Morgunblaðið - 10.03.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1925, Blaðsíða 2
2 MORGUN BL ABIB Leitán hafin. Möanum gei<öist l\i'átt órótt, pég&r séinkaði kom.u þessara 2ja togara, „Leifs Heppna“ og „Ro- l»ert»ons“, og vönum sjómönnum *varð öllu órórra fyrir það, að Skipin voru tvö, sem vantaði. — Enganveginn þótt'. mönnum samt sjálfsa gt, að skipin ihefðu farist 5 veðrinu; þau gátu verið að trekjast einhversstaðar með brot- an stýri og bilaða vjel; þau gátu legið e’nhversstaðar inni á Yest- fjörðum, og etoki komist þaðan kjálparlaust til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar. En hvað sem um þetta kynni a® vera, þá brunnu menn aÆ löngun til að vita eitthvað um þessi skip, <og veita þe:m hjálp, ef þau þyrftu tjálpar við, og hjálp væri hægt að veita; og togaraeigendur 6g ■útgerðarmenn vildu alt í sölurnar leggja, ekkert til spara, til að jgera það, sem í mannavaldi stæði, fogurum þessum til hjálpar, ef §)eir væru nauðulega staddir. En hjer var ekki hægt um vik. Allir togarar voru meira og minna bilaðir og brotnir eftir vóðrið mikla, og gátu alls ekki farið út, fyr en eftir nokkra daga. ®n hins vegar litu menn svo 4, «ð ef þessir tveir togarar væru oinhversstaðar úti í hafi nauðu- lega stadd'r, þá þyrfti að vinda bráðan bug að því, að leita að þeim og veita þeim hjálp. Fimtudaginn 12. febrúar fór því landsstjómin þess á leit við varðskipiö “Fyllu“, að skreppa vestur fyr'r land, skygnast nm eft 3r þessum tveimur togurum inni á fjörðum og fara um þær slóðir, þar sem þeirra gæti helst verið von. Yfirmaðurinn á „Fyllu“ tók þess- um tilmælum vel. „Fylla“ fór íiíðan vestur fyrir land og leitaði alstaðar þar sem henni þótti lík- :legast; en hún varð einskis vís- ari um örlög þessara tveggja skipa, og hvarf hún við það hing- að suður aftur; kom til Reykja- víkur 15. febrúar. iLeitnmi haldið áfram. Allur togara- flotinn leggur út að leita. Daginn eft'-r að Fylla fór í leit- ina vestur og norður, 'hjeldu út- gerðarmenn hjer ‘í bænum fund, og var þar afráðið, að ef ferð „Fyllu“ yrði árangurslaus, þá tækju þeir þetta mál í sínar hend- nr. Skyldi þá leggja í nýjan leið- angur og allir ferðafærir togarar taka þátt í bonum. Sunnudaginn 15. febrúar lögðu 12 togarar út hjeðan úr Reykjavík. v.ndir forx-stu Magnúsar Magnússon ar framkv.stj. En átta togarar voru aneð loftskeytiún kallaðir sunnan af Selvogsbanka, undir forustu Muðm. ♦Tónssonar á Skallagrími. og áttu þeir að hitta hina suður og vestur í hafi, og hittu þcir þá á mánu- dagsmorguninn þann 16. febr. — Aðalforingi ferðarinnar var Magn- ús Magnússon framkv.stj. Þessi togarafloti raöaði sjer til þess að gagnleita ákveðið svieði nál. 200 sjómílnr á hvern veg. Ajt, leitarsvæðið hugðust þeir að gerleita á tveim til þrem dögum. FimtudagskvöldiS 19. febrúar komu margir togararnir aftnr úr Seiðangri þessub), og höfðu þeir ekk- ert fundið og einskis orðið vísari; var þá allur flotinn búinn að leita rækilega á 18.000 férsjómílná svæSi. þriCja og Slðasta tilxatm. | pó að enghin yrði árangUr ag leit togaraflotans, þá voru út- gerðarmenn sarnt ekki enn af baki dottnir; þeir vildu gjöra enn eina tilraun, vildu enn betur leita af sjer allan grun. Var þá það ráð tekið, að fá varðsk'pið „Fyllu“ á nýjan lei'k, og láta tvo togara fylgja henni, sem Ijettiskip. Enski útgerðarmaðurinn Hellyer í Hafn- arfirði, eigandi togarans Rohert- . sons, lagð: