Morgunblaðið - 08.02.1925, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskilinur
Trawlgarn
Saltpokar
Simi 720.
IPappirspokar
allar stærðir Ódýrast í bænum
Herluf Clausen.
Simi 39.
Sælgæti, allskonar
og
Eplin, góðu
selur
músk)
Leifur Sigurðsson
endursk. Pó*th.etr.2. E3. 10—L
Br jafnan reiöubúinn til «8
semja um endnrskoStm og bdk-
hald. — 1. fL íslensk vÍBn*.
hámarksverð verið sett á fisk, á-
samt með ýmsum öðrum matvæl-
um; þetta gierðist einmitt á þeim
tíma, sem lægst var verðið á fisk-
inum, og var hámarksverðið á-
kveðið í samræmi við það verð,
sem þá var ríkjandi þar á mark-
aðnum. Kkömirm eftir að þetta
gerðist tók verðið að hækka til
muna, bæði í framleiðslulöndunum,
Islandi og Noregi, og eins í öðr-
um hjeruðum Spánar, og gefur
það að skilja, að þessi takmörkun
á rjetti kaupendanna til að ráða
verðj sínu, hlaut að verða til hins
mesta hnekkis fyrir viðskifti vor
við þetta hjerað, enda fór svo,
að innflytjendurnir í Barcelona
þorðu um tíma alls ekki að gera
'nokkur kaup á fiski, því það var
þá látið í veðri vaka, að þetta
hámarksverð mundi verða látið
haldast framvegis um óákveðinn
tíma. Loksins fór þó svo, eftir
langa hríð og miklar njálaleng-
ingar, að innflytjendurnú: fengu
vilyrði fyrir því, að þamn fisk,
er þeir keyptu eftir að verðið
var farið að hækka, þ. e. fyrir
hærra verð, en svaraði hinu þá-
gildandi hámarksverði, skyldu
þeir mega selja fyrir innkaups-
verð að viðbættum einhverjum lít-
ilsháttar hagnaði. pessar ráðstaf-
anir pm verðhömlur eru enn í
gildi í Barcelona og er eikki 'búist
við að þeim verði ljett af fyrst um
sinn.
Jeg tel engan vafa á því, að
þessar hömlur hafa verið oss til
mikils óhagnaðar, og að þær hafa
tafið fyrir eðlilegri verðhækkun,
þó ekki hafi tekist me'ð þeim að
stöðva hana algerlega.
Markaðurinn fyrir óverkaðan fisk í
Ítalíu eykst stórkostlega.
Hjer hefir nú til þessa, verið
talað eingöngu um spánska mark-
aðinn. Bn um hinn aðalmarkað-
inn fyrir íslenska fiskinn, Ítalíu,
er það að segja, að þar var verð-
lagið talsvert stöðugra, >en [hækk-
aði jafnt ög þjett frá því fyrsti
fiskurinn kom á markaðinn, og
þar til komið var fram undir
nýár. En það sem sögulegast er d
því efni, er þó þaö, að heita má,
að þar hafj opnast til fullnustu
einmitt á síðastliðnu ári, nýtt svið,
þar sem er markaðurinn fyrir
óverkaðan fisk, þ. e. fisk upp úr
salti. Að vísu hafa á síðustu und-
anförnum árum flust þangað nokkr-
ir f^rmar af þessari vörutegund,
bæðí frá Islandi og Færeyjum, en
það er þó ekki fyr en á þeirri
kauptíð, sem nú er að líða, að
þess gætir nokkuð að mun, og
hafa nú selst þangað mörg þúsund
smálestir af óverkuðum fiski.
Jeg hika elkki við að segja, að
þessi nýji markaður, ef svo mætti
kalla, sem þarna hefir opnast,
hefir orðið oss í svo ríkulegum
mæli hjálparhella, að vjer eigum
það honum að þakka, að vjer
getum nokkurnveginn rólegir
horft fram á sumarið og hina
nýju kauptíð. Eins og kunnugt
«r, gerðist það á síðastliðnu ári,
sem ekki hefir komið fyrir fyr
frá því, er íslenskur togaraútveg-
ur byrjaði, að afhragðs afli
hjelst fyrir vestan land alla tíð,
að heita iná, frá vetrarvertíðar-
lokum, og fram undir áramót, eða
jafnvel fram á þennan dag, og
hefir mestallur þessj afli verið
saltaður.
Ítalíumarkaðurin hjálparhella vor. —
Aflinn af Vestfjarða-miðinu frá í
sumar kemst þangað.
Eins og gefur að skilja, hefði
ekki verið hægt að verka nema
minstan partinn af öllum þessum
fiskj á sumrinu, og vitanlega ekk-
ert af því, sem aflaðist frá því
í septembermánuði og fram úr.
