Morgunblaðið - 05.02.1925, Síða 4

Morgunblaðið - 05.02.1925, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ *»ek:ki úti í birtunni og hreina loft- inu, heldur í 'húsuru inni, og það •er efalítið, að fle.stir smitast í heimahúsum og á barnsaldri.... peir sem alast upp í slíkum húsa- kynnum verða og veikir fyrir og táplitlir o. s. frv.“ petta híbýiainái er erfitt við- fangs, eins og G. H. tekur fram í Morgbl. 28. þ. m. Ef öll alþýða væri sæmilega efnum búin, byggi í rúmgóðum herbergjum, hefði nóg að bíta og brenna, þá væru berklavarnir auðveldari en þær <eru nú. En hvenær verður það, ■og er ekki hætt við að einmitt ■berklaveika f<ilkið verði harðast úti? pað hefir <íst efni á áð búa í góðum íbúðum. par smitast svo börnin og svo koll af kolli. Væntanlega væri best ef öll hús væru eldtrygg, en hvað mundi G. H. segja við þann Reykvíking, sem hugsaði og segði svo: pað er ■ekki til nokkurs hlutar að vera að sýna varkárni við eld; eld- varnir og slökkvilið er þýðingar- laust. Alt aunað er þýðingarlaust -en það, að rífa niður öll þau hús, sem ekki eru nægilega eldtrygg, -og byggja borgína upp á ný. ff. 1L- mundi segja að þetta væri að vísu gott og blessað, en ófram- kvæmjlegt í náinni framtíð. en eldvarnir væri sjálfsagðar meðan á þyrfti að haida. Eins eru berkla- varnir .sjálfsagðar meðan á þarf að 'halda, og þess mun leugi þurfa, og eins og sæmileg steinhús geta brunnið, þá munu híbýli almenn- ings seint verða „berklatrygg“, þó að þau batní. Mj*-r virðist G. H. halda því gangstaust að vera að reyna að forðast berklasmitun, því að meiri hluti manna sje þega.r smitaður og alstaðar sje sinitunarhætta. — Lhn þetta mætti máske segja eins og haft er eftir Gísla heituum MagnússjTii: ,,petta myndi nú vera satt, og ekki satt, og þó heldur satt“ — en eiginlega alveg bandvitlanst vildi jeg bæta við. Sú smitnn, sem er svo lítilfjör- leg, að aldrei <er hægt að finna, nema með svo hárfínum rann- uóknaraðferðum, sem Pirquet- prófun, er væntanlega þýðingar- laus í þessu tilliti. -Jeg veit ekki betur, en að það sje yfirleitt skoð- un þeirra, sem helst ættu að hafa vit á þessu máli, að veruleg herklaveiki sje oftast ávöxturinn af tiltölulega megnri smitun, venjulega af völdum berklaveikra heimilismanna, og sje börnum sjerstaklega hætt. Svo virðist einnig reynslan vera hjer á landi, og vil jeg, í allri hæversku, minna G. H. á ritgerð mína: „Hve nær smitast menn o. s. frv.“ í Aliti Berklaveikisnefndarinnar. Mannfall í styrjöldum og mann- danði úr berklaveiki hefir stund- um verið borið saman. 1 fólkor- ustum falla einatt hraustustu drengirni]- og í stríðinu við berkla- veikina hníga menn og konur í blóma lífs síns. Sá er þó munur- inn, að síðan sögur hófust, er hinn mikli valköstur berklaveikinnar orðinn mörgum sinnum stærri, en valköstur allra styrjalda mann- kynssögunnar. Hin íslenska þjóð missir ekki sj'ni sína í orustum við erlenda fjandmenn, en hún hefir um sárt að binda í viður- eign sinni við berklaveikina. Sá óvættur er hjer magnaðri <en hjá mörgnm öðrum þjóðum, er lengra eru 'komnar í berklavörnum en vjer. Er ekki von, þó að v.jer viljum neyta allra upphugsanlegra ráða til þess að verja.st? Mjer er það óskiljanlegt, hvers vegna G. H. hefir þóst þurfa að brýna þa'ð fvrir almenningi að sýna áhugaleysi og hlutlevsi í berklavörnum. Ilitt