Morgunblaðið - 19.03.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1925, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ THhtmni Tilbuinn ÁBURÐUR Úivegum eins og að unbanförnu 'allar (egunöir af tilbúnum áburöi, svo sem: Horegssa Itpjetur (ca. 13% köfnunarefni). Clhilesaltpjetur (ca. 15,5% köfnunarefni). Brennisteinssúrt ammoníak (ca. 20’/8%köfnunarefni. iLeunasaltpjetur (ca. 26®/o köfnunarefni). Superfosfat 18%. Kalf 37%. VerÖið er aö mun Iægra en í fyrra. Þeir sem panta strax (fyrir 25. mars) og taka áburðinn á bryggju hjer og greiöa viö móttöku, fá sjerstaklega óöýrt verö Bæklingur Siguröar Sigurössonar búnaðarmala- stjóia, um notkun tilbúins áburðar fæst ókeypis á skrif- to fu okkar. Heilbrigðistíöinöi. Fr jettir vikvma 8. — '14. mars. Mænusóttin hefir hvergi gert vart við sig þessa viku. Misling'arnir ganga enn í ýms- xim hjeruðum landsins. — Hjer í Eeykjavík sáu læknar tvo sjúk- linga að því er hjeraðslæknir segir. Kvefsóttin gengur enn, og ber meir eða minna á henni um land alt að því er jeg best veit. Hún -er hvergi hættuleg. Yfirleitt er heilsufar gott. Enn um berklaveiki í sjúkra- j 'húsurn landsins. í sjúkrahúsinu j á Sauðárkrók lágu 13. þ. mán. | 18 sjúklingar þar af 13 með berklaveiki og af þeim 8 með lungnaberkla. Af þessum 13 sjúk- lingum voru 3 innan 15 ára. 8 af sjúklingunum voru úr Sauð- árkrókshjeraði, 3 úr Hofsóshjer- aði og 2 úr Siglufirði. f sjúkrahúsinu á Blönduósi lágu 14. þessa mán., 11 sjúklingar, þar af 6 berklaveikir, enginn brjóst- veikur, 1 iifnan 15 ára, allir inn- ■anhjeraðs. TTtan sjúkrahúss kveðst læknir hafa 5 berklaveika til íljóslækninga, 2 af þeim brjóstveik- i,‘ Einn af þessum sjúklingum úr ■Skagafirði, hinir innanhjeraðs. 17. mars 1925. G. B Vetrarföt. pví miður erum vjer ekki komn iv á hærra menningarstig, íslend- ingar, en að öllum þorra manna er sárkalt mikinn hluta ársins. Tnni í húsunum er kuldi, og stundum svo, að menn fá frost- bólgu í höndur og fætur. peim, sem úti eru, líður illa af kulda, vegna þess, hve fötin eru 'köld og óhentug, og stundum leiðir þetta jafnvel til þess, að menn krókna og verða úti. Að mestu leyti er þetta að kenna fáfræði manna og hirðu- leysi. Ef vjer færum að öllu leyti hyggilega að voru ráði, þyrfti engum að vera kalt, síst til lang-1 frama, og þetta væri mikil fram-' för. En svo er allur vani ríkur,1 að fiestir láta allar leiðbeiningar \ í þessum efnum, eins og vind um | eyiun þjóta. Hvað gerir fötin hlý? Flestir. munu svara því, að það sje efnið í fötunum: ullin, bómullin, hör-' inn, eða hvað sem það mi er.: petta er þó að mestu leyti rangt. Það er loftið í fötunum, sem ger-* ir þau hlý, loftið milli háranna í hverjum þræði, milli þráðanna og milli dúkalaganna. Loftið er hlý- • ast allra hluta, en þó því aðeins, að það standi kyrt, og sje ekki á verulegri hreyfingu. í flestum fatadúkum eru loftholurnar svo smágjörðar, að loftið hreyfist treg j lega, að minsta kosti í logni. Auk hlýindanna, sem af loftinu stafa, bætast svo við hlýindin af dúka- efninu, og mest eru þau í ullar- dúkum. Af þessu, sem hjer er sagt, leið- ir það, að þykkir, gisofnir dúkar eru hlýrri en þunnir, þjettofnir, þó efnið sje hið sama í báðum og jafnmikið. Prjónuð föt eru alla- jafna hlýrri en úr ofnum dúkum, og fátt er hlýrra en góð prjóna- skyrta og þykk peysa utan yfir henni. Slík föt eru líka ljett og liðug, en svo best njóta þau sín, að yst fata komi vindhelt fat, svo ekki geti nætt gegnum gisnu föt- in. Slík vindföt eru allajafna úr þ.jettum, liprum striga, en auðvit- að gjörir lipurt skinn sama gagn og er jafnframt mýkra og sterk- ara. Loðskinnsföt eru flestum föt- um hlýrri. Skinnið að utan tek\ir af allan næðing, en loðnan að inn- an er þykt lag fuit af lofti. Flest- ai flugmannakápur, sem jeg hefi sjeð, eru blátt áfram gjörðar úr hvítsútuðmn gæruskinnum, og það íslenskum, að því er mjer virtist. Loðskinnsföt voru hjer algeng fyrrum, en nú eru þau sjaldsjeð, nema skinnfeldir efnamanna í kaupstöðum. Alþýða hjer hefir lagt þau niður, en í útlöndum eru loðskinnsföt algengur skjólfatn- aður. Öll framför í fataburði og klæðagei'ð almennings er þýðing- armikið mál, bæði hvað heilsu manna