ennfremur til í þennan : leiðangur tvo togara a:ð sínu leyti. | Auk þess hafði hann fengið lof- orð ensku stjórnarinnar um, að j hún skyldi senda hingað tvö her- skip, til að taka þátt í' leitinni. Áttu þessi 6 gkip að taka þátt í þessari leit, og le:ta svo ólíklega sem líklega, leita lengra norður og vestur, og með röndinni á Græn- lrndsísnum. priðjudaginn 24. febrúar lagði Fylla á stað í þennan síðasta leið- ar.gur, og með henui íslensku tog. ararnir Skúli Fógeti og Arinbjörn Hersir, og tveir enskir úr Hafnar- firði; en ensku herskipin ætluðn þessi skip að hitta í liafi en úr lfomu þeirra varð ekki eins og kunnugt er, Úr þessari leit var komið aftur hinn 6. þ. m. Árangur hennar var enginn. Eru mi horfnar allar von- i” um það, að þessir tveir togarar sjeu ofansjávar. Hafa þe:r eflaust báðir farist í veðrinu mikla með allri áhöfn, 67 mönnum. Er það öllum mönnum meira sorgarefni en svo, að því verði með orðum lýst. Skip og skipshafnir. Eins og áður er tdkið ifram, voru það togararnir Leifur Hepni úr Reykjavík og Robertson úr Hafnarfirði, sem ekki hafa komið fram, og sem telja verður að far- ist hafi. peir voru bá skip og vel útreiddir í alla staði, Leifur um það 4 ára gamáll; báð- ir voru þeir skipaðir hinum vösk- ustu mönnum á besta aldr.'. Skipshöfnin á Leifi Hepna var þessi: • 1. Gísli M.. Oddsson, skipstjóri, 39 ára, Skólavörðustíg 3; giftur. 2. Ingólfur Helgason, 1. stýrim., 32. ára, Vesturg. í Hafnar- firði, giftur. 3. Ásgeir Þórðarson, 2. stýrim., Bergstaðastræti 37, 27 ára, ógiftur- 4. Sigmundur Jónsson, Laugav. 27, 24 ára, ógiftur. 5. Jón Guðmundsson, Frakkastíg 23. 36 ára; kona og 3 börn. 6. Ólafur Gíslason, Hverfisgötu 32, 21 árs, ógiftur. 7. porbjörn Sænmndsson, Berg- þórugötu 4, 27 ára, ógiftur. 8. Oddur Rósmundsson, Berg- þórugötu 7, 28 ára, ógiftur. 9. Ólafur Brynjólfsson, L:ndar- götu 14, 17 ára, ógiftur. 10. Sigurður Guðmundsson, Vill- ingadal, Önundarfirði 32, ára, ekkjum., 3 börn. 11. Sigurjón Jónsson, Bergstaða- stræti 30 b, 19 ára, ógiftur. 12. Helgj Andrjesson, Mjóstræti 4, 66 ára, giftur, uppkomin böm. 13. Valdimar Árnason, Hverfisg. 16, 32 ára, ógiftur,, 1. vjel- stjóri. 14. Jón Sigmundsson, Laugaveg 50, 52 ára, giftur, börn. 15. Ólafur Þorleifsson, kyndari, Vatnsstíg 4, 27 ára, ógiftur. 16. Jón Hálfdánarson, Hafnarstr. 18, 44 ára, giftur, 3 böm. 17. Randver Ásbjörnsson, Rauð- arárstíg 9, 17 ára, ógiftur. 18. Jón C Pjetursson, bátsmaður, Vesturg. 25 b, 35 ára, ógiftur, bústýra og 4 börn. 19. Jón Jónsson frá Stykkishólmi, 23 ára, óg'ftur. 20. Sigurður Bachmann Lárusson, Bröttugötu 6, 16 ára, ógiftur. 21. Sig. Jónsson, Miðstræti S b, 51 árs, giftur, kona og tvö börn. 22. Sigurður Albert Jóhannesson, Hverfisgötu 16, 25 ára, ógiftur. 23. Jón II. Einarsson, 2. vjelstjóri, Njálsgötu 39 b, 31 árs, ógiftur. 24. Björgvin Friðsteinsson, kynd- ari, Laufásveg 27, 22 ára, ógiftur. 25. Ólafur Jónsson, matsve’mn, Laugaveg 38, úr Barðastrand- arsýslu, 24 ára, ógjftur. 26. Jónas Guðmundsson af Akra- nesi, 41 árs. 27. Sveinbjörn Elíasson, úr Bol- ungarvík, 19 ára, ógiftur. 28. Sveinn Stefánsson, frá Mið- búsum í Garði, 30 ára. 29. porlákur Grímsson,- úr Rúf- eyjum á Breiðafirði, 25 ára. 30. Jón Sigurðsson, úr Dýraf rði, 31 árs. 31. Stefán Magnússon, Njálsgötu 32 b, 31 árs, kona og 3 börn. 32. Magnús Brynjólfsson, loft- skeytam., Lingarg. 14, 23 ára, ógiftur. íslenska skipshöfnin á Robert.