væri þarfara að hvetja þjóðina til enn meiri sjálfsvarnar, því berklaveikin verður áreiðanlega ekki hlutlaus- ari þó að vjer liggjum flatir f.vrir henni og gefum upp allar varnir. Sumir sjá eftir hverjum eyrir, sem fer til almenningsþarfa, og í seinni líð hefir heyr'st klifað á því, að þessar •! krónur á ári á hvert nef landsmanna, sem ríkis- sjóðiir greiðir til berklavarna, sje alt of hár skattur, hann sje að sliga þjóðina. Ætli mörgum þrein krónunum sje ekki ver varið ? pessi 3 króna skattur ætti ekki alveg að útiloka, að hús vrðu reist í framtíðinni! G. H. langar ósköpin öll einmitt í þessar krón- ur, öðrum krónum fremur. Hann vill ná í þær „smám «aman“ til húsabygginga. Ætli þáð væri ekki rjettara að láta þær í friði fyrst um sinn ? Sigurður Magnússon. o- Dagbók. Söngskemtun Sigurðar Rirkis í gær- kvöldi fór hið besta fram. Var ágæt aðsókn að söngnirm og tóku áheyr- endur honum mjög vel. Varð söng- maðurinn að synga nokkur lögin tvis- var. Einkum mun mönnum hafa þótt gott á að hlýða þau lögin, sem leikið var undir við bæði á fiðlu, orgel og piano. Leikfjelagið hefir tekið upp þá ný- breytni nú, að helga hörnum sjer- staka sýningu á „Veislunni á Sól- haugum.“ Er þetta leikrit og vel til þess fallið — söngur mikill og góður og hljóðfærasláttur, og þó ekki síst fagrir og glæsilegir búningar. Ættu börn bæjarins því að nota þetta tæki- færi og horfa á fallegan leik. Búnaðarþingið var sett í gær. — Fjöldi mála liggur fyrir Iþinginu til meðferðar; þar kemur meðal annars til umræðu í'rurnvarp um fyrirkomu- lag landbúnaðarlána. Frumvarp það e,- samið af þriggja manna nefnd þeirri, er Búnaðarfjelag íslands skip- aði í vetur. 1 nefnd þeirri bafa þeir setið, Thor Jensen, formaður, Halldór Vilhjálmsson og Sigurður búnaðar- málastjóri. Skilaði nefndin áliti sínu t'i Búnaðarfjelagsins í gær. Búist er við, að þetta. þing standi lengur yfir en vant er. Meðal farþega á Goðafossi í gær: þingmennirnir pórarinn á Hjalta- bakka, Jón Auðunn Jónsson, Sigurjón Jónsson, Ingólfnr í Fjósatungu, Há- kon í Haga, Halldór Stefánsson, Bernharð Stefánsson, Einar Arnason, Guðmundur i Á:si. — Fná ísafirði: Magníis Thorsteinsson bankastjóri, Helgi Guðmundsson banknstjóri, frk. An:i;i r! iio: -. ieinsson, Stefán Sigurðs- son frá Vigúr, Árni Gíslason fiski- matsmaður, Jóhann porsteinsson k;; upmaður. Áheit á Elliheimilið Grund. N. N. 5 kr. p. K. 5 kr. Frú G. Bl. 100 kr. Old maid 10 kr. N. N. (í brjefi) 20 kr. Nafnlaust brjef 25 kr. Afh. Morgbl. 10 kr. 4. febr. 1925. H ar. Sigurðsson. Ólafur og fuglarnir. Fyrir stuttu var frá því sagt hjer í blaðinu, að Dýraverndunarfjelagið hefði kært Ól. Friðriksson fyrir illa meðferð hans á fuglunum, er hann hefir haft suður með Tjörninni. Er nú dómur fallinn í málinu í undirrjetti, og hefir ölafur verið dæmdur í 50 króna sekt. I rannsókn málsins var meðal annars leitað álits Bjarna Sæmundssonar náttúrufræðingsi og Magnúsar Einar- sonar dýralæknis, og töldu þeir báðir meðferðina hafa verið illa á sjófugl- unum. Óli.fur mun ætla að áfrýja dómnum til hæstarjettar. / Sjera Hálfdán Helgason hefir ný- lega verið skorinn upp við kviðsliti. Gerði Matthías Einarsson skurðinn. Sjera Hálfdáni líður sæmilega vel. Knattspyrnufjelag Rvíkur heldur hinn árlega dansleik sinn á laugar- daginn kemur í Iðnó. Er þess vænst af fjelagsstjórninni, að