Morgunblaðið - 24.07.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ — Tilkynningrar. ——— Sænsk sjúkraLeikfimi. Massage og fótlækningar. Ingunn Thorstensen, Skólavörðustíg 30, sírni 636. ísafold var biaða best! Isafold er blaða best! ísafold verður blaða best. iuglýsmgablað fyrir sveitirnar. Drýgri engin dagbók er, Draupnis smíða hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýsinga. Nýir kaupendur að Morguublað- iuu fá blaðið ókeypis til næstu Uxánaðamóta. VíískiftL Tófuhvolpar, hæst verð, afgr. Al- þýðublaðsins, gími 988, vísar á. Ný fataefni í mikln úrvali. Tilbúin ?öt nýsaumuð frá kr. 95,00. Föt af- greidd mjög fljótt. Andrjes Andrjea- son, Laugaveg 3, sími 169. Dívanar, boröstofnborð og stóiar, ðýraast og best í Húagagnaverslun '^ivkjavfSnjr. Hreinar Ijereftstusknr kaupir Isa- foldarprentsmiðja kæsta verði. Mlorgan Brothers vina Portvín (double diamond). Sherry. Madeira, eru viðurkend bert. 10. gr. glös, pelaflöskur og soyu- flöskur eru keyptar í búðinni á Baid- ursgötu 39. Tapað. — Fundið. Pakki með myndum, tapaðist í gær á götu í bænum Finnandi beðinn að skila honum til A. S. í. gegn fund- arlaunum. ákveðið, að meðan samningurinn verði í gildi, verði engar nýjar flotastöðvar gerðar; en þó eru í samningnum undanþáguklausnr, og samkvæmt þeim teljast Banda- ríkin hafa heimild til þess að gera nýja flotastöð á Hawai, og Eng- lendingar á Singapore. Vegna afstöðu Mac Donalds og stjómar hans, verður því senni- lega hljóðlegra en verið hefir nm mál þetta að sinni, en svo segir mörgum hugnr um, að þessi mál -og önnur, er allmjög snerta Jap- ana muni mjög auka haturþeirra til hvítra manna, er út geti brot- ist síðar og leitt af stríð og hörm- ungar. Sumir halda því fram, að fyr eða síðar muni geigvænlegt stríð verða háð í Asíu, um yfir- ráðin yfir henni, mi$li Japana og Evrópumanna. Japanar ieru sporgönguþjóðin í Asíu. Hinar Asíuþjóðimar eru all- ar meira og minna þrælbundnar á evrópíska klafa. Japanar vildu þar öllu ráða. Óvíst er mjög hvern ig fara mundi, ef í harðbakka slæi. Japanar eru engi lömb við aðleika sjer. Gengið. Rvík í gær. Sterlingspund.......... 31,85 Dollar................. 7,26 Danskar krónur.......117,10 Norskar krónur....... 97,19 Sænskar krónur.......193,21 Frariskir frankar...... 37,70 -rrrii i-jirommyimn.i Guöm. B. líikap Í klæðskeri, Langaveg 5. Sími 658. I. flokks saumastofa. Vönduð fataefni í úrvali. t Athugið verðið hjá rojer. nnrr« * 11 m » v irjaLiLA rm »i DAGBÖK. Veðrið síðdegis í gær: Hiti á Norð- urlandi 9—14 stig, á Snðurlandi 12 —14 stig. Norðlæg átt. Hæg á Norð- [ ur- og VesturlandL Ljettskýjað á Norð-vestúr og Suð-vesturlandi. Ský- jað annarstaðar. Nokkrir göngugarpar hjer í bæ, Tryggvi Magnússon, Helgi Jónasson og fleiri, ætla í ferðalag nm óbygðir bráðlega. Meðal annars ætla þeir að koma í pórisdal. peir fara í bifreið til pingvalla, en fótgangandi þaðan. Hesta munu þeir hafa með í förinni undir klyfjar. ■ E.s. Diana er væntanleg á föstudag Athygli bifreiðaeigenda skal vakin á auglýsingu lögreglustjóra á fyrstu síðu um bifreiðaskoðun. 