Morgunblaðið - 31.07.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
— Tílkynningrar. i—— Drýgri e»gin dagbúk er, Draupnia amiCa hiinga, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýsinga. »— Vilskifti. —- Tófuhvólpar, hæst verð, afgr. Al- þýðublaðsins, sfini 988, vísar á. Ðnplicaför cígæf tcguncl til r,ölu. (EnnJ'remur T^opi- f>ressa. — EJ. E). Ef. visar d.
Ný fataefni í miklu úrvali. Tilbúin föt nýsaumuð frá kr. 95,09. Föt af- greidd mjög fljótt. Andrjes Andrjes- son, Laugaveg 3, sirai 169.
Ágætur steinbítsriklingur fsest í heildsölu hjá Bræðrunum Proppé. Hreinar Ijereftstuskur kaupix Isa- foldarprentsmiðja kæsta verði.
Divanar, borðstofaborð og stólar, ’dýrast og best 1 Húsgagnaverslnn teykjavíkmr. HRorgan Brothers vins Portvín (double diamond). Sherry. Madedra, eru viðurkend be*t. ■ 'V&tna. > »■»« Röskur unglingur óskast til að selja rit. Góð sölulaun. Bókaverslun
Guðm. Gamalíelssonar.
III.
Áður en jeg rek sundur kvæðið
í smáatriði, skal jeg geta þess, að
jeg nenni ekki að telja upp nje
tína fram þá smávægilegu galla
sem á því kunna að finnast, með-
fram vegna þess að jeg hefi enga
icmgun til að fjasa yfir missmíð-
um, en sterka til að róma kosti
verka og fegurð, og sterkasta þeg-
ar um er að r*ða verk, þar sem
gallamir eru yfirskygðir dýrmæt-
um kostum og ómetanlegum, og
vegna þess annars að Iijer er síst
skortur á sparðatínslumönnum í
landi, lýð, sem gapir og gín yfir
misfellum líjkt og átvögl yfjr
krásum; efast jeg ekki um að
drápa þessi geti orðið, eins og
hvað annað, náma handa andleg-
um horgemlingum og bókmenta-
legum tataralýð, sem sælist eftir
einhverju til að misskilja, afbaka,
rangsnúa eða á einhvern enn ann-
an hátt leggja út til verri vegar.
IV.
Til þess að gefa mönnum hug-
mynd um byggingu þessa snild-
arverks, skal jeg nú sundurliða
kvæðið og lýsa því að nokkru.
Höf vígir gígju sína við fyrstu
tóntökin með bæn til Guðs föð-
ur, bæn fyrir hinni æðstu þörf
mannkynsins, um að nafn hans
mætti helgast; „Faðir vor á
himnahæðum, helgist þitt nafn
í aldasafni' ‘ — ieru upphafsorð-
in. Nœsta erindi er bljúgt og
auðmjúkt bænarandvarp skálds-
ins sjálfs fyrir gígju sinni:
Himna-Drottinn heyr mig auman,
hreldum manni að tungu feldu
glæður elds, og lyfti Ijóði
Ijómi þinna ríku dóma.
Með þriðja erindinu hefst í raun
rjettri inngangur kvæðisins og
4ekur út að 14 .er. ínngangurinn
er yfirlit skálds yfir foman ald-
aranda, stórmenni fortíðar, dygð-
ir hennar og glæsileik og hinn
aldna skáldhuga. Hann hugleiðir
Guðs náð yfir feðrum vorum, hin
andlegu verðmæti er þeim voru
lögð í skaut og þann menningar-
grundvöll er þeir lögðu oss. Hann
ræmir trú þeirra og kristindóm:
samband þeirra við himininn og
himnesk öfl. 1 innganginum eru
nokkrir unaðslegir kaflar, ljóð-
rænir, auðugir af myndum og
skáldlegum vitrunum. Hann endar
á hjartfólginni skáldbæn, sem er
svo fögur, að hverju ungu skáldi
og hugsjónamanni mætti vera há-
tíð í að taka sjer í munn:
Gáfu skáldsins, guð, mjer seldu,
glaða skygni um aldaraðir;
lát mig gista sólarsetur,
söng minn kirkju þinni yrkja;
birtu slái um hug og hjarta
helgisólir bamsins jóla;
veikan efldu, sjá, nú sækir
sorgarbarn að þínum arni.
