilega var eins og blóðið stiðrnaði í æðum mínum. Jeg heyrði kyn- legt vein, langdregið og sárt. Jeg leit beint fram. Svartur hjörtur stóð á veg- inum heint fyrir framan mig. pað var eins og hann hefði sprottið úf jörð. Hann andaði ótt og títt og gufustrókur stóð frá vitum hans. pað korraði í hon- um svo bergmálaði í skóginum að baki mjer. Langt í bnrtn svaraði makinn kalli hans. Og á andartaki hvarf hann inn í skóginn eins og kólfi væri skotiS. \ Góð stund leið. Jeg Ijet ímyndunina reika. Jeg gat ekki varist því, að hugsa um allskonar hættur, gamla tæmda náma, er jeg mundi hrapa í og margt annað. Og jeg fór gætilegar um stnnd. pá lá jeg í npp í knje og gat vart kipt mjer upp aftur úr fúinni mýrinni. Jeg gerð- ist nú ógætinn og æddi áfram og rak höfuð mitt í grein af svo tniklu afli, að svimi sótti á mig. Blóðið vætlaði úr enni mjer. Og jeg hjelt áfram, kaldur, meidd- ur — og hræddur. Je? skammast mín ekki fyrir að kannast við það. Svo mundi fleirum en mjer hafa farið. Loks sá jeg ljós skamt í hurtu. pað var gulhvítt á lit eins og máninn og hlakaði ekki. Jeg rak upp fagnaðaróp. petta var Ijós í glugga. Og jeg safnaði öllu mínu þreki og stefndi á það. Loks komst jeg alla leið þangað sem húsið var. Húsið var lítið. Tjald var dregið fyrir þann gluggann, sem Ijósið skein úr, og sást því eigi inn. Dyrnar voru á hinni hlið hússins. En er jeg var í þann veg- inn að knýja á hurðina, rak hundur nokkur upp gól mikið inni í húsinu. Jeg heyrði að gengið var föstum, þnng- um skrefum um gólfið. Virtist braka og bresta í því. Svo var hurðinni 'hrint upp af feikna afli. Á þrösknldinum stóð stór hundur, svartur og úfinhára og grimdar- legur, og að baki hans hár maður vexti. Reiddi hann hægri hönd sína til höggs. Jeg sá óglögt gráhvítt hár hans og að á skein bjarta exi yfir höfði hans. „Jeg viltist,“ ihrópaði jeg, þó mjer væri órótt innanbrjósts, því jeg vildi fyr- ir engan mun hverfa aftur út á mýrina. Óttaðist jeg og, að hurðinni mundi verða skelt í lás fyrir augum mjer. ÖldungurinD horfði á mig fast og lengi. Svo fæddist h'ros á vörum hans og hann gaf mjer bendingu um að ganga í hæinn. Hundurinn urraði grimmilega, er jeg gekk inn. Jeg virti kvikindið hetur fyrir mjer, skrokkinn úfinhára, ginið með gulhvítum, hvössum tönnum og grimdar- leg augun. Seppi Var á stærð við meðal- kálf og var honum því þungt um gang. Gekk hann þunglamalega að ábreiðu einni á gólfinn og lagðist á hana urrandi. Pað var notalega heitt inni í herberg- mu og jeg þakkaði mínum sæla, að jeg Jiafði komið auga á ljósið. „Elliglöp sækja á þig, Baltzar,“ sagði gamli maðurinn. „pú ert orðinn ljelegur mannþekkjari.“ Mjer fanst nafn hundsins kynlegt, og hugsaði um það stutta stund. Svo litaðist jeg nm í herberginu. Á veggjunum hjengu allmörg hjartahom og dýrahaus- ar, og gömul mynd af sjóorustu milli Tyrkja og Feneyjasjómanna, sem var óhrein orðin og óskýr. Skápur fornlegur en nýmálaður stóð á gólfi og rúm all-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.