Morgunblaðið - 27.07.1924, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsinga dagbók.
— Tilkynninjrar. ——
Sænsk sjúkraleikfimi. Massage og
'fóllækningar. Ingunn Thorstensen,
Í5kólavörðustíg 30, sími 636.
Saumastofu Sigríðar Porsteinsdótt-
ur, verður lokað frá deginum í dag
til 14. ágúst.
Drýgri engin dagbók er,
Draupnis smfða hringa,
en dagbókanna dagbók hjer:
Dagbók auglýsinga.
Nýir kaupendtir að MorgunblaC-
inu fá blaSiS ókeypis til næstu
UiánaSamóta.
— Vi&kifti.--------------------
Tófuhvólpar, hæst verð, afgr. Al-
þýðublaðsins, sími 988, vísar á.
Divanar, borðstofuborð og stóiar,
dýrast og best í Húsgagnaverslan
íavkjavíkur.
Ágætur steinbítsriklingur fæst í
heildsölu hjá Bræðrunum Proppé.
Ný fataefni í miklu úrvali. Tilbúin
föt nýsaumuð frá kr. 95,00. Föt af-
jreidd mjög fljótt. Andrjes Andrjes-
son, Langaveg 3, sími 169.
Hreinar ljereftstuskur kaupir Isa-
foldarprentsmiðja >æsta verði.
IVIorgan Brothers víns
Portvín (donble diamond).
Sherry.
Madeira,
ern viSnrkend best.
Pilsneröl danskt, snðusúkkulaði, egg
og nýjar kartöflur 35 aura y2 kg.,
fæst í verslun Halldórs R. öunn-
arssonar, Aðalstræti 6.
—— Vimta. ——
Drengur óskast til snúninga mán-
aðartíma. A. S. í. vísar á.
G.s. ISLAND
fer í dag kl. 12 á miðnætti.
C. Zimsen.
íslendingar ljetu búa út víkingaskip
á eitt ækið. Yar það skrautlegt mjög
og vel gert. Fyrir fegurstu ækin voru
verðlaun veitt og voru fyrstu verð-
launin veitt fyrir víkingaskipið.
E.s. Suðurland kom í gærkvöldi frá
Borgarnesi með norðan og vestan-
póst og allmargt farþega: Svein
Björnsson fyrv. sendiherra,. R. Thors
og frú, M. Magnús, lækni. p. Edi-
lonsson lækni o. fl.
Dr. Sambon, sem fslendingum er að
góðu kunnur fyrir hinar hlýju og vel
rituðu greinar sínar um ísland, var
meðal farþega á Lagarfossi í gær,
ásamt konu og fjórum börnum. Ætlar
haUn að dvelja hjer eitthvað.
Fer hann með „fslandinu" norður
í kvöld og situr læknafundinn á Ak-
ureyri. Síðan ferðast hann um nyrðra.
Gxein eftir Dr. Sambon, í íslenskri
þýðingu eftir prófessor Guðmuud
RUGKEX
Í kg- Vh V* v8
pökkum — »/„„ Vis a/so
Bragðgott og nærandi.
Sjerlega hentugt til ferðalaga.
Frímerki.
1000 allskonar, allra landa kr. 4,50
500 — - — — 1,25
200 — — — 0,85
100 — þýsk póstfrímerki — 0,40
75 Bayern , — 0,45
Veröur éent gegn fyrirframsendingu andvir?)-
isins Briefmarkenhaus J. Littner, Munchen,
ArnulísstrRsse 16, Kontorhaus, Central.
Myndaverðlisti ókeypis.
Illtol öskasl
í 6 til 7 hundruð dúsin matta
gúminiflibba, sem liggja hjer á
staðnnm.
Tilboð, merkt „Gúmmiflibbar“,
sendist A. S. í.
Finnbogason, birtist í fyrra í Eim-
reiðinni.
Dr. Fr. Svendsen hjelt fyrirlestur í
Nýja Bíó í gærkvöldi um starfsemi
Rauða krossins erlendis.
Rakti fyrirlesarinn sögu „Rauða
krossins“ og skýrði frá starfsemi
hans bæði á ófriðar og friðartímum.
Lýsti hann þvínæst allnákvæmlega
hvernig fjelagsdeildimar starfa í
Danmörku, og gaf nokkrar leiðhein-
ingar í þá átt, hvernig störfum Rauða
krossins myndi verða hagað hjer, ef
til þess kæmi að fjelagsdeild yrði hjer
stofnuð. Er víst að allir þeir, sem
hlýddu á fyrirlestur þenna, hafi feng-
ið glögga hugmynd nm að mikil verk-
efni og mörg bíði slíkrar starfsemi
ihjer á landi, og er vonandi að Dr.