pá hefst sjálfur hróðurinn um
Kirkjuna með nokkrum vísum um
sjálfan Krist, grundvöllinn, og er
hjer um leið trúarjátning höf.
sjálfs að finna. Er 17. erindið
einhver hin kaþólskasta og hrifn-
ingarríkasta Krists-játning, er jeg
þekki, en um leið skýrt sigluð
persónuleik skáldsins sjálfs, og
hljóðar svo:
í
Hafinn er Kristur öllu ofar;
auðugur rís frá gröf og dauða
sendiboði himin-hæða,
huggun þjóða og sól á gluggum,
fylling náðar og læknir lýða
Ijómi sálna að æfsta dómi,
verður hann árblik allrar dýrðar
aldaris frá myrkra-valdi.
Framh.
------o-------
Erí. stmfregnir
Khöfn, 30. júlí.
Frá Lundúnafundinum.
Á ftmdinum í London kom fram
belgiskt-ameriskt frumvarp um
vanrækslur á skaðabótagreiðslun-
um. pátttakandi Ameríku á fund-
inum bar fram þá spumingu,
hvort vanrækslur á skaðabótum
skyldu útkljáðar í sameiningu af
skaðabótanefnd, pýskalandi og
fulltrúum enskra og amerískra
banka, er lán veita. Bretum mis-
líkar uppástungan. Aðrar uppá-
stungup hafa komið fram um, að
skaðabótanefnd hafi framvegis
vald til þess að ákveða um van-
rækslur á skaðabótum, en sje
nefndin ósammála, þá sje málum
skotið til þriggja manna dóms,
og sje 'einn amerískur.
------x------
Í styttingi.
Nýja stjóm, eða nýjan dómsmála-
ráðherra vill Yísir nú fá, til þess að
taka alvarlega í taumana með áfeng-
isverslun ríkisins, vegna vöruvöntun-
,arinnar á vörubirgðum verslunarinn-
ar.
Hlytur það að vera Tímastjóm,
sem Yísir vill fá, því eigi getur það
verið neinn úr Sjálfstæðisflokknum,
Jþví eins og kunnugt er, var Sigurður
Eggerz dómsmiáferáðherra við síðustu
áramót, en þá varð vöruvöntunar-
innar vart, og hann mun hafa gert
ráðstafanir þær, sem gerðar voru í
þessu máli.
O-jæja. Tímamenn hafa nú haft
'fjármálastjórnina, og má nokkuðlæra
af henni, hvernig þeim mundi takast
með dómsmálin.
I
t
„Durgur* ‘ segir í Alþýðublaðinu í
gær, að hanrt hafi rangt fyrir sjer,
vegna þess, að hann skrifi ekki undir
nafni. Vjer skulum muna það.
--------X-------
Gengíö.
Reykjavík í gær.
Sterl. pd. .. . 31.85
Dollar .. ..
Danskar kr. 116.90
Norskar kr. .. 98.10
Sænskar kr. .. 193.04
Frankar
DAGBÓK.
Veðrið síðdegis í gær: Hiti á Norð-
urlandi 9--14 stig, á Suðurlandi 11—13
stig. Breytileg vindstaða. Skýjað loft
og sumstaðar úrkoma.
í
Amerísku flugmennirnir. Svo var
ráð fyrir gert, að þeir færu frá
Brough á Englandi til Kirkwall í
dag; en engin skeyti hafa borist um
það í gær.
Magnús Guðmundsson atvinnumála-
ráðherra fór norður með Lagarfossi
í nótt. Ætlar hann m. a. norður á
síldarstöðvarnar og koma skipulagi
á eftirlitið með strandgæslunni þar
nyrðra. Sigfús J. Johnsen stjórnar-
ráðsfulltrúi fór einnig norður, og
verður hann nyrðra í sumar og á að
\hafa eftirlit með löggæslunni. Er það
gott, að sjerstakur maður er sendur,
því mjög er það áríðandi, að komið
verði föstu skipulagi á eftirlitið.