- son var þessi: 1. Einar Magnússon, skipstjóri, Vesturg. 57, Rví'k, 36 ára, kona og börn. 2. Björn Árnason, 1. stýrim., Laufásveg 43, 31 árs, kona og böm. 3. Signrður Áraason, 2. stýrim., Rvík, 26 ára, óg:ftur, 1 bam. 4. Bjarni Eiríksson, Reykjavík- urveg 22, HaJfnarf., bátsm., 28 ára, kona og 3 börn.^ 5. Jóhann Bjarnason, úr Árnes- sýslu, 25 ára. 6. Gvmnlaugur Magnússon, úr Barðastrandarsýsln, 33 ára. 7. Einar Helgason, Geirseyri, Patreksfirði, 25 ára. 8. Anton Magnússon, Vatneyri, Patreksfirði, 23 ára. 9. Halldór Guðjónsson, úr Barða- strandarsýslu, 28 ára. 10. Erlendur Jónsson, Suðurgötu 24, Iíafnarf., 33 ára, ekkjia og 5 börn. lí. pórðnr pórðarson, Vestur- hamri, Hafnarf., 51 árs, kona og 10 börn. 12. Tómas Albertsson, úr Rang- árvallasýsTu, 28 ára. 13. Sigurjón Guðlaugsson, Hverf- isgötu 5, Hafnarf., 25 ara. 14. Bjarni Árnason, Grund á Kjalarnesi, 40 ára, kona og mörg börn. 15. Valdimar Kristjánsson, úr Patreksfirði, 31 árs. 16. Halldór Sigurðsson, af Aikra- nesi, 19 ára. 17. Ólafur Erlendsson, Linnetsst., Hafnarf., 27 ára. 18. Ólafur B. J. Indriðason, úr Tálknafirði, 27 ára. 19. Ámi Jónsson, pingholtsstræti 15, Rvík, 50 ára. 20. Jón Ólafsson, úr Barða- strandarsýslu, 26 ára. 21. Einar Hallgrímsson, Vestur- í brú 17, Hafnarf., 20 ára. 22. Magnús Jónsson úr Flatey, | loftskeytam., 21 árs. 23. Jón Magnússon úr Rvík, 29 ára, kóna og 3 börn. | 24. Vigfús Eliasson, úr Rangár- vallasýsiu, 26* ára. i 25. Egill Jónsson, Syðri-Lækjarg. 24, Hafnarf., 35 ára, kona og 5 börn. 26. Óli Sigurðsson, frá Nesi í Norðfirði, 25 ára. 27. Óskar Einarsson úr Rvík, 20 ára. 28. Kristján Karvel Friðriksson, úr Rvík, 47 ára. I 29. Jóhannes Kr. Helgason, Vest- urbrú 3, Hafnarf., 24 ára. ! Auk þessara manna voru á J skipinu 6 Englendingar, og era nöfn þeirra hjer ekki talin. pegar stóíþjóðirnar eiga í styr- jöldum og blóðsúthellingum og eru búnar að heyja hinar miklu i og mannskæðu fólkorustur, þá er það vani þeirra, að láta birta lang- ar og sorglegar skrár yfir nöfn þeirra manna, sem fallið hafa, eðít sem týnst hafa, svo að enginn veit,: hvað um þá hefir orðið. Eftir þessum skrám bíða menc með eftirvæntingu, með von og kvíða, og margir lesa þær n :ð hjartasorg og heitum tárum; .mð eru nuSvjtafS einkum þeir, ivsm finna á þeim nöfn ástvina siana og vandamanna. Einu orusturnar, sem við íslend ’ngar heyjum, eru orusturnar við höfuðskepnurrlar, við ofsarok og æstar öldur. En í þeim ornstum bíðum við stundum það mannfsdl, sem samgildir mannfallinu, sem stórþjóðirnar bíða. í ’ orustum þeirra á vígvöllunum hver við aðra. Nafnaskrárnar 'hjer að framan sýna mannfallið, sem orðið hefir í veðrinu mikla i liði sjómanna- stjettarinnar íslensku. pær sýna, að margur á eftir þetta voðalega manntjón um sárt að binda í láti eiginmianna, feðra og sona, og að það er meira en lítið tjón, sem þjóðin í heild sinnj hefír orðið fyrir. pó að mannskaðarnir háfi oft. v-erið bæði margir og mikl’a' og skapað þjóðinni stórtjón og eignamissi, þá er þetta slys samt efalaust eitt það allra dýrasta, sem okkar litla þjóð hefir urðið fyrir. pað hefir víst aldrei annað ‘ins verðinæti farið í sjóinn hjer á ís- landi; en þó mundu eflaust allir meta eignatjónið að er.gu, ef hægt hefði verið að kaupa mennina úr helju, sem á skipumim vorn. „Eigi má jeg á Ægi ógrátandi Úta.