2. ágúst. Eigi mun fastráðið ennþá, hvar hátíðahöld dagsins fari fram. Komið hefir til orða, að þan fari fram á Akranesi og að „Suðurlandið'‘ verði fengið til þeirrar farar. Einnig hefir komið til orða, að farið yrði til Við- eyjar. Arbæjartúnið er ekki fáanlegt í ár. y Og hefir komið til orða, að halda daginn hátíðlegan á Blönduhlíðartúni (fyrir neðan Skíðabrautina.)Er senni- legast, að sá staður verði valinn. íþróttamótið, sem ungmennafjelögin Afturelding og Drengur í Kjós halda árlega, annað hvort í Kollafirði eða á Eiði í Kjós, átti að halda í Kolla- firði í sumar, en fórst fyrir vegna mislinganna. í. S. í. hefir í hyggju að stofna til íþróttanámskeiðs hjer í bænum, frá 1. nóvember næstkomandi, til 1. apríl næsta ór, ef næg þátttaka verð- ur. þar verða kendar ýmsar íþróttir, svo sem sund, glímur, stökk, knatt- Isafoldarprenfsirsidja h.f« Rey kja vik Ódýrar skemtibækur: Sðsmsafii ísafoldar: 1., 4., 6., 7., 8., 10., 14. og 15. hefti, alt afar-spennandi sögur á prýBilegri islensku, kosta aöeins 1 kr. heftiö. f andirdjúpnnum, saga eftir H. G. Wells, 50 aura. Franskar smísögnr, eftir þekta hðfunda, 1 kr. Hefndln X. og XI. hefti, eftlr Vietor Cherbuliea, 2 kr. Nýir aiðir, eftir Aug. Strindberg, 1 kr. Fjetnr og Maria, eftir Alex. Puschkin, 1 kr. Hamvisknbit, eftlr Aug. Strindberg, 1 kr. Áfram, eftir O. Swett Marden, 1 kr. Dranmar Hermanns Jönnssonar, 1 kr. 60 aura. Fjalla-Byvindnr, aöeins 50 aura. Reykjarlk fyrrum OK ná, eftir Indriöa Einarsson, 1 kr. F4st hj4 böksölum og 4 skrifstofu okkar. Einkabrjefsefnin fallegu í kössum, aem margir nota einnig: til t»kif«erinejafa, fást enn meiS 5O°/0 af»l«etti á gfcrifstofu rorri. Allskonar prentun hvergi sroekklegar, fljötar nje ðdýrar af hendi leyst en hj4 oss. Isafoldarprentsmiðja h.f. Simi 48 —•— Simi 48 leikir, heilsufræði, Miillersæfingar og fleira. Jón porsteinsson forsttöðu- maður Mullersskólans veitir náms- skeiði þessu forstöðu og geta þátttak- endur snúið sjer til hans eða stjóm- ar f, S. f. Af veiðum kom Egill Skallagríms- son í gær með 135 föt. Úr ferðalagi um Vestur-Skaftafells- sýslu kom Jón Kjartanssón alþingis- maður í fyrrakvöld. Hefir bann verið að halda leiðarþing með kjósenduns þar eystra. Segir hann grasbrest all- tilfinnanlegan, einkum austan Mýr- dalssands og verst í Skaftártungu. Eru tún þar víða mjög kalin. f Mýr- dal er grasvöxtur betri og fara menn að byrja slátt þar. Heilsufar manna g’Ott. G-arðar Gíslason hefir verið á ferða- lagi um Borgarfjörð, og hefir því dregist að grein hans birtist, sú, sem er í blaðinu í dag. Skotið á heiðinni. Eftir Paul Busson. fyrst í halla haxnrahlíðar, og svo í mýr-, ardragi, innan um óhreina pytti og fúa- keldur, í einlægum bugum. Jeg varaði hana við, að ganga út á mýriua eina síns liðs. „Jæja, Martin“, sagði hún, og ávarp- a‘ði mig með skírnarnafni mínu. „pá verðið þjer að kenna mjer að rata á þessum slóðum. Mjer þykir gaman að því að ganga um heiðina, og jeg verð því að vita deili á öllum hættum, er á vegi mínum gætu orðið hjer“. Við komum að dálitlu pílviðartrje og si'ttumst í skugga þess. Og af því hún óskaði þess, lagði jeg niður geithafur- inn, og settist við hlið hennar. Svo horfði hún á mig, og það var þessi einkenni- legi, seiðandi ljómi í angnm hennar. Og hún brosti. Og áður en jeg vissi, hafði hún vafið hönd sinni um háls minn og kyst onig. Jeg get ekki lýst tilfinningum mínum á þeirri stund og þeim, er á ieftir fóru. Jeg hafði aldrei verið eins