Svendsen geti hrint máli þessu nokk-
uð á veg með komu sinni hingað.
Væntanlega fær Morgun'blaðið tæki-
færi til að skýra nánar frá máli
þessu síðar.
Biöjiö nm þaö besta
Kopke-vinín
eru iómenguð drúguvin. — Innflutt
beint frá Spáni.
A
Trolle & Rofhe h.f. Rvlk
Elsta vátryggingarskriiTstofa landsins.
---------Stofnuð 1910.--------
Aanast vátryggingar gegn sjö og brunatjóni með
beatu fáanlegum kjörum hjá ðbyggilegum fyrsta
flokks vátyggingarfjelcgum.
IVIargar miljónir króna greiddar innlendum vá-
tryggendum i skaðabætur.
Látið þvi aðeins okkur annast allar yðar vð-
tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið.
IL
nr=iF
Efnalaug Reykjavíkui*
Laugavegi 82 B. — Sími 1300. — Síirmefni: Efnalaug.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnaC
og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplítuð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fje!
Munid A. S. I.
Simi 700.
lfigfús Guðbrandsson
klæCsfeerL Aðalstræti 8 L
jafnan birgtir af allskonar fata-
efnuin og ölln til fata..
1. fL SAUMASTOFA.
varð til þess að benda á hann.
pá fór Tr. P. mjög mörgum orð-
um um kjöttollsmálið, og byrjaði
með því að játa yfirsjón sína, er
bann fór að blanda þessu máli
saman við Spánarmálið. Sagðist
I) ann síðar hafa fengið þær upp-
lýsingar, að þetta væri rangt. Eigi
vissu menn þó til, að hann hefði
leiðrjett þetta í Tímanum.
pá fór Tr. p. að afsaka fram-
Icomu sína alla í kjöttollsmálinu;
sagði hann að skrif sín öll og
tollstríðsfrumvörpin frægn hefðu
einungis átt að sýna Norðmönnum
að við værum reiðubúnir að verða
óvinir þeirra, ef því væri að
.skifta.
pá fór bann að blanda Sveini
Bjömssyni inn í þetta. Gaf í skyn,
að Tíminn hefði hagað sjer þann-
ig samkvæmt beiðni Sveins. pó
undanskildi hann tollstríðsfrum-
vörpin. Sveinn hefði ekkert átt í
þeim.
Undarlegt þótti mönnum, er
þeir heyrðu, að ráðherra Fram-
sóknarflokksins, Kl. Jónsson, hefði
haft, meðan hann hafði mál þetta
undir höndum, yfirlýsingu frá 15
alþingismönnum (þar á meðal
Lárusi í Klaustri), þar sem þeir
lýstu því yfir, að þeir væru reiðu-
búnir að slaka til á fiskiveiðalög-
unum fyrir tolllækkunina. Tr. p.
sagði að Kl. J. hefði ekkert meint
með þessu; haft þetta skjalsvona
i vasanum að gamni.
Pá fór Tr. p. nokkuð út í önn-
ur mál; en eigi mintist hann á
fjárhagsmálin, týndu skuldimar
o. s. frv., og ilt átti hann með að
verja framkomu Framsóknar-
flokksins í stjórnarskrármálinu.
pá svaraði Jón Kjartansson al-
þm. Tr. p., og banðst til að svala
forvitni hans, ef hann vildi fá að
vita hvað einkum orsakaði það,
að Lárus í Klaustri var eigi kos-
inn í haust. pað hefði verið vegna
þess, að hann hefði verið að dingía
við þá Tímamenn þar syðra. —
pessu sama mundu allir hrein-
skilnir menn svara, og mætti Tr.
P. reiða sig á það, að Skaftfell-
ingar kysu aldrei mann á þing,
sem væri studdur af Tímaklík-
unni syðra. Tóku fundarmenn
undir þetta.
pá svaraði þingmaðurinn lið
fyrir lið ræðu Tryggva, sem hafði
verið all-löng og víða komið við.
Næstur talaði Gísli Sveinsson
sýslumaður og fór mjög háðslegum
orðum um „ferðamennina“ Jónas
og Tryggva. pað mætti máske
segja um Jónas, að hann ætti eitt-
hvert erindi hingað, því einhverir
hjer hefðu glapst á að kjósa
hann. En um Tr. p. væri vægast
sagt, að hann væri boðflenna.
