Morgunblaðið - 10.07.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1925, Blaðsíða 3
M ORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÍII, Btolnandl: Vllh. Flnaen. Útgefandi: Fjelag: 1 ReykjaTÍk. Rltatjörar: Jön Kjartan»»oc, Valtýr Stefánason. a.uKlýaingastjörl: E. Hafber*. Skrlfstofa Austurstrætl 8. Slmar: nr. 498 og*690. Auglýsingaskrlfst. nr. 700. Helmaslmar: J. KJ. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50. f lausasölu 10 aura elnt. BIFREIÐARSLYS. Eifreið veltur útaf veginum með sjera Bjarna Jónsson og fjöl- skyldu hans. Engin hæ,'ttuleg meiðsli hlutust af. # Mikil mildi að ekki fór ver. Ferðamannaskipið „Franconia“. ERLENDAR SÍMFREGNIR Chamberlain telur alt framferði Bolsa óþolandi. Khöfn 9. júlí ’25. FB. Símað er frá London, að Chaui- lierlam hafi sagt í þinginu, að j?ann veg væri nii málum komið milli Englands og Rússlands, að bráðlega mundi hámarki náð. nema Rússar hætti öllum fjand- samlegum undirróðri í Bretaveldi. Norska stjórnin völt. Símað er frá Osló, að ráðuneyti Mowinckels sje nú aftur í hættu statt, vegna frumvarps um hækk- un skatta. Frakkland og MarokkómáJin. Símað er frá París, að öll at- hygli manna heinist að Marokkó- málunum. Styrjöldin er stór- hættuleg Frakklandi sem stór- veldi. Liðsauki er daglega sendur, en þó skortir mikið á, að nægi- legt sje. Stjórninni háir >að mjög, að kommúnistar og socialistar fylgja henni ekki að málum þess- um. \ Segja Kínverjar Bretum stríð á hendur? Símað er frá Berlín, að fregn- Ir hafi borist um það, frá Peking, að kínverska stjórnin hafi í huga ■að segja Englandi stríð á hendur. Fimleikaflokkar í. R. Aikureyri 9. júlí ’25. FB Leikfimisflokkar íþróttafjelags- Ins liafa nú sýnt hjer list sína þrem sinnum fyrir fullu húsi. í gærkvöldi sýndu þeir til ágóða fyrir Heilsuhælisf jelag Norður- lands. Að lokinni þeirri sýningu kvað Ragnar Ólafsson sjer htjóðs og þakkaði flokknum fyrir kom- una með nokkrum velvöldum orð- um. Bað hann fjelagið lengi lifa og tóiku allir viðstaddir undir o'5 hans með húrrahrópum. Flokk- arnir þökltuðu og árnuðu Akur- eyri alls góðs. Á morgun fara háð- ir flokkarnir landveg til Húsa- víkur um Breiðumýri. Hafa Ak- ureyrarbúar boðið hesta og. fer hópur manna með íþróttaflokkun- um til Breiðumýrar, en þaðan verður farið til Húsavíkur í bif- reiðum. Leikfimisáhöldin eru send hjeðan með kútter pingey, sem er eign Bjarna Benediktssonar og Co á Hiisavík. Er það rausuar- lega gert, að láta skip af hendi ti’ þess í byrjun síldveiðitímans á Húsavík. Flokkarnir verða þar gestir bæjarins. Seinni partinn í gær var sjera Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og fjölskylda hans á leið í bif- reið upp að Korpúlfsstöðum. í bifreiðinni voru þau hjónin, mág kona sjera Bjarna, frænka hans og þrjú börn með þeim, alls sjö farþegar. Þegar komið var skamt inn fyr- ir Laugabrekku tapar bílstjórinn stjórn á bifreiðinni, og hún velt- ur út af veginum." par sem bifreiðinni hvolfdi, var laut, eða grunnur skurður við veg- inn. Varð þetta til þess, að rýmra varð um farþegana meðan bifreið- in lá ofan á þeim. En eins og eðlilegt er, var það hrein hending hvernig fólkið sem í bifreiðinnií var kom niður. Urðu þau harðast úti í fallinu sjera Bjarni og frú hans. Vagnbrúnin hvíldi á brjósti sr. Bjarna. Flutningabifreið var á veginum rjett á eftir þessari. — Kom maður