hamingju- samur og aldrei eins kvíðafullur, jafn- framt kanske vegna þess, að líkami ifainn og sál var á hennar valdi. Já, sálin líka, því guð átti hvorugt leugur. En er við komum að vegamótum nokkrum, tók jeg eftir svo einkennileg- um ilskuglömpum í augum hennar, að mjer rann kalt vatn milli skixms og hör- unds. Jeg leit á klæði mín, því á þau starði húu. Hún starði á blóðblett, er á þau hafði henst, er jeg drap geithafurinn. Og áður en jeg fengi nokkuð að gert, lagði hún varir síuar að grófgerðum klæðum mínum og beit svo í þau, þar sem blúðbletturinn var. Og um leið rak hún upp svo hryllilegt vein, að hrollur fór um mig. Andartak fanst mjer jeg horfa á óargadýr, er gnísti tönnum í heift. En fáum andartökum síðar, er jeg horfði í andlit henni, var það fagurt og bros- andi, eins og áður, og hún mælti með mjúkri röddu: „Hve lítið þarf eigi til að hræða yður Martin“. Hún hló við, hátt og hvelt, og hlátur hennar hvarf, eins og fugl er rennir hátt til flugs. Yið gengum áfram, og er við fórum um skógiun, þar sem hann er dimmast- ur, stóð Heinrich Múckenzáhler augliti til auglitis við okkur. Andlit hans var svartleitt að venju og skein á hvítan tanngarð hans. Með öxi sinni hjó hann til nýjan hræristaf í þurkunarofn sinn. „petta mun vera Múckenzáhler,“ sagði greifafrúin og horfði á hann. Hann ypti loðnu, dökku brúnunum. „Björn eða maður?“, spurði hún og hló. Yiðarbrenslumaðurinn stóð upprjettur og lyfti þungum viði eins og fisi: ,Björn í augum litla veiðimannsins þarna“, sagði hann, „en maðnr í yðar augum, fagra frú“. Aitur skein á háan, hvítan tanngarð- inn. Greifafrúin hló við lágt, horfði stöðug- lega á hann og mælti svo: „Yið skulum halda áfram, Martiu“. En þegar jeg, skjálfandi af reiði, hafði snúið mjer við og fbúist til göngu dokaði hún enn við og kinkaði kolli til svarta risans. Við hjeldum áfram göngunni, og jeg var sár og reiður. „Jæja, Martin! Hvað gengur að yð- ur?“, spurði hún loks. „Hvað að mjer gengur?“, sagði jeg reiðilega. „Hví sýnið þjer illmenni þessu og Þjófi slíka alúð? Nú verður hann hreyknari og verri viðureignar en nokkru sinni fyr“. Greifafrúin staðnæmdist og horfði á mig frá hvirfli til ilja. Andlitssvipni? hennar var kaldur og harðneskjulegur. „Pjer erúð drengur góður, Martin“,. sagði hún. „En verði jeg vör afbrýðis- semi hjá yður, þá getið þjer farið leið yðar. Gleymið því ekki“. Mjer leið eins og kastað hefði veriði ísköldu vatni í andlit mjer. Og það særði mig djúpt, að hún skyldi tala til mín á. þenna hátt. Á þessu andartaki barst að eyrum okk- ar hávært hó Heinricks. Hann hóaði k sama hátt og kolabrenslumenn hóa sín á. milli. Jeg vissi undir eins tilgang hans og hún líka. jyHann sendir mjer kveðju .. Heyrið þjer það?“, sagði hún hrosandi. „Jieg heyri vel“, sagði jeg þuuglega. ,)En þeir tímar munu koma, að hann má eigi reyna svo á raddbönd sín“. „Barnshjal“, sagði hún, og strauk hönd mína þýðlega með mjúkri hönd sinni. Mjer leið illa. Hjartað barðist á- kaft um í hrjósti mjer. pað lagðist í mig að eitthvað ilt mundi henda, eitt- hvað, sem snerti kolahrenslumanninn. En hún gekk á undan og söng og leit sjef eigi um öxl. Nokkrir dagar liðu, og hún varð aldreí á vegi mínum. Jeg kvaldist stund hverja*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.