Honum væri rjettara að halda
sjer við Strandirnar, því hingfjð
ætti hann ekkert erindi. og
mundi aldrei eiga, á meðan hann
væri við riðin Tímaklíkuna. ]’vi
evangelíum hennar ætti ekkert
erindi hingað.
pá fór sýslumaður hörðum orð-
um um atferli þeirra Tímaleiðtog-
anna og afskiftum þeirra af nifil-
urn sýslrrnnar hjer. Vítti "•'‘.n
Lárus í Klaustri fyrir að láta
flækja sjer út í þessar aðfarir —
aofarir, sem enginn, og ekki hann
sjálfur, vildi nrr kannast ’við.
Sýslumaður kvaðst hafa verið á
öllum fundrrnum, og ekki einn
einasti „smalinn“ hefði lengur
haldið fram þessu danska valdi,
eða þjóðernishættunni, sem Tím-
inn hefði gasprað með; þeir hefðu
alveg horfið frá því, sem vonl. var.
Nú iðraði alla eftir frumhlanpið, og
menn, sem hæði með leyfilegum og
óleyfilegum meðulum hefðu verið
narraðir til þess að skrifa undir
skjalið (sem enginn vildi núkann-
ast við), þá iðraði það stórum nú
og væru fúsir til þess að takanöfn
sín aftur, enda sumir þegar gert
það ótilkvaddir.
Sýslumaður fór hörðum orðum
um aðfarir „smalanna", því nú
væri upplýst, að sumir þeirra
hefðu beitt ósvífnum blekkingum
til þess að sverta þingmanninn.
Jafnvel Lárus í Klaustri befði
verið að skrifa mönnum brjef með
óbróður um þingmanninn, sem
væru þannig löguð, að þau mundu
varða við lög.
Sýslumaður mælti skörulega,
eins og hann er vanur.
pá fóru „smalarnir“ að smá-
rísa upp; því að á þá var sjer-
staklega skorað. Af þeirra hálfu
töluðu þarna: porsteinn Friðriks-
son kennari, Jón Ólafsson kennari,
Sveinn Einarsson frá Reynir og
Guðm. Guðmundsson í Vík, sem
varð að játa því, að hann hefði
viðhaft ýmisbonar hlekkingar og
slúðursögur við „smölunina“. All-
ir afsökuðu sig og báru af sjer.
Af öðrum Tímamönnum, sem
þarna töluðu, voru þeir Magnús
Finnhogason í Reynisdal, Gísli
pórarinsson á Ketilsstöðum og
sjera Jakob í Holti.
Á móti töluðu, auk þeirra, sem
nefndir voru: Stefán Hannesson
kennari í Litla-Hvammi, Kjartan
L. Markússon hufr. í Hvammi,
porgerður Jónsdóttir húsfrú í Vík,
porsteinn Einarsson óðalsbóndi á
Höfðahrekbu og Páll Ólafsson óð-
alsbóndi í Heiði.
pá töluðu þeir þingmaðurinn og
Tr. p. aftur, og deildu á ýmsuirn
atriðum.
I fundarlobin talaði fundarstj.
Páll Ólafsson óðalsbóndi á Heiði,.
og lýsti því, að sveitabændur teldu
það mestu ógæfu, sem fyrir þá
kæmi, ef maður kæmist í heimill
þeirra, sem spilti heimilisfriðnum.
Slíkur maðnr væri djöfull heimil-
isins. Hann liti á Skaftafellssýslu ■
sem eitt heimili. En óþökk mættu
þeir menn hafa, sem leiddu þenn-
an heimilisdjöful inn í heimilið,
sem spiltu heimilisfriðnum. Sá,
sem sétti upptök þeirra óeirða og
sundrunga, sem hjer hefðu átt
sjer stað, fengi óþökk Skaftfell
inga; og sem betur væri mundi
heimilisdjöfullinn eigi eiga heima
í sýslunni. — Roðnaði Tr. p. yf-
iv þessn.
Fundurinn hafði þá staðið í 9%’-
klukkustund, og er óhætt að full-
yrða, að Tímamenn hjer eru lítið
heilsubetri eftir komu „læknis-
ins“. •
Væri ekki reynandi að sendá
næst einhvern þeirra: Ólaf Frið-
riksson, Hjeðinn eða Hallbjörn.
Mýrdal, 22. júlí.
Fundarmaður.
--------x------- ..