aðgöngumið- ar sjeu sóttir í dag. Utsire, flutningaskip, sem lijeðau fór í fyrradag, kom inn aftur í nótt, hafði fengið áfall og brotnað eitt- hvað, og kom því aftur til þess að fá viðgerð á skemdunum. Verslunarmannafjelag Rvíkur held- ur fund í kvöld, samanber auglýsingu í blaðinu í dag. Dr. Kort K. Kortsen flytur erindi í dag (fimtudag) í Háskólanum kl. 6, um nútíðarbókmentir Dana (J. P. Jaeobsen. Aðgangur er ókevpis fvrir iilla. Goðafoss kom hingað í gær um kl. 3. Lagðist hann fram á höfn, komst ekki upp að uppfyllingu vegna þess, að í sama mund og hann kom á ytri höfnina, Ijet hafnarstjórnin erlent flutningaskip fá það pláss sem laust var við höfnina. Er þetta dálítil ónær- gætni við farþega, >em voru á fjórða hundrað með skipinu. Og sjálfsagt er að láta farþegaskip, sem sigla eftir fastri áætlun, sitja fyrir skip- ura, sem h.jer koma endrnm og eins. Goðafoss mun ekki hafa komist upp að Uppfyllingu fvr en klukknn 6 eða 7, og varð þó að leggjast við hlið Iþessa erlenda flutningaskips. Llancl fer frá Akurevri nleiðis hingað á laugardaginn. Fermingarbörn fríkirkjunnar eru Ibeðin að koma til viðtals í fríkirkj- una í dng kl. 5 e. h. Halldór • Steinsson alþingismaður komst ekki suður til þings með Goða- fossi, eins og hann liafði ætlað sjer. Fór skipið fram hjá Ólafsvík í gær vegna illveðurs. Biðu og fleiri far- þegar í Ólafsvík, eftir skipsferð suður. „Jan‘ ‘ fisktökuskip, kom hingað í gær úr hringferð kringum land. Tók það fisk fvrir ProppéJiræður á ýms- um höfnum og bætir hjer við farminn. Valpole kom frá Englandi í gær. Kom hann með allmikið af beitu- síld, sem keypt hafði verið í Skot- landi. Kemur hún í góðar þarfir, því síldarlítið er hjer. Vörubílastöð íslands, Hafnarstr»ó 15, (inngangur um norðurdyr húss- ins). Sími 970. Dansskóli Sig. Guömundssonar. — Dansæfing í kvöld kl. 9 í BíókjaJIsr" anum. Kenni Taiigo-foxtrot og nýj*° marsukka. I ViSekifti. I Morgan Brothers vín> Portvín (double diamond).. Sherry, Madeira, eru viðurkend best. Handskorna neftóbakið úr Tóbaks húsinu er viðurkent fyrir hvað fínt oi' gott það er. Góð og ódýr kassaepli selur Tó- oakshúsið. Fjórar tegundir af Cigarettum hefií" Tóbakshúsið, sem hvergi fást annars- staðar í bænnm, og kosta frá til 3x/2 aur. stykkið. petta er lægsta* Cigarettuverð á landinU. Vindlar, í 5 og 10 stk. nýtískubúnt- um, seldir mjög ódýrt í TóhakshúS" inu. Túlipanar. Amtmannsstíg 5. Sím • 141. Verulega 1 •:y 0n. ódýr drengje-' frakkaefni, blá Sheviot í ctrebgjafötj- sjerlega ódýr. Ásamt allskonar smá- vöru til saumaskapar. Guðm. B. VikaTj Laugaveg 5. Hyasinthur kr. 1,25. Amtmannsstíg 5- Lítið hús, óskast keypt. A. S. í • vísar á. Hveiti, haframjöl, hrísgrjón. Kaup- ið strax áður en verðið verður vit" laust. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. ____ -'ni ■ 1 " "■■■ —..... 1 25 aura kosta bollapör hjá mjer '*■ clag og á morguu. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. HflH Tapaí. — Fundia. W0i' Merktur frakki hefir fundist. — Upplýsingar í síma 824. HEIÐ A-BRÚÐURIN. _ lifandi enn. En faðir Bonefacius heldur því fram, og fjöldi manna með honum, að Andor muni koma hingað einhvern góoan veðurdag, ef til vill ekki fyr en Páll gamli frændi hans er <lauður. En þá yrði hann ríkasti maðurinn hjer um vdóðir, .jafnvel ríkari en þú, Béla, bætti Irma glottandi við. — Haltu þverrifunni á þjer saman, sagði Béla, hinn reiðasti og leit grunsamlega til Elsn. — 'Sagði jeg ekki, að jeg hefði aldrei lagt trúnað á 'þetta þvaður, mælti Irma og hækkaði röddina, og hefi jég fckki altaf verið að prjedika dauða Andors fyrir Elsu í rúm tvö ár. En þú þarft ekki að vera hræddur, sagði Irma.lægra, -og sneri sjer að pottunum. Elsa heyrði ekki hvað við vorum að tala um. pegar hún er að tala við föður sinn og syngja fyTÍr hann, er óhætt að skjóta af fallbyssn rjett við ejirað á henni. pú getnr sagt hvað þú vilt, Béla, hún hevrir ekki nokkurt orð. — Já, sagði Béla, og komu harðneskjulegir úrættir í andlit hans, það lítur út fyrir að þú gleymir þVÍ, að hjeðan af á Elsa að hlýða mjer. Og það skal jeg fljótlega kenna ’henni. Elsa! hrópaði hann með skipandi rödd. pegar ekki leit út fyrir að Elsa heyrði til hans, og að hún hjelt áfram að raula fyrir sjúklinginn, varð Béla afar- reiður. Æðarnar í andliti hans þrútnuðu, augað skaut hat- ur.ineistum. Pannig stóð hann um stund, en svo laust hann kreptum hnefanum í borðið og hrópaði fullum hálsi: Elsa! Hevrirðu hvað jeg segi! VI. KAFLI. Trygð Elsu. ELsa sneri sjer nú við ofurrólega. Var hvorki að sjá á henni undrun eða gremju yfir þessum ruddalegu aðförum mannsefnisins. í út.liti hennar hefði þó aðgætinn maður get- að sjeð skapbrigði, sem einstöku sfnnum höfðu sjest þar síð- ustu árin, en fáir veitt eftirtekt. pað útlit benti á undir- gefni við örlögin, að sæt'ta sig við það, sem varð að vera. Elsa hafði elskað Lakatos, fallega, hrausta mann- inn, sem beðið hafði hennar fyrir fimm árum. Og hún hafði lofað honum, að híða eftir honum í 3 'áT. Og það hafði hún gert, þolinmóð, róleg og st-ælt, þrátt fyrir ýmsar öflugar til- raunir, sem gerðar voru til þess að fá hana til að giftast. Hún var fegursta kona hjeraðsins, og biðlarnir streymdú til hennar tugum saman. Hún neitaði Iþeim öllum, þó þeir væru auðugir og fallegir. Og hún neitaði einnig bænum og fortöl- um móður sinnar. Hún vonaði altaf, að Andor kæmi aftur. Og hún var ung erinþl. pað.grunaði engau, hvers vegna Elsa var svo föst f>T*r í þessu efni. Engan grunaði leyndarmál hennar, og engiiú’'' vissi um loforð hennar til Andors og ást hennar á honu111' — og móðir hennar allra síst. Flestir litu svo á, að þeUft væri þrái og dramb, þegar hún hrvggbraut elsta son borgM' stjórans, og son ríka kaupmannsins frá Sai:««ö, þá fór fólfc' inr ekki að standa á sama. Móðir hennar talaði þá alvarlega við hana. En það hc11, engan árangur. Elsa svaraði ekki öðru en þessu: — Jeg vil ekki gifta mig strax. Irma sá, að svo búið mátti ekki standa. Elsa vai’ð ft giftast, og helst vellríkum manni. Atburðirnir komu IrIíl_l líka til lijálpar. Kabus gamli fjekk slagið, og Elsa varð eftl •• • svo það jafnan að vera lieima við og stunda föður sinn, múðir hennar gat altaf haft auga með henni. Svo fóru biðlarnir að streyma að. Ötulastur <>g P°^1 móðastur var Béla Erös, og hann var nú ekki sá versti, h efnin snerti.Og Irma vissi það, að Bóla hafði heitiö þvi ' ^ löngu, að kvongast Elsu, og fór sú heitstrenging þvl ve* S’ an við áforni hennar. Elsa hafði aldrei sýnt honum neitt sjerstakt , kom fram við hann svipað og aðra. Hann kom öðruhvo 1 kvonbænaerindum, og Irma játaði því fvrir sína 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.