E.s. Mercur fór hjeðan í gærkvöldi
með allmargt farþega, m. a. Indriði
Einarsson rithöf., Th. Harsett raf-
magnsfr., P- Smith verkfr. og frú,
pg ennfr. norsku ferðamennirnir.
__ Einar Einarsson frá Flekkudal,
Ólafur Sveinsson vjelfr., Gísli Ey-
land, Skuli Sivertsen og sex menn
aðrir, fóru og á Mercur. Sækja þeir
togara, sem h.f. Kveldúlfur hefir
keypt nýlega í Noregi.
Söngmálablaðið Heimir, 3. tbl., IL
árg., er nýkomið út. Er þar ritstjórn-
argrein um söng í skólum, niðurlag
á grein eftir Baldur Andrjesson
cand. theol., er heitir „Nokkur orð
;um musik“, „Langir sálmar“ (rit-
stjórnargrein), grein um hljómleika
þá, er hjer hafa verið haldnir í sum-
ar, frjettir o. fl.
r
i
Skýrsla um störf landssímans ár-
ið 1923 er nýkomin út, með ýmsum
fróðlegum skýrslum um símalagning-
ar? nýjar stöðvar, reikningar o. *.
tfrv.
E.s. Lagarfoss fór norður um land
til útlanda í nótt. Meðal farþega
voru m. a. Jón Jónsson læknir og
frú, til Sauðárkróks; hr. J. Eken-
gren, nokkrir Englendingar o. fl.
I
Eins og auglýst er á öðrum stað
hjer í blaðinu, hefir skemtinefnd
yerslunarfjelaganna ákveðið skemti-
för upp á Akranes næstkomandi laug-
ardag, 2. ágúst. Staðurinn er mjög
vel fallinn sem skemtistaður, því a£
Akranesi er hin fegursta útsýn I
góðu og björtu veðri, og bak við
kauptúnið er hið sjerkennilega Akra-
fjall. Er þar auðvelt upp að ganga,
jog tilkomumikið um að litast af fjall-
inu, ef skygni er gott.
peir verða ugglaust margir, sem.
fara með verslunarmönnum á laugar-
daginn til Akraness, enda verðus
vandað til skemtifararinnar svo sem
■ verða má, og ekki ætti farkosturinn:
að fæla fólkið frá förinni: hið glæsi-
lega skip, Esja, sem verða mun fán-
jum skreytt; en lúðrasveit Reykja-
víkur skemtir farþegum á Ieiðinni.
þess skal getið, að með því að ekki
verða seldir nema tæpir 500 far-
seðlar með Esju, þá er þeim ráðlegast
,að kaupa farseðla strax í dag, sem
teeð Esju vilja fara. Á morgun verð-
ur of seint að biðja um þá. Fargjald-
ið, 6 krónur, er mjög sanngjarnt, þeg-
ar þess er gætt, að þar með fylgir
jfrjáls aðgangur að skemtisvæðinu upp
frá og eins að dansinum. Til saman-
.burðar má geta þess, að venjulegt
jfargjald milli Reykjavíkur og Akra-
ness fram og til baka er 8 krónur.
-o-
Skotið á heiðinni.
Eftir Paul Busson.
„Á jóladagiim fórum við um öll mýr-
arflæmi heiðarinnar. Við fórum hægt
yfir og athuguðum alt vel. Og við vor-
um hundvissir um, að úlfurinn hafði
farið inn í rjóðrin á nýgræðingasvæð-
inu, og ekki farið þaðan aftur. Við sett-
um menn á vörð, hingað og þangað;
homahljóð og hó heyrðist í öllnm átt-
um, en skot .ekki. Og enginn veiðimann-
anna gaf merki um það, að úlfurinn
væri innan hringsins. Faðir Waldmeist-
er stóð allskamt frá mjer. Hann var af-
bragðs skytta. Yið stóðum báðir kyrrir
og athuguðum alt með gaumgæfni. Alt
í einn kallaði einn veiðimannanna:
„Úlfurinn! Sjáið úlfinn!“ Jeg þekti
röddina. pað var Ungrad. Á sama and-
artaki sá jeg prestinn miða, en honum
fjellust hendur í sömu svifum. Byssan
fjell úr hendi hans. Skelfingarsvipui*
kom á andlit hans. En áður en jeg gæti
mælt til hans kom jeg auga á greifa-
frúna, sem gekk á móti honum úr
rjóðrinu.