snertir, og almenna líðan, en auk þess mikið f jármál. Vetrar- , fatnaðurinn, skjólfötin skifta þó mestu máli. Verður því drepið hjer á fáein dæmi. 1. Vetlingar. Fyr á öldum kunnum vjer ekki þá göfugu list að prjóna. Vetlingar voru þá ann- aðhvort saumaðir úr dúkum eða brugðnir, og má sjá sýnishorn af þeim á pjóðmenjasafninu. Prjón- uðu vetlingarnir voru auðvitað mikiu betri að öllu leyti, og þá not- ar allur almenningur. Góðir, vel þæfðir belgvetiingar, eru og skjól- gott fat, en þó eru þeir ðkki eki- hlýtir í miklum kulda og s’íbrm- um, jafnvel ekki þó tvennir sjeu. pað næðir gegnum þá, og þá hverfa hlýindin. pá er það og mikill galli, að vatnsheldir eru þeir ekki. Útlensku vétrarvetlingarnir eru hetri. Peir eru allajafna gjörðir úr ýmislega sútuðu skinni, og fóðraðir að innan. Ef þeir eru ætlaðir í allskonar vinnu, er skinnið aliþykt og sterkt, en iunga mjúkt, og sæmilega vatnshelt.. — TAðrið er ýmist loðskinn eða ein- iiver hlýr dúkur, sem er saumað- ur innan á skinnið. pað næðir ekki gegnum slíka vetlinga, svo ( hlýindin í innra borðinu njóta1 sín vel. Oft eru slíkir vetlingar fingravetlingar, þó slíkt sje heimska, því belgvetlingar eru rniklu hlýrri og hentugri. Ekki erp þessir vetlingar alls- kostar hentugir fyrir alþýðu, þó góðir sjeu. pað er nokkur vandi að búa þá til, og erfitt að hreinsa fóðrið, ef það óhreinkast. Hjá slíku verður þó ðkki komist, ef unnið er með vetlingunum, og höndur þá oft og einatt óhreinar. Góðir vetrarvetlingar fyrir ai- þýðu, þurfa að hafa, þessa kosti: 1. Yfirborðið þarf að vera sterkt, mjúkt og vatnshelt. Gott skinn, með hentugri sútun er eina efnið, sem getur komið til greina. 2. Fóðrið á að vera laus prjóna- vetlingur (belgvetlingur), sem taka megi úr og þvo, er þörf gjörist. Almennir, vandaðir belg- vetlingar eru hentugir til þessa. 3. Skinnvetlingana þarf alþýða að geta búið tii sjálf. Að sauma þá á saumavjel er lítill vandi, ef hentug snið eru fengin og vjer höfum nóg af góðum skinnum. En vjer kunnum efeki að súta þau! Jeg þykist viss um, að ein- hver sútunaraðferð sje þó til, sem hvert heimili gæti framkvæmt; en hver vill kenna oss haria • 4. Vetlingsopið að ofan þarf að vera með einföldum umbúnaði, til þess að þrengja það sæmilega, og samskeytin við ermar verða að vera svo, að snjór og vatn kom ist ekki niður í vetlingana. A læknisferðum mínum reyndi jeg vetlinga af ýmsri gerð og fjekk aldrei vetlinga, sem mjer þóttu fullheitir, fyr en jeg Ijet sauma mjer víða belgvetlinga úr skinni, og hafði þá utan yfir góð- um belgvetlingum. Eftir það hafði jeg lítið af handakuldanirm að skapa hreysli og heilbrigði. Atiglýsingar óskast sendar timanlega. Kolakaup Heppileg í HeilaSverslttn l ^jiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimn lh | Biðjið aldrei um átsúK.kulaði | Biðjið um | T O B L E R. ^imiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimr^ ÓBRENT KAFFI fæst best og ódýrast hjá Eíriki Leifssyni, Laugaveg 25 Nofið eirtgðngu pene súkkulaði og kakao Þetta vörumerki hefir á skömmum tima rntt *jer til rúms hjer á landi, og þeir, sem eitt sinn reyna það, biðja aldrei um annað. Fæst i heildsölu hjá Simar: 890 & 949 segja, og skinnvetlingarnir entust. ár eftir ár. Jeg fjek'k þá saumaða; hjá skósmið, og minnir niig að þeir værn úr þunnu hross-skinni. | Enginn íslendingur þarf að ganga með kaldar höndur í vetr-' arkuldanum. Vjer höfum nóg efni í fnnheita vetlinga; en vjer verð-! um að læra þá iist, að búa þá til og nota þá. G. H. ' Hwsiti, Nectar. Pride, 7 lbs. Gerhveiti, Haframjöl, Hrisgrjón, Kartöfiumjöl, Sagó, Hálfbaunir, SÁais, heiiH, Bankabygg, Bankabyggsmjöl, Mysuostur, 1 kg. Kakaó. Sveskjur, Aprikósur, þurkaðar. Epli, þurkuð. Bi. ávextir, þurkaöir. Rúsínur, Fikjur, Döðiur, IWatarlitur, Soyur, (enkelt). (dobbelt). Búðingpúlver, Gerpúlver m/VanilIe. Bordsalt, Krydd, i lau8ri vigt. í btjefum, Citrondropar, Möndtudropar, Vanilledropar, Hik-Flak (lækkað verð) Krystalsódi, Handsápur margar teg. Raksápur, Stjörnublámi, Fjaðraklemmur, Toiletpappfr, Tausnúrur, Eldspýtur, (ágœt tegund, ódýr). Blikkfötur, Burstavörur allsk. I. Bryilissi 5 Hn Slmar 890 & »49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.