Morgunblaðið - 16.07.1925, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAIII,
Stofnandi: Vilh. Flmen.
Útgefandi: FJelag I ReykjaTÍlc.
Rltatjörar: Jön KJartaHaaoc,
Valtýr Stefánaaon.
angriyaingastjöri: E. Hafbers.
Skrlfstofa Austurstrætl 8.
Siuar: nr. 498 og 600.
Auglýalngraskrlfat. nr. 700.
Heiaaaalmar: J. KJ. nr. 748.
V. St. nr. 1880.
E. Hafb. nr. 770.
Áskrlftagjald Innanlands kr. 2.00
á mánuöi.
Utanlands kr. 2.50.
1 lausasölu 10 aura elnt.
ERLENDAR SÍMFREGNER
Khöfn 15. júlí ’25. FB.
LæknisfræSileg uppgötvun.
Símað er frá London, að lyfja-
fræðistofnun ríkisins hafi fundið
^mikroskopiska organisma/ er or-
saki krahbamein, Er hjer um
merkilegan atburð að ræða í sögu
læknisvísindanna, en vafasamt er
talið hvort mikið raunve'rul. gagn
verði af uppgötvuninni, Af stofn-
unarinnar hálfu verður nánar
skýrt frá þessu bráðlega.
r
t Námumálin í Englandi.
'Símað er frá London, að rann-
sóknanefnd hafi verið skipuð í
kolanámudeilumálunum.
Belgíska stjórnin og Ráðstjórnin
rússneska.
Símað er frá Bryssel, að ATand-
ervelde hafi sagt, að belgíska
Stjórnin væri þess ófús, að viður-
kenna ráðstjórnina rússnesku.
Flotaaukning Breta.
Símað er frá London, að stjórn-
in hafi ákveðið að láta smíöa 14
ný beitiskip á næstu 5 arum.
I
Skattafrumvörp frönsku stjórnar-
innar samþykt.
Símað er frá París, að skatta-
frumvörp Caillaux hafi verið sam-
>ykt. Socialistar greiddu atkvæði
gegn stjórninni í vissu atriði. -
Vinstriflokkur þannig klofinn:
Stjórnin lafir af náð hægrimanna.
Verslunarmálaráðstefnan.
Fimleikaflokkur í. R.
Seyðisfirði 14. júlí ’25. FB
— Leikfimisflokkur í. R. kom
hingað í gærmorgnn á Esju. —
Sýning í gærkvöldi.Var ekki hægt
að halda hana á íþróttavellinum.
‘Talsverð rigning. Sýningin þótti
takast aðdáanlega vel, þótti jafn-
vel betri en sýning Norðmannanna
1921. Fimleikamennirnir voru þol-
.góðir og jafnsnjallir. Þeir höfðu
lítið gólfrými og var svækjuhiti
5 húsinu, enda fjöldi áhorfenda.
Allir stórhrifnir. íþróttamennirnir
ánægðir með undirbúning og mót-
töku. Fara hjeðan í dag til Norð-
fjarðar og er gert ráð fyrir að
fiýning verði haldin þar í kvöld,
en á Eskifirði á morgun. Þaðan
fara þeir til Hjeraðs. Fimleika-
konurnar fóru til Reyltjavíkur á
Esjunni, — var viðdvöl þeirra
bjer of stutt til sýningar. Þótti
íSeyðfirðingum ilt að fá ekki tæki-
færi til að sjá list þeirra.
i
Norðfirði 15. júlí ’25. FB
Leikfimisflokkur Í.R. kom hing-
.að í gærkvöldi á vjelbát frá Seyð-
isfirði eftir talsvert sjóvolk. Var
sjórinn allúfinn við Dalatanga. —■
Sýningin var haldin kl. 9 (flokk-
urinn ltom kl. 7y2) á svo köll-
(Tilk. frá sendih. Dana.)
Rvík 14. júlí ’25. FB.
Grein í „Berlingske Tidende.“
— í „Berlingske Tidende“ var
birt ritstjórnargrein um verslun-
arráðstefnuna.Er sú ósk látin í ljós,
að framh. verði á því starfi, sém
hafið var á verslunarráðstefn-
unni, að koma saman og ræða þau
mál, er varða verslunarstjettir
beggja landanna og báðar þjóð-
irnar í heild sinni. Að þörf er
samvinnu og að skilyrði fyrir
henni eru íyrir hendi, hefir vevsl-
unarráðstefnan leitt í ljós. All-
ítarlega er lýst framförum lijer á
landi og í sambandi við þau orð
eru endurtekin orð hr. Garðars
Gíslasonar og S. Eggerz, að lífs-
nauðsyn sje á, að bæta samgöng-
urnar við önnur lönd. Greinarhöf.