Ef allar kringumstæður hefðu nú
verið eins og áður, alt fram til
síðastliðins árs, hefði því orðið
að geyma megnið af þessum fiski
yfir veturinn, taka síðan til að
verka hann með vorinu, samhliða
nýja vertíðarfiskinum, og bjóða
hann út á markaðinum samhliða
hinum. pað má áætla, að þessi
haust- og vetrarsaltaði fiskur, þ.
e. sá fiskur, sem aflast befir frá
því í ágiist—septbr.mánuði, og fram
til áramóta, ‘hafi numið, miðað við
íullverkaðan fisk, hjer um bil 10
til 12 þús. smál. Þetta er, eins og
sjá má, ekkert smáræði, og jeg
er ekki í nokkrum minsta vafa
um, að ef allur þessi fiskur hefði
legið í salti til vorsins, og verið
verkaður og boðinn út samtímis
nýja fiskinum, þá hefði orðið verð-
hrun á spánska markaðinum.
En nú hefir farið svo, að bókstaf-
lega talað, þessi allur fiskur hefir
verið seldur upp úr salti jafnóðuin,
til Italíu og Englands, nema eitthvað
tiltölulega lítilsháttar, sem verið
er að húsþurka og á að senda til
Spánar, nú, yfir vetrar- og vor-
mánuðina. pað er því ekiki of mik-
ið sagt, að þessi nýi saltfisks-
markaður á ftalíu, hefir að þessu
sinni beinlínis orðið til þess að
bjarga verðlaginu á komandi kaup-
tíð frá íyrirsjáanlegu hruni.
Horfurnar og gengið.
prátt fyrir þetta, og þrátt fyrir
það, að fiskur he’fir til þessa verið
í mjög góðu verði í markaðslönd-
unum, verður þó tæplega sagt, að
horfur geti talist jafngóðar nú
eins og var í fyrra um þetta leyti.
pess er fyrst að gæta, að eitt-
hvað meiri birgðir munu vera af
verkuðum fiski nú en í fyrra um
þetta leyti, ýmist óselt, ósent, á
leiðinni, eða fyrirliggjandi þar
syðra. Húsþurkaður fiskur mun
verða með meira móti í vetur og
í vor, og dregur það vitanlega
nokkuð úr sölunni á sólþurkaða
fiskinum. En það sem einna alvar-
legast hlýtur að vera, í þessu sam-
bandi, í augum allra framleið-
enda, er' hið háa og síhækkandi
gengi krónunnar. Islensk króna
hefir, síðan í fyrra um þetta
leyti, hækkað í verði um hjerum-
bil 18%, miðað við pd. sterl.
Miðað við peseta hefir ísl krónan
hækkað jafnvel enn meir, og því er
það, að ef verðlag væri það sama
á Spáni nú, eins og það var í fyrra,
þá fengju framleiðendur hjer yfir
20% lægra verð í krónum, en þeir
fengu í fyrra. peir myndu með
öðrum orðum, með núverandi
gengi, ekki fá meira en rúmlega
160 kr. fyrir skpd, þó markaðs-
verðið væri það sama og það var
í fyrra, og sem gerði fisklkaup-
endum það kleyft að borga þá
200 kr. fyrir skpd. petta er þeim
líigfús Guðbrandsson
klæöskeri. Aðalstræti 8'
Ávalt vel birgur af fata- og frakkaefnum þar á meðal Álafoss- og
Gefjunardúkum. — Sími 47Ö og 1070. Símnefni »Vigfús«.
Li n o leu m - gólfðúkar.
Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð í bænum.
Jónatan Þorsteinsson
Simi 8 6 4.
mun alvarlegra sem aðalkeppi-
nautar vorir, Norðmenn, standa
iniklu betur að vígi en vjer í
þessu efni, og er því hætt við, aS
samkeppnin við þá geti orðið oss
skæð á komandi kauptíð.
En auk þessa, sem talið er, er
enn tvent, sem gerir það að verk-
*
um, að litlar líkur virðast vera
til þess, aS fiskverS verSi jafn-
hátt í ár og það var í fyrra.
Annað er það, að tæplega er
gerandi ráð fyrir því, að fisk-
veiðarnar bregðist aftur í ár við
New-Foundland, ien eins og fyr er
sagt, má beinlínis rekja þangað
ástæðuna til þess, að fiskverðið
ekki einungis hjelst, heldur hækk-
aði síðastliðið sumar. Ef aflabrögð
verða þar hins vegar með eðlilegu
móti í ár, er mjög hætt við, að
fiskverð fari lækkandi þegar kom-
ið er fram á sumarið, eins og oft
hefir orðið áður.
En hitt áhyggjuefnið er há-
marksverðið á lápáni. Þó hingað til
haff aSeins eitt hjeraðið þar orðið
til þess aS nota sjer heimildina til
aS ákveSa hámarksverð á fiski,
þá má þó aldrei gleyma því, að
sama heimild er til staðar fyrir
hm hjeruðin, og veit enginn hve-
nær þau kunna að nota sjer hana,
og getur vel svo farið, að hámarks-
verð á fisiki verði ákveðið um all-
an Spán, áður en menn varir. —
Hinir spánversku fiskkaupmenn
eru vitanlega ekki blindir fyrir
þessum möguleika, og er fhætt við,
að það hljóti að draga úr kaup-
getu og kaupvilja þeirra, aS eiga
ávalt slíkt yfir höfSi sjer.