„Jeg sje, að jeg hefi óviljandi komist
inn í hóp ykkar,“ sagði hún. Prestur-
inn starði á hana, eins og honum hefði
birst vofa úr öðrum heimi.
„Eruð þjer mjer reiður, faðir?“,
spurði hún og lagði hönd sína á káp.u-
ermi hans. pað var eins og eiturnaðra
hefði snert hann. Hann hrökk til baka.
Eins og hann hefði snert eithvað van-
heilagt, eitrað og óhreint.
„því þá?“, æpti hann, eins og honum
kendi sárt til og hroll setti að honum.
„Gnð minn góður“.
„Far vel,“ sagði greifafrúin skarp-
lega, en með uppgerðar kurteisi. Hún
var hreykin á svip, en fögnr að vanda,
og hvarf á leið heim að kastalanum.
„Jeg skundaði að hlið föður Wald-
meister. Byssan lá við fætur honum.
Hann studdi sig við trje.
„Jeg er veikur,“ sagði hann og hnje
í óvit í arma mína. En hjarta hans
hafði bilað. Hann hafði fengið aðkenn-
ingu af slagi og dó hann tveimur dögum
síðar, án þess að komast til sjálfs sín
aftur.
„Jeg man enn þá stund, er við stóð-
um umhverfis prestinn meðvitundarlaus-
an. Mepn hjeldu, að af því harnn hefði
sjeð úlfinn svo skyndilega, hefði blóð
bans komist í of mikla æsingu og brot-
ið strengi hjartans. En Ungrad stóð á
því fastara en fótunum, að hann hefði
sjeð úlfinn og víst hefði sú sjón ekki
haft slík áhrif á prestinn, sem var eng-
in bleyða. Honum fanst líklegra, að
erfið leitin hefði lúð hann nm of og
veikt mótstöðuafl hans.
„Jeg skýrði fyrir öllum veiðimönn-
nnum hvað gerst hafði, en nefndi þó
ekki greifafrúna á nafn. Jeg hafði ekki
skap í mjer til þess að geta um það,
að hún hefði verið að koma frá hinum
svarta friðli sínum.
Sumir veiðimennirnir vildu halda
áfram leitinmi að úlfinnm, en hinir
gömlu og reyndu rjeðu frá því. Eftir
öll hó okkar og læti mundi úlfurinn
hafa hræðst og leitað á aðrar slóðir.
„En í huga mjer var nú vakinrt
hræðilegur grunur, sem ljet mig engam
frið hafa.
„Greifafrúin sat að snæðingi, var
mjer sagt, er jeg kom til kastalans. Og
jeg heyrði einnig? að hún ætlaði á skóg-
argöngu, er hun hefði lokið við að
snæða. Slíkur órói var á henni, að hún
gat eigi eirt í kastalanum.
„Jeg stóð við gluggann á herberginu
mínu og sá hana halda af stað. Jeg
gekk á hnotskóg á eftir henni. Hún fór
rakleitt í áttina að nýgræðingsrjóðrun-
nm. Jeg læddist í humáttina á eftir
henni og leyndist bak við runna í hvert
skifti og hún staðnæmdist og litaðist
um, Hún litaðist vendilega um í allar
áttir, áður en hún gekk inn í rjóðrið.
Jeg hafði byssu mína til taks og fylgdi
henni eftir sem áður. Ekkerti hljóð
heyrðist, nema smáþytur í laufi og tíst
skógarmúsanna. Og skuggalegt var í
þykkninu.