þaðan á vettvang og lyfti undir vagnbrúnina, svo hún ivarð sjera Bjarna bærilegri. En maðurinn einn hafði ekkert afl til þess að lyfta bifreiðinni, svo fólkið, er klemt var, gæti losnað. En eftir örfá augnablik kom önn- ur bifreið að með nokkra menn er gátu losað alt fólkið. Kom það þá í ljós, að kona sjera Bjarna var verst leikin. Hún hafði klemst svo um háls ogbrjóst að henni lá við köfnun. Aðra far- þega sakaði ekki að mun. Læknir sagði Morgbl. ;í gær- kvöldi að meiðsli þeirra hjóna væri sem betur fer ekki hættu- leg, en búast mætti við því, að þau hjónin yrðu nokkra daga að ná sjer til fulls Hverjar liinar eiginlegu orsakir slyssins eru, getur Mbl. eigi upp- lýst. Ymislegt hefir það heyrt, en vill engan dóm kveða upp um það, hvað satt er. Vafalaust verð- ur málið rannsakað mjög ítarlega, svo að hinir sönnu málavextir komi í ljós. Slys þetta er svo al- varlegs eðlis, að almenningur hlýtur að krefjast þess, að bif- reiðaakstri bæði innan bæjar og eigi síður utan, verði meiri gaum- ur gefinn hjer eftir e,n verið hefir hingað til. ,,Franeonia“, ameríska ferða- mannaskipið, kom í aðra ferð sína hingað til lands í gær kl. 6 síðd., með um 400 farþega. Skipið er eign Cunard-línunnar, nýlegt skip og vandað, og allur útbúnaður því hinn prýðilegasti. Skipstjór- inn er kaft. G. W. Melsom, O.B.R., R.N.R. — Raymond-Whitcomb fjelagið víðkunna í New-York annast ferðamennina að nokkru leyti. — Er ferðalag þetta kallað „Ray- mond-Whitcomb Midnight Sun Cruise“, eða ferðin til landa mið- nætursólarinnar. Er þetta 5. ferð- ir> af þessu tagi. Fer þátttakan vaxandi. Hjeðan fer skipið að venju til Nordkap í Noregi og svo suður með Noregsströndum, alla leið til Osló, þaðan til Gautaborg ar, Kaupmannahafnar, Amsterdam Boulogne og Englands. Aðalmenn Raymond-Wliitcomb-f jelagsins á þessu ferðalagi eru þeir Col. J. A. Degen og Col. V. M. Fitz-PIugh o. fl. Móttöku ferðamannanna anr.a hjer eins og í fyrra ferðamannafje- lagið „IIekla“. Fór móttakan vel úr hendi í fyrra, og mun þó enn betur fara nú, því að meira er gert gestunum til skemtunar en þá var. Mun það hafa orðið að sam- komulagi milli þeirra Raymond- Withcomb-manna og Heklu-manna, að liafa skemtun fyrir gestina íiti á skipinu þegar fyrsta kvöldið. Er það góð hugmynd, sem væntan lega verður framkvæmd framvegis, þogar eins stendur á. Um kl. 9 í gærkvöldi höfðu far- þegar á skipinu og margt skips- manna safnast saman á efsta þil- fari. En þá átti skemtunin, söng- ur og glímur, að hefjast. Á tíunda tímanum kom karlakór K. F. U. M. 1 undir forustu Jóns Ilalldórssonar ríkisfjehirðis, út í skipið til þess að skemta gestunum með söng. Enn- fremur komu þangað 16 söngkon- ur, er sungu tvö lög með flokku um. Þá kom og 16 manna glímu flokkur frá glímufjelaginu „Ár mann“. Mr. F. J. Kovach frá Raymoud Whitcomb-fjelaginu ávarpaði ferða- mennina og gestina úr landi. Bauð hann gestina velkomna og fór mjög ! hlýlegum orðum um ísland og Is- . lendinga og þá gestrisni, sem ferða ! menri á vegum fjelags hans hefðu um, t. d. Alþing hið forna á Þing- völlum o. m. fl. Var ræða hans hin skörulegasta. Kjnti hann þá h.r. Jón Halldórsson, söngstjóra K. F. U. M. söngflokksins, fyrir ferða- mönnunum, og hófust þá hljóm- leikarnir. — Söng blandaða kórið fyrst þjóðsönginn íslenska : „O, guð \ors lands“, en allir lilýddu , á standandi og