I
hallast að þeirri skoðun, að til-
raun til beinna ferðar milli Dan-
merkur og íslands mundi nú vel
ta.kast. Komist beinar samgöngur
á, muni það koma í ljós, að nóg
verði til að flytja. Þörf sje á, að
rannsaka þetta til hlítar nú.
Greinarhöf. óskar, að þetta verði
einn ávöxturinn af verslunarráð-
stefnunni. A styrjaldarárunum,
segir greinarhöf, komst á auk-
in isamvinna í verslunarmálum
milli Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar, sem enn voru gerðar til-
raunir til að auka, er stríðinu
lauk. Nú sje gerð tilraun til frek-
ari samvinnu m’illi Islendinga og
Dana, og alt iitlit bendi í þá átt,
lað verða muni báðum aðiljum í
hag. Hjer sje um nokkurskonar
„praktiskan Skandinavisma‘1 að
ræða, sem skilið * eigi stuðning
góðra manna.
Skemtiför um Norðursjáland.
Þatttakendur i verslunarráð-
stefnunni fóru í bifreiðaför á föstu
daginn, sem „Islands Handelsfor-
ening“ sá um. Farið var til Fred-
eriksborgarhallar í Hilleröd og þar
etinn morgunverður, síðan til
Kronborg og skoðað „Handels og
Sjöfartsmusæet* ‘. Miðdegisverður
var etinn á Marienlyst og voru
þar margar ræður haldnar af þeim
Bjarna Nielsen, Flygenring, fólk-
þingsmanni Henricksen, Garðari
Gíslasyni, S. Eggerz, Ziesberg,
Ernst Meyer og' Schovelin „Börs-
kommissionær‘ ‘ er hjelt ræðu fyrir
minni íslands. Ræðuna fyrir minni
Danmerkur flutti S. Eggerz. For-
sætisráðherra bauð þátttakendum
að borða á Skydebanen á laug-
ardaginn.
Uppástunga um breytingu á fyrir-
komulagi á póstávísunum.
Þegar rætt var um skrásetning
íslenskrar krónu, ljet G. Gísla-
son þá ósk í ljósi, að póststjórnirn
ar á í.slandi og í Danmörku kæmu
því til leiðar, að liægt verði að
senda íslenskar krónur með póst-
ávísun til Islands og ennfremur að
póstkröfufyrirkomulagið yrði gert
óbrotnara. „Börsen“ hefir leitað
upplýsinga um þetta hjá yfirpóst-
stjórninni dönsku og „Statsgælds
direktoriatet“, sem benda á, að
ekki muni verða um hindranir að
ræða, svo þessu verði kipt í lag.
Þetta hefir ekki verið rætt fyr,
en ástæða er til að ætla, að þessu
verði sint, þegar fram verður bor-
ið á rjettum stað.
Höfnin skoðuð.
Boð hjá Stauning forsætisráðh.
Stundunum fram að nóni á laug
ard. var varið til þess að skoða
höfnina og ýms mannvirki í nánd
við hana.Var farið á kafnarstjórn-
arskipinu „Grane“. Er ferðinni
lauk, hjelt Sæmundur kaupmaður
Halldórsson ræðu og þakkaði fyr-
L* hönd íslendinganna. í samsæti
forsætisráðh. á Skydebanen,
flutti Stauning hjartanlega ræðu
um ísland, og þakkaði Garðar stór
kaupmaður Gíslason. Ernst Meyer
þakkaði þátttöku forsætisráðherra
í verslunarráðstefnunni. „Börs-
kommissionær* ‘ Schovelin hjelt
ræðu fyrir minni íslenskra
kvenna. Þarna var margt manna
saman komið auk íslendinganna,
t. d. landvarnarráðherra Laust-
Rasmussen, konungsritari, Jón
Krabbe, stjórn stórkaupmannafje-
lagsins, stjórnin í „Den islandske
Handelsforening,“ o. s. frv.
uðum Bakkabökkum, en þeir eru
sennilega besti íþróttvöllur á land-
inu. Meirihluti bæjarbiía var við-
staddur og virtist ánægður. -
Flokksmenn voru gestir íþrótta-
fjelagsins „Þróttur,“ sem annað-
ist móttöku ágæta vel. Að sýn-
ingunni lokinni fór fram kaffi-
drykkja og þakkaði Ólafur versl-
unarstjóri Gíslason flokksmönnum
og kennara með nokkrum vel völd
ur orðum. Hjeðan fara þeir á
morgun til Eskifjarðar, ef veður
leyfir, og sýna þar.