“ Ekki væri það nema náttúrlegt, þótt margur maður hjer á ..andr bæ'ði karl og kona, tæki sjer fyr og seinna þessi orð í munn, því margur á og 'hefir ótt um sart u® binda af sjávarins völdum „Goldið hefi jeg nú lau-lsskuld- ina af Viðey,“ hafa menn efGr Skúla fógeta. Líkt meguu^ v:ð ís- lendingar segja um sjó nn i kring- um strendnr fósturjarðar vorrar. pað er mikið, sem Ægir gefur, þegar „góði gállinn“ er á honum. En liann er þungur líka, skattm- inn, sem hann leggur á okkur; svo mun blessuðu fólkinu finnast, sem verður fyrir þeirri þungu raun, að ástvinir þess og forsjár- menn „sökkva í saltan mar“. Pað getur hugsast, að sumum ! miklist svo þetta mikla mannfal!, ’ sein við íslendingar höfum orðið ! fyrir í þetta skifti, að þeir spyrji, hvort jafn stórkostlegt manntjóu ! hafi áður borið að hondum. . Jú, og það sjálfsagt otftar eu einusinni. Það er ekki langt á að minnast, að fyrir 19 árum, eða 1906, urðn á einum degi öllu meirj maim- skaðar en nú i þetta sinn. pá fór- ust, 7. apríl þrjú þilskip hjeðan úr Reykjavík, Sophia Withley, skip- stjóri Jafet Ólafsson, Emelía, 1 • • r • 7 skipstjóri Björn Gíslason, oglngv- 1 ar, s'kipstjóri Tyrfingur Magn- ússon. Á þessum 3 skipum vom. 68 menn. - 26. til 28. sama mánaðar fórust svo aftur 2 þilskip fyrir Vestur- landi; annað hjet Anna Sopbia frá ísafirði, og hitt hjet Kristján, frá Stykkishólmi; á þeim skipnm voni. 20 menn. Þenna sanna mánuð, aprít. 1906, fóru því 88 menn í sjóinn. Margur áttj þá líka um sárt áð b'nda, ekki síður en núna. pað ár drukknuðu alls hjer á landi 123 menn, 94 af þilskipnm og 27 af opnum bátum og í vötn- nm á landi. í slysatrvggiugar fyr- ir þessa 94 menn voru borgaðar kr. 37.600. Mörg fleiri dæmi mætti til tína, sem sýna það og sanna, að e’nnig í þéssnm efnum, mannsköðum og slysförum, er „ekkert nýtt undir sólunni“. l'm það efast enginn, að íslend- ingar eru afburðagóðir sjómenn, hugrakkir, hráústir og harðfengir, að þeim svipar í mörgu til for- feðra vorra, sem sagt var um, að þe'r kynnu ekki að hræðast. Hitt hefir öllu fremur stundum þótt. orka tvímælis, hvort þeir væru einlægt eins varfæmir og aðgætn- ii'. eins og æskilegt væri. En í þessnm éfnum' á það við, a? „hægra er um að tala en í að komast“. Hugrakk' maðurinn tel- nr ]>að hættulaust, hugdeigi maðurinn télur l'ífehaska; og full- huginn kemst oft óskemdur yfir margt það, sem verður hinum hugdeiga að lífs- og limatjóni. Skoðanirnar á því á sjó og landi, bvað sje fært, og hvað sje ófært, fara þannig eftr Þvh hvernig mennirnir eru sj'álfir. V ið, sem heima sitjum, ofta-st í hlýjum ofn- króknum, getum síst lagt þeim lífs- reglur. sem eru út; á rúmsjó að berjast við ofurefli vindar og sævar. Skipstjórarnir og sjómennirnir, sem 'komii norðan atf Hala, segja, að veðrið hafi verið svo afskap- legt, myrkrið svo svart og gadd- urinn svo nr'kiíl, að alt var í raun- inni óviðráðanlegt, og l'ítt hugs- anlegt annað en ftð eitthvað yrði að slysi; þeir bæt.a því meira áð segja við, ;að þakka megi Guði fyrir, aS_ tjónið varð ekki enn- þa meira. Og því miður varð þó tjónið afarmikið; vjer sjáum það eigin- lega glöggvast, ef við berum okk- m og manntjón’ð, sem við höfnm orðið fyrir, saman við aðrar þjóð- ir. — Hefðu Danir átt að verða fyrir sama tjóni, eft.ir mannfjölda, þá áttu þeir að missa * sjóinn á e:n- um degi 2011 menn, Noregur 1630. Svíþjóð 3593. England með Wales 19225, Frakkland 23640, og Pýska- land 36816. Blíka blóðtöku hefir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.