berhöfðaðir. Söngur- inn tókst vel, og var óspart klapp- að. Karlakórið söng því næst nokk ur lög, öll íslensk. Einsöngva söng lir. Oskar Norðmann. Ennfremur söng frú Guðrún Ágústsdóttir ein- söng, en frú Ásta Einarsson ljek undir. Margir gestanna fóru mörg- um aðdáunarorðum um sönginn. Því miður var ekki hægt að syngja öll lögin, er á söngskránni voru, því þegar hún var hálfnuð, fór að rigna lítið eitt, og glímuflokkurinn hafði ekki enn sýnt listir sínar. Söngkonurnar voru klæddar ís- lenska þjóðbúningnum og þótti ferðamönnunum mikið til hans koma. Hr. Jón Þorsteinsson stjórnaði glímuflokknum og var framkoma flokksins hin prúðmannlegasta. — Glímnmennirnir voru allir ungir glímumenn úr Ármann, og lögðu aðaláhersluna á að glíma sem lið- legast. Vakti list þeirra hina mestu athygli. Vegna ýringar úr lofti varð sleipt mjög á þilfari, og því ilt að glíma. Hr. Sigurjón Pjeturs- son, fyrverandi glímukongur Is- lands, ávarpaði ferðamennina fá- tinum orðum áður en glíman hófst og útskýrði fyrir þeim glímuna. — Að skemtaninni lokinni voru hressingar fram bornar, og var komið undir miðnætti, er íslensku gestirnir voru aftur komnir í land. Ferðamennirnir fóru ekki dult með ánægju sína af lieimsókn þeirra og þökltuðu þeim óspart fyrir komuna. Margt merkra manna og kvenua er á skipinu, t. d. Mr. Tlieodore Edison, sonur uppfundningamanns- ins fra>ga, og kona hans. Mr. Edi- son yngri er framkvæmdarstjóri í Edisonfjelaginu. Ennfremur var frjettaritara Morgunblaðsins skýrt frá þessum nöfniun: Miss Dorothea Lewis, frá New Yorlt; Mr. og Mrs. C. II. Savre Merill, frá Boston; Mrs. Charles A. Morss og dóttir hennar ; Miss Marian Morss, frá Boston; Miss Katharine G. Dodgc, frá Boston; Mrs. Emmons J. Whit- eomb o. m. fl„ og er alt þetta fólk leiðtogar í fjelagslífi á þeim stöð- um, sem það er frá. Vert er að geta þess í þessu sambandi, að ENRIQUE NIOWINCKEL Bilbao (Spain) — Stofnað árið 1845 — Saltfiskup og hrogn Simnefni: »Mowinckel« Veröiö ækkaö á hinum heimsfrægu Zeiss kúptu gleraugna- glerjum. Fást einungia hjá aðalumboðsmannin- um á Laugaveg 2. Thiele (gult hús, blá skilti.) Útvegum beint til trjesmiða: Eik — Mahogni — Fnnj og allar aðrar trjátegundir. Ludvig Stopr. Sími 333. H.f. Þvottahúsið Mjallhvít. Sími 1401. — Sími 1401. ? pvær hvítan þvott fyrir 65 aura Mlóið. Sækjum og sendum þvottinn. 4 mætt hjer. Mintist hann á margt viðvíkjandi Islandi og Islending-margt ferðamannanna kannaðist við MUNIÐ A. S. 1. Sími: 700. þau ungfrú Hólmfríði Árnadóttur og prófessor Á. II. Bjarnason, eti þau liafa eins og kunnugt er, far- ið vestur til Bandaríkja til fyrir- lestrahalds. Hafði sumt af ferða- fólkinn hlýtt á þau þár. 'Bendir þetta á, hve mikla þýðingu það hef ir, er vel mentaðir Islendingar fara utan og koma fram landi sínú. og þjóð til sóma. — Framkoman glevmist ekki í ókunna landinu. Ferðafólkið ljet vel yfir sjóferð- •inni og var vongott um, að það fengi sólskinsveðnr hjer, því dag- urinn í fyrradag spáði góðu, en því miður var súld í gær svo vart sást til fjalla. í dag fer hópur til pingvalla klukkan 9. Sjerstök sýning á ísl. kvikmynd- inni verður haldin kl. 2y2 í da'g í Nýja Bíó. Ferðamennirnir hafa margir far- ið mjög hlýiegum orðum um við- tökurnar hjer. Skipið fer lijeðan í kvöld, beint til Noregs. íslenska glíman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.