ísafirði 15. júlí ’25 FB
Dönsku stúdentarnir sungu hjer
kl. 11 í dag við mikla aðsókn
og lof.
Síldveiði byrjuð hjeðan. Aflast
vel í reknet.
Sláttur byrjaður fyrir nokkru.
Spretta ágæt. Óþurkur.
BYLTINGIN
í GRIKKLANDI,
og tildrög hennar.
Það þykir jafnan tíðindum sæta,
þegar stjórnarbjdting verður í ein-
hverju landi, en það mun þó eng-
inn kippa sjer jipp við, þótt þess
háttar komi fyrir í Grikklandi.
Þar hefir hver stjórnarbyltingin
rekið aðra síðustu árin. Hinn
stærsti viðburður í stjórnmálalífi
Grikklands á síðari tímum, skeði
1924, þá er þjóðin vjek konungi
sínum frá og stofnaði lýðveldi. —
Stjórn sú, er setið hefir að völd-
um frá í fyrra undir forustu Mic-
halakopolus, hefir ekki átt sjö
dagana sæla. Fyrst og fremst eru
fjármál ríkisins komin í hina
mestu óreglu, en hitt hefir þó jafn
vel reynst erfiðara að skiftast
þegnum á við Tyrki. Hundruð
þúsunda grískra þegna hafa síð-
ustu árin horfið heim til föður-
landsins, og má nærri geta, hversu
erfitt hefir verið að útvega öllum
þessum mannfjölda húsnæði og at-
vinnu. Ráðuneytið átti í hálfgerð-
um erjum við Tyrki í tilefni af,
að Tyrkir ráku gríska yfirbisk-
upinn á brott frá Konstantínópel
og fóru halloka í því máli. Enn-
fremur hefir Grikkland og Jugó-
slavía verið að semja um járn-
brautarsambandið frá Júgóslavíu
til Saloniki i Grikklandi. Júgósla-
vía hefir sáralítinn aðgang að haf-
inu síðan ítalía að mestu fjekk
yfirráðin yfir Fiume, og stjórnin
hefir því lagt ofkapp á að komast
að samningum við Grikki um að-
gang að Salonikihöfninni. Síð-
ustu mánuðina hafa stjórnir
nefndra ríkja rætt mál þetta á
milli sín, en árangurslaust. í
Grikklandi jókst óánægjan yfir
þróttleysi stjórnarinnar inn á við
og út á við. Einn góðan veður-
dag eigi als fyrir löngu, komu
herforingjar nokkrir í Saloniki
sjer saman um að reka gömlu
stjórnina og taka sjálfir í taum-
ana. Flotastjórnin studdi þá að
máli, og var því ekki annað fyrir
stjórnina að gera, en að láta und-
an síga. Sagt er, að atburðurinn
hafi farið fram á mjög friðsam-
legan hátt. Takmörk nýju stjórn-
arinnar er einbeittari framkoma
bæði í innanríkis- og utanríkis-
málum, fjárhagsleg endurreisn
ríkisins og efling álits þess út á
við. Vonandi fer stjórnin sjer
ekki eins geyst eins og hún lætur
í veðri vaka. Fari hún að sperra
sig um of svo til fjandskapar leiði
annað hvort við Júgóslavíu eða
Tyrkland, er Grikkland illa farið,
því Grikkir eiga sjer fáa vini sem
stendur. Atburðir síðustu ára í
landinu og framkoma Grikkja í
útanríkisst jórnm álnm hafa gert
'þetta gamla glæsilega menningar-
land einmana.
T. S.
Dóra Sigurðsson.
Aðalviðburð sumarsins má með
sanni kalla söngskemtun frú Sig-
urðsson, með hinum yndislega leik
manns hennar á flygelið. Þar birt-
ist hin göfugasta sönglist í svo
innilegum og samfeldum tóna-
hreim, að venjuleg lofsyrði við
snildarleik Haraldar verða alls
eigi nægileg, svo að maklegleik-
um sje lýst töfrum þeirra hljóma
í söng og strengjaslætti. Frú Dóra
Sigurðsson er í söng sínum sem
skínandi stjarna himinsins, stjarna
sem töfrar, ekki með ljóskrafti
sínum heldur með fögrum og skær
um litbrigðum. Það má lengi og
víða leita til þess að finna jafn
göfuga meðferð og þá, sem þessi
„Romance“-drotning lætur hverju
hlutverki sínu í tje.