AS öllu þessu athuguSu virðist
mjer, aS horfurnar um komandi
kauptíS sjeu, því miSur, mjög
fjarri því aS vera glæsilegar. —
Annars vegar er vissa um þaS, aS
verSmæti fisksins hjer innanlands
hlýtur að rírast mjög, vegna hins
hækkaSa gengis, og hins vegar ier
óvissan um aSstöSuna í markaSs-
löndunum; sú óvissa er aS vísu
altaf til staSar, en aS þessu sinni
verSur hún enn tilfinnanlegri
en endranær.
um |
Með s í ð u s t u iskipum
fengum við
bláröndótt
Karlmanna-
föt
sem við seljum á
85 krónur.
Vöruhúsiö.
IE
ö. .
S i m ari
24 verslunin,
23 Poulaen,
27 Fossberg.
Klapparstíg 29.
Fiskbursiar
Tvistur og Ljereft
selt mjög ódýrt.
Tvistau frá kr. 1,20 pr. meter
Ljereft frá kr. 1,30 pr. meter
og margt fleira.
Nýkomið mikið af góðum
vetrarfrökkum
seldir fyrir 45 krónur.
Versl. Klöpp
Laugaveg 18. Sími 152*
Munið A. S. I.
Simi 700.
EEIÐA-BBÚÐUBIN.
jeg krafðist þess, að við byðum Klöru Goldstein til hátíð-
arinnar og dansleiksins á morgun.
— Nú — rjett er það. í sannleika sagt, get jeg heldur
ekki skilið, hversvegna þú ert að dragnast með þessa Gyð-
ingastelpu.
— pað kemur engum við, svaraði Béla. pað er jeg,
sem borga alt saman — er ekki svo?
— Jú, það gerirðu að vísu, sagði frma. Við getum ekki
haldið hátíð fyrir Elsu kvölidið áður en hún giftir sig. Og
ef að þú hefðir ekki borgað fyrir kvöldverðinn og Tatarana
og leiguna á skólastofunni, þú hefðuð þið orðið að gifta
ykkur án kveðjuhátíðar.
— pað hefði verið heldur gleðilegt! Hefir nokkur
maður nokkurntíma heyrt, að nokkur stúlka hjerna megin
Maros giftist svo, að henni væri ekki haldið kveðjusamsæti.
Jeg borga eitt og alt vegna þess, að jeg vil, að hátíðin,.
sem haldin er brúði minni, verði glæsilegri og veglegri, en
nokkur þvílík hátíð í magra mílna umhverfi. Jeg hefi ekki
neitt til sparað. Jeg hefi látið einn uxa, tvö svín og einn
kálf, jeg hefi látið kjúklinga. og pylsur og besta hveitið,
sem framleitt er í hjeraðinu. Hvað vínið snertir.... nú,
um það hefi jeg það eitt að segja, ag greifinn á það ekki
betra í kjallara sinum. Jeg hefi látið þetta alt saman með
gleði. En — þegar jeg hefi gert þetta, ákveð jeg, hverjum
boðið er. Hið síðasta sagði Béla á þann hátt, að auðsjeð
var, að han nætlaðist ekki til, að sjer yrði mótmælt.
Irma vissi ekki hverju hún ætti að svara. Hún ljet
sjer því nægja að ypta öxlum og hræra rækilega í pottinum.
Elsa sagði heldur ekki neitt; hún hafði hlustað á tilvondi
mann sinn róleg og stilt. Ekki varð sjeð á andliti hennar
hvaða umbrot áttu sjer stað í sál hennar.
— Jeg geri ráð fyrir, sagði Béla eftir all-langa þögn,
að þú sjert á móti því, að jeg bjóði Klöru Goldstein á há-
tíðina á morgunf
peseari spumingu svaraði Elsa blátt áfram og hiklau,t'
— Já, jeg er þvi mótfallinn.
Má jeg spyrja um ástæðuna?
— Hátíð sú, sem haldin er ungri stúlku kvÖldið áðuí
en hún giftir sig, á ekki að vera fyrir aðra en vinstúlkur
hennar. Klara Goldstein hefir aldrei verið vinkona min-
Bél&
— Hún á þó hjer heima, — er ekki svo? spuroi
og reyndi til þess ítrasta að vera rólegur. Hann hafði s
upp, og stóð nú frammi fyrir unnustu sinni, svipljótur
herðabreiður, og hafði stungið báðum höndum í buxnava
sína. petta var ófríður, skapillur, harðlyndur maoiir, ^
auðsjeð var á, að ætlaði að verða húsbóndi á sinu
— Klara Goldstein á hjer heima, endurtók tiann’^^D
þrýsti sjálfum sjer til að tala nokkurnveginn stillilo?a’
er vinkona mín — er ekki svo? ,
— pað getur vel verið, að hún sje vinkona ^
svaraði Elsa blíðlega, og bjer býr hún. En hún er
af okkur. Hún er Gyðingur, við erum TJngverjar.