Röddin er ekki afarmikil, eng-
iii óperurödct, cn fögur er hún nú
orðin og svo snildarlega með hana
farið, að enginn þarf að sakna
'þess, sem vanta kann í styrkleika.
t. d. í „Söngvum Dyveke.“ Frúin
hefir svo afarmikið vald yfir rödd
sinni að hæstu og sterkustu tón-
ar hennar eru jafn fagrir sem
þeir veikustu og fínustu. Ekki er
ástæða til að ræða um nein ein-
stök af hlutverkum frúarinnar,
sama snildin í tonum og framburði
var á því öllu hvort heldur í Schu
bert’s og Brahms-lögunum, eða í
hinum yndislegu frönsku smá-
söngvum frá tímum Liiðvíks
XVIII.
Frú Dóra Sigurðsson sjálf, er á
söngpallinum sem eftirmynd sann-
rar og hreinnar listar, alt yfir-
bragð, raddhreimur, framburður
og skilningur á efninu svo saman-
•tvinnað í „harmoniska“ heild, að
úr steini má sá vera, er ekki finn-
ur til þessa. Frú Dóra er óefað
;ein hin allra besta söngkona, sem
hingað hefir komið.
Haraldur maður hennar ljek
undir söngnum með þeirri snild,
er frá hans hendi má ætið vænta;
vjer búumst ávalt við miklu úr
þeirri átt, en við fáum altaf tölu-
vert meira útilátið hjá honum af
kþví, sem einkennir hina sönnn
ósviknu list.
Á. Th.
ERFIÐLEIKAR
FRAKKNESKU
STJÓRNARINNAR.
Fjárhagurinn og Mafokkó-
styrjöldin.
Síðustu daga hefir litið út fyrir,
að stjórnartími Painlevés væri
bráðum á enda runninn. — ÞaS
var aðallega tvent, sem álitið var
að verða mundi honum að falli,
•sem sje Marokkóstyrjöldin og
fjármálafrumvörp fjármálaráð-
herra hans, Caillaux’s. Þess hefir
•áður verið getið, að Painlevé flaug
til Marokkó til að rannsaka á-
standið þar. Þegar heim kom,
hjelt liann því sleitulaust fram,
að halda yrði styrjöldinni áfram
þar sem ráðist hefði verið ál
Frakka. Ef Frakkar færu að
biðja um frið, mundi það geta
leitt til þess, að þeir yfir höfuð
að tala mistu fótfestu sína í Mar-
okkó. Friðarbón yrði skoðuð sem
ótvíræð sönnun þess, að Frakkar
stæðu þar höllum fæti. Hann full-
vissaði þingið um, að Frakkar als
ekki herjuðu á Riffamönnum,
heldur aðeins vernduðu rjettindi
sín. IJmræður í þinginu urðu hin-
ar snörpustu. Þegar gengið var til
atkvæða um málið, greiddu sumir
af Sosíalistum atkvæði á móti
stjórninni, sumir greiddu als ekki
I atkvæði. En eins og kunnugt er,
! eru Sosíalistarnir einmitt mikill
‘ hluti þeirra manna, er styður
stjórnina að völdum. Þingið lýsti
þó trausti sínu á stjórninni í Mar-
okkómálinu, og var það hægri
mönnum að þakka, því margir
þeirra greiddu atkvæði með stjóm
inni.
Aðalatriðið í fjárlagafrumvarpi
Caillaux’s var það, að veita þjóð-
bankanum leyfi til að auka seðla-
vitgáfuna um 6 miljarða. Hámark-
ið var 45 en verður nú 51 milj-
arður. Þetta var neyðarúrræði, en
forsætisráðherra Painlevé, kvað
(stjórnina mundi verða að segja af
sjer, ef frumvarpið næði ekki
fram að ganga, enda fór svo að
lokum, að það var samþykt.
Frakkneska stjórnin er því úr
hættu fyrst um sinn, en riða sú,
sem kom á stjórnarflokkinn við
atkvæðagreiðsluna um Marobkó-,
málið og stöðugt sig frankans
niður á bóginn, getur orðið henni
að fótakefli hvenær sem er.
Frakkar bíða þess aldrei bætur,
að þeir bygðu fjárhagslega fram-
tíð ríkisins um of á skaðabóta-
greiðslunum þýsku. Eins og kunn-
ugt er, reyndust þær mun lítilfjör-
legri en til var ætlast í bvrjun.
I T. S. 1
““ __________________ í